Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 19
Lost in Space í Laugarásbíói, Stjörnubíói og Borgarbíói: Endurunnið efni úr Kanasjónvarpinu Ein vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum síðustu vik- urnar hefur verið framtíðar- fantasían Lost in Space sem í dag er frumsýnd í Laugarás- bíói, Stjörnubíói og Borgarbíói á Akureyri. Er um að ræða kvikmynd sem byggð er á sjón- varpsseríu sem naut mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum og fjallaði um Robinson-fjöl- skylduna og ævintýri hennar um borð í geimfarinu Jupiter 2 sem villist heldur betur af leið og gott ef ekki geimskipið var týnt öll þau ár sem sjónvarps- serían gekk. Þessi vinsæla sjónvarpssería hefur heldur betur fengið and- litslyftingu og hefur ekkert ver- ið til sparað að gera myndina sem mikilfenglegasta með allri þeirri tækni sem nútíminn hef- ur yfir að ráða. I stuttu máli fjallar myndin um ferð Jupiter 2 til plánetunnar Alpha Prime sem er eina plánetan í sólkerf- inu okkar sem byggileg er. Ætl- unin er að Robinson-fjölskyld- an setjist þar að. Þessi ætlun fjölskyldunnar verður að engu þegar geimskipinu er rænt af dr. Zacary Smith sem sækist eftir heimsyfirráðum. Robin- son-fjölskyldan lumar þó á ýmsum brögðum þegar geim- skipið fer af leið enda hafði hún ekki verið valin til ferðarinnar af tilefnislausu. I helstu hlutverkum eru William Hurt, Gary Oldman, Heather Graham og Mimi Rogers. Leikstjóri er Stephen Hopkin, einn margra ástr- alskra leikstjóra sem starfa í Hollywood. Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði vestan hafs var Elm Street 5: The Dream Child. Aðrar kvikmynd- ir hans þar eru Predator 2, Judgement Night, Blown Away og The Ghost and the Dark- ness. Þá hefur hann leikstýrt nokkrum stuttmyndum í sjón- varpsseríunni Tales from the Crypt. Átti að gerast 1997 Sjónvarpsserían Lost in Space, sem kvikmyndin er gerð eftir, var á skjánum í Banda- ríkjunum 1965-1968 og þeir sem höfðu aðgang að Kanasjón- varpinu á sínum tíma ættu ekki að vera í erfiðleikum með að mima eftir henni. Þeir sem stóðu að seríunni höfðu greini- lega mikla trú á vísindunum því serían átti að gerast árið 1997. Mestra vinsælda naut Jonathan Harris í hlutverki óvinarins dr. Zacharys Smiths og lítið minni voru vinsældir vélmennis sem var Robinson- fjölskyldunni ómissandi hjálp- arhella. Segja má að Lost in Space hafi verið fyrsta sápuóperan sem gerist úti í geimnum. Vin- sældir seríunnar minnkuðu snarlega þegar Batman-serían var sett henni til höfuðs 1967. -HK Titanic ★★★! Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst James Camer- on aö koma heilli f höfn dýrustu kvikmynd sem gerö hefur veriö. Fullkomnunarárátta Camerons skilar sér í eðlilegri sviðsetningu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Le- onardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir- minnileg f hlutverkum elskendanna. -HK The Assignment ★★★* Leikstjórnin er til fýrirmyndar og handritiö aö sama skapi vandað. Tími er tekinn til aö leyfa persónunum að mótast og fyrir vikið veröa þær trúverðugri. Aidan Quinn túlkar þá þreytingu sem verður á Ramirez f gervi Carlosar af mikilli leikni og Sutherland hef- ur ekki veriö jafn sannfærandi árum sam- an. -ge Mouse Hunt ★★★ Músaveiðamynd sem segir frá vitgrönnu bræörunum Smuntz sem erfa snæraverk- smiöju og niðurnitt hús (meö mús) eftir fööur sinn. Sjálf músin er aðalhetja myndarinnar þar sem hún klffur og stekkur og sveiflar sér af mikilli fimi og hugrekki um húsiö, sigrast bæöi á banvænum ketti og meindýraeyði og hvomsar f sig kíló af osti án þess aö svo mik- ið sem gildna um miöbikiö. -úd Mad City ★★★ Sterk kvikmynd um það hvernig fjölmiölar búa til stórfrétt. Þótt deila megi um aö gíslatakan f myndinni geti staðið yfir I þrjá sólarhringa kemur það ekki að sök. Costa- Gavras hefur styrka stjórn á því sem hann er fjalla um og hefur ekki gert betri kvik- mynd í mörg ár. Dustin Hoffman og John Travolta eru öryggið uppmálaö í aðalhlut- verkunum. -HK Piparkökukallinn ★★★ Frá Robert Altman koma alltaf athyglisverö- ar kvikmyndir og þótt Piþarkökukallinn sé ekki meistarverk á borð við MASH, Nas- hville, The Player og Short Cut, þá er hér um afar athyglisverða sakamálamynd að ræða sem hefur áhugaverðan söguþráð og góðan leikarahóp sem stendur vel fyrir sfnu. -HK Robinson-fjölskyldan ásamt fleiri um borð í geimfarinu Jupiter 2. bíódómar Laugarásbíó - Mr. Nice Guy: Kínverskur kokkur slær frá sér Gallinn við harðsvíraðar slags- málamyndir, sem byggjast á aust- urlenskri sjálfsvamarlist, er hve þær líkjast hver annarri. Það er al- veg sama í hvaða umhverfi þær em látnar gerast, einn góður lumbrar á óteljandi vondum sem nánast alltaf tilheyra einhverri glæpa- klíku sem verslar með eiturlyf. Mr. Nice Guy er engin undan- tekning írá reglunni enda era allar myndir Jackie Chan innan ramm- ans sem minnst hefur verið á. Það er samt reynt að bijóta ísinn í Mr. Nice Guy með því að láta Jackie Chan leika kínverskan sjónvarps- kokk. Þarna er strax kominn grandvöllur fyrir húmor sem mót- vægi við ofbeldið. Gallinn er bara sá að allir leikaramir hafa lítið skopskyn ef marka má leik þeirra og þar er Jackie Chan engin und- antekning. Þannig fer húmorinn fyrir ofan garð og neðan nema í slagsmálaatriðunum sem stundum eru meira í ætt við farsa og era mörg þeirra listilega vel stílfærð þar sem húmorinn er í fyrirúmi. Það má kannski segja Jackie Chan til hróss að ekki sést mikið blóð, öf- ugt við kvikmyndir landa hans, Johns Woos. Og það verður ekki annað sagt um Mr. Nice Guy en að þrátt fyrir marga galla þá er hún oftar en ekki geðsleg og sæmileg skemmtun. Það er engum greiði gerður að reka söguþráð myndarinnar enda skiptir hann minnstu máli. Mynd- in er nánast ein slagsmál og elting- arleikur frá upphafi til enda. Hrað- inn er mikill og kemur hann í veg fyrir að slakur leikur þriggja leikkvenna í hlutverkum persóna sem koma mikið við sögu verði áberandi. Jackie Chan er óhemju fimur og rennir sér í gegnum áhættuatriðin eins og að drekka vatn. Það kemur þó í ljós í myndar- aukanum í lokin að það er ekki tek- ið með sældinni að gera sjálfur öll áhættuatriðin Þessi myndarauki er góð tilbreyting. Leikstjóri: Samo Hung. Handrit: Edward Tang og Fibe Ma. Kvikmyndataka: Raymond Lam. Tónlist: J. Peter Robinson. Aðalleikarar: Jackie Chan, Richard Norton og Miki Lee. Hilmar Karlsson Scream 2 ★★★ Þótt Scream 2 nái ekki þeirri snilld sem 1 átti þá held ég að ég geti ekki annaö en kallaö þetta þriggja stjörnu hrollvekju- skemmtun. Eftir magnaða byrjun fór Scream 2 of hægt af staö en síðan tók hún kipp og brunaði af stað og hélt uppi þess- ari líka fínu spennu án þess að slaka á drepfyndnum hroll-vísununum og skildi við áhorfandann ánægjulega hrylltan. -úd Búálfarnir ★★★ , Búálfar eru varkárir og láta lítið fyrir sér fara því ef þeir sjást eru þeir klesstir af manneskj- unum sem taka þá fyrir mýs eða önnur mein- dýr. Sjónræn útfærsla er sérlega snjöll þar sem kunnuglegir smáhlutir I nýjum hlutverk- um flugu svo hratt hjá að maður mátti hafa sig alla við að fylgjast með, sjónræn veisla, hraði og húmor. Ómissandi fyrir álfa og fólk af öllum stærðum. -úd Það gerist ekki betra ★★★ Framan af er As Good as It Gets eins góð og gamanmyndir gerast. Samræðurnar ein- kennast af óvenjumikilli hnyttni, leikurinn er með ólíkindum og handritshöfundunum Andrus og Brooks tekst að stýra fram hjá helstu gildrum formúlufræðanna. Það var . mér því til mikilla vonbrigða þegar myndin missti flugið eftir hlé. Leikurinn var enn til fyrirmyndar en þær fjörmiklu og óvenjulegu persónur sem kynntar voru til sögunnar í upphafi fengu ekki svigrúm til þess að vaxa. -ge 3. júlí 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.