Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998
kkarnir
Boghossian
Desailly
Frakkland
Barthez, Charbonnier, Blanc,
Candela, Leboeuf, Lizarazu,
Deschamps, Petit, Dugarry, Guivarc'h,
£omaJXaslan(iesJ.Vajrelles,_letizi
Armenia
Djorkaeff
m
Portugal
Pires
Alsír
Zidane
Fr. Gmea
Lama
Argentma
Trezeguet
Nyja-Kaledóma
Karembeu
Nyir 1 hopnum
í leikbanni
Ekki í hópnum
rsx^i
1
af núverandi heimsmeisturum. Og í
liðinu með Arnóri voru kappar eins
og miðjumaðurinn Didier
Deschamps, sóknarmaðurinn
Christophe Dugarry og bakvörður-
inn Bixente Lizarazu. Deschamps lék
með honum fyrra tímabilið en hinir
tveir bæði árin. Þegar Arnór yfirgaf
franska liðið síðla árs 1992 urðu Dug-
arry og Lizarazu eftir en Deschamps
var farinn til Marseille. Um það leyti
sem Arnór yfirgaf Bordeaux gekk
Zinedine Zidane til liðs við félagið og
hitti Amór þann frönsku hetjuna
einu sinni.
Aðspurðir...
Amór Guðjohnsen lék með Bor-
deaux i Frakklandi 1990-1992 og
meðal félaga hans voru
Deschamps, Dugarry og Lizar-
azu. Því miður er hann bara í
stúkunni i kvöld.
Þorfinnur Ómarsson verður í
stúkunni i kvöld ásamt sex ára
syni sínum sem ætlar að halda
með Frökkum!
Hákon Gunnarsson segir stóru
stundina vera að renna upp. Sjálf-
ir heimsmeistararnir mættir.
„Þetta voru alvöru atvinnu-
menn, mjög faglegir. Ég kynntist
þeim takmarkað af fyrra bragði
en þetta vom góðir félagar, allt
saman hinir vænstu drengir.
í atvinnumennskunni er
þetta yfirleitt þannig að
menn em kollegar á dag-
inn og síðan fer hver til
síns heima á kvöldin.
Helst var að maður
kynntist Lizarazu og
Dugarry. Ég man að Liz-
arazu varð að gegna her-
skyldu á þessum tíma og
því mikið að gera hjá
honum. Menn sleppa
ekkert við herinn þó
að þeir verði atvinnu-
menn í fótbolta.
Hann gaf sér þó
Fyrirliðinn, Didier
Deschamps,
hampar heims-
bikarnum,
æðstu viður-
kenningu sem
nokkur knatt-
spyrnumaður
getur fengið.
#
tíma til að fara á ströndina, hann
var mikill sundbrettamaður og við
fórum oft þangað. Annars var rólegt
yfir skemmtanalífinu þarna í Bor-
deaux, maður heyrði meira af látum
í borgum eins og París.“
Það kemur Arnóri ekki á óvart
hversu vel hefur ræst úr köppun-
um. Dugarry var ungur að árum
með Arnóri í fremstu víglínu,
einkum seinna keppnistímabilið,
og þótti mikið efni. „Ég var að
vona að rættist vel úr honum en
hann hefur verið óheppinn með
meiðsli."
Ef... þá...
Það kom Arnóri heldur ekki á
óvart að Frakkar urðu heims-
meistarar, ekki miðað við mann-
skapinn að minnsta kosti.
„Vörnin var það sem þeir
höfðu fyrst og fremst fram yfir
önnur lið í keppninni. Miðjan
var gífurlega sterk en helst
var að þá vantaði einhvern
eins og Ronaldo í sóknina.
Þá hefði liðið verið alveg
fullkomið.“
Aðspurður um möguleika
íslands gegn Frökkum í
kvöld segir Amór þá helst
felast í gífurlegri sam-
stöðu og sterkum vamar-
leik.
„Ég tel að við eigum
ágætlega „massaða“
menn hvað varðar styrk-
leika. Ef við náum að
sýna þolinmæði og
ákveðni þá sé ég ekki
að Frakkar valti yfir
okkur. Ekki nema ef
við eigum slæman
leik. Þetta er spum-
ing um dagsformið
og rétt hugarfar á
réttum stundum,"
segir Arnór sem
þorir alls ekki að
spá um úrslit leiks-
ins.
Mikill fengur
Hákon Gunn-
arsson, fjármála-
stjóri Jámblendi-
verksmiðjunnar
á Grundartanga,
var við nám í
Frakklandi og
hefur fylgst vel
með franskri
knattspyrnu.
Varla þarf að
nefna að hann
verður á besta
stað í stúkunni
i kvöld.
„Mér er efst
í huga hversu mikill fengur það e
fyrir okkur að Frakkarnir skul
vera að koma. Ég þekki það frá mh
um vinum í Frakklandi að leikurin
vekur gífurlega athygli. Allir er
með „maníu“ fyrir þessu liði. Það e
til dæmis algjört æði í kringuii
Barthez markvörð. Hann er búinn a.
fá 10 þúsund bréf á dag að meðaltal
síðan þeir urðu heimsmeistarar
Hann getur varla um frjálst höfut
strokið. Sama má segja um Zidane
Lilian Thuram og þessa kappa. Þettí
eru þjóðsagnapersónur í lifanda lífi
Samanburðurinn við til dæmis Plat
ini er allt annar þótt hann skip
ákveðinn sess í hugum Frakka."
Hákon segir það sérstakt hvemig
liðið hefur sameinað þjóðina og sleg-
ið á kynþáttafordóma í landinu.
„Þetta er sérstakt án þess þó að
leikmenn hafi verið með einhverjar
yfirlýsingar í gangi. Þeir tala ekki
mikið um þetta sjálfir og vilja vinna
sína vinnu. Það er ljóst að þeir hafa
gert meira gagn en margir aðrir í að
draga úr þjóðernishyggjunni. Nýi
þjálfarinn hefur líka skipt máli,
Roger Lemerre. Hann á sér sérstak-
an feril að baki. Þjálfaði félagslið í'
Frakklandi við ekkert allt of góðan
orðstír. Síðan gerði hann herlið
Frakka að heimsmeisturum og hefut
starfað lengi innan franska knatt
spyrnusambandsins. Aginn í land;
liðinu ætti því að vera i lagi. Ég s
það í fjölmiðlum að honum var bei
á að Rúmenar hefðu unnið íslem
inga í tvígang 4-0 í síðustu un
ankeppni. Hann blés á það, sagði
fara tómhentur norður til Islands (
Frakkar yrðu að koma með full
hendur til baka,“ segir Hákon.
Einstakur andi
Aðspurður hvort Frakkar hefí
orðið heimsmeistarar hefði keppn «.
farið fram annars staðar svarar H
kon því neitandi. Nóg sé að vitna t
árangurs liðsins fyrir mótið. Jacuet
hefði stjómað liðinu í 50 leikjum og
aðeins tapað fjórum.
„Sú staðreynd sæmir alveg heims
meisturum. Getan var fyrir hendi,
yfirvegunin og andinn í hópnum,
sem er víst alveg einstakur." >
Já, það verður magnað að fylgj-
ast með leiknum í kvöld. Sjón-
varpsstöðvar í Frakklandi hafa
slegist um sýningarréttinn og
augu knattspyrnuheimsins beinasl'
að Laugardalsvellinum. Þetta ei
fyrsti alvöru leikur Frakka eftir ai
þeir urðu heimsmeistarar o
mótherjarnir eru baráttuglaðir í
lendingar. Strákarnir okkar mun
leggja allt sitt í leikinn, og vonan
gott betur. ÁFRAM ÍSLAND!
*
-1