Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 7
4- Boðið verður upp a Ijóð af öllum stærðum og gerðum á menningarnótt. Nokkur þýdd, önnur innlend, flest flutt á hefðbundinn máta en sum sungin. BOSE-lí Þaö er þekkt syndróm að konur (eiginkonur og mæður) vilja alltaf lækka í hljómflutningstækj- um karlmannanna sem þær búa með. Fátt er ömurlegra fyrir karlmenn en að hlusta á tónlist á þeim styrk sem konur vilja. Um þetta hafa verið ritaöar lærðar greinar í vísindatímarit á borð við GQ, Esquire, Playboy, Loaded og FHM. Hvað veldur þessu er ekki Ijóst en þangað til finnst lækning á þessum algenga kvensjúk- dómi verða karlmenn að grípa til einhverra að- gerða til að geta notið Hendrix, Fræbbblanna, Zeppelins, Quarashis, Rammsteins, Stones og allra hinna háværu karlahljómsveitanna í friði. Ein leiðin er auðvitað að kaupa sér heddfóna en þá gæti maöur endað eins og maðurinn I Gevalia-auglýsingunni, böstaður í loftgítarsólói. Önnur leiö er að fá sér almennilegar græjur í bílinn en gallinn viö þaö er að fæstir eru í þiln- um nema örfáar mínútur á dag og þar að auki oft meö konuna með sér. Besta lausnin á þessu vandamáli sem höfund- ur þessarar greinar sér er BOSE Lifestyle hljómflutningstækin. BOSE Lifestyle eru græjur sem maöur þarf ekki að hækka neitt mjög mik- ið í til að njóta þess að finna tónana fylla her- bergið. Og ef maður lokar augunum er auðvelt að ímynda sér að maður sé á sviðinu með Hendrix því hljómurinn er algerlega frábær. Auðvitað er hægt að blasta græjurnar upp úr öllu valdi og ástæða til að gera það þegar sam- býlis-/eiginkonan er ekki heima eða flutt út. Þannig njóta þær sín best. Til viðbótar má nefna aö leit er að betur hönn- uðum hljómflutningstækjum en BOSE Lifestyle. Geislaspilari, magnari og útvarp eru í litlum, fal- legum álkassa og hátalararnir eru svo litlir aö þeir valda lítilli sem engri umhverfismengun I stofunni. Þetta gerir BOSE Lifestyle óviðjafnan- leg i flokki eiginkonuvænna hljómtækja. BOSE Lifestyle hljómtækin fást hjá Heimilis- tækjum ! nokkrum gerðum á verðbilinu 119.000-220.000. Tækin sem prófuð voru höfðu innbyggt heimabíóhljóðkerfi sem virkaði feikivel með nýlegri stórslysamynd. -KPJ Ég syng Ijóðin vegna þess að þau verða frambærilegri og skemmti- legri fyrir vikið. Svo er auðvitað gaman að syngja,“ segir Berglind Ágústsdóttir sem mun taka þátt í Nótt hinna löngu ljóða í Iðnó á menningamótt þann 22. ágúst sem Linda Vilhjálmsdóttir, Sjón og Andri Snær Magnason standa fyrir. Berglind hefur áður vakið at- hygli fyrir nýstárlega framsetn- ingu á ljóðum sínum: „Ég gaf út geisladiskin Fiskur nr. 1 á síðasta ári þar sem ég söng ljóð við tónlist eftir sjálfa mig og vini mina. Á laugardaginn munu svo Heiða úr Unun og Viðar Hákon Gíslason leika undir við ljóðin min.“ Með ljóðadagskránni í Iðnó er reynt að höfða til sem flestra með því að skipta ört um listamenn og koma sem flestum að. Berglind er því ekki sú eina sem mun leika listir sínar í Iðnó á menningamótt því þar verða listamenn á borð við HaUgrím Helgason, Ragnhildi Gísladóttur og Þórarin Eldjárn. Til þess að tryggja sérstaka stemningu á hátíðinni verður klappkeppni á milli skáldanna. Hún fer þannig fram að eftir að hvert þeirra hefúr lokið lestri sín- um mun desibelamæli verða beitt til þess að sjá hversu vel ljóðinu er tekið af áhorfendum. Ljóðaunnend- ur em því hér með hvattir til þess að mæta og styðja sitt skáld. Búið er að koma fyrir hátölurum fyrir utan Iðnó þannig að ef sólin skín er tilvalið að setjast með kafti- bollann út og hlýða á það sem fram fer innan veggja staðarins. Þess má geta að Berglind Ágústs- dóttir mun ekki láta sér nægja að flytja ljóð í Iðnó á menningamótt heldur mun hún líka búa í Hall- grimskirkjutumi þar sem hún sýn- ir undir yfirskriftinni Stúlkan i tuminum. Þá mun hún einnig vera með gangandi gallerí og selja fólki orð á eina krónu. -HÞH Hótel Unga fólksins, Toppdæmi fyrir ungt fóik og ungar barnafjölskyldur. Glæsiteg aðstaða og sérlega líflegur staður. Skemmti- og afþreyingardagskráin hér er einstök. Afþreyingarmiðstöðin: Jeppaferðir, köfunarskóli, tennisskóli, seglbretti, sjóskfði, úlfaldaferðir, reiðhjólaleiga, línuskautar, mótorhjólaferðir, blak, hjólabrettaaðstaða, aerobic, pílukast, borðtennis, hokkí, bogfimi, leikfimi, megrunarkúrar ofl. ofl. Hálft fæði er innifalið f verði en val er milli þriggja veitingastaða. Gestamóttaka, veitingastaðir, barir, heilsurækt, sundlaugarbar, verstanir, leikhús, diskótek, upplýstir tennisvellir, fót- og körfuboltavellir. Á þessum gististað eru þrír glæsilegir garðar með jafnmörgum sundlaugum og er hver með sínu þema. í görðunum eru barnataugar og frábær sólbaðsaðstaða. Frábærar kvöldskemmtanir og næturlíf fyrlr þá sem þess óska. Vistarverur eru með einu svefnherbergi, baði, síma og öryggishólfi (teiga). Allar fbúðir hafa sólpalt eða svalir. Ekki ísskápur enda er hálftfæði innifalið. Heppnir félagar f Námsmannalfnunni og Helmlllslfnunni eiga möguleika á að hljðta Geimferð f boði Búnaðarbankans. ®BÚNAÐARBANKINN traustur banki Lúgmúla 4: sími 569 9300, grænl númer: 800 6300, , ^ - , Hafnarfirði: simi 565 2366, Keflavík: simi 421 1353, f\if \ '’jJ Selfossi: sfmi 482 1666, Akureyri: st'mi 462 5000 (jjjjýjvi \_J - og bjú umboðsmðnnum um latul alll. Kynntu þér mállð á heimasfðu Úrvals-Útsýnar: IVlVW.UrvalutSytl.ÍS Miðað Við 3 f íbúð, ATIA5 kortl Of AT! innlfaSÍL Flug, gisting, morgunverður, kvöldverður, akstur til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Geimferðtii FUERTEVENTURRl 12.-26. janúar CLUB BRHIR,DORFIDO 21. ágúst 1998 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.