Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 21
Godzilla kemur í Stjörnubíó í dag
b í ó
Japanskt risaskrímsli rústar
skýjakljúfum í NewYork
í dag er komið að því að íslend-
ingar fái að líta augum stærsta
skrímsli sem Hollywood hefur gert,
sjálfa Godzillu, sem frumsýnd verð-
ur í kvikmyndahúsum á höfuðborg-
arsvæðinu og á Akureyri í dag.
Godzilla er japanskt fyrirbrigði og
Japönum ákaflega kært, hafa þeir
nánast tekið ástfóstri við skrímslið
allt frá því fyrsta Gozilla-myndin
var frumsýnd þar í landi árið 1954. í
þeirri mynd lagði Godzilla Tókíó í
rúst og hefur síðan lagt þá merku
borg oftar í rúst ásamt því að leggj-
ast á fleiri stórborgir. Ástæðan fyrir
því að Godzilla lagði slíkt ofurkapp
á að láta taka eftir sér var vígbúnað-
arkapphlaup Bandaríkjamanna og
Rússa. Af Japans hálfu var Godzilla
viðvörun til þessara þjóða. Auk þess
kom fram í þessari mynd fordæm-
ing á Bandaríkjamenn fyrir kjam-
orkusprengjur sínar á Hírósíma og
Nagasakí. Síðan 1954 hafa Japanir
gert yflr tuttugu Godzilla-myndir.
Bandaríkjamenn voru fljótir að átta
sig á því að í Godzilla lá einhver
gróðavon og gerðu upp fyrstu
Godzillu-myndina og bættu inn í
Leikstjórl: Roland Emmerich. Handrit: Dean
Devlin og Roland Emmerich. Kvikmyndataka:
Ueli Steiger. Aóalhlutverk: Matthew Broderick,
Jean Reno og Maria Pitillo.
Þetta er myndin sem gagnrýnend-
ur hafa elskað að hata, líklega vegna
þess að flestir eru þeir karlkyns og
komplexaðir hvað varðar slagorðið.
Því mér fannst Godzilla skemmtileg.
Ekki gallalaus, því það er óhætt að
segja að hér sé ekki að finna neitt af
því sem einkennir góðar myndir,
svo sem góða sögu og handrit, góðan
leik og áhugaverðar persónur. Það
var ekki einu sinni sætur strákur til
að halda konu við efnið. En hún hef-
ur það sem máli skiptir: Godzillu.
Og hún er stór, og hún er flott og
hún er afskaplega tæknilega full-
komin; og hún er myndin. Hér er
það ekki bara stærðin sem skiptir
máli, heldur ekki síður tæknin, og
eins og við sáum (andaktug) í risa-
eðlumyndum Spielbergs er tæknin
orðin ansi flínk.
Kjarnorkugeislunarsérfræðingur-
inn Nick Tatapoulos (Matthew
Broderick) er fenginn í lið vísinda-
hana leikaranum Raymond Burr
(Perry Mason) til að höfða enn
meira tfl bandarískra áhorfanda.
Á sínum tíma þóttu Godzilla-
myndirnar bera af hvað varðar
tækni en það mundi lítið þýða í dag
að bjóða áhorfendum upp á mann í
gúmmíbúningi i módelbrunarústum
eins og þótti flott fyrir fjörutíu
árum. í dag eru það tölvumar sem
sjá fyrir tækninni og má með sanni
segja að tölvur og grafik séu ráðandi
í gerð Godzillu tíunda áratugarins.
Leikarar þurftu að nota hugmynda-
flugið tU að gera sér upp hræðslu
því þeir sáu aldrei hvemig GodzOla
leit út fyrr en búið var að fullklára
myndina.
Heilinn í frí
GodzUla er ævintýra- og hasar-
mynd sem gerir þær kröfur til
áhorfandans að hann slökkvi á heU-
anum tU að geta notið þess sem fyr-
ir hann er framreitt því seint verð-
ur sagt um GodziUu að þar sé á ferð-
inni djúphugsuð saga. Leikstjóri er
Roland Emmerich sem gerði
Independence Day, einhverja vin-
manna sem kanna risastór um-
merki um það sem virðist vera risa-
stór-eðla. Ummerkin leiða liðið tU
Manhattan þarsem GodziUa tekur
land og hverfur... Stóra spumingin
er hvað ætlast hún fyrir og hvemig
á þetta þunna plott að endast i heUa
mynd. Sem betur fer kemur fransk-
ur leyniþjónustumaður (Jan Reno)
tU bjargar, og saman tekst þeim og
GodziUu að halda myndinni gang-
andi, en þrátt fyrir ansi bágar in-
námiUi senur hlýtur þetta að teljast
frábær skemmtun.
Þessi GodzUla á meira skylt með
Alien-myndunum en hinum ástsælu
kómísku japönsku stirðbusalegu
skrýmsla-árekstra myndum, þarsem
fara saman tæknUeg fullkomnun,
Aliensk. egg og neðansjávarsena
beint upp úr Alien: Resurrection.
Hönnun Patrick Tatopoulos (sem
hefur unnið áður fyrir þá félaga og
átti þátt í Dark City) á GodziUunni
er frábær, hin Hollywoodska
GodziUa er elegant í hreyfingum og
næstum tindilfætt þarsem hún
kremur undan risa-eðlu-fótum sín-
sælustu kvikmynd sem gerð hefur
verið. Hann var þó ekki sá leikstjóri
sem fyrstur fékk verkið í hendur.
Jan De Bond (Speed, Twister) var
kominn á fulla ferð með myndina
þegar hann lenti í deUum við fram-
leiðendur myndarinnar um kostnað-
arhliðina. Inn í dæmið gekk Emmer-
ich, ásamt félaga sínum, handrits-
höfundinum og framleiðandanum
Dean Devlin, og skrifuðu þeir nýtt
handrit og gerðu GodziUa fyrir 130
miUjónir doUara og er það aðeins
Armageddon af kvikmyndum sum-
arsins sem var dýrari.
GodziUa hefst á kjarnorkutilraun-
um Frakka í Kyrrahafi. Stökkbreyt-
ing verður á eggi eðlu einnar á
ónefndri Kyrrahafseyju. Nokkrum
árum síðar gerist það að japanskur
verksmiðjutogari verður fyrir árás
risavaxinnar skepnu. Skepnan held-
ur áfram að granda skipum á hafi
úti en tekur um leið stefnuna á aust-
urströnd Bandaríkjanna. Upp úr
öldum hafsins nálægt New York
stígur skepna sem er á hæð við 20
hæða blokk og nær 300 kílómetra
hraða á klukkustund. Eins og kem-
um bæði bUa og hús og sveiflar hal-
anum æst tU. Hér á greinUega að
endurskapa hið upprunalega skelfi-
lega skrýmsli sem Godzilla var
(áður en hún gerðist kómískur
verndari Tókíó), með tilheyrandi
boðskap um kjarorkutilraunir og
rústun á lífríki. Boðskapurinn og
óhugnaðurinn fara þó báðir fyrir
ofan garð og neðan, en í staðinn
tekst Emmerich að ná flottum sen-
um með magnaðri spennu, sérstak-
ur í ljós er erfitt að granda slíkri
ógnarskepnu.
Stórmyndaleikstjóri
Roland Emmerich er þýskur leik-
stjóri sem vakti mikla athygli í
heimalandi sínu fyrir að geta gert
kvikmyndir sem virkuðu stórar um
sig en kostuðu lítið. Fyrsta kvik-
mynd hans, The Noah's Ark
Principle, var opnunarmyndin á
kvikmyndahátíðinni í Berlín árið
1984. Eftir að hafa gert nokkrar
þýskar kvikmyndir tók Emmerich
stefnuna á Hollywood og gerði þar
fyrst Moon 44, framtíðarmynd, sem
þótti flott en lítill fengur af, Univer-
sal Soldier með Jean Claude Van
Damme í aðalhlutverki var næst.
Það var svo með hans þriðju kvik-
mynd vestan hafs, Stargate, sem
Emmerich festi sig í sessi og eftir
Independence Day var hann kominn
í hóp þeirra stóru sem valið geta úr
gæluverkefnum í glingurborginni.
Roland Emmerich á sitt eigið fram-
leiðslufyrirtæki og frá því fyrirtæki
kemur næst The 13th Floor.
„Emmerich tekst að ná
flottum senum með magnaðri
spennu, sérstaklega var
lokasenan algerlega frábær
og nægir ein og sér til að
hala inn þriðju stjörnuna.“
lega var lokasenan algerlega frábær
og nægir ein og sér til að hala inn
þriðju stjömuna.
Úlfhildur Dagsdóttir
Háskólabíó (framhald)
Martha, má ég kynna... ★★ Marta o.s.frv. er
gamanmynd í rómantískari kantinum og helst
sérstök fyrir þá sök hversu bandarísk hún er.
Monica Potter minnir um margt á Juliu Ro-
berts og er hér I svipuðu hlutverki og Julia
gerði sér mat úr á árum áður. Stærsti gallinn
liggur í handritinu sem skrifað var af Peter
Morgan. -ge
Blúsbræöur 2000 ★★ Framhald framhalds-
ins vegna er víst óhætt að segja um þessa
misheppnuðu tilraun til að endurlífga Blús-
bræður án Johns Belushi. Ef ekki væri fyrir
stórgóða tónlist og enn betri flutning blús-
manna þar sem stjörnur eru í hverjum bás þá
væri lítið varið í myndina sem fyrir utan tónlist-
ina er ein endemis della frá upphafi til enda.-
HK
Grease ★★★ Oft hafði ég á tilfinningunni að
það eina sem bjargaði þessu 20 ára afmæli
Grease væri að hún hefði með árunum tekiö
á sig „kamp“-ímynd Rocky Horror Picture
Show. Þannig gengur hún upp fyrir mér. Að
þessu sögðu má síðan bæta viö að lögin
standa enn fyrir sfnu og dansatriðin eru
skemmtileg. -ge
Kringlubíó
Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir
sínu sem mesti töffarinn í Hollywood í mynd
þar sem frammistaða tæknimanna er það
eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael
Bay gerir það sem fýrir hann er lagt og því er
Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK
Laugarásbíó
Slldlng Doors ★★★ Paltrow er Helen, ung
kona á uppleið, þegar hún er óvænt rekin af
hópi karlremba og Iff- hennar tekur stakka-
skiptum tvöfalt. Leikurinn er almennt góður en
þó handritið innihaldi heilmikið af skemmtileg-
um punktum og klippingarnar milli sviða/veru-
leika séu oft skemmtilegar þá vantar hér ein-
hvern herslumun. -úd
Mercury Rlsing ★★★ Tveir einstaklingar sem
eru á mismunandi máta einangraðir frá um-
heiminum eru gegn öllum öðrum í þessari
ágætu sakamálamynd sem kemur skemmti-
lega á óvart með þéttri sögu um Stóra bróður
sem gerir ekki mun á röngu og réttu og notar
öll meðul, lögleg sem ólpgleg, til að halda
sínu. Bruce Willis er í mun gáfulegra hlutverki
en í Armageddon. -HK
Lost In Space ★★ Framtíðarkvikmynd sem
byggð er á gamalli sjónvarpsseriu sem ekki
þótti merkileg. Myndin er stór í sniðum og
stundum mikilfengleg en sem betur fer tekur
hún sig ekki alvarlega. Hægt er að mæla með
henni við alla fjölskylduna sem er meira en
hægt er að segja um aðrar framtíðarmyndir
sem sýndar eru f kvikmyndahúsum höfuðborg-
arinnar. -HK
Regnboginn
Les vlslteurs 2 ★ Þótt Jean Reno sé
skemmtilegur leikari með mikia útgeislun get-
ur hann ekkert gert til þess að bjarga þessari
mynd sem Ifður fyrir óvenju vont handrit. Þeg-
ar upp er staðiö er myndin ekkert annað en
tímaeyðsla. -ge
Senseless ★ Marlon Wayans, með öllum sín-
um kjánalátum, nær stundum upp ágætri
stemningu og sumir brandararnir eru nógu fá-
ránlegir til að vera sniðugir en eins og með
nokkra kynbræður hans f leiklistinni, sem
hafa sérhæft sig í farsakenndum eftirlíkingum
af götulífi! úthverfum stórborga, þá fær mað-
ur fljótt leið á einhæfum leik hans. Nokkrar
aukapersónur Iffga upp á myndina. -HK
The Object of My Affectlon ★★★ Nicholas
Hytner ætlar sér mikið með þessari mynd
enda hefur hann leikstýrt metnaðarfullum
kvikmyndum á borð við The Madness of King
George og The Crucuble. Honum tekst að
sneiða fram hjá ýmsum gildrum en handritið
kemur I veg fýrir að honum takist ætlunarverk
sitt. -úd
Titanlc ★★★★ Stórbrotin og ákaflega gef-
andi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst
James Cameron að koma heilli f höfn dýrustu
kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunar-
árátta Camerons skilar sér f eölilegri sviðsetn-
ingu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Le-
onardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg f hlutverkum elskendanna. -HK
Stjörnubíó
He Got Game ★★★ Spike Lee er kominn aft-
ur á blað eftir skrykkjótt gengi að undanförnu.
Hann missir aðeins tökin á góðri sögu f lokin
en þegar á heildina er litið er myndin gott
drama þar sem Lee liggur sem fyrr ekki á
skoöunum sínum á ýmsum þáttum mannlífs-
ins. Densel Washington nær sem fyrr f mynd-
um Lees að sýna stórleik. -HK
Helft ★★ Heift (Hush) skartar tveimur giæsi-
legum leikkonum af tveimur kynslóðum,
Jessicu Lange og Gwyneth Paltrow, sem báð-
ar hafa það mikla útgeislun að það liggur við
að þeim takist að fela alla stóru gallana sem
eru á sögu sem er augljóst hvernig endar og
nær aldrei almennilegri spennu. Það að út-
koman skuli ekki slefa upp f meöalafþreyingu
verður að skrifast á leikstjórann sem veldur
ekki sfnu starfi. -HK
nrt<sa> i fk
www.visir.is
/
i
i
21. ágúst 1998 f Ó k U S
21