Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Side 36
Vinningstölur miðvikudaginn FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1998 Ráðherraskipti: Þingmenn á beinið -0> Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kom heim í gærkvöld frá langri útivist í embættis- erindum. í morgun kallaði hann sér- hvern þingmanna Framsóknarflokks- ins til sín og ræddi við þá undir fjög- ur augu. Þingmenn sem DV ræddi við í morgun áður en þeir gengu á fund for- mannsins kváðust ekki vita hvað hann hygðist ræða við þá nákvæm- lega undir fjögur augu, en bentu á að hið pólitíska landslag væri talsvert breytt síðan Halldór hélt að heiman, þingflokkur sjálfstæðismanna hefði samþykkt nýja stefnu í sölu ríkisvið- skiptabankanna og Landssímans og þrýstingur væri innan Framsóknar- ^.flokksins á Halldór að breyta fyrri ákvörðun sinni að skipa ekki nýjan ráðherra í stað Guðmundar Bjarna- sonar. Af samtölum DV við framsókn- armenn má ráða að þeir búast ekki við að Halldór Ásgrímsson breyti þeirri ákvörðun. -SÁ Hryllingur og frægð í Fókus, sem fylgir DV á morgun, er viðtal við Möggu Stinu um löng- unina til að slá í gegn og gildi þess að klæðast bleiku. Úlfhildur Dags- dóttir skrifar um vandræðagang ís- lendinga við að búa til spennu- myndir og Guðni Elísson dæmir Sporlaust sem frumsýnd er í dag. I blaðinu er birt kort yfir hryllings- borgina Reykjavík og þar eru nokk- ur óhugnanlegustu morðmál tuttug- ustu aldar rifjuö upp. í blaðinu skoðar hópur mannþekkjara túrista sem við höfum tælt til landsins og veltir fyrir sér hvers konar fólk það er sem sækir okkur heim. Hallgrím- ur Helgason skrifar um gullæðið í _5crfðafræðinni, fjaliað er um árang- ur íslendinga á breska vinsældalist- anum í gegnum tíðina og dr. Gunni ræðir við strákana í Stilluppsteypu. BER ER HVER AÐ BAKI NEMASÉR SYSTUR EIGI! Leiðir skilja með Qárfestum innan Urðar, Verðandi, Skuldar: Samstarfi slitið - Guðmundur Franklín og Omega Farma hætta V Guömundur Franklín Jóns- son. Lyfjafyrirtækið Omega Farma ehf. og Guðmundur Franklín Jónsson verðbréfasali hafa hætt öllu samstarfi við erfðarannsóknarfyrirtækið Urði, Verðandi, Skuld sem stofnað var sið- astliðinn fímmtu- dag. „Við töldum okkur vera búna að gera munnlegan samning um sam- starf við Urði, Verð- andi, Skuld sem fól meðal annars í sér að við fengjum ákveðinn hluta af fyrirtækinu. Síðan varð ekkert úr þvi og leiöir skildi með hópunum á föstudaginn," sagði Stanley Pálsson, stjórnarformaður Omega Farma. Forsaga málsins er sú að strax í nóvember í fyrra hófu eigendur Omega Farma að kanna skilyrði þess að stofna fyrirtæki á sviði erfðarann- sókna hérlendis. Var meðal annars rætt við helstu rannsóknarstofur um samstarf við hugsanlegt fyrirtæki. Fyrir tveimur til þremur mánuðum komu forsvarsmenn UVS hins vegar til sögunnar og óskuðu rannsóknar- stofurnar þá eftir þvi að Omega Farma sameinaðist UVS í þessu verk- efni þar sem þær treystu sér ekki til að semja við tvo aðila. Omega Farma vék þá til hliðar og skýrði rannsókn- arstofunum frá því að samstarf væri hafið við UVS. Var UVS falið að ann- ast samninga og eigendur Omega að- höfðust ekkert í málinu í tvær til þrjár vikur. Töldum okkur hafa samiö „Við töldum okkur hafa samið við þá enda var búið að handsala sam- komulag við Tryggva Pétursson um þetta mál. Síðan taldi Bernhard [Páls- sonj að Tryggvi hefði ekki haft umboð til að semja og þeir treystu sér ekki til að standa við samkomulagið sem hljóðaði upp á að við fengjum 2,7% í fyrirtækinu." Að sögn Stanleys er Guðmundur Franklín Jóns- annað um erlenda fjármögnun. Aðspurður um hvort Omega Farma hyggist reyna fyrir sér með stofnun annars erfðafyrirtækis segir Stanley það vel koma til greina. Slíkt sé hins vegar mjög erfitt þar sem fyrirtækið hafi haldið að sér höndum í málinu og þar með dregist nokkuð aftur úr. Bernhard Pálsson, stjómarfor- maður Urðar, Verðandi og Skuldar vildi ekkert tjá sig um þetta mál í gær. Upplýsingafulltrúi fyrirtækis- ins, Rúnar Birgisson, sagði hins veg- ar enga samninga hafa verið gerða milli viðkomandi aðila þrátt fyrir að menn hefðu rætt saman. Rúnar vildi þó leggja áherslu á að hann teldi þarna vera um hæfa og góða einstak- linga að ræða og aldrei að vita hvort eitthvert samstarf yrði með þeim síð- ar meir. -kjart son einnig hætt- ur samstarfl við UVS en honum var á sínum tíma falið að afla íjár erlend- is til handa hinu nýja erfða- fyrirtæki. Ljóst er því að UVS þarf að leita Höfuöstöðvar Omega Farma. Veðrið á morgun: Víöa bjart norðanlands Á morgun verður sunnankaldi og skúrir suðvestanlands og norð- vestangola með súld norðaustan til í fyrstu en annars úrkomulítið og víða bjart veður norðanlands. Þar verður einnig hlýjast, 15 til 20 stig yflr daginn en 10 til 14 stig víðast annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 37. 15° r* 16" w (\ vy i5° ) Cl V Í3? Vk J % ý 12° & SUF vill Siv sem ráðherra: Framhaldsskólarnir byrja snemma í ár og þessa dagana má sjá þúsundir unglinga fylla skólabókadeildir bókabúö- anna. Þessar þrjár glaöbeittu yngismeyjar voru mættar meö innkaupalistann úr Versló í Bókabúð Eymundssonar í gaer. DV-mynd Hilmar Þór Systir Sivjar í stjórninni Samband ungra framsóknarmanna sendi í gær frá sér ályktun um ráö- herraskipti í Framsóknarflokknum. í fréttatilkynning- Siv Friöleifsdóttir. unni lýsir sam- bandið yfir full- um stuðningi við Siv Friðleifsdótt- ur að takast á við ráðherrahlut- verkið verði sú ákvörðun tekin að skipa nýjan ráðherra. Nokkr- ir aðilar, sem DV ræddi við í gær, lýstu yfir furðu sinni á ályktun SUF. Bentu þeir á að í fyrsta lagi hefði engin ákvörðun verið tekin um að skipa ráðherra í stað Guðmundar Bjamasonar. Þá nefndu nokkrir að mjög einkennilegt væri að systir Sivj- ar, Ingunn Maí Friðleifsdóttir, lýsti yfir stuðningi við hana. „Það hefði verið eðlilegra að hún véki sæti með- an málið var afgreitt hjá samband- inu,“ sagði einn. Annar sagði mjög einkennilegt að SUF blandaði sér inn í mál með þessum hætti og að það væri engin hefð fyrir slíku innan sambandsins. Auk þess væri það rangt hjá sambandinu að leggja áherslu á það að Siv væri fyrrver- andi formaður SUF þar sem til að mynda Guðni Ágústsson væri það einnig. Sigurður Másson, stjómarmaður í SUF, sagði ekkert athugavert við það að systir Sivjar lýsti yfir stuðningi við hana: „Það viÚ svo til að hún er systir systur sinnar. Siv hefur verið í mjög mikilli sókn upp á síðkastið og nú er einstakt tækifæri fyrir flokk- inn að koma að ungri hæfileikaríkri konu,“ sagði Sigurður. -hb Islandsflug til Húsavíkur Stjóm íslandsflugs kom saman til fundar i morgun þar sem afstöðu átti að taka til Húsavíkurflugs. í gær til- kynntu forsvarsmenn Mýflugs að þeir tækju upp fastar áætlunarferðir þegar Flugfélag íslands hættir þann 1. september. Samkvæmt heimildum DV er full- ur vilji fyrir því innan stjórnar fé- lagsins að taka upp áætlunarflug til Húsavíkur 1. september Sömu heim- ildir töldu því nánast fullvíst að það yrði samþykkt á stjómarfundinum. Þar með mun bresta á samkeppni á flugleiðinni sem menn höfðu áhyggj- ur af að legðist af. Mikill munur er á stærð félaganna en Mýflug hefur aðeins yfir að ráða tveimur litlum vélum en mun ætla að auka við véla- kost sinn. -rt Stórglæsilegur nýr Patrol GR i i i i i i i i i i i i i / I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.