Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 8
Rúnar Júl er enn að og segist vera bókaður til 2002, fær enn jafnmikið út úr því að spila rokk og gerir það um hverja helgi. Hann er 53 ára og hefur spilað í 35 ár og segir það þokkalegt að eldast í rokkinu, þótt hann hafi ekki fyrirmyndirnar að styðja sig við. Dr. Gunni ræddi við þetta átrúnaðargoð sitt um rokkið, dópið, 9-5 vinnu og annað eftir því. Pabbi minn i að ég yrði murari Rúnar Júl er kúl. Þetta rímar og er dagsatt. Ef einhver íslendingur er rokkari þá er það hann. Rúnar er orðinn 53, er búinn að vera í rokkinu í 35 ár með Hljómum, Trú- brot, Ðe Lónlí Blú Bojs, Geimsteini, GCD og sóló og er enn að, hverja helgi árið um kring. Stendur nokkuö til aö hœtta þessu? „Nei. Frá fyrsta degi hefur það aldrei komið inn í myndina.“ Hvernig finnst þér aö eldast í rokkinu? „Það er alveg þokkalegt. Ég hef ekki prófað neinar aðrar aðferðir. Þaö er auðvitað lítil hefð fyrir þessu. Haukur og Raggi voru nátt- úrlega ekki rokkarar, meira svona „lounge lizards" í anda Perry Como og Sinatra. Ég veit ekki hvað maður á að miða við, ég kann bara vel við mig og er sáttur við að eldast í tónlistinni." Fylgistu meó því sem er aó gerast í rokkinu eóa helduröu þig viö gamla stöffiö? „Ég fylgist með tónlist vítt og breitt, öllu sem er að gerast, nánast á hvaöa sviði sem er, eins og tími vinnst til. Ég kaupi enn diska, kannski öfugt við marga músik- anta sem hlusta bara á sjálfa sig. Nýjasta diskinn pantaði ég fyrir nokkrum dögum á netinu, Prince- diskinn „Crystal Ball“. Mér finnst hann stórmerkilegur tónlistamað- ur, einn af nýjustu snillingunum." Þú rukkar ekki fyrir göngutúra Þú hefur vœntanlega veriö spurður að þessu tvö hundruö sinnum áöur, en hvernig byrjaöi þetta? „Já, en það er nú misjafnt hvernig maður man það á þeim degi sem maður er spurður. Þetta byrjaði á rosalegum áhuga á rokk- músík. í skrúðgarðinum í Kefla- vík, miðbænum sem sé, bjó mað- ur við Suðurgötuna sem heitir Haukur og spilaði rokkmúsík út um herbergisgluggann hjá sér á miklu blasti yfir garðinn. Þar heyrði maður fyrst í rokkmúsík, Little Richards, Jerry Lee Lew- is og Chuck Berry, sem varð kveikjan fyrir mig. Það var gífur- legur frumkraftur í þessu. Maður var þetta um fermingu og þessi Haukur var í siglingum og kom með plötur að utan. Þegar maður kveikti á herstöðinni heyrðist þetta þar svo auðvitað líka. En ég byrjaði ekki að spila sjálfur fyrr en 19 ára, sem er allt of mikið miðað við t.d. Michael Jackson sem byrjaði fimm ára. Svo fór maður beint á toppinn með Hljómum." Varstu aö pœla í einhverju ööru og var erfitt aö velja á milli þess og rokksins? „Nei, ég var ekki kominn með neitt í fókus. Að vísu var ég fram- bærilegur knattspyrnumaður og pabbi minn vildi að ég yrði múr- ari, en ég kveikti aldrei á því. Áhuginn var fyrst og fremst í rokkinu." Hvernœr varstu ákveöinn í aö rokkiö yröi þitt œvistarf? „Ég er nú ekki einu sinni ákveðinn enn þá, ég geri þetta bara. Ég hef ekki einu sinni hugs- að um aðra möguleika." Hvernig tóku foreldrarnir í starfsvettvanginn? „Þeir eru báðir dánir, en alveg fram á síðasta dag komu þeir stöðugt með frasann: „Það er aldrei of seint að fara að læra“ sem er auðvitað alveg satt, en áttu við öruggara starf, tryggari fram- færslu eins og það heitir víst.“ Já, þetta er algengt viöhorf Ef þaö er ekki 9-5 djobb þá er þaö bara rugl. „Einmitt. Maður getur ekki far- ið í göngutúr og upphugsað frasa og flokkað það sem starf af því maður getur ekki rukkað einn eða neinn fyrir það.“ Ögrun við ríkjandi hefðir Með Trúbrot var Rúnar í vin- sælustu hljómsveit landsins, var á fóstu með Ungfrú ísland '69, Mar- íu Baldursdóttir (og er enn) og var í landsliðinu í fótbolta - var ekki egóið að springa? „Ég held ekki. Það er miklu meira talað um egó í dag, egóið var ekki eins meðvitað þá. En líð- anin var auðvitað fín. Maður var fullkomlega upptekinn aUan sól- arhringinn, gífurlegt álag, en maður varð ekkert var við það, þetta var svo gaman.“ Var eins mikil dópneysla á hippatímanum og talaö hefur ver- ió um, voruö þiö í Trúbrot t.d. á kafi í efnum? „Það fylgdi tímabilinu, á seinni hluta sjöunda áratugarins var mikil neysluforvitni í gangi, ákveðin ögrun við ríkjandi hefðir. Trúbrot var yfirlýst og við fórum ekkert leynt með það. Þetta var á forsíðum blaða og svoleiðis og gerði móður minni erfitt fyrir á tímabili því mæður bera mikla umhyggju fyrir börmmum sinum. Allt neyslumunstur er bara spurning um jafnvægi. Þetta var tH staðar. Fólk ánetjaðist þessu í misslæmum skömmtum og sumir áttu aldrei afturkvæmt. Trúbrot var með ákveðið brautryðjenda- starf í neyslunni. Þegar við byrj- uðum að reykja var það ekki bannað á íslandi. Það kom ekki fyrr en '71 eftir að þeir sem voru i forvarnagarginu komust að þvi að þetta var bannað víða um heim.“ Droppaöir þú einhvern tímann sýru? „Það var eitthvert fikt í sam- bandi við það, já. Ég veit ekki hvort það á að koma fram í þessu viðtali, það er svo mikiU tepru- skapur í gangi í dag. Það kæmi ekki nógu vel út ef ég fer í fram- boð eða eitthvað svoleiðis seinna!" Var Trúbrot pólitískt band? „Nei, við vorum ekki mjög póli- tískt þenkjandi, tókum ekki þátt í mótmælum gegn hernum eða Ví- etnam-stríðinu. Við vorum auð- vitað á móti stríði yfirhöfuð, en fórum ekki mikið á torg með and- óf. Þungamiðjan hjá okkur var að gera lög og texta um ástina og líf- ið, eins og það heitir." Varstu einhvern tímann vongóö- ur um aö meikaö þaö í útlöndum? „Ég er aUtaf vongóður, ég hef aldrei verið vonbetri en akkúrat núna! Alveg frá öðru ári með Hljómum vorum við farnir að spá í þetta. Það lengsta sem ég hef komist i því að flytja frá íslandi var '69. Þá fékk ég þá hugmynd að flytja til Kaliforníu - ég hafði dvalið í Napa-dalnum, sem er frjósamasti blettur á jörðinni - en konan vildi ekki flytja. Það lengsta sem ég hef komist í meik- draumunum er að eiga athvarf þar og annað í Evrópu. Ef ég gæti skipt árinu bróðurlega á miUi Is- lands og þessara tveggja staða yrði ég mjög sáttur." Bókaður til 2002 Á áttunda áratugnum stofnaði Rúnar eigin útgáfufyrirtæki, fyrst Hljóma-útgáfuna og svo Geim- f Ó k U S 4. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.