Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1998, Side 19
Dramatíska spennumyndin Hush
verður frumsýnd í Stjörnubíói í dag
Móðir sem
ekki vill
tengdadótt
í dag er frumsýnd í Stjörnubíói,
Hush, dramatísk spennumynd þar
sem sálfræði spilar mikið inn í at-
burðarásina. Fremst í flokki góðra
leikara fer Jessica Lange sem leikur
ráðríka móður sem lumar á ýmsum
brögðum þegar einkasonur hennar á
í hlut. Helsti mótleikari hennar er
Gwyneth Paltrow sem leikur nú í
hverri myndinni á fætur annarri.
Leikur hún tengdadóttiu-ina sem i
sakleysi sínu heldur í fyrstu að blíðu-
hót tengdamóðurinnar séu ekta.
Paltrow leikur Helen, sem hefur
fundið draumaprinsinn sinn,
Jackson Baring, sem á mikla framtíð
fyrir sér í fiármálasölum á Wall
Street. Á jólunum ákveður unga
parið að eyða hátíðinni á glæsisetr-
inu Kilrona sem móðir Jacksons rek-
ur af miklum myndarskap. Móðirin,
Martha, tekur vel á móti þeim og
Helen hrífst af verðandi tengdamóð-
ur sinni sem hefur haldið utan um
flölskyldureksturinn eftir að eigin-
maðurinn lést á dularfullan hátt.
Martha hefur mikla persónutöfra
sem Helen hrífst af en undir blíðulát-
unum leynist kona sem hefur alls
engan áhuga á að fá tengdadóttur í
fjölskylduna. Það er þó ekki fyrr en
parið er komið til New York að
óhugnanlegir atburðir fara að gerast,
einkennilegast er þó að Helen verður
ófrísk þótt hún hafl alls engan hug á
slíku og passað vel að það myndi
ekki gerast.
Auk þeirra Jessicu Lange og Gwy-
neth Paltrow leikur Jonathan
Schaech stórt hlutverk, soninn
Jackson. Schaech er ungur leikari
sem lék meðal annars í How To
Make An American Quilt og That
Thing You Do. Hefur hann þegar
leikið í flórum kvikmyndum sem eft-
ir á að sýna, Welcome To Woop
Woop, Graceland, Woundings og
Splendor.
Leikstjóri Hush og handritshöf-
undur heitir Jonathan Darby, nafn
sem ekki hljómar kunnuglega, enda
er Hush hans fyrsta kvikmynd í
fullri lengd. Darby er breskur og
starfaði í mörg ár hjá BBC áður en
hann flutti vestur um haf í kringum
1990. Hann tók að sér ýmis störf hjá
TriStar kvikmyndafyrirtækinu og
gerði þar stuttmyndina Contact sem
hlaut tilnefningu til óskarsverð-
launa. Þetta leiddi til þess að hann
fékk að leikstýra sjónvarpsmyndinni
The Enemy Within, með Forest
Whitaker og Jason Robards. Sú
mynd er endurgerð hinnar frægu
myndar John Frankenheimers,
Seven days in May. -HK
Jessica Lange og Gwyneth Paltrow
í hlutverkum kvennanna tveggja
sem berjast um einn mann.
myndlist
Opnanir:
Nýlistasatnlð, Vatnsstíg 3b. Sýningin Leitln
að snarklnum verður opnuð í kvöld I Nýlista-
safninu kl. 20. Annars verður safnið opið frá
kl. 14-18 alla daga.
Si'ðustu forvöð
I Ásmundarsa! eru sýndar Ijósmyndir eftir
Nönnu Bisp Buchert alla daga nema mánu-
daga, frá kl. 14-18. Síðasti sýningardagur er
á sunnudaginn.
í Perlunni sýnir Maria Uhlig vefmyndir. Sýning-
unni lýkur á mánudaginn.
Ustasafn Kópavogs, Hamraborg 4. Á sumar-
sýningu safnsins eru Anna Guðjónsdóttlr,
Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragna Róberts-
dóttlr, Ragnhelður Hrafnkelsdóttir og Sólvelg
Aðalsteinsdóttlr. Sýningunni lýkur á mánu-
daginn.
í Hafnarborg eru sýnd málverk í tilefni af 90
ára afmæli Hafnarfjarðar og 15 ára afmæli
Hafnarborgar. Myndirnar eru flestar af Hafnar-
fjarðarbæ, margar eftir þekktustu málara
landsins. Sýningunni lýkur næstkomandi
mánudag en fram að því verður opið frá
12-18.
Eldri sýningar
Gallerí 20 fm, Vesturgötu 10. Birgir Andrés-
son sýnir.
Gallerí Ingólfsstræti 8. Sigurður Guðmunds-
son sýnir höggmyndir, teikningar og grafik.
Opiö fim.-sun., kl. 14-18, fram til 26. ágúst.
Hafnarhúsið. Sýnd eru málverk eftir Erró, yfir-
skrift sýningarinnar er Konur. Opið alla daga
frá kl. 10-18.
I Hallgrímskirkju eru sýnd málverk eftir Eirík
Smith. í anddyrinu eru málverk eftir Tryggva
Ólafsson og verður sýningunni fram haldið út
sumarið.
Á Kaffi Frank er Ijósmyndasýningin Sentí-
mentí eftir H. Hannes. Þema sýningarinnar er
tilfinningar. Opið er alla daga frá 10-01.
Listasafn ASÍ við Freyjugötu. Guðný Halldórs-
dóttlr sýnir teikningar f gryfju safnsins. Opið
frá kl. 14-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Örn Þor-
steinsson sýnir þrívíddarverk úr málmi.
Mokkakaffi v. Skólavöröustíg. Sýning á verk-
um Jóns Gunnars Árnasonar.
meira sl
www.visir.is
Efþú drekkur ogkeyrir ekki ertu algjör
íáttu ekkí tingiicibliks kæruleysi eyðileggja líf þitt
ÍSLANDSBANKI
® TOYOTA
Tákn um gceöi
^ínum^
UMFERÐAR >
RÁÐ
31. júlí 1998 f Ó k U S
19