Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Síða 9
JL>V FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
HLJÓMPLjÍTU
11611m
Saint Etienne - Good Humor ★★
Fyrr á öldinni var hægt að ganga að eðalpopp-
inu vísu i sykurkrukku enska triósins Saint Eti-
enne. Á þremur plötum þróaðist bandið úr dans-
skotnu byrjunarverki „Fox Base Alpha“, í bestu
plötu sína, meistaraverkið „So Tough“ og stað-
næmdist svo í strengjahlöðnu krúsidúllupoppi á
„Tiger Bay“. Svo var löng þögn en áhrifanna gætti
víða, t.d. hjá hinum sænsku Cardigans. Það var því
viss tilhlökkun að taka utan af glænýrri Saint
Etienne-plötu, hvert skyldi poppið hafa rekið núna?
spurði maður og átti von á öllu, nema kannski því
sem platan er; ofsalega látlaus poppplata þar sem
allar tilraunir eru hættar og þróunin stöðnuð í ein-
hæfu og alls ekki nógu spennandi froðupoppi. Lögin eru einfaldlega ekki nógu grípandi og
sterk, þó eitthvað hérna sé ágætt í hófi og í sérstöku sólskinsskapi. Það er eins og þremenn-
ingamir hafi hugsað: „Æi, það eru allir að gera það sem við vorum að gera og við skulum
bara poppa eins og fyrirrennarar okkar gerðu,“ og því hljómar „Good Humor" eins og út úr
einhverjum kokkteilbar í London frá „The Swinging 60’s“ og ekkert meir, nema kannski sam-
ansafn af B-hliðum með The Cardigans. Þau nota ekta band á bak við sig í þetta skiptið, ein-
hverja stúdíósvia sem vinna sitt starf líflaust og eftir stimpilklukkunni og ekki bætir söng-
konan Sarah miklu lífi við því hún er að mestu hætt að syngja og andar öll lögin í staðinn af
jafnmiklum áhuga og köld kæfa í kæli. Kannski geri ég of miklar kröfur sem gamall aðdáandi
en sem slíkur tekur það mig sárt að þurfa að segja að þetta er versta plata Saint Etienne frá
upphafi. Gunnar Hjálmarsson
Tricky - Angels with Dirty Faces
Er Tricky orðinn heilaskaddaður af öllu hassinu?
spyr maður eftir fyrstu umferð af þessari ofur-
draugalegu plötu og verður seinn til svars. Sjálfur
segist hann vera drulluhræddur við tónlistina sem
hann gerir, líklega þá í bullandi ofsóknaræðiskasti,
og vissulega er þessi plata ekkert barnagaman. Ólíkt
fyrnnn félögum sinum í Massive Attack er Tricky að
gera tónlist sem seint mun höfða til margra Hér
þyngir hann jafnvel enn á mulningsvélinni sem
hann iðkar tónlist sína úr, valtar yflr alla sólarglætu
og kreistir eins dimma og djúpa tóna út og hægt er.
Hann minnir svolítiö á erflðustu plötur Tom Waits
og stundum á taktbrenglisblús Captains Beefheart.en
skín þó alltaf sjálfur í gegn, stórfurðulegur og nokkuð spennandi, vilji maður hleypa svona
skrimsli í eyrun á sér. Stundum er eins og maður sé með Tricky i vitjun hjá geðlækni. Hann
dregur mann í textunum inn í einkalíf sitt og þar eru púkar í öllum homum, ofsafengnar til-
fmningar, innilokunarkennd, ofsóknaræði. Hann líkir sér við Tínu-lemjandi Ike Tumer en
bætir svo við: „Only joking, too much smoking." Ofsóknaræðið beinist helst að bransanum;
„Is this making music or rnoney?" spyr hann, og persónulega er ég orðinn frekar þreyttur á
öllum þessum kvartandi poppurum. Áf hverju fara þeir ekki bara aftur á bætur fyrst þetta er
svona erfitt? Aðgengilegasta lagið er „Broken Homes" sem PJ Harvey syngur með Tricky, og
að vanda er Martina Topley-Byrd með honum í mörgum lögum og gefur ferskan blæ með raus-
inu í kallinum. Þyngra verður það varla en þessi plata og ég mæli ekki með henni allri í einu
nema fólk sé verulega hátt uppi.
Gunnar Hjálmarsson
Public Enemy - He Got Game ★★★
Mér varð það nokkur léttir að opna umslagið sem
þessi diskur var í vegna þess að imdanfarið hafa
þeir diskar sem ég hef fengið til umfjöllunar varla
verið plastsins virði. Það var hins vegar ánægjulegt
að sjá að Þjóðfélagsóvinur nr. 1 er enn þá til. Það er
nefnilega dálítið langt síðan nokkuð hefur heyrst frá
þeim og oft á þeim tíma hafa skotið upp kollinum
orðrómur þess efnis að þeir hafi hætt samstarfi.
He Got Game er á vissan hátt tímamótaverk i
rappsögunni því að aldrei fyrr hefur hiphophljóm-
sveit samið heilt soundtrack fyrir kvikmynd. Public
Enemy stendur samt ekki einn að verkinu heldur
nýtur hljómsveitin aðstoðar ýmissa annarra tónlist-
armanna, t.d. Masta Kilia, KRS-1 og gamla brýnisins Stephens Stiils sem aðstoðar hana við
lagið He Got Game sem er nokkurs konar endurgerð lagsins For what Its Worth sem Stills
samdi.
Eins og áður sagði er dálítið síðan Public Enemy gaf eitthvað út en þrátt fyrir það hefur
hljómsveitin lítið breyst. Það er enn þá sami krafturinn í henni og lögin í svipuðum stil og á
Muse sick-n-hour mess age ("94). Að vísu frelsaðist Flavor Flav og það hefur greinilega haft
áhrif á textasmíðar hans eins og sést t.d. á titli lagsins, What You Need Is Jesus. Það er þó
óþarfi að örvænta, þetta er ekki eitthvert gospel-væl. En það er körfuboltinn sem er í fyrir-
rúmi á He Got Game rétt eins og í myndinni og það er fleira sem skiptir máli en að kunna að
spila. Það blasa alltaf við einhverjar hættur eins og til dæmis að þú sért skotinn af því að ein-
hvern langar í skóna þína eða ruglaðir njósnarar fyrir háskólalið ofsæki góða leikmenn með
tilboðum á tilboð ofan.
Það er hins vegar ljóst að Public Enemy hafa engu gleymt og bara.FIGHT THE POWER.
Guðmundur HaUdór Guðmundsson
Unun-Bones ★★★
Með blöndu af neðanjarðarstrengjum og
bamsblíðri rödd Heiðu byrjar þessi plata með
titillaginu Bones. Lagið er í senn rólegt og að-
laðandi en skapar skemmtilega vídd þegar
þungt og eiginlega mjög svalt sánd þeirra Þórs
og dr. Gunna á gítar og bassa ryður sér upp á
yfirborðið. Textinn fjallar um horfinn (dáinn)
ástvin og pælingar og upprifjanir um samband-
ið.
Unun kemur skemmtilega á óvart með þessu
lagi, reyndar hafði ég haldið að Bones myndi
verða eins og You Do not Exist af siðustu smá-
skífu sveitarinnar sem reyndar er hér að finna
líka. En gott ef hljómsveitin skilar sínu ekki
mun betur í rólegri lögum, filingin er einhvern veginn meiri.
Þriðja lag plötunnar, Driven, er öllu síðra, hress rokkari en kannski of líkur
mörgu sem maður hefur heyrt annars staðar frá.
Fjórða og lokalag plötunnar, Heim á Hellissand, er tekið upp á Gauknum, ótrúlega
skemmtilegt rokklag ættað úr íslenskum pönkheimi, svakalega þjóðlegt.
Páll Svansson
★★★
Páll Oskar og Casino: „Það er fólki lífsins ómögulegt aö vera í einhverri fýlu á böllum meö okkur.
„Það frika allir út“
- Páll Óskar og Casino gefa út „Stereo“
Páll Óskar fær sér risasamloku þegar ég hitti
hann á Hótel Loftleiðum. „Það má vera einn
nammi- og ógeðsdagur í viku,“ segir hann og sýnir
mér upphandleggsvöðvana sem eru komnir á hann.
Hér er hann mættur úr líkamsræktinni til að
rabba um plötuna „Stereo“ sem var að koma út
með honum og Casino. Þar er verið að hampa
„easy listening" tónlistinni, „stofupoppinu" svo-
kallaða, sem sifellt er að verða vinsælli tónlist með-
al almennings - aftur. Hljómsveitarstjóri Casino,
Samúel Jón Samúelsson Jr., ætlaði að koma líka,
en popplífið tekur á og hann er annars staðar.
Casino, easy listening
og lagavalið
„Casino var stofnað sem instrúmental band en
hlóð utan á sig,“ segir Palli. Þeir eru allir útskrif-
aðir eða að útskrifast úr FÍH og því ofsalega æfðir
í tækni og þéttleika og vanir að spila fyrir fólk sem
situr á rassgatinu. Þeir eru miklir frí- djassarar.
Casinodæmið var hugmynd frá Samma og komið á
legg til þess eins að hafa gaman af því. Þeir rökuðu
sig saman fyrir u.þ.b. ári og kölluðu sig fyrst The
Hubba Bubba Orchestra. Þeir komust fljótlega að
því að fólk hérna var ailtaf að biðja um það sama,
Peter Gunn eða James Bond stefið, og hafði litla
hugmynd um hvað easy listening músík er, dettur
kannski fyrst í hug Tom Jones eða Elvis í Las Ve-
gas. Við erum með herferð til að útbreiða easy
listening tónlistina; Við erum 50% hórur og 50%
hard core easy listening dúdar. Á plötunni eru
nokkrir augljósir smellir; „Up up and away“ og
„Do You Know the Way to San José“ eru lög sem
eiga að vera á öllum „beginners guide to easy
listening" plötum - þú getur spilað þau á Sauðár-
króki og liðið filar það. Svo koma lög sem fáir eða
jafnvel engir hafa heyrt, t.d. „Knowing when to
Leave" eftir Burt Bacharach; það hefur aldrei kom-
ið út sungið á plötu. Ég pikkaði það upp úr sjón-
varpsþætti með Dusty Springfield og fann textann
á netinu. „Barbarella“ er sándtrakk sem kom
aldrei út á CD og ég þurfti að kaupa plötuna á 100$
í einhverri safnarabúð í New York. Þetta er besta
sándtrakk sem hefur verið gert fyrir utan Carrie
og kannski Suspiria. Svo vildum við að fólk flass-
bakki og það flassbakka allir þegar þeir heyra Bar-
bapabba þemuna, sem er besta easy listening sjón-
varpsþema sem ég hef heyrt og við gerðum svona
Sandpipers útgáfu af laginu. Svo heimtaði ég prfvat
og persónulega að við enduðum plötuna á
Eurovisionstuði. Það má því segja að við byrjum
plötuna á Sauðárkróki og endum hana á Akureyri,
en í millitíðinni er stöff sem er erfitt að finna.“
„Stereo" tekin upp
„Þú sérð það í hendi þér þegar þú heyrir plötuna
að þetta er rándýrt verkefni. Við erum búnir að
vera í tvo mánuði í stofufangelsi að taka hana upp.
Við ætluðum fyrst að taka þetta upp með einhverju
Skriðjökla attitjúti; telja i og segja ahahaha og allt
átti að verða tilbúið, en við komumst að því að
þessi músík útheimtir flókna tæknilega hluti og
maður kemst ekkert upp með hvað sem er. Við
sáum það strax að þessi plata verður hryllileg að
taka upp. Sem betur voru útgefendumir þolinmóö-
ir þó þeir hafi fengið smásjokk fyrst þegar þeir sáu
hvert kostnaðurinn stefndi. Sammi er að uppgötva
sjálfan sig núna sem frábæran útsetjara fyrir
strengi og blásturshljóðfæri. Við ætluðum fyrst að
fá Szymon Km-an og Sammi var búinn að skrifa
upp nótur sem hann lét Szymon kíkja á og hann
sagði að þetta væri allt í lagi.
Strengjaupptakan var algjört kraftaverk, við
vorum stressaðir yfir að hún yrði alltof dýr en við
tókum upp átta lög á sex tímum eða eitthvað, þetta
rann áfram eins og smjör.“
Þegar grannt er skoðað
„Nú þegar platan er komin á koppinn fylgjum
við henni eftir með spiliríi hér og þar en fórum
mikið eftir því hvernig fólk filar hana. Ætlum að
tékka á því hvort almenningur fatti konseptið,
hvort hann getur hlustað á þessa tónlist án þess að
vera með stút fyrir munninum. Ég er að segja Led
Zeppelin og Bítlunum stríð á hendur því ég fila
ekki hve rokksagan gerir lítið úr easy listening
tónlistinni. Þegar grannt er skoðað eru bönd eins
og Pizzicato 5, Saint Etienne, Air og kannski Ver-
ve easy listening hljómsveitir, þær taka mið af
lagasmíðum og upptökutækni þessa tíma. Kallar
eins og Burt Bacharach og Jimmy Webb, sem við
erum að taka ofan fyrir, eru auðvitað algjörir gúrú-
ar hjá þessu liði. Við erum að draga þessa pælingu
í land og ég er að ramma inn easy listeningið, ekki
ósvipað og ég rammaði inn diskópælinguna á
„Stuð“ plötunni."
Hvemig gengur þetta í fólk á böllum?
„Vá, þetta er málið. Það segir sig sjálft að við
hönnum böllin öðruvísi en plötuna. Við fórum svo-
lítið meira út í Shaft og svoleiðis. Fólk tekur okk-
ur næstum því eins og vin í eyðimörkinni því
mergurinn málsins er að „I Say a Little Prayer" er
uppáhaldslag allra í heiminum þó fólk viti það
ekki. Við teljum í og fólk er fyrst með sítrónufeis,
en þegar það fattar hvaða lag þetta er, þá, „ú, þetta
er uppáhaldslagið mitt“. Við erum stuðhljómsveit.
Mér finnst gott að hafa gert þessa plötu, en samt
getum við spilað með skítamórals-elementi úti á
landi. Við ætlum ekki að spila mikið í sumar, því
við erum uppteknir í öðru - þetta er átta manna
hljómsveit og erfitt að raða þessu saman. Það er
erfitt að ferðast með svona stórt band og lágmarks-
kostnaðurinn 100 þúsund kall að spila úti á landi
fyrir utan launin sem okkur ber að fá. Við reynum
samt að kýla á það því áhrifin að heyra svona stóra
hljómsveit er óviðjafnanleg, það fá allir gæsahúð,
það fríka allir út. Það er fólki lífsins ómögulegt að
vera í einhverri fýlu á böllum með okkur."
Einmitt. Útgáfutónleikarnir eru í kvöld á Ing-
ólfscafé, en næst má svo sjá Pál og Casino á Ingólf-
storgi á 17. júní.
-glh i