Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Page 3
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
iíJ&JJiiiSll!
Titanic ★★★★
Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af
miklum fítonskrafti tókst James Cameron
aö koma heiili f höfn dýrustu kvikmynd sem
gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta
Camerons skilar sér f eölilegri sviðsetningu
sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leon-
ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg f hlutverkum elskendanna. -HK
Good Will Hunting ★★★★
í mynd þar sem svo mikið er lagt upp úr per-
sónunum veröur leikurinn að vera góöur.
Sérstaklega er samleikur Williams og
Damons eftirminnilegur. Hiö sama má
reyndar segja um flesta leikara í aukahlut-
verki. Bestur er þó Stellan Skarsgárd en í
túlkun sinni á stærðfræðingnum Lambeau
dregur hann upp sannfærandi mynd af
manni meö mikla sérgáfu sem þó verður að
játa sig sigraðan f návist ótrúlegrar snilli-
gáfu. -ge
Jackie Brown ★★★★
Höfundareinkenni Quentins Tarantinos eru
sterk þótt myndin sé gerð eftir þekktri
skáldsögu Elmore Leonards. Jackie Brown
er heillandi kvikmynd og er mýkri en fyrri
myndir Tarantinos en gerist samt óvefengj-
anlega f þeim heimi sem Quentin Tarantino
hefur skapað. -HK
U Turn ★★★★
Myndin vinnur afbragösvel úr hefðinni. Persón-
urnar eru eftirminnilegar og þótt húmorinn í
noir-myndum sé oft gráglettinn hefur sjaldan
veriö gengiö lengra en hérna. Lokasenan er f
senn óborganleg og óhugnanleg. -ge
The Assignment ★★★★
trlil
Leikstjórnin erTil fyrirmyndar og handritið að
sama skapi vandaö. Tími er tekinn til að leyfa
persónunum að mótast og fyrir vikið verða
þær trúverðugri. Aidan Quinn túlkar þá breyt-
ingu sem verður á Ramirez í gervi Carlosar af
mikilli leikni og Sutherland hefur ekki verið
jafn sannfærandi árum saman. ge
Mouse Hunt ★★★
Músaveiðamynd sem segir frá vitgrönnu
bræðrunum Smuntz sem erfa snæraverk-
smiöju og niöurnítt hús (með mús) eftir föö-
ur sinn. Sjálf músin er aðalhetja myndarinn-
ar þar sem hún klífur og stekkur og sveiflar
sér af mikilli fimi og hugrekki um húsið, sigr-
ast bæöi á banvænum ketti og meindýra-
eyði og hvomsar f sig kílói af osti án þess
að svo mikið sem gildna um miðbikið. -úd
Mad City ★★★
Sterk kvikmynd um það hvernig flölmiðlar
búa til stórfrétt. Þótt deila megi um aö
gíslatakan f myndinni geti staðið yfir I þrjá
sólarhringa kemur það ekki að sök. Costa-
Gavras hefur styrka stjórn á þvf sem hann
er fjalla um og hefur ekki gert betri kvik-
mynd í mörg ár. Dustin Hoffman og John
Travolta eru öryggiö uppmálaö f aðalhlut-
verkunum. -HK
Scream 2 ★★★
Þó Scream 2 nái ekki þeirri snilld sem 1 átti
þá held ég að ég geti ekki annað en kallað
þetta þriggia stjörnu hrollvekjuskemmtun.
Eftir magnaða byrjun fór Scream 2 of hægt
af stað en sfðan tók hún kipp og brunaöi af
staö og hélt uppi þessari Ifka finu spennu,
án þess að slaka á drepfyndnum hroll-vfs-
ununum og skildi viö áhorfandann ánægju-
lega hrylltan. -úd
The Big Lebowski ★★★
Yfirhöfuð er The Big Lebowski hlaöin
ánægjulegum senum og smáatriöum eins
og við mátti búast frá þessu teymi. Jeff
Bridges er ákaflega viðeigandi lúði í hlut-
verki sfnu sem hinn „svali“ og aigerlega
áhyggjulausi Lebowski og John Goodman
sömuleiðis góöur sem bilaður uppgjafa Vf-
etnamhermaður. -úd
Deep Impact ★★★
Vel gerð og ahrifamikil kvikmynd þar sem
fjallaö er um einhverja mestu hættu sem
vofir yfir okkur, aö halastjarna taki upp á því
að rekast á jörðina. Myndin er góð skemmt-
un en um leið setur að áhorfandanum létt-
an hroll. -HK
ikmyndir
Denise Richards
og Neve Camp-
bell leika hinar
spilltu Kelly og
Suzie, sem kæra
kennara fyrir
nauðgun.
Wild Things í Stjörnubíói:
Erótísk spenna ng fláttur
Wild Things, sem Stjörnubíó
frumsýnir í dag, er sakamálamynd,
uppfull af plottum, fléttum, ráðgát-
um og erótískri spennu. Myndin
gerist í Blue Bay-flóa, Flórída, þar
sem hinir ríku búa i góðu yfírlæti.
Þar býr einnig Kelly Van Ryan,
kynþokkafull stúlka, nemendi í
skóla þar sem kennarinn Sam
Lombardo ræður ríkjum. Kelly er
sjúklega hrifinn af Sam og er tilbú-
inn til að gera allt til að vekja at-
hygli hans, meðal annars að þvo jep-
pann hans, sem hún gerir með stæl.
í blautum sundbol reynir hún að
freista Sam með miklum kynþokka
sínum. Daginn eftir segir hún móð-
ur sinni, Söndru, að Sam hafi
nauðgað sér. Móðirin, sem langt í
frá hefur hreina samvisku og sefur
hjá öllum sem hana vilja, meðal
annars Sam Lombardo, ákveður að
kæra Sam. Fram á sjónarsviðið
kemur önnur stúlka, Suzie, og segir
aö Sam hafi nauðgað sér fyrir ári.
Það er þvi ljóst aö hinn virðulegi og
myndarlegi kennari er í vondum
málum og það sem verra er, það vill
enginn lögfræðingur taka að sér að
verja hann fyrir utan Ken Bowden
sem er ekki mjög traustvekjandi.
Nauðgunarmálið fer að teygja
Kevin Bacon, sem auk þess að leika eitt aðalhlutverkið er
einn framleiðenda myndarinnar, er hér ásamt leikstjóran-
um John McNaughton við tökur á myndinni.
anga sína út fyrir bæjarfélagið og
hver flækjan af annarri gerir máliö
óskiljanlegra. Utan við atburðarás-
ina fylgist rannsóknarlögreglumað-
urinn Ray Duquette með og grunar
hann að ekki sé allt eins og sýnist
og að það sem hafi spurst út sé að-
eins toppurinn á ísjakanum.
t hlutverkum stúlkanna Kelly og
Suzie eru táningastjömumar Denise
Richards og
Neve Camp-
bell, Matt
DiUon leikur
Sam
Lombardo,
Bill Murray
lögfræðing
hans, Theresa
Russell og Ro-
bert Wagner
leika foreldra
og Kevin
Bacon, sem
einnig er einn
framleiðenda
myndarinnar,
leikur lög-
reglumanninn
Ray Duquette.
Leikstjóri
myndarinnar
er John McNaughton. Hann kom
fyrst fram á sjónarsviðiö þegar
hann gerði hina myrku sakamála-
mynd, Henry: Portrait of a Serial
Killer, sem fór sigurför á ýmsum
kvikmyndahátíðum. Aðrar kvik-
myndir sem hann hefur leikstýrt
eru Mad Dog and Glory, Sex, Drugs,
Rock & Roll, Normal Life og nú síð-
ast The Borrowers.
Vomur. John Malcovich í hlutverki manns sem þvingaður er í herinn.
æsku þurfti að
þola misþyrmingar
á munaðarleys-
ingjahælinu sem
hann var á og á
fullorðinsárunum
er hann ásakaður
um að vera bama-
níðingur. Hann er
þvingaður til að
skrá sig í franska
herinn þegar Þjóð-
verjar eru að ráð-
ast inn í Frakkland
árið 1939. Það líður
ekki á löngu þang-
að til hann er orð-
inn stríðsfangi. í
einfaldleika sínum
tælist hann af
áróðri nasista og
byrjar að starfa
fyrir Þjóðverja við
að fá börn til að
ganga í Nasista-
flokkinn. Þetta er
ógleymanleg mynd
sem sýnir starf-
semi nasista frá
nýju og óþægilegu
sjónarhomi.
TILCOO
•••
ptzzA NED &
1 '2* KAI&AfclTA K?A
trvÍTLAWmABP^
jpuildM Ar> iciA
i dagíkua
VáKífklMAIí?