Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 8
Norski organistinn Ivar Mæland leikur fjögur verk í Hallgrímskirkju á morgun kl. 12.00-12.30: Skálholtsklrkja laugardag kl. 15.00: Verk tyrir strengi og orgel eftir Hafliða Hall- grímsson, m.a. frumflutningur verksins Prédikun á vatni. Kl. 17.00 verða flutt verk eftir rússneska tónskáldið Sófiu Gubaldul- Inu, m.a. hugleiðing um sálmaforleik Bachs: ,Vor deinen Thron tret ich hi- ermit". Reykjahlíðarklrkja laugardag kl. 21.00: Pétur Jónasson gftarleikari leikur á Sum- artónleikum á Norðurlandi. Skálholtsklrkja sunnudag kl. 15.00 og 16.40: Flutt verður úrval úr efnisskrám laugardagsins. Kl. 17.00: Messa með þáttum úrtónverkum helgarinnar. Stólvers úr fornu íslensku sönghandriti í nýrri út- setningu Snorra Sigfúsar Blrglssonar. Akureyrarklrkja sunnudag kl. 17.00: Karsten Jensen orgelleikari frá Kaup- mannahöfn ieikur á Sumartónleikum á Norðurlandi. Hallgrímsklrkja sunnudag kl. 20.30: Tón- leikar úr röðinni Sumarkvöld viö orgelið. Norski organistinn Ivar Mæland leikur m.a. sex norsk orgelverk. Athugið breytta tímasetningu. Stykklshólmsklrkja mánudag ki. 21.00: Mosaic-gitarkvartettlnn frá Barcelona heldur tónleika sem eru hluti af Sumar- tónleikaröð kirkjunnar. Spunatónleikar Tenu Palmer í lönó þriðju- daginn kl 20.30. Svalbarðsklrkja í Þistilfiröi fimmtudag kl. 21: Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson orgelleikari leika á Sumar- tónleikum á Norðurlandi. [einnig á[ www.visir.is m a t u r Hjartað slær á Kaffi Thomsen „Við viljum að meira sé fókuser- að á tónlistina en minna á djamm- ið,“ segir Snorri Sturluson, eða Hr. Örlygur einsog hann er kallaður, um tónleikaröðina Hjartslátt. En á sunnudagskvöldið verða haldnir fjórðu tónleikarnir í tónleikaröð sem Björk Guðmundsdóttir, Gus- Gus og Hr. Örlygur hófu þann 22. mars síðastliðinn. Björk þarf ekki að kynna en frá Gus-Gus hefur plötusnúðurinn Alfred More komið einna mest að kvöldunum. Snorri Sturluson (Hr. Örlygur) er heim- spekingur sem m.a. stóð fyrir Drum’n base kvöldunum ‘96-‘97 í samstarfi við Stefán (More) og Agga í Elf 19. Til að auðvelda fólki að njóta tónlistarinnar án truflunar frá ölvuðum gestum eru tónleikarnir jafnan á sunnudagskvöldum sem eru þekkt að öðru en að vera djamm kvöld. „Hugmyndin með Hjartslætti var að lífga upp á tónlistarlíf Reykjavíkur með því að flytja inn tónlistarmenn og þá helst plötu- snúða sem eru einnig tónlistar- menn, þ.e. gefa út tónlist eftir sjálfa sig,“ heldur Snorri áfram. Enda ágæt flóra danstónlistarmanna sem spilað hafa fram að þessu. Fyrsta kvöldið í Hjartsláttar-röðinni var haldið þann 22. mars síðastliðinn og var troðfullt hús á meðan dj Sam úr hljómsveitinni State of Bengal frá London lék sína tónlist ásamt dj Ai- fred More. Annað kvöldið var síðan haldið 26. april og spilaði Harvey frá dreifmgar- og kynningarfyrir- tækinu zonked í London ásamt dj Alfred More. Þann 7. júní kom síðan dj Q-Bums Abstract Message frá Astralwerks-útgáfunni í New York sem m.a. gefur út listamenn eins og Air, Fatboy Slim, Wagon Christ og fleiri. En þess má geta að Q-Bums er nýbúinn að re-mixa tónlist með A tribe called Quest. „Þó við höfum haldið okkur við plötusnúða er ekkert víst að við ein- skorðum okkur við þá í framtíðinni, því er bara þannig farið að þar er mesta gróskan í tónlistinni í dag, svo er þetta ódýrt og þægilegt form til innflutnings. Skapandi plötu- snúðar hafa einnig orðið svolítið út- undan á undanfomum ámm í ís- lensku tónlistarlífi,“ sagði Snorri. Á sunnudagskvöldið verða plötu- snúðamir Alfred More og Martin Brew. Þeir munu spila ólíka tónlist, Alfred More verður með hæga hipp hopp, tripp popp tónlist en Martin Brew vinnur með trip popp tónlist i hraðari takti. Hjörtu Bjarkar, Gus- Gus og Hr. Örlygs hafa ekki slegið sitt síðasta slag, það er von á fleiri j konfektmolum í tónleikaröðinni Hjartasláttur á Kaffl Thomsen i sumar. -BG Ef einhver hefur staðið í þeirri trú að lyf flokkuðust undir heil- brigðismál þá hefur sá vaðið í villu og svíma. Lyf eru nefnilega tískuvara eins og allt annað. Lyfjafyrirtækin keppast ekki að- eins við að bjóða læknum upp á dulbúnar lystireisur sem á yfir- borðinu virðast vera ráðstefnur heldur reyna þau ekki síður að ná beint til neytend- anna - þeirra sem eru ekki alls kostar ánægðir með eigin líðan. Og þar sem lyfja- fyrirtækin mega ekki auglýsa þá hafa þau ráðið til sín alla heimsins bestu hönnuði til að skapa nýtt „lúkk“ á pillurn- ar sínar. Hér að ofan má sjá dæmi um andlitsupplyftingu á nokkrum pillum. Þetta eru hlutir sem til- heyra ekki lengur sterílum spítölum og hvítum slopp- um heldur sóma þeir sér vel í hvaða baðher- bergisskáp sem er og við hliðina á ilmvatnsflöskuin og andlitskremskrukk- um. Lyfjafyrirtækin stefna auðsjáanlega á að neytendur sækist eftir lyfjunum í framtíðinni; ef ekki vegna þess að þeir þurfa á þeim að halda þá vegna þess að þau eru svo djöfúll smart. Poppaðar pillur veitingahús / Italía ★★ Argentína **★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. Oþiö 18— 23.30 v.d., 18—3 um helgar. Elnar Ben ★★ Veltusundi 1. 5115090. Oþiö 18—22. Ég sakna Ítalíu Hótel Holt ★★★★ Bergstaðastræti 37, s. 552 5700. Opiö 12—14.30 og 19—22.30 v.d., 12— 14.30 og 18—22 fd. og Id. Hótel Óöinsvé ★★ v/Óðinstorg, s. 552 5224. Opiö 12—15 Og 18—23 v.d., 12—15 Og 18—23.30 fd. og Id. Lauga-ás ★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. Opiö 11— 22 og 11—21 um helgar. Lækjarbrekka ★★ Bankastræti 2, s. 551 4430. Opið md.— mid. 11—23.30, fid.—-sd. 11—0.30. Mlrabelle ★★★ Smiðjustíg 6., s. 552 2333. Opið 18— 22.30. Naustlö 0 Vesturgötu 6—8, s. 551 7759. Opiö 12— 14 og 18—01 v.d., 12—14 og 18-03 fd. og Id. Rauöará ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. Opiö frá kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aðsókn. Skólabrú ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. Opiö frá kl. 18 alla daga. Thalland 0 Laugavegi 11, 551 8111. leinnig á www.visir.is Við voram komin hálfa leið til Ítalíu. Veitingamaðurmn á Lauga- vegi 11 stóð við skenkinn og vakti traust með því að kallast í síma á við birgjana, svo aö ómaði um all- an sal. ítalska og íslenzka víxluð- ust á ýmsa vegu með hæfilegum úða af „perfetto“ og „ciao“. Eignarhaldið er ítalskt, kokkarn- ir era ítalskir, gæðaþjónustan er hálfítölsk, vel valið vínið er að mestu ítalskt og tilviljanalegar veggskreytingar era ítalskar. Það, sem tæpast hékk í ítölskunni, var matreiðslan, sem þætti í slöku meðallagi heima fyrir. Bakaðar kartöflur og amerískar pítsur era raunar einkennistákn hennar. Fullmikið elduð pöstu og hrís- grjón gátu ekki talizt stinn upp á ítölsku og bezt gæti ég trúað, að pa- stað væri úr pökkum. Hvort tveggja var þó gott á mælikvarða íslenzkrar hefðar. Pitsur staðarins vora gallalausar, jafnar og mjúkar, meö hæfilega hörðum kanti. ítölsk matreiðsla er eðlisgóð, ein- fóld og eðlileg, hættir sér ekki í franskar flækjur og ofgerir ekki. ís- lenzk áhrif valda því hins vegar, að Ítalía við Laugaveginn víkur af sporinu með óhóflegum sósum og olíum, sem deyfa aðalbragðið og sjónmenga réttina. Sjávarrétta-spaghetti leið fyrir f Ó k U S 10. júlí 1998 þetta, flaut miður kræsilega í mildri tómatsósu, en var eigi að síður bragðgott. Betur tókst til með tómatsósulaust sjávarrétta-risotto, þar sem góða, steikta hrísgrjóna- bragðið náði fram að koma. Yfirþyrmandi ostaþak á fiski dagsins skyggði á góða smálúðu- bragðið. Spínatgrunnurinn var hins vegar góður, átti vel við fisk- inn og fól í sér hæfilegt meðlæti að ítölskum hætti. Bakaða kartaflan var utangátta. Of mikið olíuvætt árstíðarsalat með blönduðum sjávarréttum var ofviða þunnum pappírsþurrkum. Blaðsalatið var þó ljómandi ferskt og sjávarréttimir meyrir og bragð- góðir. Pönnusteiktu, hvít- laukskrydduðu og snarpheitu sveppfrnir vora betri og einfaldari forréttur, en bornir fram með heil- hveiti-geymslubrauði. Annar bezti rétturinn var eld- bökuð og mintukrydduð lambakór- óna, bleik og mjúk, borin fram að bandarísk-íslenzkum hætti með hrásalati og gettu nú: Bakaðri kart- öflu. Hinn bezti rétturinn var feneysk tiramisu, kaffi- og kakókrydduð ostakaka, hæfilega þurr, með þeyttum rjóma og vín- berjum. Súpur eru staðarsómi, indæl hvíld frá íslenzkum kremsúpum. Jafnvel linsubaunasúpa reyndist vera góð, matarleg og létt í senn, tómatlöguð grænmetissúpa. Súpa dagsins með aðalrétti dagsins fæst á góðu verði í hádeginu, 750 krón- ur. Annars er verðlagið fremur hátt, tæpar 3.800 krónur að meðal- tali þríréttað með kaffi. Ítalía hefur frá upphafi verið vinsæl meðal ungs sporgöngufólks og ferðamanna, sem sitja þröngt og sátt i gerviblómahafi og drekka vín úr eftirréttaskálum. Andrúmsloftið er fjörlegt og gott, en ég sakna ítal- íu. Jónas Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.