Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 J-lV
22 sérstæð sakamái
....———.
Örlagarík kynni
Forsmáö ást og Eifbrýðisemi er
hættuleg blanda. Svo hættuleg að
hún getur verið banvæn. Þegar
björgunarmennirnir komu á slys-
staðinn á hraðbraut B1 við Sankt
Pölten í Austurríki fengu þeir að
sjá hvemig farið getur þegar svo
sterkar tilfinningar ná samtímis
tökum á einhverjum. Á auðu
svæði við hliðina á hraðbrautinni
lágu tveir afar illa farnir bílar,
Mercedes 190 og Toyota Celica. í
raun voru þeir nær óþekkjanlegt
brak, þótt enn mætti bera kennsl
á sætisbekki og sundurtætt dekk.
Sjúkraliðar lögðu tvö lík á bör-
ur og breiddu plastdúka yfir þau.
Annað var af imgri stúlku, Steph-
anie Buer, en hitt af sextíu og átta
ára gamalli konu, Hedwig Gritsch.
Þær höfðu ekki þekkst.
Á sömu stundu var verið að
reyna að ná manni úr Mercedes-
bílnum. Hann reyndist lika látinn.
Hann hafði ekki lifað af hinn
harða árekstur. Það var eiginmað-
ur Hedwig, Wilhelm, sjötíu og eins
árs. Hann hafði verið kominn á
eftirlaun.
Meðvitundarlaus
í Toyota-bílnum fannst ungur
maður á lífi. Hann var fluttur yfir
í sjúkrabil, sem lagði siðan af stað
með blikkandi ljósum og sírenu-
væli. Klukkan var rúmlega sex
um kvöld á þessum fagra stað í
austurrísku Ölpunum.
Michael Langer var nafn unga
mannsins og hann var meðvitund-
arlaus. Andardráttur hans var
þungur og slitróttur. Læknir í
sjúkrabílnum reyndi af fremsta
megni að hlúa að honum og sendi
um það boð á sjúkrahúsið að hinn
slasaði þyrfti að komast í aðgerð
án tafar. Þar var þvi allt búið und-
ir að taka á móti honum þegar
hann kom. Aðgerðin hófst
nokkrum augnablikum eftir að
honum var ekið á hjólavagni inn á
skurðstofuna.
Langer hafði misst mikið blóð
og hélt áfram að missa það. Hann
fékk átta blóðgjafir, en þegar
klukkuna vantaði tuttugu mínút-
ur í níu um kvöldið lauk síðasta
þætti þessa sorgarleiks. Þá dó
ungi maðurinn. í afbrýðisemi,
reiði og vonleysi hafði hann svipt
fjórar manneskjur lífinu, þar á
meðal sjálfan sig.
„Gerði hann alvöru úr því?“
„Gerði hann alvöru úr því?“
spurði Ulla Langer, móðir
Michaels, þegar henni var skýrt
frá því sem gerst hafði. „Ég trúði
því aldrei að hann myndi nokkru
sinni gera það þegar hann kom
með hótunina af því hann hélt að
Stephanie ætlaði að fara frá hon-
um. Ég hélt bara að þetta væri
augnabliksreiðikast. En hann var
svo uppstökkur."
Hin fjörutíu og eins árs gamla
móðir Michaels hafði orðið fyrir
áfalli nokkru áður. Tæpur mánuð-
ur var síðan fyrrverandi eigin-
maður hennar, Dieter, þrjátíu og
sjö ára, hafði látist eftir slys á mót-
orhjóli. Og nú voru sonur hennar
og stúlkan sem hún hafði haldið
að yrði tengdadóttir sín látin.
Önnur móðir varð líka harmi
slegin þegar hún fékk fréttina um
slysið. Það var móðir Stephanie,
Marie Buer, fertug. Þegar rann-
sóknarlögreglumenn komu til að
segja henni hve illa hafði farið tók
hún fram ljósmyndir af tveim sól-
brenndum ferðalöngum, Stephanie
og Michael. í bakgrunninum var
hið bláa Eyjahaf. Þetta voru síð-
ustu myndirnar sem þau höfðu
tekið í Grikklandsferð.
Draumaprinsinn
„Það var einmitt við Eyjahafið
þar sem það byrjaði allt,“ sagði
Marie Buer þegar hún hélt áfram.
„Stephanie kom heim úr ferðcdag-
inu og var gerbreytt. Hún sagðist
hafa fundið draumaprinsinn sinn í
Grikklandi. Hann hét Yorghos.
Bara að hún hefði aldrei fariö í
þetta ferðalag."
Marie lagði ljósmyndirnar frá
sér. Hún hafði skilið við mann
sinn nokkrum árum áður og líf
hennar hafði að miklu leyti snúist
um Stephanie. Og dóttirin hafði
sýnt móður sinni hlýju. Oft þegar
Michael.
Marie kom heim úr vinnu á kvöld-
in og Stephanie var farin út fann
hún miða sem á stóð: „Ég elska þig
og kem bráðum heim. Steffi." Eða
eitthvað í þeim dúr.
„Nú sé ég hana aldrei £iftur,“
sagði Marie. „Hún á aldrei eftir að
brosa til min, senda mér kveðju
eða faðma mig.“ Svo brast þessi
fertuga kona í grát.
A vélhjóli í Grikklandi.
Vel liðin
Á vinnustað Stephanie, elli-
heimilinu í Sankt Pölten, var
hennar einnig sárt saknað. Þar
Stephanie.
hafði sumt gamla fólkið kallað
hana engil. „Hún var alltaf bros-
andi og alltaf að hughreysta okk-
ur. Og ekkert verk var of erfitt fyr-
ir hana,“ sagði einn vistmaðurinn.
Það var einmitt þetta bros sem
Grikkinn Yorghos hafði fallið fyr-
ir. Hann vann á gistiheimili sem
foreldrar hans ráku, en það var
einmitt þar sem þau Stephanie og
Michael bjuggu meðan þau voru á
ferðalaginu. Yorghos kynntist par-
inu fljótlega eftir komuna og þau
þrjú sátu oft saman yfir vínglasi
fram eftir kvöldi og ræddu saman.
Stundum urðu glösin reyndar
nokkuð mörg og þá var horfst í
augu.
„En það gerðist ekki meira,“
sagði Marie þegar hún hafði jafn-
að sig. „Ég hefði vitað það því dótt-
ir mín hefði sagt mér það. En það
er rétt að hún varð mjög hrifin af
þessum töfrandi Grikkja."
Það fór heldur ekki fram hjá
Michael hve hrifin Stephanie varð
af jafnaldra hans. Michael varð
skapstyggur og fór að rífast við
unnustu sína. Og stundum
skammaði hann hana kröftuglega.
„Michael eyðilagði sumarleyfið
fyrir Stephanie," sagði Marie að
lokum.
Á heimaslóðum á ný
Er þau Stephanie og Michael
komu aftir heim til Sankt Pölten
héldu samskipti þeirra áfram að
vera erfið. Það leið varla sá dagur
að hann færi ekki að rífast. Af-
brýðisemi hans var augljós. Og
hann sat ekki við orðin tóm því
stundum tók hann diska og braut
þá. Þetta gerðist í kjallaraíbúð sem
unga fólkið hafi haft til umráða í
um þrjú ár. Fram að Grikklands-
ferðinni höfðu flestir sem til þess
höfðu þekkt talið sambúðina að-
draganda hjónabands.
Marie Buer ræddi síðar frekar
um unga fólkið og það sem talið
var bíða þess. „Það hafði alltaf ver-
ið ætlunin að þau yrðu saman
framvegis," sagði hún. „Það sem
Michael lagði mesta áherslu á við
Stephanie og reyndar aðra var að
þau gengju í hjónaband sem allra
fyrst og ættu barn.“
En eftir Grikklandsferðina varð
breyting á. Stephanie gerði Mich-
ael ljóst að hún vildi ekki gifta sig
eins og stæði. Fyrst yrði meiri ró
að komast á milli þeirra og hann
yrði að gera sér ljóst að hann yrði
að láta skynsemina ráða. Hann
yrði að átta sig á því að i sumar-
leyfi gæti fólk fengið ýmsar hug-
myndir og jafnvel talið sig ástfang-
ið, þótt í raun væri aðeins um að
ræða daður á sólarströnd. Og það
hefði einmitt verið það sem gerð-
ist. í raun væri hún ekki að segja
honum upp, aðeins að slá giftingu
á frest þar til allt væri gróið um
heilt og hann gerði sér Ijóst hvað
hefði gerst.
Símtalið
Þegar Marie Buer hafði jafnað sig
i nokkra daga var hún spurð í þaula
um allt sem viðkom unga fólkinu og
þá sérstaklega Michael, því ljóst var
að hann hafði setið undir stýri á
Toyota-bílnum. En einkum höfðu
rannsóknarlögreglumennirnir
áhuga á að heyra allt um það sem
gerst hafði síðustu klukkustundim-
ar fyrir slysið.
„Þetta örlagaríka kvöld hringdi
Stephanie til mín,“ sagði Marie.
„Þá höfðu þau Michael ákveðið að
fara í ökuferð. Hún ætlaði að segja
honum enn á ný að hann yrði að
sætta sig við að brúðkaupinu yrði
slegið á frest.“
Ulla Langer, móðir Michaels,
var einnig yfirheyrð. Hún brast í
grát þegar hún fór að ræða at-
burðinn á hraðbraut Bl.
„Þegar ég frétti að þau Steph-
anie ætluðu að fara í ökuferð og
vissi hvað til umræðu yrði sótti
að mér ótti um að sonur minn
kynni að gera alvöru úr hótun
sinni,“ sagði hún. „í reiðikasti
hafði hann sagt við mig hárri
röddu að ef Stephanie vildi hann
ekki skyldi hann sjá til þess að
enginn fengi hana.“
Voru saman meðan slysið
gerðist
Mæðurnar tvær náðu saman
nokkru eftir að unga fólkið lagði
upp í ökuferðina. Þær skiptust á
skoðunum og voru báðar mjög
hræddar um að til tíðinda myndi
draga þetta kvöld, jafnvel þótt ljóst
mætti vera að Stephanie væri ekki
að hafna Micahel fyrir fullt og allt,
aðeins að segja honum að hún
vildi að samband þeirra yrði eðli-
legt á ný áður en þau gengju í
hjónaband.
Michael sat undir stýri kraft-
mikils bíls þetta kvöld og ók á
miklum hraða um krappar beygj-
ur í fjallshlíðum. Hann lét von-
brigði sín, reiði, afbrýði og skap í
ljós með því að aka hraðar og
hraðar og gáleysislegar og gáleys-
islegar. Og þar hefur komið að
hann hefur ákveðið að gera alvöru
úr þeirri hótun sinni að tryggja að
enginn annar en hann fengi Steph-
anie.
Hann ók á miklum hraða beint
framan á Mercedes-bíl Gritsch-
hjónanna. Skellurinn hefur verið
mikill, því engin hemlafor fundust
eftir Toyota-bílinn.
Yorghos.
Það var Michael Langer sem
stóð að hinni banvænu blöndu for-
smáðrar ástar og afbrýðisemi.
Unga fólkið náði hvorugt tuttugu
og eins árs aldri.
Flakið af Mercedes-bílnum.