Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 22
f T! X Che Guevara. Hann er notaður til a& selja úr, ilmvötn, kók og hva&eina. Meira aö segia dagbækurnar sem hann skrifa&i á mótorhjólaferðalagi upp eftir Suður-Amer- íku. Og á eftir Che kemur Stalín, Lenín og meira að segia Maó. Þegar hver einn og einasti hefur áttað sig á að kommarnir voru vondir, þá fyrst er smart að vera kommi. Það er lögmál tískunnar. Allir popparar sem hafa komið til Islands á undanförnum árum hafa keppst við að segja sig komma. Damon í Blur er kommi. (Damon er reyndar ekki inni - en það er annað mál.) Þegar kratinn Tony Blalr ætl- aði aö beita poppurunum fyrir vagninn sinn endaði það með því aö þeir helltu úr fsfötu yfir menningarmálaráöherrann hans. Kratar eru stéttaóvinir, andskotans endurskoðunarsinnar sem taka það að sér að reka þjóðfélagið fyrir kapítalistana. ísfötu á hausinn á þeim. Ef Elnar Már Guómundson væri í fókus myndi hann stíga upp úr skrautsæti sínu á R-listanum og ganga aftur í Fylkinguna. ú r f ó k u s Fótbolti. Og þá sérstaklega allt þetta havari í kringum boltann, skáld og prestar f spjallhorninu hjá Ingðlfl Hannessynl, auglýsendur að slá sér upp á áhorfendum svo ekki sé talað um þegar Louls Vultton tekur sig til og setur sitt vemmilega „lúkk" á fótboltann sjálfan. Er mönnum ekkert heilagt? Hvernig er hægt að horfa á Gin- ola spila fótbolta eftir að hafa séð hann í sjampó-auglýsingu að farast úr áhyggjum yfir þvf hvort hárið sé nógu þétt í sér? Og til að fullkomna allt þá ætlar stjórn FIFA að breyta fótboltanum f eitthvert stelpusport. Menn mega ekki einu sinni sýna að þeir hafi skap, ekki toga f peysur, ekki tækla aftan frá, ekki rifa kjaft, ekki taka am- fetamín fyrir leiki. Hvenær verður heims- meistarakeppnin I rugby eða fshokkf? Matthías, Frosti Örn og Ragnar í hljómsveitin Rennireið: „Músíkin er umfram allt númer eitft! “ Á nýútkominni safnplötu, „Flugan #1“, kennir margra flugna. Botnleðja er með glænýtt lag, einnig Stolía og Woofer sem báðar gáfu út plötur á síðasta ári. Þá er heill hellingur af böndum sem eru að stíga sín fyrstu spor á disk, m.a. Stæner, sem vann síðustu Músíktilraunir, og Rennireið, sem vakti þar mikla athygli fyrir ungan aldur og gott rokk, komst í úr- slit og var kosin bjartasta vonin. Rennireiðarmenn eru allir fæddir 1986 og eru því að skríða á tólfta árið. Matthías Arnalds leikur á hljóm- borð, Frosti Öm Gunnarsson syng- ur og Ragnar Sólberg semur lögin með Matthíasi og spilar á gítar, trommur og bassa. Á Flugunni á Ragnar líka eitt lag sóló sem heitir „Upplifun Ragnars Sólbergs" - „í höfuðið á Jimi Hendrix," segir hann. Hann segir að með fram Rennireið ætli hann * að hella sér út í sól"ív'":l inn og gefa út sjö 1; plötu í september. Allt auð- velt ef maður kann það „Við byijuðum í hljómsveit árið 1995 þegar við vorum 9 ára en þá hét hún Golden Gun.“ Ragnar segist hafa verið að hlusta á Kiss þá, Frosti á Elvis e Matthías hlustaði á hljóð gervlalög af geisladiski. „Við fórum að taka okkur alvar- lega þegar bróðir Ragnars sagði að við ættum að fara í Músíktilraunir," segir Frosti. „Annars höfum við aldrei æft neitt mikið, bara þegar við þurfum." Strákamir segja að Ragnar ráði „stærri bróðurpartinum" í Renni- reið. Ragnar er sonur Rafns Jóns- sonar og segist hafa verið farinn að iemja á pottana heima hjá sér þegar hann var tveggja ára. „Svo fór ég að læra á gítar þegar ég var sex ára hjá Tryggva Hubner í Gítarskóla ís- lands.“ Var það auövelt? „Já. Það er allt auðvelt ef maður kann það.“ Um tilgang lífsins og The Boys Lag Rennireiðar á Flugunni heitir Endalaust líf og svona er textinn: Hvaó í fiandanum ertu að gera þarna úti í horni? Eins og maóur sem flýrfrá saklausu litlu barni. Er það lífið sem endar á enda- lausum enda? Er það lífið sem vill fá hefnd sinna hefnda? Hvað sem það er þá er þaö eitthvað sem ekki endar. „Fyrst ætluðum við að gera svakapönklag og byrjuðum eitthvað svona og svo fannst okkur þetta bara flott,“ segir Frosti textahöfundur. „Þetta er bara um tilgang lífsins,“ segir Ragnar og Frosti samsinnir. Og hvaó hafa nú ellefu ára drengir fundið út um tilgang lífsins? „Músíkin er umfram allt númer eitt!“ segir Matthías. „Tilgangur lífs- ins er að spila músík og skemmta sér,“ fullyrðir Ragnar. Þetta er bara eins og háalvarleg heimspeki. „Ég hugsaði mér þetta meira eins og Grease eða eitthvað álíka.“ Ragnar langar ekkert að sjá Gre- ase en Frosta langar að fara: „Grease var uppáhaldið mitt tíma bili.“ Hvernig finnst ykkur The Boys? „Þeir voru frábærir, bara verst að þeir eru hættir,“ segir Frosti. „Hverjir voru The Boys?“ spyr Matthías. „Æi, þama litlu strákamir með gítarana,“ svarar Frosti. Er engin samlíking með The Boys og ykkur? „Nei, sussususs! Þeir eru svo gaml- ir!“ Hvernig tónlist hlustiöi á núna? „Ég hlusta á Green Day,“ segir Frosti. „Ég hlusta á flott lög með Gar- bage, SSSól og Botnleðju," segir Matthías. „Ég myndi segja Nine Inch Nails, Marylin Manson og Deftones, segir Ragnar. Strákarnir em rokkarar og mikið á móti „þessu tölvukjaftæði". Þeir hrylla sig yfir „Drum & Bass“-tónlist- inni. „Það er ekki hægt að horfa á þessa tónlist á sviði en kannski hægt að hlusta á þetta þegar maður er að gera eitthvað annað. Það er enginn fi- língur í svona tónlist." Hvernig verður þá tónlistin orðin árið 2010? „Virkilega, virkilega slæm,“ spá strákamir, „nema fólk taki sig til og taki upp gömlu plötumar með Elvis og einhverjum." Geriói eitthvað meira saman en aö gera tónlist? „Já, vá, þeir tveir eru frændur og bestu vinir síð- an þeir vom pínkulitlir," segir Matthías, „og ég var nágranni Frosta." Þeir hafa en á fótbolta en Frosti Ragnar því meiri körfubolta, keilu og boxi og Matthías er margverðlaunaður í karate. Þá hafa strákamir líka mikinn áhuga á dýr- um, „aðallega krákum og öndum," segir Ragnar. „Öll dýr eru flott og skemmtileg nema mannkynið," lýsir Matthias yfir og strákarnir taka und- ir. „Þetta er þó ekkert persónulegt," segir Ragnar og glottir. Hvaö hafiöi svona á móti mannin- um, þessu fallega dýri? “Það er kannski fallegt en bara svo helvíti frekt. Ætlar að eyða jörðinni með mengun og drepur önnur dýr sér til gamans," segir Ragnar. Ertu þá grœnmetisœta? „Ég hef alltaf verið það. Eða meira svona ávaxtaæta. Annars var ég nú að enda við að fá mér pulsu.“ Búinn að semja of mikið Engir tónleikar era fyrirhug- aðir með Rennireið en þegar sólóplata Ragnars kemur út ætlar hann að spila. Ragnar verður með rytmaparið úr Woofer með sér til að kynna plötuna. Hann hefur enga stór- drauma um ferilinn; „það breytir engu fyr- ir mig hvort ég næ langt eða ekki,“ segir hann. „Þetta snýst bara um að hafa ánægju af þessu sjálf- ur.“ Ragnar samdi fyrsta lagið þegar hann var fimm ára, Nú er komið sumar. Var það gott? „Nei, en ef ég myndi rokka það upp yrði það gott pönklag." Hvernig semuróu lögin? „Alltaf þegar ég er að labba eða að gera eitt- hvað verð ég að syngja eða raula, ég verð alltaf að hcifa tónlist nálægt. Þá einhvern veginn verða til laglínur og svo fer ég heim og geri lag við það.“ Ertu búinn aó semja mörg lög? „Ég held ég sé búinn að semja of mikið. Það sem ég er að gera núna er í rauninni eins og tónlistarmenn era að gera þegar þeir era búnir að starfa í þijátíu ár. Ég er eiginlega að semja háþróuðustu tónlist mína núna því ég byrjaði svo snemma. Kannski verð ég búinn að taka allt út áður en ég verð tuttugu." „Þá geturðu bara rímixað allt upp á nýtt,“ segir Matthías vongóður. -glh hverjir voru hvar emnig a www.visir.is A föstudagskvöldið var allt leikaraliðið frá frumsýningu Grease samankomið á Vega- mótum, þar voru menn einsog Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir og eldra gengið eins og Andrea Gylfadótt- ir og Þorvaldur úr Todmobile. Sama kvöld var útgáfuteiti Kvista á Kaffi Thomsen en þar voru meðal annars Móeiöur Júníusdóttlr, Mausstrákarnir og hljómsveitin Vín- yll eins og hún leggur sig. Á laugardagskvöldið sáust síðan Steinunn Ólína (leikari) ásamt vinum og Curver (tón- listarmaður) á Vega- mótum. Þá sáust alþýðubanda- lagsmenn stinga saman plottnefjum sínum víöa um bæinn, á Vegamótum voru Stefán Pálsson, Sverrir Jakobsson og Kolbeinn Ótt- arsson Proppé, formaður Alþýðu- bandalags Reykjavíkur, i hrókasam- ræðum. A Kaffibarnum sást til Helga Hjörvar. Þar var líka SJón, hinn ómótstæðilegi Hilmir Snær Guðna- son, leikari og Canada-bræðurnir Haukur Þórð- arson og Úlfur Eldjárn. Á laugardagskvöldið sáust einnig Hallgrímur Helgason, Stefán Jónsson (leikari og einn harðasti stuöningsmaður Helga Hjörvar í borgarstjórn), Þórir Snær Slgurjónsson kvik- myndaframleiöandi, Agnar og ísi, grafískir hönnuðir, og Alfred More og Herb Legowitz. Þá var útvarpsfólkið af Matt- hildi á Skuggabarnum með Valdísi Gunn- arsdóttur fremsta i flokki og þar var líka kúltúr- maðurinn á FM 95,7, Arnar Gauti. Forseta- dóttirin Tlnna var á Kaffibrennslunni á laugardagskvöldið. Óvenjulegt að hún hafi ekki verið á Sól- on en þar var hins vegar Flosi Elríks- son í góðra vina hópi og handboltakapp- inn Skúli Gunn- steinsson úr Val. Á föstudags- kvöldið voru Heimdellingarnir Kjartan Magnús- son og Haraldur Johannessen á Sólon. f Ó k U S 10. júlí 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.