Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
Spurningin
Segir þú
slúöursógur?
Bjarni Magnússon bankamaöur:
Mjög sjaldan.
Sunna Jóna Guðnadóttir nemi:
Já, ætli það ekki.
Ólöf Þorsteinsdóttir húsmóðir:
Nei, ég segi lítið af þeim.
Elín Sigrún Johnson forstöðu-
maður: Nei, það vona ég ekki.
Þorsteinn Úlfarsson vélstjóri:
Bæði og.
Oddvar Hjartarson nemi: Heldur
betur.
Lesendur
Óskemmtileg reynsla
með Visa-kortið
Bréfritari furöar sig á vægum reglum Visa gagnvart verslunum. - Visa undirritar samn-
ing viö verslunarmenn.
H.H. skrifar:
Ég varð fyrir
óskemmtilegri reynslu
nýlega þegar yfirlit frá
VISA Island barst mér.
Tvær upphæðir, önnur
rúmlega 30 þúsund og hin
rúmlega 50 þúsund krón-
ur, voru teknar út af korti
mínu án minnar vitund-
ar. Á þessum sama tíma
var ég stödd erlendis með
Visa-gullkortið á mér. Ég
tilkynnti þetta strax til
Visa en var tjáð að kaup-
menn hefðu allt að tvær
vikur til að svara þeim og
gefa skýringar á þessu.
Ég tók því málið í mín-
ar hendur, fór í þær versl-
anir þar sem verslað
hafði verið og fékk ljósrit
af reikningum og Visa-
kvittununum. - Önnur
hafði verið undirrituð
með karlmannsnafni sem
ég þekkti ekkert. Engin
kennitala, heimilisfang
eða skilríki vegna nafns
lá fyrir í verlsuninni.
Maðurinn haföi komið
þar inn, sagt númerið á
minu korti og tjáð afgreiðslumanni
að hann hefði gleymt kortinu heima
eða eitthvað í þá áttina. Hann fékk
þarna afhentar vörur fyrir rúmar 50
þúsund krónur sem bókfærðar voru
á mitt kort.
Hin greiðslan var tilkomin
þannig að maður, kannski sami
maður og í fyrra tilvikinu en undir
öðru naftii, hafði hringt í verslun
hér í Reykjavík og látið senda sér
vörur fyrir rúmar 30 þús. kr. gegn
númerinu á mínu korti. Engar upp-
lýsingar eru um þann mann heldur
en allt bókfært á mitt kort.
Þetta er að mínu mati alvarlegt
mál - þjófnaður sem þessi - og
furðulegt að verslanir skuli leyfa
sér að afhenda vörur án þess að fólk
sýni greiðslukort sín. Einnig að
reglur Visa Island skuli ekki vera
strangari gagnvart verslunum sem í
raun gerast handbendi þjófa sem
komast inn á einkareikning fólks.
Fólk telur sig sjálfsagt öruggt með
Gullkort Visa Island á sér þar sem
bæöi er myndar og eiginhandarund-
irskriftar kraftst á greiðslukortið.
En svo virðist ekki vera, því miður.
Full ástæða er því til að hvetja fólk
til að bera saman kvittanir sínar við
yfirlitin sem berast frá greiðslu-
kortafyrirtækjunum. Ég hef látið
taka af launareikningi minum i
banka greiðslur frá Visa og með því
að bera saman yfirlitið við kvittanir
uppgötvaöi ég þetta strax svo að
greiðsla þessi var stöðvuð út af mín-
um reikningi. En óþægilegt er þetta
og vægast sagt óhugnanlegt að vita
að einhver er kominn inn á banka-
reikning manns.
Fríhöfnin í Leifsstöð úr tísku?
Guðjón hringdi:
Nú auglýsir Fríhöfnin eða versl-
anir innan hennar grimmt þessa
dagana. Það er ofur eðlilegt eftir
kostnaðarsamar breytingar og fjölg-
un fyrirtækja á svæðinu sem þegar
er oröið allt of þröngt og því ekki
jafn aðlaðandi og í fyrstu.
Það er kannski líka þess vegna
sem manni finnst ekkert spennandi
að versla þarna og verðið er síður
en svo það lága og freistandi eins og
áður. Ög hvaða tíma hefur maður
til að skoða sig um og versla þarná
eldsnemma morguns á leið til Evr-
ópu? Ekki nema maður komi á eig-
in vegum miklu fyrr en rúturnar.
Ég veit ekki einu sinni hvort þá er
búið að opna staðinn eða innritun
til flugs.
Ég held að framboð á t.d. skyrt-
um, bindum og öðrum fatnaði í frí-
höfninni í Leifsstöð sé ekki til fagn-
aðar fyrir hinn almenna ferðamann
sem er að fara til landa þar sem
urmull af verslunum er á hverju
strái og góður tími til að versla.
Ætli gamla formúlan; vin og tóbak
við heimkomu frá útlöndum, sé
bara ekki enn í fullu gildi?
Símtöl til og frá íslandi
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Orðið „okur“ nýtur sín til fulls
þegar kemur að þjónustu hins rík-
isrekna gervihlutafélags, Lands-
síma íslands. Fólk má þola lélega
þjónustu og okurgjaldskrá sem á
enga fyrirmynd í nágrannalöndum
okkar.
í Bretlandi, þar sem ríkið seldi
simann (,,B.T.“) fyrir 10 árum,
blómstrar fyrirtækið, þótt það eigi
samtímis í vök að verjast vegna
samkeppninnar. í nýlegum fréttum
hér í Bretlandi kom fram að fyrir-
tæki þetta heföi árið 1977 tapað 250
þúsund viðkskiptavinum til nýrra
LOWEST
PRICES
USA 5p BT STAN0AHD 24 p
Japan I7p 67p
Hong Kong l^p 58P
India 37? 120p
Australia 13? 49p
South Afríca 35? 79p
Malaysia 25? 77p
30* minutes FREE TALKTIME
376 6083
MÍHÍS WO ’JRCÖTB
Rrst Choice
WídMJÍilJÍflj
Blaöaauglýsing frá bresku símafyr-
irtæki sem Skarphéöinn sendir meö
bréfi sínu.
fyrirtækja sem eru orðin mörg í
Bretlandi. Bandaríski risinn
„AT&T" er kominn með starfsemi í
Evrópu og nú má hringja til Banda-
ríkjanna og Kanada fyrir 5 pens
(rúmar 5 krónur) á mínútuna. Mín-
útan til íslands er hins vegar rúm-
ar 100 krónur! - Ég læt fylgja með
auglýsingu úr blaði frá einu síma-
fyrirtækinu hér og dæmi svo hver
sem vill.
Ljósleiðarinn sem flytur símtöl á
milli Bretlands og Kanada og
Bandaríkjanna liggur austur af
Vestmannaeyjum og þaðan fá ís-
lendingar streng úr honum. Ég hef
hringt til vina og fyrirtækja frá
Bretlandi og er það lítið dýrara en
samtöl mín frá Glasgow til London.
En þegar kemur að því að hringja
til íslands þarf maður að hafa mörg
pund tiltæk.
Mín skoðun er að leggjá eigi nið-
ur ríkissímann á íslandi og gefa
símaþjónustu frjálsa innlendum
sem erlendum aðilum. Kæmi t.d.
hiö ameríska „AT&T" til íslands
gætum við hringt til Ameríku fyrir
svo sem 3-5 krónur á mínútuna.
Við eigum það mikil viðskipti við
Norður-Ameríku að lækkaður
símakostnaður bætti stöðu fólks og
fyrirtækja verulega og skilaði sér
e.t.v. líka I lækkuðu vöruverði til
almennings.
Ekkert sjón-
varpsgrín
Egill hringdi:
Þegar sumar gengur í garð
hverfur grín og gaman af íslensku
sjónvarpsstöðvunum. Ég er svo
heppinn að geta leitað á mið er-
lendu sjónvarpsstöðvanna til að
horfa á grínþætti. Spaugstofan er
ekki til viðtals við Sjónvarpið og
Marteini Mosdal er heldur ekki
greitt fyrir sumargrín hjá Stöð 2.
Annað grín eða efni af léttara tag-
inu tíðkast ekki á íslensku stöðv-
unum. Allt grín er vist bannað
þar sumarlangt. Einkennileg er
þessi þjóð í allri fjölmiðlun sinni.
Sjóflutningar
til Akraness
Akurnesingur hringdi:
Ég lít með kvíða til þess tíma
þegar Akraborgin hættir sigling-
um til og frá Akranesi eftir ára-
tugaþjónustu. Þá leggjast af sjó-
flutningar hingað að mestu eins
og þeir hafa gengið fyrir sig með
Akraborginni. Hægt hefur verið
að panta eitt og annað og láta
senda um borð við bryggju í
Reykjavík og koma héðan ýmsu
smálegu á svo að segja örskots-
stund. Og nú verða erlendu ferða-
mennirnir að taka rútubíla eða
hjóla fyrir Hvalfjörðinn. Ekki
mega þeir hjóla gegnum Hval-
fjarðargöng. Það verða viðbrigði
að missa Akraborgina og fá ekki
annað skip í staðinn. Það er mik-
il afturför í samgöngum.
Sjávarafli og
skuldaaukning
Haraldur hringdi:
Ekki er hægt að segja að það sé
sérstakt gleðiefni að lesa um
aukningu aflaheimilda eða síld-
ina sem nú verður senn mokað
upp til löndunar. Því hefur nefni-
lega verið lýst yfir af ráðamönn-
um, þ.m.t. sérfræðingum í efna-
hagsmálum, að þetta hvort
tveggja auki þenslu á viðskipta-
sviðinu. Aukin innkaup til lands-
ins leiða til enn frekari skulda-
söfnunar hjá almenningi sem
skuldar nú meira en nokkru
sinni. Þetta allt sé verðbólguhvetj-
andi og verðbólgan þrýstir á
vaxtahækkun eins og OECD-
stofnunin hefur ráðlagt okkur. Ég
býð ekki í haustdagana, það verð-
ur orðið skrautlegt hér þá.
Viðbrögð
Davíðs á þingi
Þór Þorsteinsson hringdi:
Mér fundust viðbrögð Daviðs
Oddssonar á þingi nýlega vera ágæt
þegar hann svaraði stjórnarand-
stæðingum í tengslum við Lindar-
málið. - Er það ekki líka fráleitt að
þingmenn fari að kveða upp dóma
yfir einstaklingum í þjóðfélaginu
eða yfir þingmönnum? Hvernig
ættu dómstólar eða saksóknari að
taka afstöðu þegar þingmenn eru
búnir að kveða upp sinn úrskurð?
Mér finnst Davíð hafa tekið vel á
þessum málum, líkt og forystu-
manni ríkisstjórnar sæmir.
Svínaskinka
- blaut tuska
Þórunn hringdi:
Ég hef fylgst með skrifum um
íslenska skinku sem maður er að
kaupa. Sú skinka sem hér fæst er
vart bjóðandi nokkrum manni.
Þetta er samt ekkert nýtt fyrir
mér. Maður hefur keypt þetta í
gegnum árin eða það sem kallað
er skinka hér. Mér hefur alltaf
fundist hún vera eins og blaut
tuska, þótt maður hafi gert sér
þetta að góðu. Hún er bæði bragð-
laus og vatnsmikil og rétt svona
fylling ofan á brauðsneiðina til að
sjá ekki bert smjörið, smjörvann
eöa hvað sem maður smyr með.
Nú skuluð þið, sem framleiðið
þetta, bara taka ykkur á og það
umsvifalaust áður en leyföur
verður frjáls innflutningur á al-
vöruskinku.