Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 3
4. september 1998 f ÓkllS
m g ö m æ 1 i
g f n i
Vlðutan af-
grelðslufólk á
framköllunar-
stofum. Þótt
það sé voða
gaman að vera maður
sjálfur og allt það þá verður það nú að
segjast að það er miklu skemmtilegra
að fá annarra manna myndir úr framköll-
un en sínar eigin. Það er svo miklu
meira spennandi að glugga inn í líf ann-
arra en að sitja fastur í sínu eigin.
Opnunln á -30 60+ á Kjarvalsstöðum.
Heill her af ungu og efnilegu myndlistar-
fólki að sýna innan um nokkra gamla
standarda. Svona opnanir eru sætar.
Foreldrar ungu listamannanna hafa enn
trú á börnunum sínum og mæta allir.
Góður staður til að velta fyrir sér erfða-
fræðilegum orsökum listhneigðar. Hvers
konar fðlk getur af sér myndlistarmenn?
Er ég í áhættuhópi?
Sound of
ffSf f60B SSESWWS ^ the Americ.
an Fast
Food
Restaur-
ant. Disk-
ur með
upptökum
frá jafn
ágætum stöðum og
Kentucky Fried Chicken, Subway, Taco
Bell, Burger King og fleirum. Kliður,
kjams, skruðningar og allur sá unaðs-
legi hljóðskúlptúr sem þessir staðir
bjóða upp. Það er fyrirtækið Planet
Pimp Records I San Franscisco sem
gefur út og eru 140 aðrir sambærilegir
diskar á leiðinni; meðal annars einn
sem inniheldur upptökur úr ýmsum góð-
um klámbókabúðum. En skyndibitadisk-
urinn er góður einn og sér, fáið
heimsendan mat og skellið
diskinum í spilarann, lokið
augunum og lifið ykkur inn
I hljóðin.
Sverrir Hermanns-
son. Ekki stjórn-
málamaðurinn
heldur styttan.
Ríkey hefur
framlengt sýn-
ingu sína í
Perlunni um eina
viku og því getur
fólk enn séð þessa
óborganlegu
styttu og
önnur
verk þess-
arar stofnun-
ar I íslenskri mynd
list
Hinu svokallaða Hita 98-gengi leiðist ekki
á Ibiza. Gengið mynda sex krakkar sem
Fókus, FM957 og fleiri sendu suður á
bóginn í þeim tilgangi einum að láta þau
skemmta sér - og leyfa okkur um leið að
fylgjast með. Úr uppátækinu hefur orðið
þessi líka fína sápuópera sem birtist jafnóðum
í máli og myndum á Visir.is. Aðalhlutverkin að
þessu sinni leika Sara og Rikki, parið
í hópnum sem er ekki lengur par.
Sundur og saman
Það gengur ýmislegt á úti á Ibiza
núna þar sem Hita 98-gengið er í brjál-
uðu stuði. Og stimdum óstuði. Krakk-
amir eru orðnir aðálleikarar í ein-
hverri rosalegustu sápuóperu sem um
getur. Við hér heima fylgjumst með
þessu öllu saman á Visir.is og erum
löngu búin að taka Strandverði, Ná-
granna og aðra hallærislega fram-
haldsþætti af dagskrá. Sara, Rikki,
Bjössi, Kolla, Svavar og Magga
mynda Hita 98-gengið sem Fókus,
FM957 og fleiri sendu til Ibiza. Sam-
viskusamlega skrá þau allt sem gerist
í dagbækurnar sínar og allir geta lesið
þær á Visir.is.
Þar er hægt að lesa um kelerí og
fyllerí, kossa, kynsvall, sólböð, ferða-
lög og ja&vel skyggnast inn í dýpstu
hugarheima krakkanna.
Rikki óþekkur
Mest spennandi hefur þó líklega
verið ástarsamband tveggja úr
hópnum, Rikka og Söru. Amor byrj-
aði að skipta sér af strax á öðrum
degi ferðarinnar en svo fór eitthvað
úrskeiðis í vikunni. Rikki var víst
eitthvað óþekkur.
„Jæja, það hlaut að koma að því
að ástarmálin færu í klessu hérna á
Ibiza,“ skrifar Kolla í dagbókina
sina. „Rikki var með gellu úr MA og
allt fór i háaloft... Sú dama var
draumagella einhvers úr MA-hópn-
um og það vita allir að Sara og
Rikki voru búin að vera að dúlla
sér eitthvað."
Bjössi lýsir atriðinu svona: „...
Rikki og Hugrún voru eftir. Einhver
gekk inn á þau
þar sem þau
voru eitthvað
byrjuð að kyss-
ast. Nú fór allt í
bál og brand ...
Ég veit ekki
hvað gekk á inni
í herbergi hjá
þeim í nótt því
þegar ég kom
þangað inn í
morgun voru
húsgögnin úti um
allt. Jæja, best að
henda þessu inn á
Netið áður en
Rikki nær að rit-
skoða þetta.“
Nú er fólk víst
byrjað að jafna sig og allir orðnir ofsa-
lega góðir vinir.
„Hópurinn er orðinn mjög sam-
rýmdur og menn eru farnir að pissa
með allt opið fram og við erum hætt
að vera stressuð yfir því hvernig við
lítum út. Þetta svínvirkar," segir Kolla
og restin af genginu samsinnir.
Kennari sem flengir
Þegar Fókus hafði samband við lið-
ið um daginn voru þau úrvinda eftir
margra daga stanslausa skemmfim.
Ætlunin var að flatmaga og hlaða raf-
hlöðurnar fyrir kynsvall eitt sem var á
dagskrá á einhverjum skemmtistaðn-
um. Daginn eftir var svallinu lýst í
dagbókunum.
„Stelpurnar, sex talsins, voru allar
Rikki og Sara byrjuðu saman en eru nú í sundur
- í bili að minnsta kosti.
klæddar upp í skólabúninga. Kallinn,
sem var bara einn, var klæddur eins
og kennari í svörtum kufli og með
prik sem hann hafði greinilega verið
að flengja þær með því þær voru allar
rauðar á rassinum ... Ég ætlaði ekki
að trúa því þegar þær byrjuðu að
draga hina og þessa hluti út úr ónefnd-
um stöðum á hver annarri. Þetta voru
t.d. heillangt bindi og band með litlum
kúlum á. Eftir að allir höfðu lokið sér
af stungu þau sér til sunds áður en far-
ið var í búningsklefana."
Hita 98-genginu leiðist ekki á Ibiza.
Þau segja hitann hafa ótrúleg áhrif á
menn og ráða sér varla fyrir kæti. ís-
land er samt ofarlega í huga þeirra og
Kolla biður að heilsa öllum í rækjunni
á Húsavík. -ILK
Þannig var nú þaö
Hver drap líkið?
Á fostudaginn síðasta rakst ég á
mann sem sagðist ekki vita hvort
hann væri geggjaður eða hvort allir
aðrir væru geggjaðir. Hann hafði
farið á frumsýningu á Sporlaust
kvöldið áður. Honum fannst myndin
afspymu vond, plottið rakin enda-
leysa, tónhstin ömurleg og flest ann-
að eftir því. í partíinu á eftir hitti
hann engan sama sinnis. Þar voru
allir hæstánægðir. Myndin var
skemmtileg, hún rann vel og var
ágætlega leikin. Niðurstaðan varð
sem sagt sú að á fóstudeginum
glímdi maðurinn við þessa
ævafomu ráðgátu: Er ég geggjaður
eða allir hinir?
Flestir þeirra sem hafa glímt við
þessa gátu hafa á endanum talið sig
sjálfa geggjaða. Það er einhvem veg-
inn of ótrúlegt að heilu hópamir,
heilu þjóðimar, geti misst vitið si-
sona. í Þýskalandi Hitlers töldu
menn að þeir hlytu að vera eitthvað
neikvæðir úr því að þeim einum
fannst eitthvað bogið við ríkisum-
svifin. Þeir reyndu að temja sér já-
kvæðni og segja hæl Hitler eins og
hinir.
Og þannig hefur þetta alltaf verið
og mun alltaf verða. Á einum tíma
hrópar múgurinn krossfestið hann,
kossfestið hann og öðrum tíma græt-
ur hann Díönu prinsessu. Eftir á að
hyggja og þegar grannt er skoðað,
virðist það vera lögmál að múgur-
inn hefur rangt fyrir sér. Fólki
finnst það brenglað ef það hefur aðr-
ar skoðanir en fjöldinn vegna þess
að það notar fjöldann sem viðmið.
Þetta er álíka og að mæla vind með
vindinn sem núllpunkt. Þá er alltaf
logn, himnablíða um allan heim -
sem er mjög jákvætt í sjálfu sér.
Ég býst við að maðurinn sem ég
hitti á föstudaginn sé búinn að jafna
sig og sé nú á því að það hafi verið
einhver þyngsli í honum þegar hann
horfði á Sporlaust. Kannski hefur
hann skellt sér aftur á myndina og
horft á hana með hugarfari fólksins
í partíinu. Og þá hefur hann líklega
séð að þetta er ágætis mynd, kannski
ekki gallalaus en barasta fín þegar á
heildina er litið. Það hjálpar honum
því líklega ekki mikið þótt ég segi
honum að ég hafi séð Sporlaust á
laugardaginn og að ég hafi ekki í
langan tíma séð vitlausari mynd.
Hann yrði líklega fyrstur til að segja
mig geggjaðan. Fólk sem hefur jafn-
að sig á einhverri óáran er oftast
dómharðara gagnvart þeim sem
verða fyrir þvi sama seinna meir.
Uppþurkaðar fyllibyttur eru þannig
miskunnarlausar gagnvart drykkju-
mönnum, menn sem hafa unnið sig
upp úr fátækt fyrirlíta blanka, nýút-
skrifaðir hafa skömm á ófaglærðum
og þar fram eftir götunum.
Hvað á að segja um spennumynd
þar sem framið er morð en aldrei
kemur í ljós hver drap, hvers vegna
né hver tengsl morðingjans og hinn-
ar myrtu voru? Þetta er svolítið stór
skalli í frásögninni. Og til hvers var
einhver flugmaður að flytja gim-
steina til íslands? Og úr því hann
var að asnast til þess, hvers vegna í
ósköpunum faldi hann þá í íkon? Er
það góður felustaður? Eru íkonar
ekki efst á óskalista allra tollvarða,
einhvers staðar rétt á eftir heróíni
og spægipulsum? Var hin myrta
dóttir flugmannsins? Hversu mikið
hjálpaði Hraunarinn bófunum? Og
hvemig í veröldinni á einhverjum
að detta í hug að burðast með lík i
ókunnugt hús, búa um það viö hlið-
ina á bláókunnugum manni og taka
myndir af öllu saman í þeirri von að
hægt sé að nota þær til að kúga ein-
hverja vitneskju út úr þeim sofandi
- það er ef hann býr þá yfir þessari
vitneskju?
Það er svo sem ekki hægt að
skamma menn fyrir að láta sér detta
svona vitleysu í hug. Ef þeir vildu
hins vegar orða þessar hugsanir við
aðra bæri fólki siðferðisleg skylda
til að tala um fyrir þeim. En að þessi
vitleysa skuli hafa ratað niður á
blað, fengið samþykki framleiðenda
og styrki úr sjóðum, er í raun ótrú-
legra en handritið sjálft. Það er eins
og allir hafi dottið í það og vaknað
upp með þessa líka steindauðu
mynd við hliðina á sér.
Ég hef séð það í viðtölum við leik-
stjóra og handritshöfund Sporlaust
að þeir vilja sannfæra sjálfan sig um
að plott séu í raun til óþurftar í bíói.
En þeir geta þó ekki omaö sér við
að betur hafi tekist til með aðra
þætti. Grey leikararnir verða til
dæmis að styðja sig við einhverjar
óljósar tilvitnanir í útjaskaðar týpur
úr öðrum myndum því það er ekki
ein einasta persóna í myndinni.
Tónlistin er svo gersamlega út úr kú
að áhorfendur hrökkva í kút í hvert
sinn sem hún heyrist. Samtölin em
svo flöt að maður veltir fyrir sér
hvers vegna fólkið þegir ekki bara
úr því það hefur ekkert að segja. Út-
lit myndarinnar, kvikmyndataka,
áferð og stíll, veður úr einu í annaö,
vill stundum vera smart eins og
músikvideó, stundum hallærislegt
eins og þriðja flokks sjónvarpsleik-
rit og í partísenunni þráir þaö ekk-
ert heitar en að renna saman við
Morðsögu Reynis Oddssonar.
Þannig var nú það. Af tvennu illu
myndi ég fremur kjósa að vera
geggjaður en þurfa að beygja smekk
minn undir Sporlaust.
Gunnar Smári Egilsson
Hávaðaleikar Stilluppsteypu
Grotnandi kæfa
og rínguireið í
sökkvandi kafbáti 4
Viðtal við keikó
„Vér hvalir
erum
yfirborðs-
kenndar
skepnur“
Jónas Kristjánsson
Deginum bjargað
á Primavera
Gabríela ræðir við Magnús
Engin ástæða
til að nöldra
Rúnar
I Júl
er kúl
Framtíðarspá
Einn tannlæknir á
íbúa árið 2004
Grandaddy
Drykkjusjúkir afar
. .
9
11
Flottustu
gæjarnir á
Islandi 1243
Hljóðsmiðjan On Earth
Tengiliðir himins
og jarðar 14
Árni Daníel Júlíusson
Evrópa hefur unnið
landnámsmennina 19
Glæpir borga
t>\ A?S sig í bíó
ayját j Vondir
P^Limenn
W ailtaf ríkarí
1 en góðir 20
Álfar og geimverur
Sami grautur í
sitthvorri skálinni 21
Magnús
______ Geir í Iðnó
if'-if* Etlastu
^kvöld?
Hvað er að gerast?
Leikhús ..............4
Veitingahús ..........6
Klassík...............7
Popp.................11
Sjónvarp..........14-18
Myndlist.............19
Bíó..................20
Hverjir vorn hvar....22
r-t, Fókus
-4- °* fyigir dv á
. >‘4 í" föstudögum
Forsíðumyndina tók Hilmar af
Jóhanni, Jóhannesi og Guðjóni.