Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Síða 7
r
Hvar eru útihátíðir um heigina? Hvað er í boði? Hverjir skemmta? Og eru þeir
nokkuð skemmtilegir? Hvers konar fólk fer hvert? Hvert á fólk alls ekki að fara?
Hvernig verður stemningin? Hvar verður mesta fylliríið? Og hvar mest slegist,
dópað og riðið? Á næstu síðum má fræðast um allt þetta — og meira til.
|ír Snæfellsásmót
] Staöur: Brekkubær á Hellnum (heima hjá Gu6-
rúnu og Gulla Bergmann). A&standendur: Snæ-
fellsás-samfélagiö (Guðrún og Gulli Bergmann).
Hvað er þaö: Þetta kallast mannræktarmót og er
ætlaö fólki sem finnst engin skemmtun betri en
að vinna í sjálfum
sér. Fyrirlestrar:
Þorsteinn Njálsson
læknir um ábyrgð
einstaklingsins á
eigin heilbrigði, Guö-
rún Hjörleifsdóttir
miðill um jógann Sai
Baba, aðrir um lista-
meðferðarfræði,
andlega tengt kynlíf
(brain-fucking?),
jógaheimspeki,
stjörnuspeki, verndarvaetti Islands og visvænan
hugsunarhátt. Námskelð: Námskeið um leiklist,
líföndun og samskiptum. Elnkatímar: Spilalest-
ur, talnaspeki, liföndun Önnur atri&i: Heilunar-
vígslur, grasatínsla, svitahof, kvöldvökur með
losunarathöfn (þá er átt við andlega losun, ekki
líkamlega), helgistund viö Maríulindina sem Gulli
Bergmann var svo heppinn að finna við túngarð-
og friðarathafnir. Fyrir börn-
In: Jóga, hugleiösluvinna
með litum, ævintýraferöir
og leiklist og annaö nýaldar-
dútl sniöið að þörfum
barna. Stemning: Þarna
mun fólk vafra á milli tjalda
örvæntingafullri leit að
sjálfum sér eða tilgangi með lífinu. Það mun þó
bera sig vel og láta sem það hafi oröið fýrir and-
legri uppljómun f síöasta tjaldi - eftir sem áður
lætur það sig strax gossa inn í næsta tjald f von
um að öðlast dýpri skilning á sjálfum sér. Reyk-
elsisilmur yfir svæðinu, eitthvert andlegt humm í
loftinu og f aftureldingunni má heyra indíánalegt
gól upp á hæð skammt frá þar sem bókhaldari
úr Garðabænum kallast á við forfeður sina. Fyr-
Ir hverja: Konur sem þrá að ná til gyðjunnar í sér
eða konunnar sem hleypur með úlfum, karlar
sem vilja láta greina sig sem kónga eða spá-
menn, fólk sem las Venus og Mars og Sjö lögmál
um velgengni og finnst Gunnar Dal nokkuð glúr-
inn spekingur, fólk sem saknar þess að hafa
ekki séö draug. Hverjlr elga ekkl a& mæta: Fóik
sem er ekki i teljandi vandræðum með sjálft sig
eða er haldiö meðferðarfælni - allt sem þú seg-
ir og gerir á mótinu verður túlkað og metið sem
andleg tjáning, fóik sem þekkir ekki muninn á
heilun og reiki (það verður i álíka stöðu á mótinu
og fólk á myndlistarsýningu sem ruglar saman
Flúxus og fúturistum), menn sem sjá verslunar-
mannahelgina fyrir sér sem mexikanahatt, gitar,
stelpur og einn kassa af vodka. A&sta&a: Tjald-
stæði og bændagisting I nágrenninu. Rútuferðlr:
Sérleyfisbílar milli
Reykjavikur og
Hellna alla daga
nema sunnudag. Aö-
gangseyrlr: 3.000
krónur á manninn en
fritt fyrir börn yngri
en 14 ára.
W yyYtfU
r Mjólkurgleði
Sta&ur: Staðarfell í Dölum. A&standendur: SÁÁ
og Mjólkursamlagið í Búðardal. Svolitiö undar-
legt samkrull en jújú, eitthvað verða þurrir alk-
arnir að drekka. Tllefnl: Reynt að halda alkó-
hólistum frá spilltum útihátiðum með því sem
kallast heilbrigð skemmtun og útivist. Hljóm-
sveitlr: Engin, bara diskó og harmónikur. Dag-
skráratri&l: Bátsferöir, brenna, flugeldasýning,
sund, hestaferöir og AA- og Alanon-fundir. Fyrir
böm: Allir dagskrárliðir nema AA-fundirnir. Ef
þátttaka verður næg gætu unglingarnir skellt
upp Alateen-fundi. Stemning: Fjölskyldur og ein-
stæðingar vafra um svæðið og þakka sjálfum
sér, SÁÁ, AA og æðra mætti að mega vafra um
ódrukknir. f raun þarf þetta fólk ekki mikið meir
- sá sem hefur verið í helvíti gerir ekki miklar
kröfur ef hann sleppur út. Á milli leikja og söngs
bregður fólk sér á AA-fundi og ríflar upp hvernig
þetta var í Saltvík '73, Atlavík '84 og Halló Akur-
eyri í fýrra. Sem sagt; ekki mikið um að vera en
langbestu sögurnar. Fyrlr hverja: Þá sem hefa
drepist á öllum útihátíðum, hringinn í kringum
landið, en hafa nú fengið löngun til að hætta að
drekka. Hverjir eiga ekkl a& mæta: Þeir sem
hafa enga löngun til að hætta að drekka. A&-
staöa: Tjald-
stæði. A&gangs-
eyrlr: 3.000
liipijf
krónur á mann
en ókeypis fyrir
13 ára og yngri í
fylgd með full-
orönum.
Kántrýhátíð
Staður: Skagaströnd. A&standandi:
Hallbjörn Hjartarson. Tllefnl: Nýr
Kantrýbær risinn upp af brunarúst-
um þess gamla. Kántrfið heldur
ekki aðeins lífi á Skagaströnd held-
ur getur það dáið og risið upp aftur.
Það er komið til að vera. Hljóm-
sveftir: Lukkulákarnir, Lausir og lið-
ugir og Dalton-bræður. Einnig koma
fram: Magnús Eiríksson, Pálmi
Gunnarsson, Kjartan Valdimarsson,
Viðar Jónsson og að
sjálfsögðu - sá eini og
sanni, sá sem við höfum
öll verið að bíða eftir -
má ég kynna: Haaall-
bjööörn Hjartarson. Önn-
ur dagskráratri&l: Mynd-
listarsýning (kántrímyndir), kraftakeppni,
flugeldasýning, útsýnisflug, línudanskeppni,
danskennsla (grease- og kantridansar) og
gospelmessa. Fyrlr böm: Kassabílarallí,
marhnútaveiði og flest allt fyrrtalið. Hvers
er sárt saknað: Johnny King. Hvar er hann?
Er það rétt að honum og Hallbirni hafi orðið
sundurorða af því að Johnny vildi bera plat-
byssur í beltinu en Hallbjörn var á móti því?
Getur ekki einhver reynt að ganga á milli og
leita sátta? Stemnlng: Svolítiö eins og í öðr-
um þema-görðum, fólk breytist í kúreka
eina helgi. Þegar menn hittast toga
þeir aðeins i hattbarðið en fýlgjast
vel með hvort hinn sé að seilast til
byssunnar. Kántrímúsfk í loftinu og
kantritilfinningar í brjóstinu: konurn-
ar standa með mönnum sínum og
karlarnir komast að því að frelsi sé
aðeins hugtak yfir það þegar maður
hefur tapað öllu sem maður á. Ann-
ars rfkir friður og gleði yfir Skaga-
strönd og það mun ekkert raska
henni - nema jóreykur við sjóndeildarhring-
inn, illþýði á leið í bæinn. Annars getur fólk
leigt Kúreka norðursins á næstu vídeóleigu
ef það vill komast að þvi hvort kántrý-hátíð-
in sé eitthvað fyrir það. Fyrlr hverja: Fólk
sem missir aldrei af kántríþáttum Bjarna
Dags, fólk sem fannst það veröa ungt f ann-
að sinn þegar það fór á námskeið f línu-
dansi, fólk sem vill gera eitthvað virkilega
vírað þessa verslunarmannahelgi. Hverjlr
elga ekki aö mæta: Hipp-hopparar, teknó-
frík, rapparar - og alls engir indiánar. A&-
staða: Tjaldstæði, Hótel Dagsbrún og Kán-
ttýbær. Veitingar í Kántrýbæ og vfðar. Rútu-
ferðlr: Norðurieið verður með ferðir frá
Reykjavík alla dagana. Aðgangseyrlr: Aö-
gangseyrir að dansleikjum en ókeypis á
tjaldstæðið.
Sæludagar í Vatnaskógi
Sta&ur: Vatnaskógur. A&standendur: Skógar-
menn KFUM (ætli þaö séu ekki nokkurs konar
kristilegir skátar, meö hníf, snæri og biblfuna
í vasanum). Tilefnl: Sumarbúðirnar f Vatna-
skógi eru 75 ára og dagskráin á að sanna aö
þær séu síungar. Dagskrá: Kvöldvökur,
bryggjupartí, varöeldar, miðnætursund, bæna-
stundir, kassabflarallí, fótboltamót, kodda-
slagur og aörir gamlir standardar úr langri
sögu sumarbúðanna. Fyrlr börnln: Öll dag-
skráratriði miöa aö þvf að allir fjölskyldumeö-
limir geti haft eitthvert gaman af. Stemnlng:
Samheldnar fjölskyldur koma saman,
sýna sig og sjá aörar samheldnar fjöl-
skyldur f frisbf, feluleik og grilla þess á
milli. Pabbinn lætur mana sig f
koddaslag fyrir krakkana og mamman
íhugar hvort þetta sé ekki toppurinn á
tilverunni — aö sitja viö varðveldinn um-
vafinn fjölskyldunni og syngja rútubíla-
söngva. Fyrlr hverja: Sæludagar eru fyr-
ir fjölskyldufólk sem trúir því aö enginn geti
skemmt því betur en þaö sjálft. Ekki er verra
ef fjölskyldan er svolftið svag fyrir Guöi. HverJ-
Ir elga ekki aö mæta: Fólk sem kann
ekki ging-gang-gúlf-gúlf-vassa-ging-
gang-gó-söngva, fólk sem þolir ekki
annarra manna börn og fólk sem
treystir sér ekki til að bresta í bæn þeg-
ar sföustu sólargeislarnir kyssa vatniö.
A&staða: Hægt er aö panta gistingu í
svefnskálum eða tjalda. Veitinga- og
nestisaöstaöa. Rútufer&lr: Sérleyfisbfl-
ar fara frá Reykjavfk f dag og aftur f bæinn á
mánudaginn. A&gangseyrir: 2.700 krónur -
ókeypis fyrir yngri en 13 ára og eldri en 67.
Ef þú drekkur og keyrir ertu algjör
#
I
II
mm
láttu ekki augnabliks kæruleysi eyðileggja líf þitt
ISLANDSBANKI
®TOYOTA
Tákn um gœði
K'p“uun%,
IUMFERÐAR '
Iráð
31. júlf 1998 f Ó k U S
7