Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 20
b í ó Bíóborgin Lethal Weapon 4 ★★★ Þessi nýjasta viSböt í sertuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og spennandi og áhættuatriöin fiest til fyrirmynd- ar. Þótt hún nái aldrei aö toppa þaö besta úr fyrstu tveimur myndunum ætti hún ekki aö valda aödáendum þeirra Riggs og Murtaugh vonbrigöum. Þetta veröur llklega síðasta myndin og ekki amaleg endalok á eftirminni- legri seríu. -ge Clty of Angels Þrátt fyrir aö vera klisju- kennt bandarískt ástardrama eru fallegar og áhrifamiklar senur inni á milli þar sem leik- stjóra og kvikmyndatökumanni tekst vel upp aö skapa þá stemningu sem upprunalega hugmyndin um (ó)sýnilega engla býður upp á. -úd Bíóhöllin/Saga-bíó Mercury Rlslng ★★* Tveir einstaklingar sem eru á mismunandi máta einangraöir frá um- heiminum eru gegn öllum öörum I þessari ágætu sakamálamynd sem kemur skemmti- lega á óvart meö þéttri sögu um Stóra bróöur sem gerir ekki mun á röngu og réttu og notar öll meðul, lögleg sem ólögleg, til að halda sínu. Bruce Willis er t mun gáfulegra hlutverki en t Armageddon. -HK Lltla hafmeyjan ★★★ Teiknimyndir Walts Dis- neys eru klasstskar og þegar ný kynslóö rts eru þær settar á markaöinn á ný og er ekkert annað en gott um þaö aö segia. Litla hafmeyj- an kom meö ferskan blæ inn t þetta kvik- myndaform eftir aö teiknimyndir t fullri lengd höfðu veriö! lægö um nokkurt skeiö og.hún á fullt erindi enn til ungu kynslóðarinrfar. Is- lenska talsetningin er vel heppnuö. -HK Háskólabíó Dark Clty ★★ Dark City er metnaöarfull og ansi mögnuö mynd, og vekur tilfinningar bæði um ofsóknir og innilokun. Hún er full af ótrú- lega eftirminnilegum myndrænum skeiöum, sérstaklega þar sem geimþjóðin „tjúnar' og lætur borgina bókstaflega vaxa, hús spretta upp úr götum, stækka, minnka eöa taka öör- um breytingum. Hins vegar veldur handrits- skortur þvt aö oft var eins og um langa auglýs- ingu aö ræöa. -úd Vlnarbragö ★ Helsta vandamál Vinarbragðs er kannski það aö myndin er hreinlega of leiö- inleg, langdregin og flatneskjuleg og endirinn fyrirsjáanlegur. Kosturinn er hins vegar sá aö leikurinn er almennt góöur en átakalaus. -úd Washinton Square, sem Háskóla- bíó frumsýnir í dag, er gerð eftir samnefndri klassískri skáldsögu eft- ir Henry James. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagan er kvikmynd- uð. Árið 1947 var frumsýnt leikrit eftir skáldsögunni sem hlaut heitið The Heiress og tveimur árum síðar gerði William Wyler kvikmynd eft- ir leikritinu sem bar sama nafn. í leikritinu og fyrri myndinni er vik- ið töluvert frá sögu James, en í Was- hington Square, sem Agniszka Hol- land (Europa, Europa) leikstýrir, er sögunni fylgt eftir í öllum meginat- riðum. Fjallar myndin um Catherine Sloper sem alls ekki er falleg og ekki nema í meðallagi gáfuð. Hún er aftur á móti erfingi mikilla auðæfa. Faðir hennar, sem missti eiginkon- una rétt eftir að Catherine fæddist, er ailtaf að minna dóttur sína á það að hún hafi hvorki fegurð né gáfur móður sinnar og hefur gert það að verkum að Catherine er feimin og inni í sér. Þegar ungur maður, Morris Townsend, sýnir henni áhuga kolfellur hún fyrir honum og lætur í fyrstu orð föður síns um að Morris sé eingöngu á peningaveið- um sem vind um eyru þjóta og er til- búin að fóma öllu fyrir unnustann. Faðir hennar á þó enn tromp á hendi sem reynst getur örlagaríkt. Jennifer Jason Leigh leikur hina ógæfusömu Catherine, breski stórleikarinn Albert Finney leikur fóður hennar og hafa þau bæði feng- ið afbragðsdóma fyrir leik sinn þótt ekki séu allir samála um túlkun Leigh á aðalpersónunni. í öðrum hlutverkum eru Ben Chaplin sem leikur Morris og Maggie Smith sem leikur frænku Catherine, sem reynist henni betri en enginn á ör- lagastundu. Agnieszka Holland er tékknesk að uppruna og einn virtasti leikstjóri í Evrópu um þessar mundir. Þekktasta kvikmynd hennar er Europa, Europa, sem var tilnefnd til óskarsverðlauna árið 1992. Áður en hún gerði Washington Square hafði hún gert tvær enskumælandi kvik- myndir, The Secret Garden og Total Eclipse. Sautján ára gömul varð Agnieszka Holland yngsti nemand- inn sem fengið hefur inngöngu í skóla tékknesku akademíunnar í Prag. Þótt hún væri pólsk tók hún virkan þátt í „vorinu í Prag“ árið 1968 þegar reynt var að koma á sós- íalísku lýðræði þar í landi. Hún var síðar fangelsuð og var ekki sleppt fyrr en eftir sex vikur. Hún sneri aftur til Varsjá 1971. Næstu fjögur ár sat hún við skriftir en öllum kvikmyndahandritum hennar var hafnað. Eitt handrita hennar lenti þó á borði hjá Andrzej Wadja og hann bauð henni vinnu við fyrir- tæki sitt. Vann hún með honum í nokkur ár og er meðhöfundur hand- rita í nokkrum kvikmynda hans. Árið 1979 fékk hún loks að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd. -HK 1§stttÉm iðlÉÉL,__Í Óskarinn er svindl Samuel L. Jackson, sem var að frumsýna nýjustu kvikmynd sína, The Negotitor, fyrir tveimur vikum var óspar á fullyrðingar um ósk- arsverðlaunin í viðtali sem tekið var við hann og hefur greinilega lítið álit á þeim sem þar ráða ferðinni: „Ég hef enga trú á því að þar sé farið eftir sett- um reglum. Við erum 5000 sem skip- um akademíuna og greiðum atkvæði og ég hef enga trú á að einhverjir sitji sveittir í herbergi og telji atkvæðin. Okkur eru aðeins sendir atkvæðaseðl- ar til að halda okkur við efnið og láta okkur finnast að við ráðum ein- hverju." Ekki var Jackson tilbúinn að segja til um hverjir réðu ferðinni þeg- ar kæmi að því að raða niður tilnefn- ingum. Sjálfur hefur hann verið einu sinni tilnefndur, fyrir Pulp Fiction. Hann telur að hann hefði einnig átt að fá tilnefningu fyrir leik sinn í Jungle Fever. Þá er Jackson einnig óhress með laun sín: „Það er hart að leika að- alhlutverk í dýrum og stórum kvik- myndum og fá aðeins það sama og hvítur leikari í B-flokki,“ segir hann og telur að ef hann væri hvitur og í sömu stöðu og hann er nú fengi hann mun meira kaup. BISTRO & BAR X veqAMOTUJá flbsolut funk Funkmostcr 2000 featuring Óskar Guðjónsson dj. flrni 6 og Þossi Hefst kl. 22.00 Maettu með fókus niður c í dog og þú færð miðo í ABS0LUT TUB0RG 20 f Ó k U S 21. ágúst 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.