Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 3
m e ö m æ 1 i g f n i Næturbíó Frábært að geta hlammað sér niður I bíó í nótt og horft á sumarmynd Sam-bíóanna, Armageddon. Sérstaklega hentug afslöppun fyrir barþjónana þegar þeir eru búnir að ganga frá. ísbúðin á Hagamel Þjónustan þar er frábær. Þar fæst líka \ Brynjuisinn frá Akureyri. Eigendurnir eru x mjög stoltir af því og tilbúnir að fræða kúnnann um allt sem snertir Brynjuís- inn góða. Hjartsláttur Kaffi Thomsen er gott kaffihús, Alfred More og Martin Brew eru góðir tónlistarmenn. Þetta getur ekki veriö einfaldara. Nöldurslaus borð Það er alveg jafnmikil þörf fyrir borð á kaffihúsum þar sem bann- að er að nöldra og borð þar sem bannað er að reykja. Ekkert er ömurlegra en að ganga þjakaður út af kaffihúsi eftir óbeint nöldur þess sem maður sat hjá. Manni á að líða vel á kaffihúsum. Stefán Karl Stefánsson þreytir frumraun sína á sviði næsta fimmtudag í ærslaleiknum Þjónn í súpunni Bjössi bolla er fyrirmyndin Lhooq í Arena í júníhefti Arena er fjallaö um norrænt popp eftir Björk og veðjar blaðið helst á að tvær sveitir geti fylgt eftir ógnarvin- sældum hennar. Önnur er sænsk og heit- ir Koop. Hin er íslensk og heitir Lhooq. Kynningin á Lhooq er mikil skemmri- skírn og, eins og siður er í breskum blöð- um, þá snýst hún að mestu um ísland og þá staðreynd að það getur verið erfitt að finna ófullan mann í Reykjavík eftir klukkan hálfníu. Pétur Hallgrímsson ýtir líka undir þessa furðumynd sem Bretar hafa komið sér upp af íslandi með því að segja að hann keyri oft í 15 mínútur út frá Reykjavík og sé þá kominn í auðn þar sem enginn er og ekkert heyrist. Þögnin er því grunnurinn að tónlist Lhooq -- og þá sérstaklega sú íslenska. m „Já, hann var fyrirmyndin mín í leiklistinni þegar ég var krakki, það var mikill heiður að vera vinur Bjössa bollu í þá daga,“ segir Stefán Karl Stefánsson, ungur leikari sem fer með eitt aðalhlutverkið í sýningunni Þjónn í súpunni sem frumsýnt verður í Iðnó þann 16. júlí. Stefán komst í Leiklistarskólann i fyrstu tilraun árið 1994 og er nú að hefja sitt siðasta ár í skólanum en hann hóf leikferil sinn miklu fyrr. Á meðan vinir hans voru að læra að drekka og ríða sem strákar var hann í Hafn- arfjarðarleikhúsi með sitt smurða brauð og mjólk á Soda Stream-flösku og gaf sig allan í leiklistina. En eitt mikilvægasta tækifærið á fyrri hluta fer- ilsins fékk hann þegar Bjössi bolla bauð honum að sýna með sér. „Þar fékk ég mikla og góða reynslu í að koma fram sem ég bý enn að. En hann gerði mér einn grikk og það var þegar við vorum að skemmta á einni stærstu hátíðinni í Galtalæk. Ég var svona þrettán ára gamall og lék persónu sem var köll- uð Gutti. Hann sendi mig niður á pall til að stjórna „Allir dansa Konga“ með hundruðum, ef ekki þúsundum, krakka. Þegar því var lokið kallaði Bjössi bolla yfir mannskapinn að sá krakki sem næði Gutta mætti kitla hann eins mikið og hann vildi. Ég sá þúsundir krakka snúa sér að mér og allir lögðu þeir af stað til að ná mér. Ég flúði sem fætur toguðu undan þyrpingu öskrandi krakka inn í skóg og eftir langan eltingaleik, sem náði niður að Galtalæk og aftur inn í skóg, þá slapp ég. Þegar ég kom til baka var búið að taka sýninguna niður og Magnús Ólafsson (Bjössi bolla) sat bara í rólegheitum og át vöfilu og hló.“ í leikritinu Þjónn í súpunni leikur Stefán Karl þjón ásamt mörgum þekktustu leikurum landsins: Eddu Björgvinsdóttur, Margréti Vil- hjálmsdóttur, Kjartani Guð- jónssyni og Bessa Bjarnasyni. Leikritið er skrifað af leikurunum í samvinnu við Áma Ibsen og fjall- ar um kokk og þjóna sem reyna að halda úti veitingarekstri þrátt fyrir mörg áfoll. „Ef áhorfend- ur vilja borða fá þeir háklassa mat, gerðan af alvöru- kokkum, en við munum síðan bera fram veitingarnar. Fólk getur síðan pantað hraða þjón- ustu, hæga þjónustu, ruddalega þjónustu, smjaðurslega þjón- ustu og allt þar á milli. Það er ekki nauðsynlegt að panta sér mat á sýning- unni en ég mæli með því,“ segir Stefán Karl um veitingarnar i Iðnó, en þess má geta að uppá- haldsveitinga- staður Stefáns er McDonald's. -BG Islensku 4 Playboy-stelpurnar Helga vinnur á St. Jósepsspítala og sat fyrir hjá Playboy Bara egóflipp Söngleikjafárið Leikhus peningamanna 7 5 bestu söngleikirnir og 5 verstu Balti er bestur Jónas Kristjánsson Ég sakna Ítalíu 8 Rapparinn Cell 7 Þolir ekki forsnobbaða DeeJay 1° ___JuaKOrt drykkjumannsins Bærirnir í bænum kortlagðir og metnir 1243 Dr. Gunni 16 molar úr 19 sögu Sykurmolanna Viðvarandi meyjarhaftspína Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á Grease um daginn hvað aðalkvenhlutverkið er ömurlegt. Sandy er vælandi fram að lokaatriði, að því er manni skilst af viðvarandi meyjarhaftspínu. í viðtali við Selmu Bjömsdóttur kemur lika fram að hana langaði meira til að leika Rizzó, vondu stelpuna sem ögrar siðferðishugmyndum sam- félagsins og er í stuði allan timann. Grease er karlrembuverk, eins og hæfir þegar fjallað er um sjötta áratuginn. Strax i fyrsta atriði blómstrar tvöfaldi mórallinn. Öðrum megin á sviðinu syngur stelpan um rómantíska kossa, hinum megin baular strákurinn um glæsilega landvinninga. Þau eru að syngja um sama ástarsam- bandið sumarið 1958 og þið megið giska hvort þeirra segir satt. í augum höfundanna (tveggja karlmanna) er óreynda stúlkan, Sandy, hundleiðinleg pía í víðu pilsi með skjörti undir og þeir hefna sín á henni með því að láta hana liggja heima með nefrennsli á aðalballinu. Sandy fær ekki að sýna sig fyrr en hún er búin að meðtaka boðskap Rizzóar um hvað það sé æðislegt að sofa hjá og að jafnvel þó að hún sé kannski ólétt sjái hún ekki eftir neinu. Þá skreppur Sandy fram og kemur aftur í niðþröngri hálfsíðri brók, hlýralausum toppi og með ljósa hrokkna hárkollu. Strákarnir „sjá“ hana loksins og okkur er gefið í skyn að nú muni hún ekki berja frá sér vinarhót Dannys heldur njóta þeirra í botn. Og allir fagna! 1958 hefði ekki verið fagnað heldur spurt: Hvað helst Sandy lengi á Danny eftir þetta? Strák- amir máttu prófa hitt og þetta en guð hjálpi tilraunadýrunum. Ef höfundum Grease finnst þessi mórall leiðinlegur skilur maður ekki hvers vegna þeir völdu verkinu þennan tima. 1958 voru rokk og vangadans ekki upphitun og forleikur að öðru meira heldur aðalútrásin. Keleri voru nákvæmlega stigskipt og pör voru lengi á hverju stigi. Þetta var mjög hæg spennumynd. Þá var engin pilla og ólétta ógiftra stórmál. „Stelpa í næsta húsi varð ólétt og fjölskyldan var í rúminu þangað til hann giftist henni,“ segir Auður Haralds í Hvunn- dagshetjunni sem er efni í betri brilljantín-söngleiki. Foreldrar voru ekki hræddir við neitt nema „það“ eftir að dætur þeirra náðu fermingaraldri — enda minna um eiturlyf og glæpi. Dagskipunin gat ekki verið skýrari: Ekki leyfa honum það! Árið 1958 hefði Sandy í víða pilsinu verið kát með sinn meydóm. Gagnrýnendum Grease þykir þessi sögufolsun í besta lagi lagi — segja bara að sagan sé léttvæg. Góð úrvinnsla á raunveruleikan- um væri miklu skemmtilegri. -SA Armageddon Loftsteinarnir koma (aftur) 20 Hljómsveitin Rennireið 22 Ellefu ára popparar Hvað er að gerast Leikhús ...................6 Veitingahús................8 Klassík....................8 Popp .....................10 Myndlist..................14 Sjónvarp..................15 Bíó......................21 Hverjir voru hvar........22 Forsíðumyndina tók ÞÖK af Cell 7 10. júlí 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.