Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 20
b í ó
Þrátl fyrir að það sé orðin virt fræðigrein
að lesa af bíómyndum hugmyndir manna um
sjálfan sig og veröldina þá er sumt svo
undariegt í bíó að í því finnst ekkert vit.
Og eins og aðrar vitleysur, þá eni þessar
bráðsmitandi og poppa upp í mynd eftir mynd.
Saklausir menn
sem flýja
undan réttvísinni
eru alltaf
með skegg
J
Bíóborgin
Mafia ★ Mafia er ein af langri og merkri röö
grinmynda sem taka fyrir og hæöa tiltekin fyr-
irbæri úr kvikmyndaheiminum. Háðiö var allt
hálfvolgt, sem lýsti sér kannski best i því hvað
ofbeldisatriðin voru blóðlaus. Þrátt fýrir nokk-
uð góða byrjun og skondin atriði inn á milli
nær Mafia ekki einu sinni að vera meöalhund-
ur I þessum parodíu-bransa. -úd
Lethal Weapon 4 ★★★ Þessi nýjasta viöbót
í seríuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og
spennandi og áhættuatriðin flest til fyrirmynd-
ar. Þótt hún nái aldrei að toppa það besta úr
fyrstu tveimur myndunum ætti hún ekki að
valda aðdáendum þeirra Riggs og Murtaugh
vonbrigðum. Þetta verður líklega síöasta
myndin og ekki amaleg endalok á eftirminni-
legri seríu. -ge
CltyofAngels ★★★ Þrátt fyrir að vera klisju-
kennt bandarískt ástardrama eru fallegar og
áhrifamiklar senur inni á milli þar sem leik-
stjóra og kvikmyndatökumanni tekst vel upp
að skapa þá stemningu sem upprunalega
hugmyndin um (ó)sýnilega engla býður upp á.
-úd
Bíóhöllin/Saga-bíó
Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir
sínu sem mesti töffarinn i Hollywood í mynd
þar sem frammistaða tæknimanna er það
eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael
Bay gerir þaö sem fyrir hann er lagt og því er
Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK
Slx Days, Slx Nlghts ★★★ Fremur hug-
myndasnauö en þó skemmtilega rómantísk
gamanmynd sem gerist í fallegu umhverfi á
eyjum í Kyrrahafinu. Myndinni er haldið uppi af
góðum leik aðalleikaranna, Harrisons Fords
og Anne Heche, sem ná einstaklega vel sam-
an. Aðrir leikarar standa sig ágætlega en
hverfa í skuggann af gneistandi samleik Fords
og Heche. -HK
Háskólabíó
Sporlaust ★★★ Leikararnir skila sínu og
sögufiéttan er að mestu í anda góðra spennu-
mynda. Þó er að finna slæmar holur í plottinu
sem eru leiöinlegar fyrir þá sök að auðvelt
hefði verið að bjarga þeim. Þessir hnökrar
spilla þó tæplega miklu og myndin ætti ekki
aö valda vonbrigöum. -ge
Washington torg ★★★ Skáldsögu Henry
James fylgt vel eftir í sterkri mynd um ráðrik-
an föður sem ekki sættir sig viö eiginmanns-
efnið sem einkadóttirin hefur valiö sér og stíg-
ar þeim i sundur á grimmilegan hátt. Hvað er
rétt og hvaö er rangt er þemað. Jennifer Jason
Leight er misgóð í erfiðu hlutverki, en Albert
Rnney er sem oftast áður sterkur á svellinu
þegar kemur aö klassíkinni. -HK
Dark Clty ★★ Dark City er metnaðarfull og
ansi mögnuð mynd, og vekur tilfinningar bæði
um ofsóknir og innilokun. Hún er full af ótrú-
lega eftirminnilegum myndrænum skeiðum,
sérstaklega þar sem geimþjóöin .tjúnar" og
lætur borgina bókstaflega vaxa, hús spretta
upp úr götum, stækka, minnka eða taka öðr-
um breytingum. Hins vegar veldur handrits-
skortur því að oft var eins og um langa auglýs-
ingu að ræða. -úd
Vlnarbragö ★ Helsta vandamál Vinarbragðs
er kannski það að myndin er hreinlega of leiö-
inleg, langdregin og flatneskjuleg og endirinn
fyrirsjáanlegur. Kosturinn er hins vegar sá aö
leikurinn er almennt góður en átakalaus. -úd
Martha, má ég kynna... ★★ Marta o.s.frv. er
gamanmynd í rómantískari kantinum og helst
sérstök fyrir þá sök hversu bandarisk hún er.
Monica Potter minnir um margt á Juliu Ro-
berts og er hér í svipuðu hlutverki og Julia
gerði sér mat úr á árum áður. Stærsti gallinn
liggur f handritinu sem skrifað var af Peter
Morgan. -ge
Af öllu því sem hefur vaxið hrað-
ast á undanfomum árum - Evrópu-
sambandið, sjónvarpsstöðvar, ný-
aldarfræði - þá hefur fátt tímgast
eins hratt og fræði þau sem kalla
sig menningarfræði - eða cultural
studies upp á ensku. Fræði þessi
ganga út á að lesa vitneskju um
manninn og samfélag hans af
menningarafurðum ýmiss konar
og þá ekki síst hinum ófógru list-
um; klámi, bíói, spumingaleikjum
í sjónvarpi og þess háttar stöffi
sem samkvæmt endurreisnar- og
upplýsingaviðhorfum tilheyrðu
ekki menningu heldur ómenningu.
Menningarfræðingar skoða sem
sagt menningu í breiðasta skiln-
ingi þess orðs (en það segir náttúr-
lega ekkert, því sú fræðigrein hef-
ur enn ekki orðið til sem ætlar sér
að skoða viöfangsefni sitt út frá
þrengsta sjónarhomi sem finnast
kann). En hvað um það, skitjanlega
hafa bíómyndir verið menningar-
fræðingum hafsjór rannsóknar-
efna. Þær era bæði margar og það
er engin kenning svo aum að ekki
megi finna henni rök í einhverjum
þeirra og eins em bíómyndir stutt-
ar og skýrt afmarkaðar og því ákaf-
lega þægilegt rannsóknarefni -
ekki síst eftir að myndbandstækin
urðu almenningseign og fræði-
mennimir gátu tekið vinnuna með
sér heim.
Sem dæmi um hentugt rannsókn-
arefni fyrir menningarfræðing
mætti nefna hvemig framtíðarsýn
birtist i bíómyndum sem gerast í
ókominni tíð. Eftir að hafa
hraðspólað í gegnum slíkar myndir
frá sjöunda áratugnum kæmist
fræðimaðurinn að því að þá ríkti al-
mennt mikil trú á tækni og vísindi.
í framtíðarmyndum þess tíma var
búið að finna upp tól eða pillur við
flestum óþægindum, ekki síst þeim
sem snem að heimilisstörfum ýmiss
konar en konur vom þá einmitt
flestar á leið út á vinnumarkaðinn.
Þessi bjartsýni svífur ekki lengur
yfir framtíðarlöndum í bíómyndum,
þau em flest dimm, drungaleg og úr
sér gengin, vélar og mannvirki hrör-
leg og einhvem veginn jafn útlifuð
og sú menning sem rétt tórir innan
þeirra. Niðurstaða menningarfræð-
ingsins yrði þá sú að ótti fólks við
að mannskepnan væri að tapa átt-
um og týna tilgangi hafi kæft trúna
á framfarir, tækni og vísindi.
Nú kann einhver að segja sem
svo, að ástæðan fyrir drunganum og
dimmunni sé einfaldlega sú að það
þyki smart í dag, að það sé í tísku.
Það nægir að skoða Bo Bedre frá sjö-
unda áratugnum til að sjá að þá
vom einmitt hvítar flísar, straum-
línulöguð húsgögn og sterílt um-
hverfi í tísku. Umhverfi framtíðar-
mynda endurspegli því frekar hönn-
unartísku þess tíma sem myndin er
gerð á en hugmyndir manna um
framtíðina. Þetta eru í sjálfu sér
slarkfær menningarfræði en sanna
þó ekkert annað en þá löngu kunnu
speki að okkur þykir það smart sem
passar við heimsmynd okkar og
sjálfsmynd. Smartheitin era nefni-
lega uppgötvun eins og fegurðin og
réttlætið. Við verðum uppnumin
þegar við rekumst á það sem fellur
að óljósri heimsmynd okkar og köll-
um það eitthvað, stundum fegurð,
stundum sannleika, stundum segj-
um við að það sé rétt, stundum
smart - stundum jafnvel ógeðslega
smart.
En þó framtíðin í bíó sé ekki sú
sama og á sjöunda áratugnum þá
hefur sumt í henni lítið breyst. Ver-
ur utan úr geimnum em til dæmis
enn greindari en við. Menningar-
fræðingurinn myndi sjálfsagt út-
skýra það með djúpstæðri vanmeta-
kennd mannsins gagnvart alheimin-
um, þeim nagandi ótta sem býr
innra með hverjum manni og engin
leið virðist finnast til að losa hann
undan. Annað sem hefur ekki breyst
er að geimverur skipast í þjóðir og
þær þjóðir em samheldnari og svip-
líkari en gerist meðal manna. Þá er
ákaflega fátítt að rekast á geimmann
í bíó sem er í virkri andstöðu við
meginstrauma menningar sinnar
þjóðar. Geimþjóðir er oftast steyptar
í sama mótið, einstaklingamir klæð-
ast sams konar flíkum, tala með
svipuðum áherslum (og notast grun-
samlega oft við ensku) og fara allir
til sama rakarans. Nú gæti einhver
menningarfræðingurinn freistast til
að benda á að einmitt þetta lýsi ótta
einstaklings við að verða gleyptur af
massanum, að verða mótaður að
þörfum þjóðfélagsins, að tapa sér-
Hundar skynja Innræti manna.
Deyjandi fólk segir eltthvað merkllegt áöur
en það gefur upp öndlna.
Konur sem gubba eru óléttar.
Hórur meö gott hjartalag nota ekkl dóp.
Þaö er alltaf hægt
aö múta þjónustufólkl.
Barþjónar bjóöa gestum sínum
upp á fría drykkl.
Gáfaðar konur eru meö gleraugu.
Starfsfólk á flugvöllum er tllbúlö aö brjóta
reglur ef þaö er beölö nógu fallega.
Venjulegt fólk reykir ekkl - aöeins þaö
sem er haldlð sjálfseyölngarhvöt.
Börn vita jafn mlkiö um
veröldlna og fullorönlr.
Gamllr Asíubúar tala í gátum.
Þaö er stór blikkandi talnagluggl
á sprengjum sem sýnlr hversu langt
er þar tll hún springur.
Vírar i sprengjum eru mlslltlr.
Allar íbúölr í París hafa útsýnl
aö Elffelturnlnum.
Þaö er hægt aö opna allar hurölr
meö kritarkortl eöa hárnælu.
Þaö er alltaf lítlll gluggi á öllum
almennlngssalernum sem auövelt
er aö skjótast út um.
Fólk fær alltaf bílastæöl belnt fyrlr
utan bygginguna sem þaö á erlndl í.
Fólk í dál nær sér alltaf aftur ef elnhver
hrópar nógu oft tll þess aö gefast ekkl upp.
Fólk sem hóstar þjálst
af ólæknandl sjúkdóml.
Alllr Asíubúar kunna sltthvaö
í sjálfsvarnaríþróttum.
Sá sem hefur stærstu framtíðaráformln
deyr alltaf fyrstur i stríöl.
Lögreglumenn í skotheldum vestum
eru aldrel skotnlr í hauslnn eöa útliml.
Vondir menn eru afieltar skyttur.
Hetjur eru alltaf frásklldar.
Menn á flótta flnna alltaf elnkennls-
búnlnga sem eru elns og snlönlr á þá.
Konur eru aldrel á túr.
Tllflnnlnganæmlr menn kunna
á hljóöfærl.
Hetjur þurfa aldrel aö notast
vlö kort eöa spyrjast tll vegar.
Fólk á fömum vegl fagnar þegar
aöalpersónurnar ná lokslns saman.
Lögreglumenn geta brotiö upp
læstar hurölr meö öxllnni.
Konur sem grelöa hárlö í hnút e
öa eru meö tíkarspena elga í
vandræöum meö karlmenn.
Alllr tölvufælar komast fyrlr
á venjulegum dlskum.
Klár tölvukall er ekkl nema þrjátíu
sekúndur aö brjótast inn í hvaöa
tölvukerfl sem er.
Þvi vltlausara sem fólk er,
þvi hjartahrelnna er þaö.
Fólk læslr aldrel huröum þegar þaö f
er aö helman en þarf hlns vegar alltaf aö
jpna þær meö lykii þegar þaö kemur helm.
Vondir menn hlægja undarlega.
Öll símanúmer byrja á 555
(og þeir sem svara eru því Hafnfirðingar).
Þegar fólk verslar er því aldrel
geflö til baka.
Osama Bin Laden er þorpari sem fellur
vel að bíó-hugmyndum um þorpara en í
bíói gildir það öfugsnúna lögmál að
glæpir borga sig. Vondir eru þar alltaf
ríkari en góðir.
kennum sínum, vera beygður undir
andskotans múgsiðferðið sem
Nietzshe bölvaði ekki nógsamlega.
Annar gæti reynt að benda á að við
skynjum hópa sem em ólíkir okkur
frekar sem hóp en safn einstaklinga.
Það er alveg sama hvað við hreins-
um okkur af kynþáttafordómum, við
eigum erfiðara með að þekkja svert-
ingja í sundur en hvíta (það er, ef
við erum hvít). Undanfama áratugi
hafa karlar verið skammaðir fyrir
að líta á konur sem konur en ekki
einstaklinga, en sú árátta er af sömu
rót. Það væri því eitthvað undarlegt
ef það ætti að leggja það á bíógesti
að uppgötva áður óþekkta geimþjóð
og kynnast henni það vel á tveimur
timum að þeir öðluðust þroskaðan
sans fyrir jafn veigalitlum núönsum
og blessaður einstaklingurinn er í
veröld hinna stóra heilda.
Jæja, það verður semsagt ekki
komið að tómum kofanum hjá
menningarfræðingunum. En hvað
með það þegar geimskip líður eftir
tjaldinu og gefur frá sér þykkan
hjúp af hátæknihljóðum í veröld
sem er lofttómið eitt og því hljóð-
laus? Er það hugsanlega bara bull
sem hver leikstjórinn hefur étið upp
eftir öðmrn eða vísar það til djúp-
stæðs sammannlegs reynsluheims?
Hvað með að fólk segi aldrei bless
eða eitthvað ámóta þegar það líkur
símtölum? Eða að slöngur og önnur
eitrað skriðkvikyndi ráöast alltaf
fyrst að konunni þótt hún sé ein
meðal hundrað karlmanna? Eða að
menn sem era dæmdir saklausir og
grípa til þess ráðs að flýja réttvísina
skuli alltaf vera með skegg svo þeir
geti rakað sig til að auðvelda sér
flóttann? Hefur þetta einhverja
merkingu? Eða em þetta eins konar
styttingar í frásögn svipað og þegar
allir vitleysingar í bröndurum em
Hafnfirðingar?
Menningarfræöingar hafa svo
sem reynt að lesa úr veigaminni
þáttrnn í þjóðsögum og ævintýrum
og alltaf haft eitthvað upp úr krafs-
inu. Og einhvem timann í framtíð-
inni mun einhver þeirra sjálfsagt
finna út hvers vegna daufdumbir
verða svona oft vitni að morðum í
bíómyndum, hvers vegna bílar
springa þegar skotið er að þeim og
hvers vegna fólk ratar alltaf á frétt-
ir sem koma þeim við í hvert sinn
sem það kveikir á útvarpi eða sjón-
varpi. Hér á síðunni eru fleiri svip-
aðar gátur fyrir menningarfræðinga
framtíðarinnar að ráða. Þeir sem
halda að þetta séu aðeins dæmi um
útjaskaðar klisjur og dellumakarí í
hausnum á færibandasögumönnum
Hollywood geta skemmt sér yfir vit-
leysunni,
• D.A.f. innsláttarkerfi
(bein aögerð á skjá)
• Tvær línur á skjá
• 153 aðgerðir
Hýberbólsk föll
Almenn brot
Einvíð tölfræði
Prósentureikningur
Harðspjaldahlír
ofl. ofl
EL-531 hentar framhaldsskóla-
nemum oq nemendum í síSustu
bekkjum grunnskóla
Reiknivélar frá SHARP / miklu úrvali
1.650,-
(j|p OÚASSOK sharp
Laamúla 8 • Sirni 533 2800
■v- EL-531
20
f Ó k U S 4. september 1998