Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 10
Skálholtskirkja, laugardagur, kl. 14.30: Frumflutningur söng- verka eftir tónskáldin Báru Grímsdóttur og Elínu Gunnlaugs- dóttur er byggjast á texta eftir síra Ólaf Jónsson á Söndum og Brynjólf Svefnsson. Kl. 17.00: Sönghópurinn Hljómeyki, Guðni Franzson klarinettuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballeik- ari frumflytja söng- og einleiks- verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Stjórnandi Bernharður Wilkin- son. Norræna húsið, sunnudaginn kl. 16: Áshlldur Haraldsdóttir flautuleikari og Unnur Vilhelms- dóttir píanóleikari halda tónleika í fundarsal Norræna hússins. Leikin veröa verk eftir Mist Þor- kelsdóttur, Báru Grímsdóttur og Karólínu Eiríksdóttur. Eftir hlé veröa svo leikin verk eftir Báru Grímsdóttur og Karólínu Eiríks- dóttur. Skálholtskirkja, sunnudaginn kl. 15: Sönghópurinn Hljómeyki, Guðni Franzson klarinettuleikari og Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari flytja söng- og einleiksverk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Stjórnandi Bernharöur Wilkin- son. Kl. 16.40: Sönghópurinn Hljómeykl, Guðni Franzson klar- inettuleikarl og Helga Ingólfs- dóttlr semballeikari flytja kór- verkið Ad Beattem Virginem eftir Báru Grímsdóttur. Stjórnandi Bernharöur Wilkinson. Kl. 17.00: Messa meö þáttum úr tónverkum helgarinnar. Stólvers úr fornu íslensku sönghandriti í nýrri útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar. m a t u r Argentfna ★★★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. Opið 18—23.30 v.d., 18—3 um helgar. Einar Ben ★★ Veltusundi 1. 5115090. Opiö 18—22. Hótel Holt ★★★★ Bergstaöastræti 37, s. 552 5700. Opiö 12—14.30 og 19— 22.30 v.d., 12—14.30 og 18— 22 fd. og Id. Hótel Óðinsvé ★★ v/Óðinstorg, s. 552 5224. Opiö 12—15 og 18—23 v.d., 12—15 og 18—23.30 fd. og Id. Lauga-ás ★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. Opiö 11—22 og 11—21 um helgar. Lækjarbrekka ★★ Bankastræti 2, s. 551 4430. Opið md.—mid. 11—23.30, fid.—sd. 11—0.30. Mirabelle ★★★ Smiðjustíg 6., s. 552 2333. Op- iö 18—22.30. Naustið 0 Vesturgötu 6—8, s. 551 7759. Opið 12—14 og 18—01 v.d., 12—14 og 18—03 fd. og Id. Rauðará ★ Rauöarárstíg 37, s. 562 6766. Opiö frá kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aö- sókn. Skólabrú ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. Opið frá kl. 18 alla daga. Thailand 0 Laugavegi 11, 551 8111. Meira á www.visir.is Eftir að nýir og gamlir og endurnýttir Grease-aðdáendur hafa horft á hina tvítugu dans- og söngvamynd í Háskólabíói í nokkrar vikur er söngleikurinn nú kominn í Borgarleikhúsið. Frábær tónlist, flottir bílar og falleg föt Rokksöngleikur- inn Grease var fyrst sýndur í gam- alli skemmu í Chicago. Það var fyrir 27 árum. Ári síðar var hann kominn á Broadway og sló þar í gegn. Söngleikurinn, sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, er þess vegna ekki gerður eftir hinni tuttugu ára kvikmynd eins og einhverjir kynnu að halda. Hann er hið upprunalega, kvikmyndin það sem á eftir kom. „Þess vegna má fólk ekki halda að söngleikurinn sé alveg eins og myndin,“ segir Kenn Oldfíeld, leikstjóri uppfærslunnar í Borg- arleikhúsinu." Hann er heldur ekki heimild um liðna tíma. Gre- ase er falleg saga og ég reyni að leysa úr læðingi alla orkuna, ástríðuna og eftirvæntinguna sem í henni er. Þetta snýst ekki bara um ball og bleikar tyggjó- kúlur heldur miklu fleira sem er kannski óáþreifanlegt. Ég reyni að ná fram öllu því sem er skemmtilegt og eitthvað bragð er að.“ Hittir Grease í mark? Oldfield er íslenskum leikhús- gestum að góðu kunnur þar sem hann hefur leikstýrt fjölda söng- leikja hér landi undanfarin tólf ár. Má þar nefna West Side Story, My Fair Lady, Gæja og píur, Kab- arett, Hið ljúfa líf og Galdrakarl- inn í Oz. Selma Björnsdóttlr og Rúnar Freyr Gíslason, hin íslensku Sandy og Danni, segja að það hafi verið gott að vera uppl á sjötta áratugnum. „Það er frábært fólk með mér í hði núna, ijóminn af þijú hundr- uð manns sem komu í prufu fyrir þennan söngleik. Ég dáist að öllu þessu fólki sem hafði kjark til að koma í inntökuprófið þar sem Ásdís Halla Bragadóttir, formaður SUS og fyrrverandi Grease-fíkill: „Hlakka til að sjá Rúnar í stellingum Travolta" „Ég hlustaöi á þessa Grease-tónlist endalaust, fór þrisvar aö sjá myndina í bíó og síöar meir leigöi ég spóluna ótal sinnum. Mér fannst ekkert I heiminum betra en Grease. Krakkarnir í myndinni voru öllum öörum æöislegri en þótt Oli- via Newton-John hafi veriö aöalskutlan, fannst mér hún samt of kraftlítil eins og reyndar allar hinar stelpurnar sem komu viö sögu. Þaö var miklu meira gert úr strákunum sem fengu aö njóta sín sem rosalegir töffarar. John Travolta var auðvitaö flottastur allra og ég hlakka mikið til aö sjá Rúnar Frey Gíslason I hlutverkinu hans þegar söngleikurinn veröur settur upp í Borgarleikhúsinu. Það er alveg á hreinu aö ég ætla aö sjá þessa uppfærslu." -ilk veitingahús enginn vissi við hveiju mátti bú- ast. I Grease verða alhr að geta leikið, dansað og sungið og það varð fólk að sýna í inntökupróf- inu. Það er erfitt en þessir krakk- ar eru mjög efnilegir og geta það sem þeir vilja,“ segir Oldfield. Rokkari inn við beinið Þau sem leika hið óviðjafnan- lega kærustupar, Danny og Sandy, eru Rúnar Freyr Gíslason og Selma Björnsdóttir. Bæði verða þau að teljast með þeim efnilegustu í þessum bransa. Rúnar er 25 ára og lýkur brátt námi við Leikhstarskóla íslands. Margir vilja meina að þar sé á ferðinni nýr Baltasar, hæfileika- ríkt og súkkulaðisætt kvenna- gull. Selma er 24 ára og að margra mati söngkona af guðs náð. Hún hefur haft nóg að gera í leikhúsum síðustu misserin og má þar nefna Rocky Horror, Latabæ, Sirkús Skara skrípó, Hið ljúfa hf og Meiri gauragang. Þegar Rúnar er spurður hvort hann hkist að einhveiju leyti hin- um ómótstæðilega harðjaxh sem hann leikur lítur hann undan og segir: „Ég held að ég sé miklu meiri lúser en hann.“ Selma skellihlær að þessu sjálfsáliti mótleikara síns en um hina rólyndu Sandy segir hún: „Það merkilega við Sandy er að Argentína ★★★ Minna innanfeitt Bæjarins bezta steikhús hefur dalað. Þótt nautakjötið á Argent- ínu sé enn af íslenzkum stofni, vel verkað og vel eldað, er það ekki al- veg eins innanfeitt og safaríkt og það var áður fyrr, enda hafa bændasamtökin lengi verið að reyna að útrýma þessum bragð- mikla stofni í þágu innfluttra nautakynja. Þetta eru dýrustu og enn þá beztu nautasteikur landsins, seld- ar eftir þyngd og með vali milli fimm steikingartíma, bornar fram með bakaðri kartöflu og pönnu- steiktu grænmeti, svo og fjórum sósum. Steikumar kosta að með- altali um 2.800 krónur og þrírétt- að með kaffi kosta þær um 4.600 krónur. Nautasteikumar góðu em það eina, sem réttlætir verðlag, er jaðrar við Islandsmet. Önnur mat- reiðsla er stöðluð og hversdagsleg, þótt hún sé traust. Þjónusta er góð, en hún er það líka víðast hvar í bransanum. Munnþurrkurnar em úr pappír og duga ekki í viður- eign við hrásalat, sem flýtur í sterkkryddaðri olífuolíu. Sérkennileg aðkoma er að Arg- entínu um löng göng með hijúfu gólfi inn að yfirbyggðum húsa- garði. Þar er komið inn á þröngan bar með setustofum á annan veg- inn og veitingasal á hinn, þar sem gestir sitja í gæmskinnsklæddum básum og rýna í matseðla með hjálp vasaljósa í myrkrinu. Dimman hæfir vel ljótum inn- réttingum úr groddalegu timbri og gervimúrsteinum. Við þekkj- um formúluna ffá argentínsk- um steikhúsum víða um heim og látum ekki hugfallast, því að undantekningarlítið glóir á góð- ar steikur á viðarkola-eldavél í salnum. Maískökusneiðar á hrásalati vom bragðgóðar, salatið ferskt og olífuolían skemmtilega krydduð. Grillaður risahörpu- fiskur minnti hins vegar á surimi, bragðlaus og festulaus, eins í gegn, borinn fram með mildri chili-sósu. Bezti forrétt- urinn var kryddlegið andalæri, meyrt og gott, hóflega sykur- gljáð, með plómusósu. Lambahryggvöðvi með fáfnis- graskrydduðum sinnepsgjáa var miðlungi steiktur, þótt beðið væri um hann eins lítið steiktan og kjötið þyldi, borinn ff am með steiktu grænmeti, sem hafði gleymzt á pönnunni. Sams kon- ar grænmeti með nautakjöti við annað tækifæri var hins vegar snöggsteikt, stinnt undir tönn og gott. Nautalundir em bezta nauta- kjötið á staðnum, betri en pipar- steikin, sem fylgir fast á eftir. Þótt kjötið sé nógu meyrt til að gera óþaríar sósumar fjórar, er ekki hægt að skera það með gaffli eins og oft í gamla daga. Eftirréttir, einkum ísar, em minnisstæðir, en ekki merkileg- ir. Myndarlegur karamelluístum f Ó k U S 3. júlí 1998 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.