Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 8
myndlist OPNANIR í Listasafni íslands veröur á morgun opnuö yfirlitssýning yfir íslenska myndlist á 20. öldinni. Sýningin veröur í öllum sölum og nær frá Þórarni B. Þorlákssyni, Ásgrími, Kjarval o.fl. til yngstu kynslóöar listamanna sem safn- iö á verk eftir. Opið alla daga nema mán. kl. 11—17. Norræna húsið. Sumarsýning 1998: „Þeirra mál ei talar tunga" - íslandsdætur í mynd- íist Hrafnhildur Schram velur verk eftir úrvalsliö íslenskra myndlistarkvenna. Opnun 4. júli. Frú Vlgdís Finnbogadóttir flytur ávarp. Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu. Opiö alla daga nema mán. kl. 13—18 til 16. ágúst. Þorvaldur Þorsteinsson opnar „Söngskemmtun" í samvinnu viö Vasaleikhúsið (sem er hann sjálfur) í 20 m2, Vesturgötu lOa, 4. júlí kl. 16. Þar gefst gestum kostur á aö njóta söngs og hljóð- færasláttar í þjóölegum og þor- steinskum anda. Skemmtuninni veröurfram haldið sun. 5. júlí kl. 15—18 og síðan á sama tíma miö.—sun. til 26. júlí. Listamenn á barml einhvers opna sýningu í Nýlistasafninu á morgun kl. 16, Magnús Sigurð- arson, Ásmundur Ásmundsson og Eriing Þ. V. Klingenberg og gestir þeirra. Auk þess er Sviss- lendingurinn Roman Signer í Bjarta og Svarta sal. Sýn. stan- da til 26. júlí. Opiö alla daga nema mán. kl. 14—18. SÍÐUSTU FORVÖÐ: Aö sjá mannamyndir eftir Ágúst Petersen í Ásmundarsal. Opiö á morgun og sun. kl. 14—18. Og sýningu Tolla, Dalvegi 16, Kópavogi sem lýkur annaö kvöld. Opiö frá 14-21. SÝNINGAR I GANGI: Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15. Páll Heimir Pálsson og Ólöf Sig- ríöur Davíðsdóttir. Gallerí Ingólfsstræti 8. Ný verk eftir Sigurö Guömundsson. Gerðarsafn, Kópavogi. Fimm listakonur sýna undir yfirskrift- inni Rmmt. Hafnarborg. Sýning eftir ýmsa listamenn í tilefni af 90 ára af- mæli Hafnarfjarðar og 15 ára af- mæli Hafnarborgar. Hafnarhúsið. „Konur" eftir Erró. Hallgrímskirkja. Eiríkur Smith sýnir málverk. Kjarvalsstaðir. Sýning á úrvali verka úr eigu Listasafns Reykja- víkur. Útisýning á vegum Listahátíöar í Reykjavík sem Myndhöggvarafé- lagiö í Reykjavík stendur fyrir. Sýningin er 6 km löng og nær frá Sörlaskjóli í vestri og inn í Foss- vogsbotn. Listasafn ASÍ viö Freyjugötu. í Ar- instofu: Portrettmyndir af skáld- um. Ljósmyndakompan, Kaupvangs- stræti, Akureyri. Ljósmyndasýn- ing eftir svissneska vísinda- og listamanninn Andreas Z,st. Listaskálinn í Hveragerði. Bubbi (Guöbjörn Gunnarsson). Einnig er sumarsýning 12 listamanna sem sýna grafíkverk til 12. júlf. Meira á www.visir.is Díanna Dúa er stelpan sem fékk ekki að taka þátt í Fegurðarsam- keppni Islands afþví að hún hafði setið fyrir hjá karlatíma- ritinu Playhoy. Hún spjallar hér um heima og geima, nýja pitsustaðinn sinn, kærast- ann, næturlífið, pólitík og Playboy. Ertu það sem kallast nætur- drottning? „Já. Sumir halda því meira að segja fram, í góðlátlegu gríni, að ég sé athyglissjúk. Það er kannski alveg rétt. Ef það stend- ur til að fara út á lífið þá fer ég ekki nema að vera rosa flott. Ég fer í mín efnislitlu föt sem kærastinn minn þolir reyndar ekki. Hann verður bara að sætta sig við að svona er tískan. Ég kaupi mér samt ekki mikið af fot- um. Ég er nefhilega nýbúin að kaupa íbúð og peningamir fara frekar í púða og svoleiðis." Já, til hamingju með íbúð- ina. „Takk, ég keypti hana fyrir peningana sem ég fékk fyrir myndirnar af mér í Playboy. Þetta var væn fúlga sem nýttist vel.“ Hvað fannst kærastanum þínum um þetta uppátæki þitt? „Fyrst var hann ekkert hrifinn. Vildi ekki að allur heimurinn gæti fengið að sjá það sem hann einn á rétt á. Að lokum féllst hann á þetta og nú er hann voða stoltur af mér. Hann á líka íbúð núna og getur þakkað það þessu." Eins og frægt er orðið var þér meinað að taka þátt í feg- urðarsamkeppni í kjölfarið. Þú ætlaðir ekki að kyngja því þegjandi, var það? „Ó, nei! Það er óþolandi að jafnt skuh ekki ganga yfir stelpur og stráka í þessari keppni. Þá hjá jafnréttisráði er farið að klæja í finguma, þá langar svo mikið að fá þetta mál inn á borð til sín og þar mun það enda.“ Hvað ertu annars að gera ími þessar mundir? „Ég var að opna pitsustað sem heitir Pizza-pasta. Kærastinn minn er nefnilega ferlega fljótfær draumóramaður og vill verða rík- ur. Hann spurði mig eitt kvöldið hvemig mér htist á að opna pitsu- stað. Ég sagði strax: „Nei!“ Ég kýs fremur öryggi í fjármálum en áhættu en í þetta skiptið tókst honum að telja mér hughvarf. Einhvern tíma verða draumar hans að fá að rætast og ég sló því til. Það er líka eins gott að þetta klúðrist ekki!“ Þú segist vera næturdrottn- ing. Hvert ferð þú helst til að skemmta þér? „Ég stunda Astró rosalega mik- ið, sérstaklega ef ég er með vin- konunum. Þar er hægt að sletta ærlega úr klaufunum og það geri ég iðulega ef ég á annað borð er á djamminu. Hins vegar verður Kaffi Thomsen oftast fyrir vahnu ef kærastinn minn fer með. Þó er ég ekki mikil kaffihúsamann- eskja. Annaðhvort djamma ég al- mennilega eða er bara heima.“ Hvað finnst þér um skemmtanalífið á íslandi? Jíg hef samanburð frá því ég vann sem fyrirsæta í New York. Þar var æðislegt að djamma og ekki hægt að líkja því saman við neitt hér. Ég var sótt á limúsínu og farið með mig á skemmtistaði á stærð við Kringluna og allt. Frábært í einu orði sagt. Með þennan samanburð get ég líka tekið undir það að íslenskar stelpur eru of lauslátar. Ekki kannski allar en allt of marg£ir. Reyndar er það auðvitað þannig að ef par er að gera „dodo“ fyrir framan alla niðri í bæ þá hneyksl- ast allir á „þessari druslu“ en gæinn sleppur við alla gagnrýni. Það er hrikalega ljótt að sjá fal- legar stelpur í fínum fótum, bún- ar að rífa sokkabuxurnar og með æluna út um allt. Við kunnum okkur kannski ekki hóf.“ Lendir svona sæt stelpa eins og þú ekki oft í því að strákar reyni við þig? „Jú, það kemur fyrir. Verst er að þeim er alveg sama þótt ég sé með strák. Það finnst þeim ekki skipta neinu máli. Það halda svo margir fram hjá og þessi grey gera bara ráð fyrir því að ég sé ekkert öðruvísi en allir hinir. Kærastinn minn þolir þetta auð- vitað ekki og vill helst kýla aha karlmenn kalda sem nálægt mér koma.“ Ef þú mættir breyta ein- hverju hér á Islandi, hvað væri það þá? „Ég myndi koma hér á algjöru jafnrétti milh karla og kvenna. Eins finnst mér skringilega farið með peningana. Það eru til héma fátækar fjölskyldur sem eiga ekki í nein hús að venda. Af hveiju er þá peningum eytt í vitleysu eins og allt of langan harmóníku- strætó sem gerir ekkert annað en að þvælast fyrir á götunum? Það hlýtur að vera hægt að forgangs- raða peningunum einhvem veg- inn öðruvísi, byggja fleiri hús eða bara eitthvað. Svo finnst mér auðvitað að skemmtistaðimir eigi að vera lengur opnir.“ Þú ert ekkert að spá í að hella þér bara út í pólitík? „Jú, það hafa margir sagt mér að gera það. Maður veit aldrei.“ Hvar ertu stödd í pólitík? „Ég veit það ekki. Líklega myndi ég stofna minn eigin flokk.“ Þú heitir svolítið óvenju- legu nafni. Hver er sagan á bak við það? ^mma mín heitir Magnea en er kölluð Dúa. Díanna er hins vegar út í bláinn. Mamma og pabbi vildu eitthvað óvenjulegt og höfðu þess vegna tvö n en það var víst voða mál að fá það í gegn. Æ, það er svo spes fólk í fjölskyld- unni minni.“ -ilk f Ó k U S 3. júlí 1998 lod jeuiHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.