Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 31
T>"^/ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 9eikó 39 Alla tíð hefur heimkoman verið merkur viðburður og í bókmennt- um er hún oft á tíðum sveipuð dulúð og goðsögulegum blæ líkt og sagan af týnda syninum. ísland hefur ekki farið varhluta af heimkomunni og mikilvægasta heimkoma þessarar aldar er heim- koma fyrstu handritanna 21. apríl 1971 en hún markaði að mörgu leyti nýtt skeið í afstöðu þjóðar- innar til menningar sinnar, sögu og um leið hennar sjálfrar. Önnur heimkoma hefur líka valdið miklu umstangi og umfjöll- un: væntanleg heimkoma Keikós, hvalsins fræga. Fyrir nokkrum mánuðum varð það ljóst að núver- andi gæslumenn kvikmynda- stjörnunnar vildu að Keikó kæm- ist á heimaslóðir. Ólíkt þvi sem var með handritin þá hafði ekki verið þrýstingur frá íslendingum um að hvalurinn skyldi heim. Sameiginlegur uppruni Handritin og Keikó eiga íslenskan uppruna sameiginlegan. Flateyjarbók var ásamt Konungsbók eddukvæða fyrsta handritið sem Danir skiluðu til íslendinga en í handritinu er meðal annars að fmna sögur Noregskon- Heimili Keikós: kvíin f Klettsvík kostaði rfflega 70 milljónir króna. DV-mynd ÓG unga. Flateyjarbók eða Codex Flateyensis var rituð á íslandi á 14. öld en Brynjólfur biskup Sveinsson sendi Friðriki III. bókina árið 1656, að öllum líkindum með það fyrir augum að láta prenta bókina í Danmörku. Af því varð þó ekki og var bókin í vörslu Dana á Konunglega bókasafninu í Heimili handritanna: Líklegt er að bygging Árnagarðs seint á sjöunda áratugnum hafi ekki verið jafn dýr og kvfin. DV-mynd E.OI. Kaupmannahöfn merkt Gl. Kgl. Sml. 1005, fol. Bandciríkin koma við sögu Flateyj- arbókar líkt og sögu Keikós en Bandarikjamenn leituðu eftir því við Dani árið 1893 að fá bókina á heims- sýninguna í Chicago. Danir neituðu því. íslendingar náðu sögulegu sam- komulagi við Dani á fyrri hluta sjö- unda áratugarins um að handritun- um skyldi skilað. Olli það miklum deilum hjá dönsku þjóðinni og voru höfðuð tvö mál sem bæði fóru fyrir hæstarétt og féllu bæði þáverandi rík- isstjórn Danmerkur og íslendingum í vil. í samningnum við Dani var Flat- eyjarbók efst á blaði þeirra handrita sem íslendingar vildu fá aftur og var hún ásamt Konungsbók eddukvæða flutt yfir hafið með danska varðskip- inu Vædderen. Handritin voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíói þann 21. apríl 1971 og hafa síðan ver- ið varðveitt í Ámastofnun í Árna- garði sem er miðtöð rannsókna á ís- lenskum fornritum og má segja að Ámagarður sé höfuðsetur rannsókna á íslenskri menningu, sögu og tungu. Með flutningi handritanna færðist miðpunktur fornritarannsókna á Norðurlöndum ffá Kaupmannahöfn til íslands. Keikó seldur og seldur Keikó hefur farið víðar en Flateyj- arbók. Talið er að Keikó sé fæddur í hafinu nærri íslandi rétt fyrir 1980 en árið 1980 var hann veiddur af Jóni Kr. Gíslasyni, skipstjóra á Guðrúnu, og færður í Sædýrasafnið í Hafnar- firði. Þá var hann nefndur Siggi. Hann var síðan seldur til Kanada árið 1982 þar sem hann var þjálfaður til sýninga. Á þessum árum fer að bera á húðsjúkdómi hjá dýrinu vegna ófullnægjandi aðstöðu, líkt og hefði gerst hefðu handritin ekki verið geymd við fullnægjandi skilyrði. 1985 var Keikó seldur aftur og nú til Reino Aventura í Mexíkóborg og var kaup- verðið um 24 milljónir. Kvikmynd- arisinn Wamer Bros sá Keikó þar og árið 1992 réðst fyrirtækið í að gera kvikmynd með Keikó i aðalhlutverki sem Willy. Kvikmyndin Frelsum Willy varð óvænt gífurlega vinsæl og böm víða um heim urðu frá sér num- in af hrifningu og virðingu yfir hin- um íslenskættaða hval. Skömmu síðar birtist grein i Life þar sem sagt var að aðstæður í Reino Aventura væru óviðunandi fyrir hvalinn og var þá farið að leita að betra heimili fyrir Keikó. Wamer Bros gaf 280 milljónir króna i sjóðinn Free Willy Keiko Foundation og 1996 var Keikó fluttur til Newport í Or- egon þar sem hann er nú og verður fram í miðja viku eða allt þar til hann kemur til Vestmannaeyja á fimmtu- daginn. Keikó verður, líkt og Flateyjarbók, fluttur í hemaðarfarartæki: C-17 Glo- bemaster flugvél bandaríska hersins. Þjóðin og dýrið Viðbúnaðurinn við komu handrit- anna til landsins var mikill. Gífurleg- ur mannfjöldi hafði safnast saman við ytri höfnina í björtu og stilltu veðri og vörðuðu skólabörn leiðina frá höfninni að Háskólabíói. í bíóinu tók Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra við handritun- um úr höndum Helge Larsen, menntamálaráðherra Dana, sem sagði eitthvað á þessa leið: Vœr sá god, Fladobogen og Gylfi svaraði: Tak. Síðan voru handritin flutt yfir Suð- urgötuna í stranga og öragga vörslu í kjallara Árnastofnunar. Áhugi á heimkomu Keikós er af allt öðrum toga en áhuginn á handrit- unum. í handritunum kristallaðist fortíð þjóðarinnar eins og kemur vel fram í leiðara Vísis miðvikudaginn 21. apríl 1971: „Og nú í dag er fortíðin komin til okkar, þar sem hún á heima." I kjölfar komu handritanna jókst sala á fræöibókum um handritin nokkuð. Búist er við mikilli söiu á minjagripum vegna komu Keikós. íslenska þjóðin vildi hafa þjóðar- gersemamar hér á íslandi en í tilfelli Keikós virðist áhugi þjóðarinnar byggjast á viðskiptahagsmunum en gífurlegar fjárupphæðir eru í kring- um dýrið. Vonast er til að heimkoma Keikós veki mikla athygli á landinu og að ferðamenn muni streyma hing- að til að skoða hvalinn fræga. Búist er við að milli 150 og 200 erlendir fréttamenn verði viðstaddir komu Keikós til Vestmannaeyja og er það mun meiri athygli en koma Flateyjar- bókar vakti. í kjölfar komu handritanna jókst áhugi á fornritum og sala á fræðibók- um um handritin jókst nokkuð. Eins konar gullæði hefur aftur á móti grip- ið fólk vegna Keikós. Menn hafa tryggt sér einkaleyfi á notkun nafns- ins Keikó á skipum, f net- og veffong- um og svo má lengi telja. Minjagripa- gerð hefur einnig tekið mikinn kipp. Sölumennskan í kringum lítinn hval er í raun kæfandi. Af heimkomunum tveimur má ef- laust draga lærdóm. Sölumennskan í kringum Keikó hefur sannarlega vak- ið athygli á þjóðinni og mætti sannar- lega kynna handritin betur en gert hefur verið. Það má líka læra mikið af heimkomu handritanna og afstöðu þjóðarinnar til hennar á sínum tíma. í afstöðu þjóðarinnar gætti einlægni og virðingar fyrir því sem bjó í „týnd- um syni“ íslenskrar þjóðar. Tímarnir hafa sannarlega breyst á 27 árum en fólk getur þrátt fyrir það spurt sig hvort sama einlægni og virðing ríki fyrir „týnda hvalnum" sem snúið hefur verið heim eða hvort honum er stofnað í hættu. Handritin eru í öruggri geymslu þar sem hjarta þjóðarinnar slær en spyrja má hvort Keikó hafi verið búið jafn gott og öruggt heimili. Mikil hátíðahöld voru við ytri höfnina í Reykjavík þegar varðskipið Vædd- eren lagðist að bryggju með fyrstu handritin. DV-mynd Bragi G. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.