Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Síða 16
16
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 DV
erlend myndsjá
Hillary Clinton forsetafrú gengur hér ein I þungum þönkum í bakgarði sjónvarpsmannsins Walters
Cronkites á eynni Víngarði Mörtu. Þar dvelur forsetafjölskyldan nú í sumarleyfi. Hillary hefur sjálfsagt
um nóg að hugsa enda hafa sfðustu vikur og mánuðir verið henni erfiðir vegna margumtalaðs kynferðis-
sambands eiginmannsins og lærlingsins Monicu Lewinsky.
Dæmdur eiturlyfjafíkill stekkur hér í dauðann frá 10. hæð f byggingu í Hong
Kong, með gaskút og hníf. Ffkillinn, 49 ára, var nýlega látinn laus úr fang-
elsi. Alvarleg aðfararsýki olli þvf að hann særði tvo meðleigjendur í lítilli
íbúð og tók þrjá í gíslingu, hélt að þeir væru útsendarar lögreglunnar. Samn-
ingaviðræður lögreglu báru ekki árangur og sá hún á eftir manninum f dauð-
ann. Símamyndir Reuters
Þessi kona, Kathryn
Schoonover, er grunuð um
að hafa sent blásýru til fólks
í Los Angeles með póstin-
um. Viðtakendur héldu að
þeir væru að fá venjulegt
fæðubótarefni. Alríkisdóm-
stóll fjallar nú um mál henn-
ar.
Starfs-
menn stórmarkaðar í
Sidney hamast við að
raða vatnsflöskum í
hillur. Gríðarleg eftir-
spurn hefur verið eftir
vatni á flöskum í borg-
inni eftir að prófanir á
kranavatni sýndu of
mikið af skaðlegum
gerlum í drykkjarvatni.
Magn gerla nú var
hærra en fyrir mánuði
en þá vöktu niðurstöð-
ur vatnsveitunnar
mikinn heilsufarsótta
meðal íbúanna.
Compay Segundo, nf-
ræður kúbverskur
gítarleikari og söngvari
af guðs náð, veifar hér
til áheyrenda á tónleik-
um í Miami í Flórfdaríki.
Segundo og margir
aðrir kúbverskir tónlist-
armenn fengu sérstaka
vegabréfsáritun til að
sækja tónlistarhátíð
þar sem latnesk tónlist
er kynnt. Brottfluttir
Kúbverjar, búsettir í
Flórfda, mótmæltu með
látum fyrir utan og varð
að gera hlé á tónleikum
Segundos vegna
sprengjuhótunar.