Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 20
/ heimsókn hjá Hróari: Rokk! Ról! og allt þar á milli! Rokkhátíðin í Hróarskeldu var haldin í 28. skipti um síðustu helgi. Gunnar Hjálmarsson var á svæðinu ásamt 80.000 öðrum rokkáhugamönnum og reyndi eft- ir bestu getu að sjá ijómann af þeim 160 atriðum sem boðið var upp á. Fimmtudagur: Húðflúr og vélmenni Danir eru betri í mörgu öðru en að spila rokk, eins og heyrist þegar gengið er fram hjá helstu von þeirra á stóra sviðinu. Psyched up Janis heitir bandið og lummast á brit- og gruggklisjum; best að forða sér og tékka á Tortoise. Sú sveit er frá Chicago, leikur ósungið stofu- djammpönk og félagarnir fimm skipta ört um hljóðfæri; taka m.a. í víbrafóna og gera létta, fljótandi og rólega tónhst sem kannski á betur heima í félagsskap með cappuccino og bók. Á stóra sviðinu eru húðflúraðir kappar mættir: Max Cavalera og hjálparflugmenn í Soulfly. Þeir ræsa hreyflana og feykja yfir skríl- inn gítarvegg sem gæti yfirgnæft Júmbóþotu. Þetta er nokkuð snið- ugt þungarokk og Max ryðst í gegn- um lög af nýju sólóplötunni ásamt hellingi af Sepultura-lögum sem vekja ekki minni athygh hjá stöpp- unni. Fuck Hootie & The Blowfish! heyri ég Max æpa í uppklappinu á leið í Deeday-tjaldið til að tékka á frumkvöðlum austurrísks teknófónks, DJ Kruder & Dorf- meister. Þeir bogra yfir tólum og hð- ið fjúttar gahð. Tónhstin er fín en ekki of fin og of mikið að gerast ann- ars staðar. Fáir eru jafndjöfullegir í úthti og þeir Slayerfélagar og húðflúrið enn agalegra hjá þeim en Soulfly. Þeir hjakka á spýtunum og þung- arokkskurr þeirra ómar aha leið út í grænt tjald þar sem hljómsveit sem ég vil alls ekki missa af er u.þ.b. að birtast. Kraftwerksmenn eru afar ahrar raftónhstar í dag. Á áttunda ára- tugnum þurftu þeir bókstaflega sjálfir að smíða raftól til að spila þá framtíðartónhst sem þeir ætluðu sér að spila svo það er engin tilvilj- un að sveitin átti um árabil upp- hafsstefið í Nýjustu tækni og vís- indum. Helstu verk sín gerðu þeir á áttunda áratugnum og aðeins fram á þann níunda en lengi hefur verið hljótt um þá og tónleikar sjaldséðir á síðustu árum. Spennan er því mikil þegar tjöld- in dragast frá. Sviðið er eins og stjómklefi í kjamorkuveri — bhkk- andi rafborð í hálfhring og fiórir miðaldra Þjóðveijar í svörtum silki- blautbúningum standa frosnir við flögur hljómborð fyrir framan hálf- hringinn. Fyrir ofan em fjórir mónitorar. Kösin bijálast við fyrstu nótu og ég verð vitni að einu flott- asta sjói sem ég hef séð. Kraftwerk spilar öll gömlu lögin í uppfærðum útgáfum. Á skjánum bhkka svarthvítar fréttamyndir frá því amma var ung og gamaldags tölvugrafík. Stemningin er ótrúleg og þvagan svo æst í að beija bandið augum að fólkshrúgan riðlast til og frá og maður er heppinn að kremja ekki japanska tölvufíkla fyrir fram- an sig. Aðeins einu sinni bijóta Kraftwerk upp Best of-pakkann með nýju lagi. Það er fremur hefö- bundið núteknó og laust við meló- dík eldri laganna; kannski ætti maður því ekki að búast við of miklu af nýrri Kraftwerk-plötu sem er víst væntanleg. Eftir klukkutímalanga keyrslu, þar sem górmenningamir frá Dus- seldorf hafa staðið hreyfingarlausir við rafbekkina, fyrir utan að hafa einu sinni ýtt plastbolta út af svið- inu, fellur tjaldið. Kraftwerk er klappað þrisvar upp. Fyrst birtist hðið haldandi á vasahljómborðum og brosir meira að segja og er með látalæti. Næst senda þeir félagar vélmenni inn á fyrir sig (í laginu Robots) og að lokum era þeir komn- ir í neonfót og taka Music non-stop. Dasaður og í hrifhingarvímu sog- ast maður áfram og fram hjá Ozzy Osboume og lúnum félögum hans í Black Sabbath sem era að jukkast á reynist vera sýnishornadagur. Margt forvitnilegt er í boði en ekk- ert sem er nauðsynlegt að sjá frá byijun til enda. Strax klukkan eitt er ég mættur á norska bandið Turbonegro, svar pönksins við Village People. Þeir totta. Mörg bönd á þessari hátíð hættu við að koma á síðustu stundu og tími vannst ekki til að redda góð- um varaskeifum. Það era því ekki Fu Manchu á gula sviðinu heldur síðhærðir sænskir poppdauðarokkarar í sveit- inni In Flames svo ég hleyp gólandi af angist í hamborgarastand. Klósettaðstaða á hátíðinni er svo sem ágæt fyrir karlpeninginn, með hlandbásum víða, en stelpurnar þurfa að standa í röðum við kamr- ana. Margar hafa þó shtið hlekki kvennakúgunar og pissa frjálsar upp við grindverk. Ekki er einn ein- asti vaskur á svæðinu en hamborg- Souifly með Max Cavalera í fararbroddi, fyrrverandi söngvara Sepultura, kveikti í áhorfendum. ur til óeirða en engum dettur shkt í hug enda Roskilde huggulegasta hátíð í heimi. Spirituahzed og Sonic Youth era á sama tíma og 20 mínútna labb á milli. Enska sveitin Spiritualized byijar rólega með sínar flotbahöður Iggy Pop: stæltur eins og siðhærður grísk- ur guð og tekur öli sín helstu lög af þrjátíu ára ferli. en Sonic Youth era í engu sérstöku festival-skapi og spila bara lög af sinni tólgþungu nýju plötu, nema í bláendann taka þau gamlan slag- ara, Death Vahey 69, og kösin kæt- ist. Rammstein taka helstu öfgar þýskr- ar mennlngar; karirembu Wagners, úrkynjun mllllstríðsáranna og múg- æsingu nasismans. stóra sviðinu. Ozzy er með þjóðhá- tíðarstuðstæla svo tekið er til fót- anna niður í rauða tjald th að sjá Tricky. Hann er í gífurlegum ham, talar við guð og snýr baki í áhorf- endur. Hann hristist einhverfur í leiðslu en þegar lögin era farin að teygjast upp í tuttugu mínútur er kominn tími th að skreiðast heim. Föstudagur: Sýnishorn af sýnis- hornum Annar Hróarskeldudagurinn arinn rennur engu að síður ljúflega niður við lækjarhjal. Fjölmargir Islandsvinir era á þessari hátíð, þ.á m. Atari Teenage Riot sem rafrokka hart og þjösnast í gegnum þétt prógramm, svart- klædd og æpandi. Söngvarinn hvet- í Bahroom-tjaldinu koma ýmsir íjarlægir meistarar fram en fáir fylla tjaldið eins og hinar arfagömlu goðsagnir í The Skatalites. Þeir réðu ska-markaðinum á Jamaíka í kringum 1965, hættu upp úr því en komu saman aftur 1983. -f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.