Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 T>V 1» um helgina Listasafn Arnesinga: Islenskur sjúkraþjálfari í heimi múslíma Ein mynda Ingu Margrétar frá dvöl hennar í Afganistan á síðasta ári. í dag kl. 15.30 opnar Inga Margrét Róbertsdóttir sjúkraþjálfari sýn- ingu í Listasafni Árnesinga á Sel- fossi. Inga Margrét sýnir 29 ljós- myndir, blaðaúrklippur, útsaumaða hatta og teppi úr bómull og silki frá dvöl hennar í Afganistan. Þar var hún frá desember 1996 til júní 1997 við störf á vegum Rauða kross íslands í Mazar-i-Sharif, Kab- úl og Kandahar. í Mazar-i-Sharif stjómaði hún ásamt breskum stoð- tækjasmið gervilima- og endurhæf- ingarstöð með um 50 sjúkrarúmum og göngudeildarþjónustu. Þjónustu- svæðið náði yfir norðurhérað Afg- anistan. Sýningin færir okkur inn í annan menningarheim en við eig- um að venjast og kynnir almenn- ingi það starf sem Alþjóðaráð Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans vinnur við erfiðar aðstæður. Þetta er fyrsta sumarsýning Listasafnsins og mun hún standa til 28. júní. Opið verður frá 14 til 17 alla daga nema mánudaga út ágúst- mánuð. Á sunnudögum kl. 16 mun Inga Margrét kynna gestum efni sýningarinnar. í Halldórssal er að finna smáverk Ólafs Th. Ólafssonar, „My beloved systir Guörún". Þar eru einnig vas- ar, skúlptúrar og músíkmyndir Ólafs Þórs Ólafssonar ásamt sýnis- horni af fastasöfnum og standa þessi verk uppi næstu tvær vikurn- ar. Listaskálinn í Hveragerði: Þungavigtars A morgun kl. 15 opnar BUBBI (Guðbjörn Gunnarsson) högg- myndalistamaður einkasýningu í garði Listaskálans í Hveragerði. Á sýningunni, sem BUBBI nefnir „Úti“, verða til sýnis 9 verk sem unnin eru á síðustu þrem árum úr járni, íslensku grágrýti og stein- steypu. Með sanni má kalla sýninguna þungavigtarsýningu. Stærstu verk- in eru um þrír metrar á hæð og yfir tvö og hálft tonn að þyngd. „Þetta mun vera ein stærsta einkasýning á skúlptúrum utanhúss hérlendis til þessa," segir BUBBI í samtali við DV. „Enda liggur mikil vinna bak við hana. Maður myndi aldrei halda út í þessa vinnu fyrir þriggja vikna sýningu og því munu verkin verða hér til sýnis til 16. september. Það liggur gríðarlegur straumur ferða- manna gegnum Hveragerði á hverju sumri og ég vona að sem flestir komi hér viö og hafi það náðugt í garðinum." Árbæjarsafn: Stutt í sveitasæluna Á Arbæjarsafni er stutt í sveita- sæluna, sérstaklega fyrir smáfólkið. Næstkomandi sunnudagur verður einmitt helgaður börnum og leikj- um þeirra. Farið verður í gamal- dags leiki við Kornhúsið allan dag- inn. Klukkan 14 verður spennandi kassabílarall og pokahlaup. Alð auki verður sippað, farið i teygju- Þaö veröur líf og fjör i Árbæjarsafni á sunnudaginn. Domkorinn i Reykjavik heldur ton leika á Hofsósi um helgina Hofsos: / Domkorinn í heimsókn Annað kvöld kl. 20.30 heldur Dómkórinn í Reykjavík tónleika í Félagsheimilinu á Hofsósi. Á sunnudaginn mun kórinn svo syngja við messu í Hóladómkirkju. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Dómkórinn heldur tónleika á Hofsósi en hann er meðal fremstu kóra landsins. Á efnisskrá hans eru fallegar útsetningar á þjóðlög- um, lög við kvæði eftir Halldór Laxness, ástarlög frá 16. öld og kór- lög eftir Brahms. Fyrir utan aö syngja við ýmsar opinberar athafnir i Dómkirkjunni í Reykjavík heldur kórinn eigin tónleika einu sinni til tvisvar á ári. Kórinn hefur einnig verið með ár- lega tónlistardaga, þar sem flutt hafa verið metnaðarfull kórverk og í kringum jólahátíðina hefur kór- inn haldið fjölsótta tónleika i ýms- um kirkjum höfuðborgarinnar. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson. BUBBI viö eitt þeirra verka sem sýnd veröa garöi Listaskálans i Hverageröi í allt sumar Viðfangsefni BUBBA er náttúra íslands frá jarðfræðilegu sjónar- horni, hugsuð sem teikning í lands- lag þar sem útlínur kunnuglegra forma eru dregnar fram. Þarna má t.d. finna gos og hraunrennsli auk margs fleira úr náttúrunni. Einkasýningar BUBBA að loknu námi við Notting- ham Trent University eru orðnar sex tals ins auk þátttöku í nokkrum samsýning- um. Sýn- ingin „Úti“ er því sjöunda einkasýning listamannsins og jafnframt af- mælissýning í til- efni fimmtudagsaf- mælis hans fyrr á ár- inu. tvist og snú snú, gengið á stultum og þeytispjöldum verður þeytt auk margs annars. Þar verður sem sagt hægt að njóta sveitasæl- unnar og ekki skemmir fyr- ir að teymt verður undir börnum við Árbæinn og bú- fénaður bítur gras úti í haga. Klukk- an 17 verður svo Bú- kolla mjólkuð og allir fá að smakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.