Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 11
Ofgarokksveitin Slayer:
Trú á eigin hávaða
Þungarokkið og ýmis afbrigði
þess lifa enn góðu lífi. Fast á hæla
þriggja stærstu metalbanda síðasta
áratugar (Metallica, Anthrax og
Megadeth) koma hinir djöfullegu
Slayer-félagar sem nýlega gáfu út
níðþunga og myrka plötu, „Diabolus
in Musica". Eins og áður mála fjór-
menningamir skrattann á vegginn;
syngja um dauða, hrylling og helvíti
og spila þétt og kraftmikið rokkið
hátt og ákveðið, með villtum gítarsól-
óum og örgu öskri. Auðvitað hefur
bandið vakið deilur um dagana, ver-
ið sakað um nasisma og satanisma,
en það hefur bara bætt dulúð á að-
dráttaraflið.
Bandið var stofnað í Kalifomíu
1982 af gítarleikumnum Jeff Hanne-
man og Kerry King og byrjaði á að
taka Iron Maiden og Judas Priest-lög.
Ári síðar gaf það út fyrstu plötuna,
„Show No Mercy“, sem vakti athygli
fyrir hreystilega spilamennsku og
geysilega hröð lög svo nýtt afbrigði
varð fljótlega til í þungarokkinu,
„speed-metal“. í byrjun vom dimmir
textarnir allteiknimyndalegir en á
„Hell Awaits" frá 1985 vom þeir
orðnir slípaðri og platan er eins kon-
ar „cencept-plata“ þar sem einblínt
er á pyntingar og almenna tortím-
ingu. Platan sló í gegn í þungarokk-
inu og dýrkun á Slayer óx hratt.
Nú tók rokkgúrúinn Rick Rubin
bandið undir sinn verndarvæng,
setti það á samning hjá Def Jam og
hljóðvann næstu plötu, „Reign in
Blood", sem kom út 1986 og varð síð-
ar eins konar höfuðverk dauðarokks-
ins. Það vakti mikla athygli þegar
CBS neitaði að dreifa plötunni vegna
myndrænna textanna en þá kom
Geffen til skjalanna og þungarokks-
liðið féll unnvörpum fyrir þykku
rokkinu.
Sumir aðdáendur urðu fyrir von-
brigðum með næstu plötu, „South of
Heaven", enda losaði bandið aðeins
um spennitreyjuna og gaf skít í að
halda stöðu sinni sem heimsins hrað-
asta og öfgafyllsta band. „Seasons in
the Abyss" frá 1990 styrkti stöðuna
til muna en hljótt varð um bandið
þar til 1994 þegar „Divine Inter-
vention" kom út. Þá vom meðlimir
Slayer almennt taldir sporgöngu-
menn dauðarokksins og platan seld-
ist geysivel, komst hæst í 8. sæti
bandaríska vinsældalistans.
Á „Undisputed Attitude" frá 1996
djöflaðist bandið á pönk- og hardcor-
e-slögurum en á hinni nýútkomnu
„Diabolus in Musica" er bandið
grimmt og ögrandi sem aldrei fyrr.
Rick Rubin situr enn við stjómvöl-
inn. „Platan er eins konar ný byrjun
fyrir okkur," segir Kerry King. „Ég
held að þetta sé platan sem okkar
verður minnst fyrir en ég sagði það
svo sem um allar hinar plöturnar
líka. En þetta er allavega plata sem
kemur okkur á rétt spor fyrir fram-
tíðina.“
Kerry er stórorður: „Okkur er ná-
kvæmlega sama um alla tónlist dags-
ins í dag, smekkur fólks breytist en
Slayer ekki.“ Rokkið dansar með
tískubylgjunum en Slayer helst
óbreytt og trú eigin hávaða, hávaðan-
um sem breytti rokkinu. „Við trúum
á sjálfa okkur. Við höfum enga þörf
fyrir að breytast bara vegna þess að
allt og allir aðrir breytast. Auðvitað
nefni ég engin nöfn.“
-glh
Veikindi í Verve
Þegar hljómsveitin The Verve mætti ekki á
Hróarskeldu og fleiri hátíóir í júní var veik-
indum bassaleikarans Slmon Jones kennt
um og hann sagður þjást af vondum vír-
usi. Nú þegar hann er risinn úr rekkju og
farinn að æfa með bandinu á ný koma
þær fréttir að gítarleikarinn Nick Mc-
Cabe ætli ekki að túra meö sveitinni f
sumar vegna þreytu og þess stress sem
fylgir tónleikaferðalögum. The Verve ætlar
þvf að ferðast án hans í sumar og munu
fyrstu tónleikar þessarar fjögurra manna
útgáfu veröa í enda mánaðarins.
Jerry Cantrell - Boggy Depot ★★★
Á heimavelli
Á þessu ári líta dagsins ljós tvær sólóplötur
með meðlimum frægustu „grunge" sveita
Seattleborgar en það er annars vegar þessi
plata með Jerry Cantrell, gítarleikara og
lagasmiðs Alice in Chains og hins vegar sóló-
plata Chris Comells úr Soundgarden sálugu.
Cantrell, sem hefur samið að hluta til all-
flest „hit“-lög Alice in Chains hefur svo sem
litið að sanna fyrir umheiminum.
Það verður hins vegar að viðurkennast að
hér er hann á heimavelli og hefur fullkomna
stjóm á útkomunni. Tólf lög plöttmnar eru
eitthvað meira en bara Alice in Chains án
söngvarans Layne Staley, jafnvel þótt aðrir
meðlimir sveitarinnar leiki á stórum hluta
plötunnar!
Við fyrstu kynni virðist hér um að ræða
týpíska AlC-lög en síðan við nánari hlustun
er ljóst að hér er eitthvaö þroskaðra og
lengra komið á þróunarbrautinni.
Áhrif eru víða að, það má greina klassísk-
ar sveitir eins og Skynyrd, Pink Floyd, Black
Sabbath og jafnvel Kansas. Hér er líka minna
um öfgakennda AlC-tónlist, ekkert ást-hatur-
ást dæmi. Það sem kannski kemur líka á
óvart er blíðleikinn í sumum lögum eins og
Settling Down og Hurt a Long Time. Cantrell
er enginn geggjaður söngvari en hann er
heldur ekkert reyna það sem hann getur. Út-
koman verður fáguð og stílhrein og sömu
sögu er að segja um allan hljóðfæraleik.
í heild plata sem kemur ánægjulega á
óvart með hverri hlustun.
Páll Svansson
íslenski
NR. 280 Vikuna 09.7.-16.7. 1998
Sæti Vikur Lag Flytjandi 26.6 03.7
í 4 UP UP AND AWAY PÁLL ÓSKAR & CASINO 1 1
2 5 alltsemPlílesterlygi ... MAUS 4 7
3 2 COMEWITHME .. .PUFF DADDY& JIMMYPAGE 5 -
4 7 AVAADORE SMASHING PUMPKINS 3 2
5 3 EL PRESIDENT .DRUGSTORE FEATTHOM YORKE 2 5
6 3 NÁKVAEMLEGA SKÍTAMÓRALL 14 15
7 3 VERA VÍNYLL 30 38
8 6 WHISHING 1 WAS THERE NATALIE IMBRUGLIA 8 8
9 5 SPACE QUEEN 10 SPEED 4 9
10 2 GO DEEP JANET JACKSON 10 -
11 6 GHETTO SUPERSTAR PRAZ MICHAEL & OL’DIRTY BASTARD 9 4
12 3 GAUR ENSÍMI 23 23
13 3 MEMORY CLOUD MÓA 17 17
14 4 HORNY’98 MOUSSETVS HOFN’JUICY 12 22
15 1 THIS BOY IS MIBE BRANDY & MONICA | N ý t t
16 10 TEARDROP ... .MASSIVE ATTACKHORNY ’98 6 3
17 1 NATURALLY MAGGA STÍNA N ý t t
18 5 ELSKAN...PÚ ERT NAMM GREIFARNIR 15 25
19 4 C’EST LA VIE B'WITCHED 20 32
20 5 SAVETONIGHT EAGLE EYE CHERRY 16 16
21 2 SÍÐAN HITTUMSTVHD AFTUR ... SSSÓL 22 -
22 2 SO ALONE BANG GANG 37 -
23 7 THECUPOFLIFE RICKY MARTIN 11 18
24 1 GETITON REAL FLAVAZ N ý t t
25 7 FEELITÉ AMPERER & MAYA 13 13
26 5 LADY MARMALADE ’98 ALL SAINTS 28 30
27 4 DIVA DANA 1NTERNATIONAL 24 28
28 1 PATAPATA COUMBO GAWLO N ý t t
29 4 STRANDED LUTRICIA MCNEAL 21 21
30 3 THEWAY FASTBALL 31 34
31 2 1 DONT WANTTO MISS ATHING AEROSMITH 35 2
32 4 GOTTHE FEELIN’ FIVE 26 7
33 1 REALGOODTIME ALDA ÓLAFSDÓTTIR N y t t
34 3 FAILURE SKINNY 29 19
35 2 TALENT SUBTERRANEAN 40 -
36 5 SEX&CANDY MARCY PLAYGROUND 19 11
37 1 SUMARÁST SÖNGLEIKURINN GREASE | N ý t t
38 4 HEGOTGAME PUBLIC ENEMY 18 12
39 6 AIRBAG RADIOHEAD 27 6
40 1 LIFEAINTEASY CLEOPATRA N ý t t
íslenski listlnn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er f 300 til 400 manns
á aldrinum 14 til 35 ira. af öHu landinu. Bnnig getur Fólk hríngt f sfma 550 0044 og
tekifi þitt f vali llstans. íslenski llstinn er frumfluttur i Ammtudagskvöldum i Bylgjunnl
kl. 20.00 og er birtur i hverjum föstudegi f DV. Listinn er jafnframt endurfluttur i
Bylgjunni i hverjum laugardegi kl. 16.00. Ustinn er birtur, aö hluta, f textavarpi MTV
sjdnvarpsstöðvarinnar. íslenski listlnn tekur þitt f vali „Wofld Chart" sem framleiddur
er af Radio Express f Los Angeles. Bnnlg hefur hann ihrif i Evrdpulistann sem birtur
er f ténllstarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandarfska tdnlistarblaðinu
BiHboard.
Yflruimjón me8 skoJUrwkönnun: HaTldóra Hauksddttir - Framkv»md kflnnunar: MarkaSsdrild DV - Tölvuvinnsla: 0íd6 - Handrrt. helmildaröflun og yfirumsjön meí
framlílöslu: ívar Guímundsson - T«knistj6m og framleiösla: Rorsteinn Ásgelrsson og Þrálnn Stelnsson - Útsendingastjdm: Ásgeir Kolbeinsson og Jdhann
Jdhannsson • Kynnir í útvarpi: ívar Qu&mundsson
Taktu þátt í vali listans í
síma 550 0044
l í S t i N Nj
10. júlí 1998 f Ó k U S
11