Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Síða 30
34 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 Afmæli Siguroddur Magnússon Siguroddur Magnússon rafverk- laki, Brekkugerði 10, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Siguroddur fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hann sótti Kvöld- skóla KFUM í tvo vetur, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði rafvirkjun hjá Eiríki Hjartar- syni og lauk sveinsprófi I þeirri grein 1944. Siguroddur hefur verið rafverk- taki frá 1949. Hann hefur starfað fyrir fjölda viðskiptavina, m.a. Byggingarfélag verkamanna á árun- um 1950-71 er lögum um verka- mannabústaði var breytt. Siguroddur hefur starfað í ýms- um félögum og setið í stjórnum þeirra. Hann sat í stjóm FUJ og var formaður þess 1945, sat í stjóm Al- þýðuflokksfélags Reykjavikur, í stjóm Félags íslenskra rafvirkja 1946- 48 og var formaður þess 1947- 48, sat í stjóm Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík í nokkur ár, sat í sveinsprófsnefnd rafvirkja í fjömtíu og fimm ár og flest árin for- maður nefndarinnar en lét af störf- um 1996, var ritari í stjóm Iðnaðar- mannafélags Reykjavíkur í tuttugu og fimm ár, til 1997, var fulltrúi Iðn- aðarmannafélagsins í stjóm Húsfé- lags iðnaðarins frá 1978 og er nú for- maður framkvæmdanefndar þess, sat iðnþing um langt skeið, var stofnfélagi í Rafvirkjadeildinni hf. sem starfaði á Keflavíkur- flugvelli, sat í stjóm deildarinnar nærri frá stofnun og er nú formað- ur hennar, hefur starfað í Oddfellowreglunni frá 1962 og sat í stjóm Frí- kirkjusafnaðarins um skeið. Fjölskylda Kona Sigurodds er Fanney E. Long, f. 4.7. 1922, kjóla- meistari. Hún er dóttir Einars P.J. Long frá Seyðisfirði, f. 15.2. 1879, d. 19.5. 1964, og Sólrúnar Guðmunds- dóttur frá Jökulsá í Borgarfirði eystra, f. 11.4. 1887, d. 25.7. 1951. Böm Sigurodds og Fanneyjar eru Magnús Georg, f. 1.12. 1941, raf- magnstæknifræðingur í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu R. Þorvaldsdótt- ur, f. 1.12. 1941, hjúkrunarfræðingi en þau eiga þrjár dætur; Einar Long, f. 2.11. 1944, aðstoðarskóla- stjóri í Kópavogi, kvæntur Sólveigu Helgu Jónasdóttur, f. 12.4. 1945, myndmenntakennara en þau eiga tvær dætur; Pétur Rúnar, f. 23.10. 1947, húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Margréti Magn- úsdóttur, f. 22.2. 1948, orgelleikara en þau eiga tvö börn; Sólrún Ólína, Siguroddur Magnússon. f. 6.9. 1953, fótaaðgerða- fræðingur í Reykjavík, gift Halldóri Jónassyni, f. 28.3. 1948, trésmið, en hún á þrjá syni frá fyrra hjónabandi; Bogi Þór, f. 19.11. 1959, rekstrarhag- fræðingur í Reykjavík og markaðsstjóri Húsa- smiðjunnar, kvæntur Lindu Björk Ólafsdóttur, f. 9.4. 1966, lyfjafræöingi hjá Glaxó-Welcome á ísalndi og eiga þau tvo syni auk þess sem hann á son frá fyrra hjóna- bandi. Alsystir Sigurodds er Petrína Margrét, f. 20.5. 1921, húsfrú í Reykjavík, var gift Boga I. Guð- mundssyni, f. 18.12. 1917, d. 10.6. 1996, verkstjóra en þau eiga eina dóttur. Siguroddur átti tvær hálfsystur sem báðar em látnar. Þær voru Úlf- hildur Þorfinnsdóttir, f. 14.3.1911, d. 16.12. 1971 en hún átti tvo syni; Sól- veig S. Þorfinnsdóttir, f. 21.9. 1912, d. 15.4. 1974, var gift Kristni Jóns- syni frá Gunnlaugsstöðum í Borgar- firði, f. 30.5. 1909, d. 16.6. 1994, en þau áttu tvo syni og tvær dætur. Foreldrar Sigurodds vom Magn- ús Pétursson, f. 14.9. 1891, d. 9.1. 1981, iðnverkamaður, og Pálína Þorfinnsdóttir, f. 18.4. 1890, d. 19.4. 1977, húsmóðir og verkakona, lengi í stjórn verkakvennafélagsins Framsóknar. Þau bjuggu í Reykja- vík, lengst af á Urðarstíg 10. Ætt Magnús var sonur Péturs, b. í Miödal i Kjós, Ámasonar, b. í Haga- koti, Árnasonar, b. á Vatnsenda á Seltjarnamesi, Péturssonar, vefara á Vatnsenda, Jónssonar, b. á Rauð- ará, Ólafssonar. Móðir Magnúsar var Margrét, dóttir Benjamíns, b. í Miðdal og Flóakoti, Jónssonar, og k.h., Krist- ínar Þorkelsdóttur. Pálína var dóttir Þorfinns, b. í Þúfúkoti, Jónssonar, b. að Hurðar- baki, Guðlaugssonar. Móðir Þor- finns var Guðfinna Gísladóttir. Móðir Pálínu var Sigríður Páls- dóttir, b. í Saltvík, Jónssonar, b. í Norðurkoti á Kjalamesi, Jónssonar. Móðir Páls var Danhildur Teitsdótt- ir. Móðir Sigríðar var Valgerður Gísladóttir, b. á Möðmvöllum, Guð- mundssonar. Móðir Valgerðar var Guðleif Björnsdóttir, b. á Fremra- Hálsi og írafelli, Stefánssonar. Móð- ir Guðleifar var Úrsúla Jónsdóttir, ættfóður Fremra-Hálsættarinnar, Ámasonar. Siguroddur og Fanney taka á móti fjölskyldu, vinum og samferða- mönnum í Oddfellowhúsinu i dag, 27.8., á milli kl. 17.00 og 19.00. Lukka Elísdóttir Lukka Þórhildur Elísdóttir, Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, er ní- ræð í dag. Starfsferill Lukka fæddist í Húsavík í Borg- arfirði eystra og ólst þar upp. Hún flutti síðan í húsið Vinaminni á Seyðisfirði með fjölskyldu sinni en þar átti hún síðan lengst af heima. Lukka bjó ætíð í foreldrahúsum og sinnti þar heimilisstörfum. Eftir að foreldrar hennar féllu frá hélt hún heimili með bróður sínum um skeið en flutti síðan á sjúkrahúsið á Seyðisfirði þar sem hún dvelur nú. Fjölskylda Lukka átti níu systkini, sjö systur og tvo bræður. Hún á nú eina syst- ur á lifi, sem er Björg Elísabet Elís- dóttir, húsmóðir í Reykjavík, ekkja eftir Óskar Jóhannsson verkamann. Hin systkini hennar vom Guð- rún, húsmóðir á Straumi í Hafnar- firði; Sigríður, húsfreyja í Hækisdal í Kjós; Þórhildur, dó i bemsku; Þór- hildur Sigrún, dó í bernsku; Ólafía, dó ung; Þórdís, dó ung; Gísli, verka- maður á Seyðisfirði; Óskar Júlíus, sjómaður í Hafnarfirði; Oddrún, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Lukku voru Elís Guð- jónsson, bóndi og sjómaður í Húsa- vík í Borgarfirði eystra, og síðar verkamaður á Seyðisfirði, og k.h., Guðbjörg Gísladóttir húsfreyja. Lukka dvelur nú á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði þar sem hún hefur not- ið góðrar umönnunar og hlýhugs starfsfólksins. Fréttir____________________________pv Silfurstigamót og sumarbridge Sumarbridge 1998 verður í gangi í rúmar tvær vikur enn. Síðasta spilakvöldið verður föstudags- kvöldið 11. september. Laugardag- inn 12.september verður haldið opið silfurstigamót í sveitakeppni. Spilaðar verða sjö Monrad-umferð- ir, átta spila leikir. Spilin verða forgefin. Dregið verður í happdrætti Sam- vinnuferða-Landsýnar og Sumar- bridge í lok mótsins. Þeir sem hafa unnið eitt eða fleiri kvöld í Sumar- bridge ættu að vera viðstaddir dráttinn því að það verður dregið þar til vinningshafi finnst á staðn- um. Vinningurinn er Lundúnaferð. SUMARBRIDGE 1998. 24. ágúst var spilaður Howell-tví- menningur. Meðalskor var 108 og þessi pör urðu efst: 1. Eðvarð Hallgrímsson-Valdimar Sveinsson 141 2. Ólafur Þór Jóhannesson-Guð- mundur Magnússon 124 3. Árni Hannesson-Baldur Bjart- marsson 123 4. Dúa Ólafsdóttir-Þórir Leifsson 122 25. ágúst var spilaður mitchell- tvímenningur með þátttöku 24 para. Efstu pör (meðalskor 216): NS 1. Dúa Ólafsdóttir-Þórir Leifsson 263 2. Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 251 3. Páll Þór Bergsson - Július Snorrason 250 4. Jón Viðar Jónmundsson-Agn- ar Kristinsson 240 AV 1. Pétur Júlíusson-Randver Ragn- arsson 271 2. ísak Örn Sigurðsson-Hrólfur Hjaltason 264 3. Guðmundur Ólafsson-Hallgrím- ur Rögnvaldsson 240 4. Þorsteinn Berg-Valdimar Sveinsson 231 Krakkarnir á myndinni eru frá Dansfélaginu Hvönn en þeir héldu til Þýskalands 17. ágúst. sl. í æfinga- og keppnis- ferö. Þeir taka þátt í einni stærstu danskeppni f Evrópu dagana 25.-29. ágúst, German Open 1998. Hún er núna hald- in í tólfta sinn og hafa aldrei verið fleiri þátttakendur en alls taka 3300 danspör þátt í henni, frá 11 ára aldri, og koma þau frá 37 löndum. í efri röð frá vinstri eru þeir Guðni, ísak, Gylfi, Conrad, Oddur, Hannes og Gunnar. í neðri röð frá vinstri eru þær Helga, Halldóra, Lilja, Kristveig, Ingveldur, Hrund og Bryndís. DV Til hamingju með afmælið 27. ágúst 90 ára Helga Bæringsdóttir, Bergstaðastræti 25 B, Reykjavík. 85 ára Kristinn Guðjónsson, Tjamarbraut 17, Hafnarfirði. 75 ára Hilmir Högnason, Túngötu 22, Vestmannaeyjum. Jón Egill Sveinsson, Egilsstöðum m, Egilsstöðum. Þorgrímur Eyjólfsson, Hásteinsvegi 29, Stokkseyri. 70 ára Ármann Jónsson, Nýbýlavegi 42, Kópavogi. Danlel B. Pétursson, Eyri, Hvammstangahreppi. 60 ára Davíð Guðnason, Mosgerði 1, Reykjavík. Gunnar Sigurðsson, Langholtsvegi 148, Reykjavík. 50 ára Anna María Hilmarsdóttir, Bárugötu 17, Reykjavík. Emði Norðdahl Ólafsson, Brekkubæ 8, Reykjavík. Hanna K. Sigmannsdóttir, Amarhrauni 8, Hafnarfirði. Hannes Ragnarsson, Gljúfraseli 8, Reykjavík. Kristín Jósefsdóttir, Ásbjarnarstöðum I, Kirkjuhvammshreppi. ' Sigríður Karlsdóttir, Stekkholti 2, Selfossi. Þórormur Óskarsson, Búðavegi 39, Fáskrúðsfirði. 40 ára Aðalheiður Valgeirsdóttir, Auðarstræti 3, Reykjavík. Gunnhildur Sveinsdóttir, Smárahlíð 18 E, Akureyri. Hrönn Jóhannesdóttir, Aðalstræti 17, Akureyri. Hulda Björk Magnúsdóttir, Hrauntungu 2, Hafiiarfirði. John Charles Hopkins, Miðbraut 18, Seltjamamesi. Magnea Jóhannsdóttir, Ljósalandi 21, Reykjavík. Magnús Geir Sigurgeirsson, Melbæ 16, Reykjavík. Magnús Þór Haraldsson, Sogavegi 190, Reykjavík. Ómar Kjartansson, Ártúni 13, Sauðárkróki. Sigurður Ágúst Guðmundsson, Löngumýri 6, Garðabæ. Þórhildur Björnsdóttir, Höfðastíg 12, Bolungarvík. og greiðslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.