Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
15
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson
stóð í sporum Jóns biskups
Arasonar fyrir altari Hólakirkju
og ræddi hin dýpstu rök
tilverunnar eins og hann sá þau
speglast í erfðavísindum nútím-
ans vakti ræðan mikla athygli.
Ummæli hans um gagnagrunn-
inn var tæpast hægt að skilja
öðru vísi en svo að þjóð-
höfðinginn varaði við því að einu
fyrirtæki yrði veittur einkaréttur
til að setja á stofn slíka
gagnagrunna.
Brotið í blað
Ræða forsetans braut í blað að
tvennu leyti. Þótt bæði Ólafúr
Ragnar og fyrirrennari hans
heföu áður blandað sér í umræðu
um mál sem voru ofarlega á baugi
samfélagsins var þetta í fyrsta
sinn sem forseti tók afstöðu, sem
ítrekaðar kannanir bentu til að
væri í afgerandi minnihluta
meðal þjóðarinnar.
Sömuleiðis rak menn ekki
minni til að nokkur forseti hefði
áður varað við því að meginatriði
í fyrirhuguðu stjómarfrumvarpi -
í þessu tilviki einkarétturinn -
yrði að veruleika.
Sterkustu viðbrögðin við Hóla-
ræðu forsetans komu frá einstakl-
ingum sem tengjast innsta kjama
Sjálfstæðisflokksins. Virtur lög-
fræðingur, Jón Steinar Gunn-
laugsson, reið á vaðið og kvað
óviðurkvæmilegt að forsetinn
blandaði sér með þessum hætti í
viðkvæm deilumál. Hann taldi að
forsetinn ætti að vera samein-
ingartákn og með því aö taka jafn
afdráttarlausa afstöðu kallaði
hann óhjákvæmilega á andsvör
sem ryfú eininguna um embættið.
í kjölfarið spannst mikil umræða
um rétt forsetans til að tjá sig,
sem geisar enn á síðum DV.
Þó var þetta ekki í fyrsta skipti
sem Ólafur Ragnar greip með
skeleggum hætti inn í þjóðmála-
umræðu líðandi stundar. Það
gerðist strax í setningarræðu
forsetans þegar Ólafur Ragnar
sagði Alþingi og ríkisstjóm að
það væri tímabært að nota
vaxandi góðæri til að bæta kjör
lítilmagnans í þjóðfélaginu.
Ræðan vakt litla gleði í
ráðherraliði stjórnarinnar sem
sat þungbúið undir henni.
Viðbrögðin við Hólaræðunni
vom giska merkileg í ljósi þess að
hún var ekki fyrsta ræðan sem
forsetinn notaði til að stíga inn í
umræðu um viðkvæm deilumál,
sem meira að segja höfðu
flokkspólitískari blæ en deilan
um gagnagrunninn.
Þrjár yfirlýsingar
Það er fróðlegt að skoða
yfirlýsingar Ólafs Ragnars um
þrenn óskyld efni og mismunandi
viðbrögð við þeim.
Hin fyrsta kom fram í síðustu
áramótaræðu en þar sagði for-
setinn að baráttan gegn fikni-
efnum ætti að verða forgangs-
verkefni stjórnvalda. í orðum
hans lágu sterk skilaboð til
ríkisstjómarinnar um að herða
róðurínn.
Enginn álasaði forsetanum
fyrir að stinga sér inn í þá
umræðu sem bar hátt í
samfélaginu. Málið var að engu
leyti pólitískt viðkvæmt og allir
vom sammála viðhorfum
forsetans. Flestir, þar á meðal
Morgunblaðið, fögnuðu þátttöku
forsetans í umræðunni.
En í sömu ræðu fjallaði
forsetinn líka ítarlega um
vandann sem blasti við þjóðum
heims vegna loftslagsbreytinga af
völdum gróðurhúsalofttegunda.
Harðar umræður höfðu marg-
sinnis orðið um málið á Alþingi.
Mikilvægi málsins leiddi forsætis-
ráðherra til að gera það að
umræðuefni í ávarpi sínu á
gamlárskvöld. Þar dró hann úr
þeirri ógn sem væri fólgin í
loftslagsbreytingum, og kvað
erfitt fyrir nokkum mann að spá
fyrir um veðrabreytingar langt
fram í tímann. Með nokkurri
einfoldun má segja að viðhorf
hans hafi kristallast í eftirfarandi
orðum: „ Viö höfum ekkert leyfi til
aö mála skrattann í sífellu á
vegginn".
Ræða forsetans degi síðar var
algerlega andstæð viðhorfum
forsætisráðherra. Hann sagði
afdráttarlaust að Islendingar ættu
„að vera í fararbroddi þeirra sem
á alþjóöavettvangi krefjast þess aö
gripiö veröi til róttœkustu gagn-
ráöstafana til aö foröa heiminum
frá slíkri loftslagsbreytingu."
Þarna tók þvi forsetinn með
Össur Skarphéðinsson
ritstjóri
ótvíræðum hætti undir rök þeirra
sem vom á öndverðum meiði við
rikisstjómina.
í ljósi viðbragðanna sem urðu
við Hólaræðu forsetans er
athyglisvert að nær engin
neikvæð viðbrögð urðu við
þessari hörðu ádrepu. Þarna var
þó um viðkvæmt deilumál að
ræða sem gekk eftir mun
flokkspólitískari línum en gagna-
gmnnsmálið. Þeir sem síðar hafa
lýst þeirri skoðun að forsetinn
ætti ekki að tjá sig um slíkar
deilur höfðu ekkert við það að
athuga að forsetinn segði nánast
bemm orðum að stefna ríkis-
stjórnarinnar varðandi Kýótó-
samninginn væri röng.
Hólaræðan
Á Hólum tók forsetinn fráleitt
jafn sterklega til orða um
gagnagrunninn og þegar hann
mælti um áramótin beinlínis gegn
stefnu ríkisstjórnarinnar í
loftslagsmálunum. Enda kvaðst
heilbrigðisráðherrann ánægð með
ræðuna og taldi hana að flestu
leyti fara saman við eigin viðhorf.
Viðbrögðin við Hólaræöunni
urðu þó miklu sterkari.
Sérkennilegust vom viðbrögð sem
komu fram í ritstjórnargrein
Morgunblaðsins. Fyrir utan að
leggjast gegn því að forsetinn tjái
sig um viðkvæm efni var þar
tryggilega komið á framfæri við
forsetann að hann mætti búast
við mótframboði ef hann héldi
uppteknum hætti.
íþessu samhengi er þýðingar-
mikið að benda á að ágreining-
urinn um gagnagmnninn sker sig
að tvennu leyti frá deilunni um
umhverfismálin sem forsetinn
ræddi um áramótin.
í fyrsta lagi var ljóst að þegar
forsetinn tók til máls um
loftslagsbreytingarnar talaði
hann fyrir munn meirihluta
þjóðarinnar eins og kom fram í
skoðanakönnunum. Viðhorf hans
til gagnagrunnsins voru hins
vegar í afgerandi minnihluta
meðal þjóðarinnar þegar hann
lýsti þeim fyrir altari á Hólum.
í öðm lagi hefúr forsætisráð-
herra blandað sér með miklu
persónulegri hætti í málefni
gagnagrunnsins en deiluna um
Kýótó. Allri þjóðinni er ljóst að
hann vill að einkarétturinn nái
fram að ganga, og að það verði
íslensk erfðagreining sem fái
hann. í dag er hinn afgerandi
persónulegi stuðningur Daviðs
Oddssonar raunar helsta trygging
Kára Stefánssonar fyrir því að hið
umdeilda frumvarp nái fram að
ganga.
Tjáningarfrelsi
Úr viðbrögðunum má því lesa
eftirfarandi skitsófreníu meðal
þjóðarinnar:
Það er í finu lagi að forsetinn
tjái skoð£mir sínar opinberlega
meðan allir em honum sammála.
Það er í lagi þó hann lýsi
viðhorfum sínum til umdeildra
mála, jafnvel þótt þau séu
andstæð þeim sem ríkisstjómin
hefur, svo fremi skoðanir hans
liggi með meirihluta þjóðarinnar.
Það er hins vegar ekki í lagi að
hann túlki skoðanir sem em í
minnihluta, og alls ekki ef þau
fara þvert á afstöðu ráðríks
forsætisráðherra.
Nú getur enginn mælt gegn því
með rökum að lög og stjómarskrá
takmarki frelsi forsetans til að tjá
sig. Viðbrögð við yfirlýsingum
hans benda hins vegar til að
sumir vilji að tjáningarfrelsi hans
takmarkist við skoðanir meiri-
hlutans. Tjáning forsetans getiu-
þó aldrei takmarkast við neitt
annað en skoðanir hans sjálfs.
Eina krafan sem hægt er að gera
til forseta er að yfirlýsingar hans
byggi á yfirveguðum og góðum
rökum.
Hefðin hefur að sönnu sett múl
á þann sem embættinu gegnir.
Það er fyllilega skiijanlegt viðhorf
sumra að vilja halda embættinu í
þeim farvegi. Það er líka gott
fyrir stjómvöld sem vilja fá að
ráðskast með almenning án þess
að eiga á hættu að það embætti
sem mest trausts nýtur mæli
stundum varnaðarorð þegar
offors þeirra hefur leitt þjóðina af
götu.
Lýðræðiö er í stöðugri þróun.
Það er merki um vaxandi styrk
hins íslenska lýðræðis þegar
þjóðhöfðinginn getur i veiga-
miklum málum leyft sér aö tjá
skoðanir sem eru jafnvel
öndverðar stefnu rikisstjórnar.
Það gerir embættið einungis
stærra í sniðum og manninn sem
gegnir því trúverðugri fyrir vikið.
Embætti forseta íslands er ekki
óbreytanleg stærð. Það þróast í
takt við tímann. Það á að vera
annað og meira en medalíu-
fabrikka á tyllidögxun.