Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 7
Eru 3% kvenna og 8% karla á Islandi þjáð afkynlífsfíkn eða er um-
ræða um kynlífsfíkn hér á landi afbökun á þörfmanna á alúð og ást?
Fólk sem er sjúkt í
Þegar hinir heimsfrægu
leikarar Rob Lowe og
Michael Douglas játuðu
opinberlega að þeir ættu
við kynlífsfíkn að stríða
beindist kastljós flölmiðla
um skeið að fyrirbærinu
„sexaholic". I ffamhaldi af
játningum Holljrwood-
stjarnanna komu fleiri
fram og viðurkenndu opin-
berlega að þeir ættu við
vandamál að stríða og
stunduðu svokallað „serial
sex“. Heilsuhælin spruttu
upp, „Sex Addicts
Anonymous“, „Sexaholics
Anonymous“ og fleiri sem
taka allt að 50.000 krónur
í þóknun fyrir sólarhring-
inn. Nú er svo komið að
bandarískir fræðingar
segja að um 3% kven-
manna og 8% karlmanna
séu kynlífsfiklar. Ef mögu-
legt er að yfirfæra þá pró-
sentutölu á íslensku þjóð-
ina eru það um 14.000 ís-
lendingar. En er það mögu-
legt? Pétur Tyrfingsson,
áfengisráðgjafi á Vogi,
taldi að svona fullyrðing-
um ætti að taka með fyrir-
vara. „Maður spyr sig hvað
úrtakið var stórt þegar
þessi könnun var gerð.
Hvar settu þessir fræðing-
ar mörkin á kynlífsfíkli og
manneskju sem finnst gott
að gera það og gerir það
með mörgum? Hver er við-
miðunin? Við sem erum í
þessum ánauðargeira tök-
um svona fullyrðingum
með miklum fyrirvara.
Þegar unglingar eru að
gera það með mörgum og
fara síðan að tala inn að
þeir séu kynlífsffldar af því
að þeim finnst gott að lúra
hjá þá er þar um misskiln-
ing að ræða. Þetta er eins
og með þunglyndi, fólk má
ekki skilja við maka sinn
eða vera þungt á morgn-
ana án þess að það fái sér
lyf og tali um að það sé
þunglynt. Þetta er bara
móðgun við það fólk sem er
raunverulega þunglynt og
kemst ekki úr rúmi vikum
saman. Ég hef ekki mikla
trú á því að þetta sé
vandamál hér á landi.“
Fókus varð sér úti um
kynlífskönnun sem hefur
verið notuð í Bandaríkjun-
um og lagði fyrir nokkra
íslendinga. Mörgum ís-
lendingum er tamt að
kalla þá kynlífsfikla sem
stunda kynlíf af krafti en
raunin er sú að 2—3 hjá-
konur og almennur óheið-
arleiki í kynlífi hefur lítið
með kynlífsfikn að gera.
Léttlynd svör þeirra sem
tóku þátt í könnuninni
benda ekki til erfiðleika
heldur skemmtilegra
ungra Islendinga sem
maður myndi nenna að
eyða kvöldstund með á
pöbbnum. Lesendur geta
spreytt sig á könnuninni
sem er neðar á síðunni.
Samkvæmt kenningu
bandaríska sálfræðingsins
Don Fava er kynlífsfikli
lýst sem „karlmanni eða
konu sem hugsar um kyn-
líf allan sólarhringinn,
sem nýtur kjmlífs líkam-
lega eða andlega, ein(n)
eða með öðrum, án tillits
til þess hvort hann (eða
hún) skaði aðra aðila til-
finningalega eða ekki.
Rétt eins og alkóhólistar
eru þeir stöðugt að leita að
nýju „skoti“.“Þó kynlífsfikn
hljómi í eyrum margra
sem mun skemmtilegri
fikn en dópfikn eða áfeng-
issýki þá er það samdóma
álit þeirra sem eru haldnir
henni að hún leiði hreint
ekki til hamingju. Rétt
eins og með áfengi og dóp
halda fíklamir til að byija
með að þeir hafi stjóm á
þessu en það reynist
blekking. Þeir eru þrælar
fíkninnar og geta ekki
losnað úr viðjum hennar
hjálparlaust, hversu mikið
sem þeir vilja. Samlíkingin
við áfengi og dóp er samt
vafasöm að mati Péturs
þar sem til er útlistun á
alkóhólisma allt frá því
600 f.Kr., en hann þekkir
ekki dæmi þess að kynlífs-
ást
fíkn sé lýst sem vandamáli
á spjöldum sögunnar. „Til
að um kynlífsfíkn sé að
ræða þarf það að vera
stjórnlaust kynlíf sem er í
ósamræmi við það sem
maður ætlar sér. Eins og
t.d. ef einhver ætlar norður
á Akureyri en hverfur því
hann hittir einhvern í
Akraborginni sem hann
stundar stjómlaust kynlíf
með í nokkra daga. Það
þurfa einnig að vera eftir-
köst, hann þarf að skamm-
ast sín, hafa sært ein-
hvem. Hann þarf einnig að
koma sér í vandræði með
kynlífshegðun sinni þan-
nig að það tmfli eðlilega
funksjón hans. Þessi
þankagangur er ekki
þekktur úr sögunni, við-
horfið til kynlífsins hefur
breyst svo mikið með ámn-
um. Það er nýbúið að finna
upp sifjaspell en hér áður
fyrr borgaði fólk páfanum
til að geta misnotað bömin
sín og þá var allt í lagi.“
Við lauslega athugun
sem Fókus gerði á því
hvort kynlífsfíkn sé stórt
vandamál hérlendis virtist
ekki margt benda til þess.
Það að þykja gott að lúra
hjá eða vera sjúk(ur) í ást
er ekki vandamál heldur
eðlileg hegðun þótt ítarleg
könnun gæti leitt annað í
ljós. -BG
Páll Óskar Hjálmtýsson
TVixie
(Margrét Gylfadóttir) úr útvarpsdúettinum Trixie og Foxie á X-inu:
1. Nei, en þaö ferfyrst og
fremst eftir því hvaða jóla-
sveinn á í hlut.
2. Já! Kynlíf er of dýrmæt
gjöf frá Guöi til að sniö-
ganga hana. Mér þykir
ákaflega vænt um kynlíf,
ekki bara mitt eigið heldur
líka annarra.
3. Nei, skárri væri þaö nú
dónaskapurinn. „Heyröu,
þið eruð svo leiöinleg að
ég held ég fari bara frekar
! Öskjuhlíðina heldur en
að hlusta á þetta helvítis
jarm í ykkur. Veriði sæl!“
4. Nei, ég er svo góður í
rúminu að venjulega er
mér þakkað fyrir eftir á.
Gleymum því þó ekki að
ég er náttúrlega opinber
manneskja sem getur
ekki ráðiö því hvenær fólk
útí bæ tekur upp á því að
hneykslast yfir því sem ég
segi eða geri opinberlega.
Kannski er einhver að
hneykslast akkúrat núna?
En ég get lofað þér því aö
vandamálið er hjá þeim
sem hneykslast en ekki
mér! Sá sem hneykslast á
það svo sannarlega skilið
og hefur kannski bara
pínulítið gott af því!
5. Já, heilbrigt og frábært
kynlíf LEYSIR öll mín
vandamál. Égerekki nógu
mikill aumingi til að flýja!
6. Nei. Þegar ég fer að
„krúsa" (mitt uppáhalds-
sport) þá er leikurinn til
þess gerður að örvast og
stunda kynlíf með ein-
hverjum sem þú þekkir
helst ekki neitt. Leikurinn
endar mjög oft 1—0 fyrir
mér. Hefur þú einhvern
tíma skammast þín fyrir
að fara í fótbolta?
7. Þetta er ógeðsleg og fá-
ránleg spurning! í öllu lit-
rófi kynlífsins er EKKERT
sem er „óviðeigandi", svo
fremi sem þú veist hvað
þú ert að gera, veist hvað
þú filar, ert ekki fullur eða
á einhverjum lyfjum og ert
ekki að þröngva rekkju-
naut þínum til að gera eitt-
hvað sem þú VEIST að
hann fílar ekki.
Er það skilið?
8. Nei. Ég heiti Páll Ósk-
ar.
9. Nei. Þaö er ailtaf gagn-
kvæmur samningur í
gangi.
10. Nei. Það eina sem
hefur komið í veg fyrir mín
langtímasambönd er sú
blákalda staðreynd aö ég
er poppstjarna. Kærast-
arnir mínir í gegnum tíðina
hafa ekki getað tekist á
við álagið sem fylgir því að
það er fylgst meö hverri
hreyfingu ef ég tek þátt í
einhverjum samfélagsleg-
um athöfnum, s.s. fara í
bíó eða á veitingastað. Ég
hef ekki enn kynnst nein-
um sem hefur sömu
sjálfsbjargarviðleitni og ég
en ég trúi því nú að hann
sé þarna einhvers staðar
bak við fjöllin blá að blða
eftir mér...
1. Það fer allt eftir því hversu
mikið brum er á þessum
nýja.
2. Hmmm, kannski ekki al-
veg stöðugt, ef ég gerði það
þá væri hætt við að ég gæti
ekki stundað vinnu eða bara
svona gert alla þessa hluti
sem maður þarf að gera yfir
daginn, en ég hugsa samt
álíka mikið og alla hina hlut-
ina sem ég elska.
3. Það hefur komið fyrir, sér-
staklega þegar ég var tán-
ingstelpa, nýbúin að upp-
götva hvernig þetta gengur
allt fyrir sig, þá komst fátt
annað að, en í dag get ég al-
veg haldið mig á mottunni,
það eykur oft bara á spenn-
una.
4. Já, einu sinni krafðist ég
þess að elskhuginn klæddi
sig í strumpabúning, svo ætl-
aði ég að hafa poppkornslag-
ið skrúfað í botn á meðan við
áttum aö hamast ofan á húsi
verslunarinnar, en hann neit-
aði og varð svo mikið um að
hann hætti við mig.
5. Já, auðvitað, öll boðefna-
framleiðslan sem fer af staö
þegar maður gerir do do læt-
ur manni llða svo vel og þá er
miklu auðveldara að díla við
vandamál.
6. Sko, það ætti að skipta
þessari I tvennt: a) það hlýtur
alltaf eitthvað að örvast í mér
áður en ég ákveð að hoppa
upp í til einhvers eða draga á
tálar, skárra væri það nú,
annars væri ég svona „mercy
fucker". b) einu atviki gleymi
ég aldrei, ég var 16 og svaf
hjá einum sem ég hélt að
væri 15 (það var svolítið
mál). Seinna komst ég að því
að hann var í 8. bekk svo
fyrsta sjokkið kom þegar ég
hélt að hann væri 14 ... ekki
nóg með það, hann haföi ver-
ið færður upp um bekk svo
ég reiknaði með að hann
væri 13... Botninn var svo
sleginn úr þessu þegar ég
frétti að hann væri fæddur
mjög seint á árinu og væri t
raun bara 12! Það tók mig
nokkur ár að komast yfir
þetta.
7. Ég veit nú ekki hvaö flokk-
ast almennt undir „óviðeig-
andi" kynlífshegðun en hjá
mér er óviöeigandi að stunda
kynlíf með börnum, líkum,
dýrum og þeim sem langar
ekki til þess. Allt annað
finnst mér viðeigandi ef aliir
eru til í tusk.
8. Nei, þá væri ég „solo art-
ist“, einhver verðurjú að taka
þátt I þessu með manni.
9. Þvert á móti, hann semur
dansa og útfærir flugeldasýn-
ingar til merkis um fögnuð
sinn.
lO.Samkvæmt Freud-kenn-
ingunni þá ertvennt sem þarf
að vera í lagi svo að lífið sé
gott, annars vegar vinnan og
hins vegar kynllfið: Ef kemi-
strían flæðir ekki ! kynlífinu
þá getur hinn mögulegi kær-
asti/kærasta alveg eins bara
veriö vinur manns. Svo ég
geri það ekki og mæli ekki
með því aö fólk sé saman ef
þv! finnst ekki gott eöa gam-
an að — sofa saman.
1. Áttu í vandræðum með að halda sambandi gang-
andi eftir að nýjabrumið er farið af kynnunum?
2. Hugsar þú stöðugt um kynlíf?
3. Hlakkar þú til að samkvæmum með fjölskyldu
eða vinum Ijúki svo þú komist sem fyrst út til að
fá þér drátt?
4. Hefurðu einhvern tímann sært einhvern tilfinn-
ingalega með kynlífshegðun þinni?
5. Hefurðu einhvern tímann notað kynlíf til að flýja
vandamál?
6. Hefurðu einhvern tímann notið kynlífs með ein
hverjum af þelrri einu ástæðu að þú örvaðist en
sást svo eftir því eða skammaðist þín?
7. Áttu erfitt með að breyta kynlífshegðun þinni þó
að þú vitir að hún er óviðeigandi?
8. Heldurðu kynlífshegðun þinni leyndri fyrir öðru
fólkl?
9. Hefur hinn aðili sambandsins áhyggjur af kynlífs-
hegðun þinni?
10. Hafa kynlífslanganlr þínar komið í veg fyrir að þú
hafir farið í samband með langtímaskuldbinding-
um?
3. júlí 1998 f Ó k U S
7