Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 11
hún er ekki sama manngerðin í myndinni og í söngleiknum. Þess vegna er erfitt að bera mig sam- an við hana. Þótt hún virðist vera bamslega einlæg er hún rokkari inni við beinið og það kemur bet- ur fram í leikhúsinu heldur en á hvíta tjaldinu.“ „Að minnsta kosti kann hún vel við sig í leðri þegar upp er staðið,“ bætir Rúnar við og glott- ir. „Hin indæla Ohvia Newton- John er örugglega ástæðan fyrir því að Sandy gerðist svona væm- in og hlédræg í kvikmyndinni." Ekki einn í bílabíó Selma og Rúnar taka bæði undir að tískustraumamir virð- ast vera í anda Grease; htlar, hnepptar peysur og hnésíðar, þröngar buxur sem æ fleiri ungar konur ganga orðið í. Selma fagn- ar því reyndar að strákar skuh var stinnt reðurtákn. Volg jarð- bragðið. Espresso-kaffi var arber voru borin fram með þunnur þrettándinn. vanihuósu, sem dempuðu beija- Jónas Kristjánsson ekki klæðast leðurjökkum með rennilásum eins og gæjamir í Grease. J>essi tími sem Grease gerist á, 1958 og þar um kring, hefur örugglega verið veralega skemmtilegur fyrir ungt fólk. Frábær tónhst, flottir bílar og fal- leg föt,“ segja þau en bæta við að oft hljóti að hafa verið erfitt að mæta ströngum kröfum ung- hngamenningarinnar til að vera ekki algjör lúði. J>á giltu þessar óskráðu reglur eins og að stúlka fór ekki án herra á dansleik og það var á hreinu að strákur fór ekki einn í bílabíó,“ segir Rúnar og Selma tekur undir það. „En þá dansaði fólk líka af alvöm á finum dans- leikjum í staðinn fyrir að þræða einhveijar búllur allar helgar. Ég vildi að ég hefði verið upp á þess- nm tíma.“ -ilk Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi Grease-ari: „í Duffins-gallabuxum með Pepsi-eyrnalokka“ „Ég fór á ball í Fossvogsskóla þegar ég var 12 ára og Grease-æðið stóð yfir. Ég var svona frekar mikill lúði á þessum tíma, nærsýnn með asnaleg, þykk gler- augu 1 stálumgjörö en ég ætlaði að slá í gegn á þessu balli. Þá voru allir í Grease- fötum svo mamma keypti á mig Duffins- gallabuxur frá saumastofu Hagkaups og ég var auk þess búinn aö læra nokkra Grease-dansa. Svo þorði ég nú ekkert að dansa en í staöinn fyrir að gefast upp, fór ég inn á klósett með Pepsi-eyrnalokka sem ég hafði keypt mér og sláturnál frá mömmu að vopni. Gerði þarna göt í eyrun á mér og tróð Pepsi-eymalokkunum í alblóðug götin. Sá fram á að geta loks- ins slegiö í gegn. Þegar ég svo kom fram tóku kennarnir mig samstundis af- síðis þar sem ég var allur alblóöugur á hálsinum. Svo fóru eyrun að bólgna og á endanum missti ég heyrnina. Upp frá því fór ég að hætta þessari Grease-vitleysu." -ilk Ungt og ástfangið par úr Há- skólanum ákvað í febrúar að ganga í það heilaga. Þar sem rómantíkin blómstrar í sam- bandinu ákváðu þau að halda fá- mennt og hljóðlátt brúðkaup sltt í hinni fallegu Vlðeyjarstofu þann 22. ágúst. Fyrir tveimur vikum bókuðu Rolling Stones sama kvöld undir tónleika í Sundahöfn þar sem þeir munu með aðstoð tækja, sem vega hátt upp tuttugu tonn, þenja hlustir fólks í nálægum sveitar- félögum. Þó svo brúðarmarsinn nái tæplega að yfirgnæfa þunga tóna Rolling Stones-laga eins og „Sympathy of the Devil“ eða „I Can't Get no Satisfaction" getur parið alltént huggað sig við að það þarf ekki að kosta hljómsveit við brúðkaupið, það fær hana frítt. Heyrst hefur að Stuðmenn eigi að hita upp ffyrlr Rolling Stones á tónleikunum í ágúst. Finnst mörgum fara vel á því þar sem Stuömenn eru einhvers konar Rolling Stonesarar íslands; geta ekki hætt að spila, sama hversu gamlir þeir verða. KR-ingar standa nú fyrir því að prenta eftirfarandi slagorð á boli: „Keikó er KR-ingur“ og er þar vitnað til þess að Keikó er svartur og hvítur á litlnn. En þar sem margir búast við því að ves- alings dýrið látl Itfiö viö flutnlng- inn geta KR-lngar bráðlega prentað á boll sína: „Kelkó er dauður KR-ingur“. Botnleðja, sem ætlaðl að fara í tónleikaferð tll Bandarikjanna í síðustu viku, var stöðvuð í toll- inum eins og frægt er orölð og vísað heim vegna svefnpillna sem hún hafði í fórum sínum. En þessl tegund svefnpillna er bönnuð í Bandaríkjunum. Með- limir Botnleðju greiddu úr þess- um misskilningi þegar helm kom og fengu aftur áritun til draumalandsins. Þegar þeir komu á nýjan lelk til Bandaríkj- anna, í þetta sinn án svefn- pillna, mættu hljómsveitarmeð- limirnir sömu tollvörðum. Verð- Imir mundu eftir þessum „eitur- lyfjaneytendum“ og tóku þá samstundis afsíöis þar sem þeir voru teknir í langar yfirheyrslur. Verðirnir trúðu ekki að meðlimir Botnleðju hefðu fenglð nýja árit- un til Bandaríkjanna með svo skjótum hætti, í það minnsta ekkl löglega. Þelr gengu út frá því að meölimir hljómsveitarinn- ar hefðu mútað einhverjum starfsmanni sendiráðsins til að fá áritunina og tók það meðlimi hljómsveitarinnar langan tíma að sannfæra tollverðina um að svo væri ekkl. 3. júlí 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.