Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 21
Gamlingjamir eru góðir og glaðir
og danskir öryggisverðir eiga fullt í
fangi með krakkana sem leita upp
á svið til þess eins að stökkva niður
af því aftur og veltast í þvögunni.
Annar forn birtist nú á stóra
sviðinu, Bob Dylan. Hann var
miklu Kflegri en í Höllinni forðum,
bandið þétt og lagavalið fellur í
kramið enda slagarar ijölmargir
innan um ný lög og kántrí-andi
svífur yfir vötnunum. Dönsku blöð-
in voru ánægð með Dylan eftir há-
tíðina, gagnrýnendum Ekstrablaðs-
ins fannst hann t.d. besta atriðið.
Hin japönsku frík í Pizzicato 5
eru með bráðskemmtilegt sjó. Söng-
konan birtist í Moulin Rouge-m-
únderingu á öxlunum á súmókappa
en skiptir svo um fót eftir hvert ein-
asta lag.
Tónlistin er mest af bandi svo
söngpían og verkfræðingur bands-
ins fara mikinn í stuðstælum en
skollóttur Japani í diskógalla
hamrar gítar með rokktöktum í
einu hominu.
Því miður er hann einum of mik-
ið á útopnu, yfirgnæfir allt með há-
vaða svo ég læt mig hverfa til að
tékka á Garbage sem hafa nú her-
tekið stóra sviðið. Þó Shirley sé
sannfærandi stuðgella er auglýs-
ingastofupopp þeirra fremur dautt
á tónleikum, takturinn of vélrænn
og lögin of lík hvert öðm. Eða
kannski var bara kominn tími til að
leggja sig.
Laugardagur:
Rappstuð og rokk-
leikhús
Það er alltaf nóg að gerast á Hró-
arskeldu; hægt að vaffa um, reka
inn nefið og láta koma sér á óvart
enda fjölbreytnin mikil.
Nitin Sawhney og indverskætt-
aðir kunningjar hans ffá London
fara víða í tónlistarleit; flamenco,
tripp-hopp og indverskt bangra
hrærist saman í góðum graut og
gaman er að rapparanum sem sýn-
ir munnleikfimi mikla.
Næstur er Money Mark, hljóm-
borðsleikari Beastie Boys, sóló með
losaralegri en skemmtilegri sveit og
spilar jafnt á hljómborð og gítar.
Gott gigg hjá meistara Mark.
Echo & The Bunnymen féflu nið-
ur en aðrir ellibelgir komu í stað-
inn, The Stranglers. Hugh
Comwell er löngu hættur með þeim
en til að fylla það ófyllanlega gat
eru enskir Björgvin Gíslason og
Pétur Kristjánsson komnir í stað-
inn. Ekki vont, en ekki rétt heldur
og gamlir aðdáendur fella tár.
Rétt á meðan kyrkjarar rokka
tékka ég á búttaðri Tyrkjastelpu,
Aziza-A, sem rappar skemmtilega á
milli tveggja magadansmeyja. Nýja
Pulp-platan er ffemur þung og ekki
festival-væn en Jarvis er sniðugur
strákur og bandið nær upp ágætu
stuði, sérstaklega í Common
People, sem þau taka síðast, og
hendur fara á loft og svolgrað er
fadöl.
Magnað stuð heldur áfram á
stóra sviðinu því Beastie Boys eru
næstir. Þeir skoppa á svið og ekki er
laust við að þvagan hreinlega ærist.
Bandið á margt í pokahominu; ein-
falt gamlaskólarapp, þrýstið
ræflarokk og klámmyndafónk með
skælifótstigi.
Nýju lögin lofa góðu, fyrri flöl-
breytni virðist ráða þar ríkjum og
eldri smellir fá á köflum flippaða
útreið þegar bandið hættir í þeim
miðjum til að djóka og stuða skríl-
inn.
Beastie taka Sabotage í upp-
klappinu og í því tilefhi kflkkast
þeir gjörsamlega og Money Mark
tekur fótboltafagn ofan á hljóm-
borðinu sem gefur undan og hrynur
í gólfið.
Þótt Beastie hafi verið frábær
slær þó þýska bandið Rammstein
öllu við. The Verve áttu að klára
kvöldið en afboðuðu sem betur fer
svo Rammstein voru fluttir úr
græna tjaldinu á stóra sviðið.
Hljómsveitin hlýtur að vera-
martröð rótarans. Sviðið fyflist nú
óðum af risavöxnum sviðsmunum;
fimm metra málmvifta aftan við
trommusettið og gríðarstór púströr
á víð og dreif. Rammstein taka
hestu öfgar þýskrar menningar;
karlrembu Wagners, úrkynjun
millistríðsáranna og múgæsingu
nasismans, smyija níðþungu tölvu-
rokki yfir og negla yfir meirihluta
Hróarskeldugesta sem eru mættir
til að glápa dolfallnir á leikhús
Þjóðverjanna.
Eldtungur lýsa upp næturhimin-
inn þegar púströrin fara að spúa og
söngvarinn birtist með eldvörpu og
gýs yfir fremstu raðimar. Hann er
annars vanur að kveikja í sér í
fyrsta laginu en í kvöld er vindáttin
ekki hagstæð.
Rammstein eru fimm vöðvabúnt
klædd í anda Terminators og eitt
mjótt kvikindi sem spilar á hljóm-
borð. Sveitin er hrifin af sadó-masó
og kvikindið er leiksoppur sveitar-
innar og fær að kenna á því.
í laginu Seemann birtist hann
óvænt á sviðinu um borð í gúmbát
og er ýtt út á mannhafið. Æst kösin
blakar bátnum ffá en hvolfir hon-
um og angistarsvipur hásetans á
risaskerminum vekur hrifningu
tugþúsundanna. Hann bjargast þó
á svið en fær fyrir ferðina á ný á
górum fótum í Buch Dich þegar
kraftakarlinn með hljóðnemann ríf-
ur hann úr nærbuxunum með tönn-
unum, dregur upp gervigöndul og
saman hossast þeir þangað til rót-
ari setur pumpu í gang og göndull-
inn tekur að spúa hvítum vökva yf-
ir bak kvikindisins, upp í söngvar-
ann og yfir þvöguna.
Virkilega smekklaust en ffábært
auðvitað. Svona heldur þetta sjúk-
lega en stórkostlega sjó áffam með
eldi og brennisteini og náttúruöflin
eiga ekkert í Rammstein þó þau
reyni að vera með og feyki lufsuleg-
um eldingum um himininn. Það er
ekki hægt að hlusta á meiri músík
eftir þessa geggjun; heim að sofa.
Sunnudagur:
Allt er fimmtugum
fært
Grassvörðurinn orðinn ansi ræf-
ilslegur þó að skipt hafi verið um
allt gras á svæðinu eftir regnhátíð-
ina miklu í fyrra. Veðrið er íslenskt
þjóðhátíðarveður; flögg lemjast við
stangir, fólk er orðið ansi sjúskað
eftir þijár eða fleiri nætur í tjaldi
en samt; þetta er síðasti dagur í
stuði og áffam halda þúsundin að
væflast milli tjalda, kneyfa pilsner
og að hafa gaman af því.
Eg kaupi náttúrulegan heilsu-
drykk í DJ-kaffinu og hressist til
muna; hraða mér yfir á Jesus &
The Mary Chain en er fljótur að
hlussast niður í þvoglulegt sunnu-
dagsskap við það svartsýnis 4-hljó-
ma gítartuð.
Það virðist vera að til séu tvær
tegundir af festival-hljómsveitum;
bönd sem vilja vekja upp stuð og
svo dýpri listamenn sem hugsa
fyrst og ffemst um eigin stuðnafla.
JAMC hugsa þó varla einu sinni
um eigin nafla því þeim drepleiðist
að þurfa að standa í þessu.
Það er hins vegar mun betra stuð
á Rocket From the Crypt, sex
rokkabillípönkskúnkar í hljóm-
sveitarbúningum sem rokka ægi-
lega á stóra sviðinu. Kannski er
þetta of snemma dags og of stórt
svið en þeir eignast samt örugglega
marga nýja vini í dag með rokkinu
sínu.
Nú tekur við döbb í rauða og gula
fjaldinu; Dub Syndicate-menn eru
nokkuð stjarfir en grúfa þó þokka-
lega en mun kraftmeiri eru Asian
Dub Foundation sem döbbar stífar
og er ágengari.
Lítið gengur þó að komast í döbb-
gír enda gerði Kaupmannahafnar-
lögreglan rassíu í Kristjam'u daginn
áður en festivalið hófst.
Buddy Guy er nú kominn á kreik,
blúsar blússandi fínt og segir é
ótrúlega oft.
Það gerir nú Bobby Gillespie í
Primal Scream líka. Þeir byija á
djammi og döbbi en áhorfendur eru
fyrst með á nótunum þegar bandið
rennir í Rocks.
Rétt á meðan beðið er eftir Iggy
Pop kíki ég á bílskúrshljómsveitina
The Drags sem pönkar þokkalega í
bláa tjaldinu. Þetta band kemur frá
Bandaríkjunum og maður hefur á
tilfinningunni að þar séu til a.m.k.
tvö þúsund svona bönd.
En það er bara einn Iggy Pop.
Hann er orðinn 51 árs en hoppar á
svið ber að ofan og í aðskomum
latex-buxum. Band Igga er kannski
ekkert til að hrópa húrra fyrir; ein-
hveijir rokklúðar sem sýna engar
rósir enda Iggy þekktur fyrir að
fara illa með bandmeðlimi.
Hann er hins vegar í rosastuði,
stæltur eins og síðhærður grískur
guð og tekur öll sín helstu lög af
þijátíu ára ferli.
Iggy stekkur upp á magnara-
stæðu og riðlast þar í hamfórum. I
næsta lagi (I Wanna Be Your Dog)
er hann kominn út í þvöguna en
skolar aftur á svið og baðar út öng-
unum. Pönkkeisarinn gefur svo
skít í öryggisverðina og um tuttugu
krakkar troðast á svið fyrir áeggjan
söngvarans og dansa með honum í
Passanger.
Þetta er rokk og ról af lífi og sál,
Iggy er sannur erkirokkari og mað-
ur þarf ekki að kvíða ellinni með
svona frábæra fyrirmynd.
Danskir ellilífeyrisþegar fá frítt
inn síðasta dag hátíðarinnar og því
er við hæfi að The Bootleg Beatles
endi með bítlalögum þó að þjóðin
hafi frekar viljað vera heima að
horfa á sigurinn á Nígeríu í þetta
skiptið. Úrslitin á Hróarskelduhá-
tíðinni voru hins vegar þessi; Þjóð-
veijar fengu gullið með Kraftwerk
og Rammstein en Bandaríkin sil-
frið með Beastie Boys og Iggy Pop.
Danir eiga svo bronsið fyllilega
skilið því þótt þeir kunni ekki að
rokka af neinu viti geta þeir þó
haldið stórfenglegar músfkhátíðir
og þær gerast varla betri en Hró-
arskelduhátíðin í ár.
-glh
Norðanmaðurinn Theódór Krist-
jánsson var á Garbage-tónleikum
á Hróarskelduhátíðinni þegar
hann ákvað að kasta sér upp á
þvöguna og láta hana bera sig
um. Öðrum skónum var stolið á
þessari leið hans um þvöguna.
Theódór vill enn ekki hugsa um
hvað skólausi fóturlnn steig í á
leiöinni út í tjald.
Þetta eru Hermann, Sigrún, Birna,
Hulda, Tinna og Sara. Þau voru
stödd á Hróarskelduhátíðinni en
vildu ekki segja hvernig Lands-
bankafáninn komst í þeirra eigu.
Vin þeirra, Úlfar, vantar á myndina
vegna þess að hann lá í roti inni í
tjaldi eftir að hafa innbyrt of stór-
an skammt af koffíntöflum. Hann
og Hermann gleymdu að borða
kvöldmat daginn áður og ákváöu
að halda sér vakandi með neyslu
koffíntaflna en tóku víst of hressi-
lega til taflna sinna.
Þessir fræknu strákar komu tll
Kaupmannahafnar mánudaginn
fyrir Hróarskelduhátíðina en höföu
ekki tryggt sér neítt húsnæði til
að sofa í. Eftir þrautagöngu um
alla Kaupmannahöfn í lelt að hót-
elherbergi gripu þeir til þess ráðs
að sofa f klámbíói í Istedgade þar
sem þeir nutu vafasams félags-
skapar manns sem var f bíóinu í
allt öðrum og vafasamari tilgangl
en þeir. Myndin er tekin eftir að
þeir jöfnuöu sig á ævintýrinu í bíó-
inu, við glæsilegar tjaldbúöir
þeirra, merktar ísienska fánanum.
Að eigin sögn höfðu þeir torgað
20 kössum af dönskum bjór þeg-
ar myndin var tekin. Piltarnir
hefta Haukur Bergmann, Theódór
Ingi, Erlingur Heiðar, Sigmar Ingi,
Valdimar Jóhannsson, Jakob
Björnsson, Theódór Kristjánsson,
Baldvin Stefánsson og Guðmund-
ur Rúnar.
Kraftwerksmenn eru afar allrar raftónlistar í dag.
3. júlí 1998 f Ó k U S
21