Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Side 4
matur
Argentína ★★★
Barónsstíg lla, s. 551 9555.
„Bæjarins besta steikhús hefur dalað. Dýr-
ustu og enn þá bestu nautasteikur landsins,
en ekki alveg eins innanfeitar og safaríkar og
áður.“ Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
Einar Ben ★★
Veltusundi 1. 5115090.
„Fremur þemahús en veitingahús og leggur
meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar
Ben. býður yfirleitt ekki uþþ á vondan mat og
verður því seint jafn vinsæll og Fashion Café
eða Planet Hollywood." Opiö 18-22.
Hótel Holt ★★★★★
Bergstaðastræt! 37, s. 552 5700.
„Listasafnið á Hótel Holti ber í matargerðarlist
af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara
saman frumlegir réttir og nærfærin mat-
reiðsla, sem gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti."
Opiö 12-14.30 og 19-22.30 V.d., 12-14.30 og
18-22 fd. og Id.
Hótel Óðinsvé ★★
v/Óðlnstorg, s. 552 5224.
„Stundum gðður matur og stundum ekki, jafn-
vel! einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18-
23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id.
Ítalía ★★
Laugavegi 11, s. 552 4630.
„Eignarhaldiö er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir,
gæöaþjónustan er hálfítölsk, vel valiö vínið er
að mestu ítalskt og tilviljanakenndar
veggskreytingarnar eru ítalskar. Þaö, sem
tæþast hangir ! ítölskunni, er matreiðslan.
Bakaðar kartöflur og amerískar pltsur er ein-
kennistákn hennar." Opiö 11:30-11:30.
Játvarður, Akureyri ★★★
„Skemmtilega hannaður staður með fínlegri
matreiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elsku-
legri þjónustu sem getur svarað spurningum
um matinn." Opiö 11.30-14.00 og 18.00-
22.00.
Lauga-ás ★★★★
Laugarásvegi 1, s. 553 1620.
„Franskt bistró að íslenskum hætti sem dreg-
ur til sin hverfisbúa, sem nenna ekki aö elda
í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferða-
menn utan að landi og frá útlöndum. Hér
koma hvorki uþpar né ímyndarfræðingar."
Opiö 11-22 og 11-21 um helgar.
Lækjarbrekka ★★
Bankastræti 2, s. 5514430.
„Matreiðslan rambar út og suður, góð, fram-
bærileg eða vond eftir atvikum. Með annarri
hendinni eru gerðar forvitnilegar tilraunir en
með hinni er farið eftir verstu hefðum." Opiö
md.-mid. 11-23.30, fid.-sd. 11-0.30.
Smlöjustíg 6., s. 552 2333.
„Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir !
profiteroles og créme brulée. Mirabelle er
komin á gott skriö." Opiö 18-22.30.
Naustið O
Vesturgötu 6-8, s. 551 7759.
„Hamborgarastaður frá þjóðvegi eitt, sem hef-
ur rambað á vitlausan stað á notalegar og
sögufrægar innréttingar og þykist vera enn fín-
ni en Holtið." Opiö 12-14 og 18-01 v.d., 12-14
og 18-03 fd. og Id.
Rauðará ★
Rauöarárstíg 37, s. 562 6766.
„Túrista-steikhús. Nautasteikin getur verið
góð, en hún getur líka verið óæt. Vfirþjónninn
er svo önnum kafinn við að vera kammó að
hann tekur ekki alvarlega ábendingar um að
nautakjöt sé skemmt." Opiö frá kl. 18 og fram
eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn.
Skólabrú ★★★
Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt,
en dálltið frosin. Þjónustan er kurteis og hóf-
söm." Opiö frá kl. 18 alla daga.
Thailand 0
Laugavegi 11, 5518111.
„Óvenjuljótur kvöldverðarstaður með fremur
dýrum mat, stundum bragðgóðum en oftar
grimmilega ofelduðum." Opiö frá kl. 18-23
alla daga.
meira á.
www.visir.is
Margrét Örnólfsdóttir og Sigurjón Sigurðsson (Sjón) vinna nú saman
að handriti að söngvamynd í samvinnu við Kvikmyndasjóð Islands sem hefur
valið handritið til frekari þróunar með fjármagnsstyrk og aðstoð handritalæknis.
Fókus hitti Margréti á Svarta kaffinu og ræddi við hana um handritið.
X
I I W* mm m ■ / | íiiu
Uí oskunm i eldinn
„Við vorum eins og barðir harð-
fiskar eftir fyrstu heimsókn hand-
ritalæknisins," segir Margrét Örn-
ólfsdóttir, en handrit hennar og Sig-
urjóns Sigurðssonar (Sjóns) var eitt
af íjórum sem fengu framhaldsstyrk
frá Kvikmyndasjóði til áframhald-
andi vinnu í handritinu nú á dögun-
um. í janúar voru átta handrit
styrkt af Kvikmyndasjóði með þeim
hætti að annars vegar fengu þau
peningastyrk til að geta skrifað og
hins vegar fengu þau tvo fundi með
handritalækni frá Bretlandi sem fór
í gegnum handritið, gagnrýndi það
og kom með ábendingar. Nú á dög-
unum fengu siðan fjögur þessara
handrita framhaldsstyrk til að
vinna enn betur úr verkinu, það
voru Margrét Ömólfsdóttir og Sig-
urjón Sigurðsson með handritið
Regína, María Sigurðardóttir út á
Móður snillingsins, Huldar Breið-
fiörð fyrir handritið Þegar rafmagn-
ið fór af og Óskar Jónasson fyrir
handrit sem hefur vinnuheitið SS.
„Ég held að þetta form hjá Kvik-
myndasjóðnum geri sig mjög vel, ég
var mjög efins um þá hugmynd að fá
einhvem handritalækni að utan til
að koma meö gagnrýni á handritið
en fundimir með henni reyndust
mjög gagnlegir. Það er ekki víst að
þetta henti öllum en það er mjög
gott aðhald sem maður fær og hollt
fyrir mann að einhver lesi handritið
gagnrýnum augum og spyiji um
hvert einasta atriði, af hverju er
þetta hér? Og þá þýðir ekkert að
segja af því bara.“
Hún viðurkennir að margir hafi
talið að handritið byggi á Regínu
Thorarensen sem Sykurmolarnir
sömdu lag og ljóð um á sínum tíma.
En svo er ekki. „Regína er dans- og
söngvamynd um tíu ára stelpu og
vin hennar Pétur sem er 8 ára. Þetta
er mynd fyrir alla fjölskylduna. Per-
sóna Regínu kom einhvern veginn
til mín í fyrra og ég settist niður og
skrifaði út frá henni í nokkra tíma
og var ekkert fyrirfram ákveðið
hvað úr því yrði. Ég sá að þarna var
komið efni í mynd svo ég talaði við
vin minn Sigurjón sem leist vel á
þetta og við rétt náðum að skrifa
„Treatment“ áður en fresturinn
rann út til umsókna í sjóðinn. Það
kom síðan skemmtilega á óvart að
við fengum úthlutað úr honum. Við
höfum núna haft góðan tíma til að
vinna úr þessu og erum nokkuð
ánægð með árangurinn," segir Mar-
grét Örnólfsdóttir. „Regína er lítil
stelpa sem verður fyrir miklum von-
brigðum með að komast ekki í sum-
arbúðir eins og hinir krakkarnir og
ákveður að grípa til sinna ráða. Hún
hefur komist að því að söngur henn-
ar er svo magnaður að hún getur
komið ýmsu áleiðis með honum.
Með liðstyrk Péturs, sem er átta ára
vinur hennar og er orðsins maður,
þá eflist kraftur söngsins. Eitthvað
svipað því og gerðist þegar ég fékk
liðstyrk Sigurjóns við skriftirnar.
Því áður en Sigurjón kom inn í
skriftimar var þetta bara skemmti-
leg vitleysa. En þau Regína og Pétur
lenda síðan í ýmsum ævintýrum
sem ég segi ekki frá, fólk verður
bara að sjá myndina. Kannski er ég
með þessu handriti að koma upp um
trú mína á að söngur og listsköpun
geti breytt heiminum."
Margrét er ekki óvön því að
vinna efni fyrir börn, hún vann
handritið að „Himinn og jörð“ og
„Spékoppurinn" og fleiri þáttum fyr-
ir böm á Stöð 2. „Já, maður hefur
verið allt í öllu í þessum þáttum og
þurft dulbúa sig sem aðra persónu
með yflrskegg og fleira svo krakk-
amir verði ekki leiðir á manni.“ En
þekktust er hún af tónlistariðkun
sinni en hún var í hljómsveitinni
Sykurmolunum á sínum tíma og
hefur einnig samið tónlist fyrir sjón-
varp og bíó, eins og til dæmis tón-
listina við „Einkalíf ‘ Þráins Bertels-
sonar og við stuttmyndina „Slurpur-
inn“. Það á því ekki að koma á óvart
að tónlist mun spila stóra rullu í
þessari bíómynd ef af henni verður.
Því eins og kunnugt er getur oft ver-
ið þrautin þyngri að fjármagna
myndir jafnvel þótt handritið sé
gott. „Já, það verður örugglega
erfitt, en ég kann ekki á þann
hluta,“ segir Margrét. „Gamli Syk-
urmola-lögfræðingurinn Tómas Þor-
valdsson var einmitt á staðnum þeg-
ar okkur var úthlutað fyrsta styrkn-
um og hann sagði við mig að ég
væri kominn úr öskunni í eldinn að
vera komin úr tónlistarbransanum í
kvikmyndabransann. En það er víst
eitthvert fólk sem sér um svona lag-
að. Ég hef heyrt talað um það.“
Þau fjögur handrit sem fengu
framhaldsstyrk eru mjög ólík. Hin
þrjú voru eins og áður sagði hand-
ritið Móðir snillingsins eftir Mariu
Sigurðardóttur sem er unnið út frá
smásögu frá árinu 1910 eftir Ólöfu
frá Hlöðum. Hún fjallar í grófum
dráttum um vinnukonu ffá 19. öld
sem er frekar óvenjuleg í sinni stétt
og i sínu samfélagi. Hún vill ekki
giftast en hefur uppi áform um að
eignast bam með afburðamanni til
að ala af sér snilling. Hún hrindir
þessum áformum í framkvæmd en
eins og oft verður sigur hennar
slunginn harmi. Handrit Huldars
Breiðfjörðs er unnið út frá smásögu
hans sjálfs, Þegar rafmagnið fór af.
Sagan er nútímasaga en sjónhym-
ingin er frjó og handritið ekki unn-
ið út frá klassískri formbyggingu.
Saga Óskars ku vera unnin i svipuð-
um stíl og hans fyrri myndir og not-
ar hann tækifærið til að þróa sitt
bráðfyndna stílbragð.
veitingahús
Fiðlarinn á þakinu ★★★
Djarfl og gott
Lengi lifði Fiðlarinn á þaki Ak-
ureyrar á glæsilegu útsýni til
þriggja átta og til þeirrar fjórðu af
barnum út fjörðinn. Matreiðslan
stóð ekki undir háu verði en nú
hefur hún batnað. Þjónustan var
alltaf góð og er það enn hjá yfír-
þjónum en of mikið er treyst á lær-
linga.
Háir gluggar, viðarloft, glerkúlu-
ljós og rauðir litir í teppi, stólum,
dúkum og gluggatjöldum, veita
virðulegt yfirbragð, sem hangandi
píanó og fiðla í lofti hlaða listrænni
spennu. Nokkrar gerðir ár-
gangspúrtvíns í löngum vínlista
gefa í skyn, að hér sé alvara á ferð.
Þetta er hæfileg umgerð um 4.450
króna skýjareikning fyrir þríréttað
með kaffi.
Kjúklingalifrarkæfa var sér-
kennilega römm og minnisstæð,
með furuhnetum og rúsínum i ed-
iksolíu, fyrsta flokks tilraun. Fjórar
risahörpuskeljar á trépinna vora
bragðlausar út af fyrir sig en
skemmtilega kryddaðar sítrónu-
grasi, hvítlaukssmjöri og mórillu-
sveppum, bornar fram með bragð-
miklum hrisgrjónum.
Skemmtilegar en ofkeyrðar and-
stæður voru í sterklega saffran- og
sítrónukryddaðri kræklingasúpu,
sem sýndi eins og lifrarkæfan til-
þrif og frískleika í eldhúsi.
Fiskur er ekki spennandi á mat-
seðli, engin breyting frá degi til
dags, heldur hefðbundið lágmarks-
framboð fjögurra fisktegunda, sem
auðveldast er að geyma í frysti, svo
sem eldislax og skötusels. Betra er
að halla sér að kjötinu á Fiðlaran-
um, en fara í Smiðjuna, ef maður
vill fisk á Akureyri.
„Þjónustan var alltafgóð og
er það enn hjá yfirþjónum en
ofmikið er treyst á lærlinga.“
Heilsteikt nautalund var meyr og
bragðlaus, sennilega úr Hrísey,
ekki merkileg út af fyrir sig, en
haldið uppi af perlulauk, sveppum
og höm að Búrgundarhætti, svo og
ágætlega kryddaðri kartöflustöppu.
Lambalundir voru bezti réttur
staðarins, innbakaðar í ristuðum
kartöflum, fallega upp settar í
þremur turnum, bomar fram með
rósmarínsósu og góðu salati. Þetta
var dæmi, sem gekk upp, Stradi-
varius Fiðlarans.
Eftir risið kom hnig eftirrétt-
anna, sem voru eingöngu ísar.
Vanilluís með jarðarberjum var
vanilluis með jarðarberjum, en
maple-ís með sítrónubúðingi og
hindberjasósu var sér á parti, fal-
legur og hressandi.
Jónas Kristjánsson
4
f Ó k U S 24. júlí 1998