Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 7
Eitthvað nýtt, takk Peningar virðast vera ástæðan fyrir söngleikjafárinu sem riðið hefur yfir þjóðina á undanfornum árum, að minnsta kosti ef tekið er mark á orðum Viðars Eggerts- sonar, fyrrverandi leikhússtjóra. „Það er kominn nýr flokkur manna í leikhúslífið sem sam- anstendur af ungum framleiðend- um. Hugmyndin hjá þeim er að fá pening í vasann og val þeirra á söngleikurinn sem ég sá. Mér fannst hann mjög frumlegur og það sem heillaði mig mest var lík- lega sá íslenski veruleiki sem kom fram í honum. Mér fannst handritið mjög gott og er enn þeirrar skoðunar að þetta sé lang- besti söngleikur sem sýndur hef- ur verið hér á íslandi. Hins vegar held ég að það sé ógerlegt að setja hann upp aftur svo vel verði.“ Hárið er besti söngleikurinn sem hefur verlð settur upp hérlendis og Ifka sá söng- leikur sem hratt bylgjunni af stað. söngleikjum ber keim af því markmiði. Þeir velja margreynda og trausta söngleiki enda er lítil áhætta fólgin í að setja þá upp,“ segir Viðar og bætir því við að betra hefði verið að sjá framsækn- ari hugmyndir hjá þessum annars dugmiklu framleiðendum. Síðan Hárið var sett upp hefur ekkert lát verið á dugnaði leik- húsfólks í þessum efnum og hver söngleikurinn á fætur öðrum, flestir gamlir slagarar, hefur ver- ið færður á fjalirnar. Nú vilja leikhúsgestir fara að sjá eitthvað nýtt. Kraftinn vantar Eyþór Arnalds segir að upp- færslur á söngleikjum eins og Hárinu og Stone Free séu tíma- skekkja. í þá vanti kraftinn sem var einkennandi í fyrri uppfærsl- um þegar efniviðurinn snerti samfélagið. Hann segir frumleik- ann vanta og vill sjá eitthvað nýtt. „Poppleikurinn Óli var fyrsti Eyþór segir að þeir sem standi sig einna best í söngleikjastuðinu núna séu nemendur Verslunar- skóla íslands. „Þar eru krakkar að gera alveg frábæra hluti. Ýmsir ungir leik- stjórar og upprennandi leikarar hafa fengið að njóta sín í upp- færslum Nemendamótsins og að- sóknin á leiksýningamar hefur verið afburðagóð. Þessi hópur er nú að skila sér í leikhúsin og þess vegna býst ég við að betri tímar séu fram undan í þessum efnum.“ Eitthvað nýtt? Viðar segir kostinn við söngleikjafárið þann að sumrin í leikhúsunum séu orðin skemmtilegri. Áður var leikárið átta mánuðir en er nú tólf þar sem venjan hefur verið að setja söngleikina upp að sumri til. „Einhvem tíma hlýtur samt söngleikjasjóðurinn að klárast og þess vegna hljótum við að fara að sjá eitthvað nýtt,“ segir Viðar. „Erlendis hafa tveir splunkuný- ir söngleikir verið að slá í gegn. Annar er The Black Rider eftir Ro- bert Wilson en hann hefur farið víða og notið hylli hvar- vetna, meðal annars á Norðurlönd- unum. Hinn heitir Rent og er ánægjulegt til þess að vita að Þjóðleikhúsið hefur tryggt sér rétt til að setja hann upp. Kannski gerist það næsta vetur,“ segir Viðar. -ILK Baltasar Kormakur viröist vita manna best hvernig á aö setja upp almennilegan songleik hér á landi. Þaö er hægt aö lesa úr listunum yfir bestu og verstu songleikina. Hann á þrjá af fimm bestu sóngleikjunum og engan af þeim fimm verstu. íslenska klámsteypan Friörlk Þór Frlöriksson hefur nú lokiö tökum á Ijösblárri stuttmynd sem sett veröur í sjónvarpsdreifingu. Myndin er hluti af störri seriu þar sem ýmsir þekkt- ir og næstum-þekktir leikstjórar spreyta sig á klámi eða næstum-klámi. Friðrik hefur lítið vilja gefa út um efni myndar- innar en það mun vera eitthvað á þessa leið: Kona glápir á sjónvarpið uppi á ís- landi og gælir við sig á meðan. Hún teygir sig eftir grýlukerti og fróar sér með því. Á sama tíma er maður í Ástral- íu að setja stóran ísklump upp á pikkupinn sinn. Hann ekur með hann út eyðimörkina, finnur planka og bindur við hann hengingar- snöru. Hann stendur upp á ísklumpnum með snöruna um hálsinn og þegar sólin bræðir klumpinn hengist hann. Eins og sjá má af þessu er djúp-fraudísk- ur undirtónn í þessu hjá Friðriki Þór. Kon- an þræöir upp undir- stöðuna sem maö- urinn stendur á og hengir hann því með sínum holdlegum fýsnum. Söngleikjafár síðustu ára: Bestu og verstu söngleikirnir 5 bestu Baltasar 1. Hárið. íslenska óperan 1993. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Hilm- ir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir og Hinrik Ólafsson. Davíð Þór: „Enginn söngleikur hefur komist með tæmar þar sem Hárið hafði hælana." Súsanna: „Kraftmikill og gaman að sjá ungt fólk vinna svona vel saman." Sigurður: „Feykilega skemmtileg sýning. Held upp á hana.” bestur 2. Rocky Horror. Loftkastalinn 1995. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Helgi Björnsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Valgerður Guðnadóttir og Hilmir Snær Guðnason. Margrét: “Frumleg innskot leikstjóra gerðu útkomuna mjög skemmtilega." Sigurður: “Gaman að sjá það aftur, vel gert.“ Andrea: „Mjög gott. Flott sýning.“ Hárið er besti söngleikurinn, Baltasar besti leikstjórinn og Borgarleikhúsið vonlaus staður fyrir söngleikjahald samkvæmt áliti þess leikhúsfólks sem Fók- us hafði samband við. Hér kem- ur listi yfir þá fimm söngleiki sem þóttu takast best og jafn- framt þá fimm sem slakastir verða að teljast. Eins og berlega kemur í ljós hér að neðan virð- ist Jesus Christ Superstar hafa misheppnast gjörsamlega og fær slaka dóma. Borgarleikhúsið á þrjá af fimm verstu söngleikjun- um og Baltasar Kormákur virðist vita hvað hann syngur: leik- stýrði þremur af þeim fimm bestu. Kabarett er söngleikur sem lagðist misjafnlega í fólk og komst því ekki á blað. Hann fékk ólík ummæli og því hvorki hægt að flokka hann sem góðan né slæman. Þegar sumir segja hann frumlegan og frábæran telja aðrir að þar hafi verið á ferðinni skelfilegasta leiksýning íslandssögunnar. Þeir sem létu skoðanir sínar í Ijós eru Sigurð- ur Sigurjónsson leikari, Sveinn Einarsson, formaður Listahátíð- ar, Davíð Þór Jónsson skemmti- kraftur, Súsanna Svavarsdóttir blaðamaður, Margrét Vilhjálms- dóttir leikkona og Andrea Gylfa- dóttir söngkona. -ILK 3. Vesalingarnir. Þjóðleikhúsiö 1988. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Aðalhlut- verk: Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Backman, Sigrún Waage, Jóhann Sigurðarson og Sverrir Guðjónsson. Sigurður: “Feiknagóð sýning." Súsanna: “Mjög góð sýning." Sveinn: “Ansi gott verk og ljómandi vel flutt.“ 4. Latibær. Loftkastalinn 1997. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Magnús Scheving, Steinn Ármann Magnússon og Selma Björnsdóttir. Sigurður: “Afskaplega einföld sýning sem fór vel í börn.“ Davið Þór: “Mjög vel lukkaö stykki." 5. Fiðlarinn á þakinu Þjóðleikhúsið 1997. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdótt- ir. Aðalhlutverk: Jóhann Sigurðarson og Edda Heiörún Backman. Sigurður: „Klassískur og góður.“ Sveinn “Fínn söngleikur og skemmtileg sýning." 10. júlí 1998 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.