Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 14
f Ó k U S 21. ágúst 1998 sumir voru meira til en aðrir.“ Ertu aö vinna aö einhverju nýju efni? „Auðvitað!" svarar Didda og fyrt- ist hálfpartinn við út af þessari bjánalegu spurningu. „Ég er alltaf að gera eitthvað en vil ekki tala um það. Maður þarf að fá að ganga með gripinn í friði. Ég þarf að hanga yfir hlutunum, geyma þá og liggja yfir þeim. Þessi æsingur í eitthvað nýtt og eitthváð nýtt og eitthvað nýtt er bara ekki í lagi. Það er ekki hægt að skapa og upplifa sig alltaf sem nýjasta fótanuddtækiö eða nýjasta rakvélin. Það er svo mikill æsingur og ég kynntist þvi svolítið þegar ég var að skrifa Ertu, ég hafði enga yf- irsýn á sjálfa mig. Það er fullt af stöffi þar sem ég hefði viljað gera upp á nýtt.“ Og svo ertu bara aöflýja til Kúbu. „Já, ég er búin að ímynda mér að þar sé ekki þessi æsingur. Hér spyr fólk alltaf; ertu eitthvað að skrifa? eins og það dugi ekki að segja; ég er rithöfundur. Þetta er eins og að fólk spyrði lögregluþjón alltaf hvort hann væri ekki eitthvað að löggast. Þetta er dálítið fáránlegt. „Attitjút- ið“ er; ertu að gera eitthvað, færðu „Þaö er engin skynsamleg ástæöa aö ég er aö fara tll Kúbu. Þetta er bara svlpaö og aö setja slg í bauk og henda sér á elnhvern staö og sjá hvaö gerist." eitthvað fyrir það og af hverju ættir þú eitthvað að fá fyrir það, er þetta ekki bara einhver vitleysa í þér? Kannski er það það. En það mætti alveg bíða eftir uppskerunni í stað- inn fyrir að vera alltaf að kíkja und- ir. Á Kúbu er ég ókunnugur gestur og fæ að horfa og upplifa fólk. Mér finnst mjög spennandi að hitta fólk sem tekst að vera hamingjusamt - hvað sem hamingja er, ekki veit ég það - og lætur allavega daginn vera góðan, eigandi ekkert nema sjálft sig. Það finnst mér voðalega huggu- legt ástand. Mig langar til að ímynda mér þetta svona en kannski er Havana nákvæmlega eins og Reykjavík fyrir utan pálmatrén og 38 stiga hita. Það er engin skynsam- leg ástæða fyrir því að ég er að fara til Kúbu. Þetta er bara svipað og að setja sig í bauk og henda sér á ein- hvern stað og sjá hvað gerist. Ég stefni á að vera i eitt ár en ef ég næ ekki góðu samkomulagi við kakka- lakkana get ég alltaf fariö.“ -glh pEGAR MOTHERJINW ER 4,5 MILLJARÐA ARA ER EIIUS GOTT AÐ VANDA VÖRNIMA OAKLEY A I S LAIXI D I GltRflUGNflV€RlSUNIN I MJODD OPTICflL STUDIO DUTV FRCC STOR6 •fjsm i Ég lít á mig sem smyglara ÞJónn í súpunnl hefur rokgengiö í lönó en nú er möguleiki á aí> ná I miöa. Þaö er uppselt I kvöld kl. 20 en hugsanlega til miðar kl. 23.30. Einnig á sunnudaginn kl. 20 og stöan á fimmtudaginn. Stórkarlalegur rosahúmor fyrir fólk sem springur úr hlátri. Síminn I lönó er 530 3030. Grease er á fullri ferö I Borgarleikhúsinu. Þaö er uppselt I kvöld og á fyrri sýninguna annað kvöld en hugsanlega til miöar kl. 23.30. Síöan er uppselt á báöar sýningar á sunnudaginn en einhverjir miðar lausir á fimmtudaginn kl. 20. Söngur, dans og rómans. Margir ungir leikarar sýna góö tilþrif og sanna aö þaö er hægt aö leika þótt maöur þurfi aö dansa á sama tíma. Sírpinn I Borgarleikhúsinu er 568 8000. Helllsbúinn veröur í Islensku óperunni í kvöld .kl. 21 og á morgun kl. 23. Frábærlega fyndin sýning og rosa frammistaöa hjá Bjarna Haukl. Síminn í Óperunni er 551 1475. Carmen Negra er aö þagna í Óperunni og síö- asta sýning verður þar annaö kvöld. Síminn er 5511475. Líf manns eftir Leonid Anrejev veröur flutt í Kaffileikhúsinu annaö kvöld kl. 22. Laus sæti. Hálftíma eftir miðnætti tekur Erllngur Gíslason síöan viö og segir draugasögur úr miöbænum og verður frítt inn á þær. Fólk get- ur því vakað af leiklist i Kaffileikhúsinu á menningarnótt. Siminn er 551 9055. Hról höttur verður sunginn og leikinn í Fjöl- skyldu- og húsdýragaröinum i dag kl. 14.30 og á morgun og sunnudag kl. 14. Þetta eru síöustu sýningar. meira á. www.visir.is Skáldkonan Didda hefur búið í London frá áramótum en var á ís- landi nýlega að lesainn á ljóðadisk sem komið verður út um mánaöa- mótin sept./okt. Pétur HaUgrfms- son (úr Lhooq), Herb Legóvitz, Magga Stina og Valgeir Sigurðs- son, Hilmar Jensson, Óskar Guð- jónsson, Sölvi Blöndal (úr Quaras- hi), Sigtryggur Baldursson, Mar- grét Örnólfs og hljómsveitin Sigur Rós eru flytjendumir á Strokið og slegið, en svo heitir diskurinn. „Mér var að detta í hug að þetta yrði fyrsti diskurinn í langri röð,“ segir Didda. „Síðan kæmi Haldið og sleppt og Labbað og legiö. Og Kúkur og piss auðvitað - það þurfa allir að gera svoleiðis disk einhvern tím- ann.“ Synguröu eitthvaó? „Nei, ekki beint. Ég talsyng. Ég kveð ekki rímur en þetta er á mörk- unum. Þetta eru gömul sígild ljóð úr fyrstu og einu ljóðabókinni minni, Lostafans og lausar skrúfur, eitt úr Ertu-bókinni og Mjólkaðu mig, ljóðið um kúna sem saug sig sjálf. Ég sá nýja fleti á ljóðunum og túlka þau allt öðruvísi. Þama er einsdæmi i upplestri, ég hósta á réttum stað. Það hefur ekki heyrst á ljóðaplötu áður. Hin hefðbundna túlkim á ljóðunum er ekki lengur til staðar, það kemur allt önnur mynd sem gerir þau í rauninni að nýjum ljóðum. Ljóð eins og t.d. Sómi ís- lands, sem maður las áður með voðalegu „attitjúti“ og ofsa er tekiö og gert fullkomlega undirgefið af mér og Pétri - það titra efrivarir. Þar fórum við inn í manneskjuna sem er um borð í grænlenskum tog- ara á sunnudagsmorgni og við fór- um vel með þessa manneskju, enda em bæði ég og Pétur góðar mann- eskjur. Þegar ljóðin eru á blaðsíð- um strjúka þau og slá fólk nákvæm- lega eins og það viil láta gera það en þessi diskur er min tiiraun til að slá og strjúka eins og ég vil.“ Didda er vitanlega hæstánægð með diskinn og segir að karakterar tónlistarmannanna skíni í gegn. „Ég lít á mig sem smyglara. í flestum tilfellum bjuggu tónlistar- mennirnir til verk sem ég smyglaði mér inn í með ljóðunum. Þetta hef- ur tekið langan tíma í vinnslu og það er engin heildarmynd, sem mér finnst frábært. Þetta eru eins og lít- il hádegisleikrit. Ég heyri þetta fyr- ir mér fyrir fréttir í útvarpinu." Hvernig kviknaöi hugmyndin? „Þetta er gömul hugmynd, rúm- lega árs gömul. Guðmundur Stein- grímsson vildi gera djassdisk með mér en Ási (í Smekkleysu) var á því að ég ætti að gera eitthvað annað svo ég fór og spurði fullt af fólki og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.