Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Blaðsíða 10
Hvar eru útihátíðir um helgina? Hvað er í boði? Hveijjir skemmta? Og eru þeir nokkuð skemmtilegir? Hvers konar fólk fer hvert? Hvert á fóik alis ekki að fara? Hvemig verður stemningin? Hvar verður mesta fyiliríið? Og hvar mest slegist, dópað og riðið? Á næstu síðum má fræðast um allt þetta — og meira til. _____ ______ Þjóðhátíð í Eyjum Staöur: Herjólfsdalur. Aðstandend- ur: íþróttafélagið Þór (helmingurinn af ÍBV). Tllefni: Þjóðhátlð í Eyjum er áratugagamall misskilningur sem spratt af hátlð sem haldin var um allt land. Síðan þá hafa Eyjamenn haldið hátíð árlega og með miklum þjóð- ernisbrag. Þar borða þeir slna þjóðrétti, syngja sín þjóðlög, dansa slna þjóðdansa - þótt þeir séu engin þjóð heldur að- eins þorpsbúar. Hljómsveitlr: Stuð- menn, 8-villt, Geirmundur Valtýsson, Á móti sól, Páll Ósk- ar og Casino, Land og synir. Aðalatrlði: Árni Johnsen stjórn- ar brekkusöng (þótt ýmsum þyki þetta hápunktur þjóðhátíö- ar þá skulu menn varast að meta aðra dagskrárliði út frá því). Fyrlr börnin: Barnaböll, leiktaeki, Hálft I hvoru (af hverju er þeim sigað á börn frekar en fullorðna?), Litlu lærisveinarnir, Brúðubíllinn, Leikhúsið tíu fingur og Rmleikafélagið Rán. Stemnlng: Inn- fæddir halda til í ferhyrndu tjöldun- um sinum hvítu og reyna að láta allt líta út eins og heima en aðkomufólk hírist í útilegu upp eftir hlíðunum. All- ir eru nokkuö rosalegir í allri framkomu og fasi, þarna er mikið drukkið og daðrað, mikið sungið og slegist (allt að sjó- manna siö), mikið étið af reyktum lunda og oft stofnað til skyndifunda og rosalegt stuð á sum- um mönnum. Fyrir hverja: Eyjamenn, bæði brottflutta og þá sem sneru aftur áður en hraunið kólnaði, fólk sem finnst Eyjamenn vera skemmtilegir, sjar- merandi eða fýndnir, fólk sem á plötu eða plötur með Árna Johnsen, fólk sem finnst Stuðmenn æðis- legir, fólk sem hef- ur varla misst úr þjóðhátíð undan- farin fimmtán ár, fólk sem á húfu með áföstum tveimur bjórdósum með röri í og hefur ekki fundið tilefni til að nota hana, fólk sem á kassagítar en getur ekki sþilað á hann nema drukkið, fólk sem skemmtir sér betur ef það sönglar sífellt olé-olé-olé-óle, fólk sem tárast þegar þaö heyrir „Égveit þú kemur í kvöld til m!n" og fólk sem finnst blindi bróðir úr Eyjum vera góður flautuleik- ari. Hverjlr eiga ekki að mæta: Fólk sem Árna Johnsen (honum tekst einhvern veginn að vera alltumlykjandi), fólk sem er ofurvið- kvæmt tyrir að sér sé sýnd lítilsvirð- ing eða það beitt misrétti (aðkomu- menn eru negrar þjóðhátíðarinnar), perrar (Stígamót verða á svæðinu) og heitir fylgismenn liða í fyrstu deild (Eyjamenn fara ekki leynt með stöðu s!na í deildinni). Aöstaða: Tjaldstæði, gistiheimili, hótel, veitingahús, versl- anir og sjoppur. Sæta- ferðir: Herjólfur siglir til Eyja og Flugfélag Islands og Rugfélag Vestmanna- eyja fljúga alla dagana. Aðgangseyrir: 7.000 krónur fyrir fullorðna, á 3.500 krónur fyrir 14-15 ára en frítt fyrir 13 ára og yngri. Bindindismótið í Galtalæk Staður: Galtalækur Aðstandendur: Ungtemplarar (fólk sem vill ekki drekka brennivín þótt það sé ekki alkóhólistar). Tilefni: Langstærsta fjáröflunar- leiö templara. Aðeins bingóin komast! hálfkvisti við verslunarmannahelgina. Hljómsveltir: Á móti sól, Saga Class og Spur. Aðrir sem koma fram: Dóra og Benni, Magnús Scheving, Smaladrengirnir og séra Pálmi Matthiasson sem messar á sunnudeginum. Skemmtiatriði: Varðeldur, kvöldvökur, fjöldasöngur og fiugeldasýning. Fyrir bömin: Barnadans- leikur, leiktæki, söngvarakeppni barna og tívolí. Stemning: Þetta er klassísk úti- hátlð. Þrátt fýrir að stefnt sé að því að allir verði allsgáðir þá hefur ekki enn tek- ist að hindra það að glúrnir menn smygli pitlu og pitlu inn á svæðið. Sum árin hef- ur mesta sukkið meira að segia verið í Galtalæk. En það verður ekki svo I ár. Sukksamasta liðið ætlar norður til Akur- eyrar eða út I Eyj- ar. Eftir situr Galtalækur með eins konar miðju- fólk; fólk sem er ekki neitt rosalega smart, fólk sem er ekki neitt sérlega drukkið, fólk sem er ekki neitt æðislega skemmtilegt (því miður, það verður nú bara að segjast). Fyrir hverja: Fólk sem langar! fjör en treystir sér ekki alveg í mesta fjörið, fólk sem hefur trú á lífsstefnu templara en þó einkum á fjárhagsstöðu þeirra og fólk sem finnst messa hjá séra Pálma innihaldsrlk- ari skemmtan en nokkuð annað. Hverjir eiga ekki aö mæta: Fjölskyldufólk sem veit ekki alveg hvort það langar til að fara (það ætti að sitja heima og velta upp fleiri kostum) og ung- lingar sem vilja örugglega vera þar sem flestir verða. Að- staöa: Tjaldstæði, verslun, veitingahús. Einnig er hægt að leigja hesta. Rútuferðir: Sætaferðir alla daga milli Reykjavík- ur og Galtalækjar. Aðgangseyrir: 5.000 krónur fyrir 16 ára og eldri, 4.000 fyrir 13-15 ára en frítt fyrir 12 ára og yngri. ekki Landsmót hvítasunnumanna Staður: Kirkjulækjarkot, Fljótshlíð. Að- standendur: Rladelfíusöfnuðurinn ! Reykja- vík og Betei í Eyjum. Tllefni: Blessun drott- ins. Dagskrá: Söngur að hætti hvitasunnu- manna, fræðsla, fyrirbænir, kvöldvökur, varðeldur og guðsorð. Fyrir börnin: Leikir, föndur, fræðsla og brúðuleikhús. Gestur mótsins: Daníel Karlsen (norskur predik- ari). Stemning: Einn allsherjar fögnuöur frelsaðra sem hrópa hallelúja, tala tungum og biðja hver fyrir öðrum. Hvítasunnumenn eru íslandsmeistarar í gospel-músík og hún svífur yfir höföum hinna trúuðu. Það verður allt kristilegt, meira að segja leikir barn- anna. Fyrir hverja: Þá sem hafa tekið nið- urdýfingarsklrn og þá sem eru að velta fyr- ir sér hvort það sé ekki akkúrat þaö sem vantar upp á til að líf- ið gangi upp, fólk sem ann gospel-múslk og fólk sem á bágt (hvitasunnumenn hafa alltaf verið sérlega góðir við geðveika, drykkjufólk og aöra þá sem aðrir vilja helst sem minnst af vita). Hverjir eiga ekkl að mæta: Fólk haldiö illum anda og þeir sem hata Krist og allt erindi hans við mennina. Þeir sem ætla að blóta Bakkus þessa helgi ættu líka að halda sig frá Kirkjulækjar- koti. Aðstaða: Næg tjaldstæöi, aðstaða fyrir tjaldvagna og hús- bíla. Samkomutjöld og nýtt samkomuhús (gamla tívolí-húsið í Hverageröi). Aðgangseyrir: Enginn en frjáls framlög vel þegin - til dæmis t!und af heildartekjum ef menn vilja ganga! söfnuðinn. Vík f Mýrdal Staður: Vík í Mýrdal Aðstandendur: Bærinn Tllefnl: Öll sveitarfélög skána við það þegar haldin er hátíð. Þá litur út fyrir að fólk geti glaðst yfir að búa þar. Dagskrá: Varðeldur á tjaldstæðinu, sundlaugin og golfvöll- urinn opin. Ferðir: Trukkaferðir um Mýrdalsafrétt, jeppa- og gönguferðir með leiðsögn, hestaferðir, bátsferðir á hjólabátum út í Dyrhólaey og að Reynisdröngum, sjóstangaveiði og útsýnisflug, Fyrir börnin: Allir dagskrárliöir (börnin verða þó að láta sér lynda að sitja í trukkunum en keyra þá ekki). Stemning: Aktív fjölskyldustemning. Allir lognast út af fýrir miðnætti eftir djöfulganginn! trukkunum, hjólabát- unum og golfinu. Fyrir hverja: Orkuríkar fjölskyldur með snert af tækjadellu, fólk sem finnst grænn fallegasti lit- urinn (það er allt grænt í Vík), miðaldra fólk sem á börn á Halló Akureyri og fólk sem vill fara austur en tímir ekki að eyðileggja lakkið á bílnum með því að keyra sandana og kemst því ekki lengra. Hverjir eiga ekkl að mæta: Unglingar í leit að villtu geimi fjarri eftirliti fullorðinna, dansfífl og fólk sem vill láta skemmta sér en nennir ekki að gera neitt sjálft. Aðstaða: Tjaldstæði og sumarhús. Verslun og sjoppa. Rútuferðlr: Áætlun frá BSl. Aðgangs- eyrir: Leiga á tjaldstæði og gjald fýrir ferðir. Annars er öll- um frjálst að spóka sig í V!k. Staður: Múlakot Aðstandend- ur: Flugmálafélagið. Tilefni: Fólk sem vill vera hátt uppi um verslunarmannahelgina sættir sig ekki lengur við skemmtun ájörðu niðri. Dag- skrá: Flugíþróttir (lendinga- keþpni og hveitipokakast), kvöldvaka, grillveisla. Feröir: Útsýnisflug um nágrenni Múla- kots, Dali, Þórsmörk og skrið- jökla Eiríksjökuls og Mýrdals- jökuls. Kennsla: Svifflugs- menn miðla af reynslu sinni ef veður leyfir. Fyrlr börnln: Keppni í svifflugi, skrítnir leik- ir. Stemning: Svolítið lókai flugdellu-mórall. Fyrir hverja: Flugdellumenn, flugdellukonur og öll flugdellubörnin þeirra. Hverjir eiga ekki að mæta: Fólk sem er haldið flug- hræðslu, fólk sem á ekki flug- vél og fólk sem finnst flugvél- ar vera álíka spennandi farar- tæki og strætó. Aöstaða: Tjaldstæði, svefnpokapláss og bensín á flugvélarnar. Rútuferðlr: Fólk kemur ekki í rútu i Múlakot, það kemur á flugvélum. Aðgangseyrir: Allt ókeyþis nema gistingin. sumarsins! : IfSllllJ ■ . Wm '?&Æ ■[) ';i i; i I ^ÍÍ^Í&élllSS . SX Monica Potter Joseph Fiennes Rufus Sewell Tom Hollander ★★★★ EMPIRE má ég lcynna Frank, Daniel & Laurence HÁSKÓLABÍÓ 10 f Ó k U S 31. júlí 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.