Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 4
myndlist
Opnanir
Ráðhús Reykjavikur. Á morgun kl. 14.00,
verður opnuð sýning á verkum Dleters Roths.
Sýningin stendur til 30. ágúst og er opið kl.
8-19 virka daga og 10-18 um helgar.
Gilféiaglð, Kaupvangsstræti 23. Aðalsteinn
Vestmann opnar sýningu sína á morgun.
Henni lýkur 30. ágúst.
Elnar Sebastlan opnar Ijósmyndasýningu I
Gallerí Horninu á morgun.
Ketilhúslð, Akureyri: Á laugardaginn kl. 16
verður opnuð sýning Arnar Þorstelnssonar
sem ber yfirskriftina Málmur I Atómstöð. Sýn-
ingin er opin daglega frá kl. 14-18 alla daga
vikunnar og henni lýkur 8. september.
Síðustu forvöð
Handverk & hönnun, Amtmannsstíg 1, Sýn-
ingu sænsku listakonunnar Anltu Hedln lýkur
laugardaginn 22. ágúst. Opiö þriðjud.-föstud.
kl. 11-17 og laugard. kl. 12-16.
Aðrar sýningar
Mokka, Skólavörðustig. Valgerður Guðlaugs-
dóttlr er meö sýningu sem hún nefnir Þjóð-
garða. Sýningunni lýkur 9. september.
Gallerí Flskurlnn, Skólavörðustig 22. Innan
handar, nýtt íslenskt stjörnugötukort og marg-
miðlunardiskur. Sýningin stendur til 26. ágúst
og er opin alla daga kl. 14-18.
Stöðlakot við Bókhlööustig. Ásdís Guðjóns-
dóttlr er með málverkasýningu. Sýningin verö-
ur opin alla daga nema mánudaga og lýkur
30. ágúst.
Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Jón
Óskar er með myndlistarsýningu í galleríi
verslunarinnar, ForsetastofunniJj
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b. Sýningin Leltin að
snarklnum stendur yfir í Nýlistasafninu.Safnið
er opið frá kl. 14-18 alla daga.
Gallerí Ingólfsstrætl 8. Slgurður Guðmunds-
son sýnir höggmyndir, teikningar og grafik.
Opiö fim.-sun., kl. 14-18, fram til 26. ágúst.
Gerðarsafn. Nú stendur yfir sýning á nýium
verkum Krlstínar Guðjónsdóttur. Sýningin
stendur til 30. ágúst.
Galleri Sævars Karls, Bankastræti. Krlstján
Steingrímur Jónsson er með sýningu á verk-
um sínum. Sýningin stendur til 2. september.
Galleriiö er opið alla virka daga frá kl. 10-18
og Id. 10-16.
Bílar og llst, Vegamótastig 4, Reykjavik. Nú
stendur yfir sýning á verkum eftir HJört Hjart-
arson.
Hafnarborg. Nú stendur yfir sýning á verkum
eftir Ástu Árnadóttur í Sverrissal. Sýningin er
opin alla daga nema þrd. frá kl. 12-18 og
stendur til 24. ágúst. Einnig stendur yfir mál-
verkasýning fimm listamanna frá Slesvík-Holt-
setalandi. Sýningin stendur til 24. ágúst.
Gallerí Geyslr, Aðalstræti 2: Nú stendur yfir
sýning á Ijósmyndum Jónasar Hallgrímssonar,
teknar i Japan fyrr á þessu ári. Sýningunni lýk-
ur 23.ágúst og er opin mán.-fid. frá 8-19, föd.
frá 818 og frá 14-18 um helgar.
Ásmundarsalur, Freyjugötu 41. Nú stendur
yfir sýning á Ijósmyndum frá íslandi og íslend-
ingaslóðum Vestanhafs Wayne Gudmundson,
Guðmundur Ingólfsson. Sýningin stendur til
23. ágúst. Guðný Halldórsdóttir sýnir teikn-
ingar i gryfiu Safnsins. Opið frá kl. 14-18
Llstmunahús Ófelgs, Skólavörðustíg 5. Isa
Öhman er meö sýningu á textílskúlptúrum og
akrilmyndum unnum i blandaðri tækni. Sýn-
ingin mun standa til 22. ágúst og er opin á
verslunartíma mán.-ld., lokað sunnud.
Perlan, Reykjavík: Nanna Dýrunn BJörnsdóttlr
er með sýningu sem stendur til 24. ágúst.
Einnig er sýning á verkum eftir myndlistarkon-
una Ríkeyju Inglmundardóttur.
|meira á.|
www.visir.is
Adda og Kristín í Spúnk gáfu nýlega út vinylplötu í félagi við strákana í
Múm vegna þess að þeir eru svo ógeðslega skemmtilegir. Þær segjast vera
flipparar, spila jeppatónlist, setja alltof mikið af tilfinningum í tónlistina og
að nafnið á hljómsveitinni hafi orðið til á fyrsta fundi Elvis og Pricillu.
Hvaöan kemur Spúnk-nafnið?
„Það þýðir náttúrlega ýmislegt í
orðabókinni en fyrir okkur kemur
það frá Elvis,“ segir Adda og fer
síðan með Elvis-sögu: „Þegar Elvis
var í hernum í Þýskalandi var
hann Edltaf með partí. Allt liðið
kom og Elvis söng og var mið-
punkturinn. Einu sinni mætir þar
kona sem heitir Pricilla - tilvon-
andi eiginkona hans - en þá var
hún bara fjórtán ára, algjör skóla-
stelpa, og kom í einhverjum
matrósakjól. Elvis lýsist allur upp;
How old are you, Pricilla? I’m in
the 9th grade, svEæaði hún. Þá hló
Elvis og sagði; You are just a baby!
og ailir á svæðinu fóru að hlæja en
Pricilla fríkaði út og sagði; It's just
the stupid dress I'm wearing, en þá
sagði Elvis: The girl got some
spunk, sit besides me, let's be fri-
ends. „En við höfum alltaf kommu
yfir u-inu - spúnk - því án hennar
þýðir nafnið eitthvaö ógeðslega
vafasamt á ensku.“
Hvaöa hlut langar ykkur helst í?
„Land Rover," segja þær, „og mig
langar óstjómlega mikið í blautbún-
ing,“ segir Adda. „Ég hef einu sinni
prófað svoleiðis. Maður flýtur á
Þingvallavatni og horfir út í loftið
og maður núllast algjörlega og verð-
ur eins og stjama eða einhver dauð-
ur hlutur, skítkalt og ógeðslegt."
Er þetta sú tilfmning sem kemur
fram í músíkinni?
„Nei, alls ekki. Ég veit þetta er
væmið en það er mikiö af tilfinn-
ingum í músíkinni - stundum of
mikið af einhverju svona alveg per-
sónulegu. Öll lögin nema Jeppalag-
ið em um vægðarlausa vægð. Text-
inn Kafbáturinn er bara eitt orð -
Samfarir - sem er nú meiri athöfn
en tilfinning. Það er eitthvað sem
ég geri alltof lítið af,“ segir Adda og
horfir dreymin út í loftið.
Hvaó mynduö þió gera ef þið lok-
uöust inni í lyftu meö strákunum í
Skítamóral?
Samfarir! hrópa Spúnkstelp-
ur upp yfir sig og flissa,
spyrja svo: Hvað er aftur
Skítamórall?" -glh
Fengu styrkti
að flippa í
Spúnk og Múm eru kannski ekki
nöfn sem eru á vörum hvers
músikáhugamanns en einhvers
staðar verður víst að byrja og
Spúnk og Múm ákváðu að byrja
með 10“ vinýlplötu, Stefnumót kaf-
bátanna, þar sem böndin eiga tvö
lög hvert. Lykilstelpur Spúnk,
Adda söngvari og Kristín gítarleik-
ari, fengu sér kaffi í frauðplastbolla
og drukku það með mér á Arnar-
hóli.
„Þetta byrjaði allt í ruglinu,"
segja þær aðspurðar um ferOinn.
„Manstu ekki eftir vodkanu sem
var smyglað í gegnum gáminn? Við
fengum flösku sem entist helvíti
lengi og í kringum hana fórum við
að tala saman um að gera band. Aö
vísu vorum við fyrst í Límbandinu
sem entist bara tvær æfingar en þar
spottaði ég Kristínu," segir Adda.
„Við vorum með gamlan Júpiter-
hljóðgervil heima í stofu og Adda
lamdi á hann og ég tók upp gítarinn
og við rokkuðum eitthvað," segir
Kristín. „Kristján hljómborðsleik-
ari er líka í hljómsveitinni og Gerð-
ur kontrabassaleikari og Bjarni
Ben. spilar líka stundum með á
kontrabassa. Stundum, á þessum
tveimur tónleikum sem við höfum
spilað um ævina. Við tvær forrit-
um. Tókum ógeðslega mikið af lán-
um og keyptum geðveikt mikið af
græjum og lærðum á þær á meðan
við vorum að gera lögin. Þetta var
strembin vinna, við tókum nætum-
ar í það og dagana í æfingar."
Spúnk fór í Músíktilraunir, var
þar gefið „haug af hljóðverstímum"
og útkoman er lögin tvö á tíu-tomm-
unni. Hin hundleiðinlega spuming,
Áhrifavaldar?, kemur næst og hið
hundleiðinlega svar, „Ja, allt sem
við hlustum á hefur náttúrlega
áhrif...,“ svo ég bið Spúnkara frekar
að lýsa tónlistinni í fimm orðum.
„Jeppatónlist," það er bara eitt orð
yfir þetta," fullyrða þær ákveðnar.
Ungir flipparar
Spúnk og Múm og fleiri vinir eru
farin út að spila á tónleikum í
Cambridge og „láta eins og flfl og
flippa. Viö eram öll ungir flipparar.
Við fengum styrk til að flippa í
viku. Ætlum t.d. að fara í fimm-
unda-fimleika úti á götu. Syngja ís-
lensk lög í fimmundum og vera með
fimleika um leið.“
Segiö mér frá Múm sem er meö á
plötunni.
„Það eru þeir Örvar og Gunni
Penis. Þeir búa til drum and bass
og spila á harmóníku og munn-
hörpu ofan á og eru ógeðslega
skemmtilegir. Múm hafði aldrei
heyrt í Spúnk og Spúnk aldrei heyrt
í Múm þegar við ákváðum að gefa
út plötuna saman. Það höfðu bara
allir svo mikla trú á þessu.“
Er ekki hæpiö að gefa út
vinýlplötu nú á dögum?
„Jú, það er alveg á ystu nöf. En
það er stemning í þessu, stemmari.
Okkur langaði að geta skreytt og
fóndrað á plötuna. Eins og að rifa
blað úr dagbókinni og stinga ofan í
umslagið og sprauta á það ilmvatni.
Við eigum eftir að gera það allt
saman.“
viku
Mér finnst nú platan lykta ágæt-
lega, það er skólalykt af plastinu.
„Já, Múlalundur klikkar ekki -
graditjúd til þeirra.“
Helvíti mörg hrísgrjón
Svo á auðvitað að halda áfram og
gera geisladisk einhvern tímann,
helst bráðum. „Við erum nefnilega
ekkert á leiðinni í skóla eða svoleið-
is svo við erum fastar i bransanum,
það er ekki aftur snúið. Það er ekki
hægt að vinna einhverja 100%
vinnu og ætla að gera músik líka.
Ég held við getum lifað ágætis lífi
bara á því að selja plötuna. Kannski
tvær plötur á viku, þúsund kall, það
eru helvíti mörg hrísgrjón."
..Manstu ekki eftir vodkanu sem
var smyglað í gegnum gáminn?
Við fengum flösku sem entist
helvíti lengi og í kringum hana
fórum viö aö tala saman um
aö gera band." segir Adda.
..Viö tokum ogeöslega
mikiö af lánum og
keyptum geöveikt mikiö
af græjum og læröum
á þær á meðan viö
vorum aö gera lögin,"
segir Kristín.
I
I
I
I
<
i
Í
<
i
i
i
«
l(
4
f Ó k U S 21. ágúst 1998