Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 %imm 41 Líf eftir Revkjavíkur maraþon - lykillinn að vellíðan er að stunda hreyfingu árið um kring Áhugi fóLks á hvers kyns líkams- rækt hefur aukist stórlega um heim allan síðasta áratug. Fjölmargir Is- lendingar hafa tekið sig á og hugað að líkamsástandi sínu með einhverjum hætti. Skokkið er þar vinsælast og áhugamenn um skokk skipta orðið tugum þúsunda hér á landi. Stór hluti skokkara hefur notað Reykjavíkur maraþon sem viðmiðun eða takmark og æft með það fyrir augum að taka þátt í einhverri þeirra vega- lengda sem þoðið er upp á í því hlaupi. Því miður er það svo hjá mörgum að þeir hætta allri hreyfmgu að loknu Reykja- víkur maraþoni og likaminn er vanræktur þar til næsta RM fer aftur að nálgast. Þó að öll hreyfing sé af hinu góða þá er lítið gagn að því að æfa 1-2 mánuði á ári og hreyfa sig ekkert þess á milli. Fjölmarg- ar líkamsræktarstöðvar bjóða viðskiptavinum sínum að taka þátt í æfingahópum þar sem lögð er áhersla á hreyf- ingu ailt árið um kring. Jón Halldórsson íþróttakennari er fram- kvæmdastj óri líkamsræktarstöðvar- innar Þokkabótar í Frostaskjóli. „í hugum margra er eins og ekkert líf sé að loknu Reykjavíkur maraþoni. Þeir sem hugsa þannig eru líklegir til að ná litlum sem engum árangri. Það er með skokkið eins og allar aðrar íþróttagreinar að nauðsynlegt er að gera það að lífsstíl til þess að ná ár- angri. Menn verða að vera tilbúnir að leggja eitthvað á sig allt árið um kring. Auðvitað æfa menn misjafn- lega mikið eins og gengur en aðalat- riðið er að halda áfram án þess að gera löng hlé á milli,“ sagði Jón. „Síðastliðin tvö ár höfum við hjá Þokkabót starfrækt skokkhóp sem stundað hefur skokkæfingar allt árið um kring. Að loknu sumri koma með- limir hópsins meira inn í líkamsrækt- arstöðina til æfinga en halda áfram skokkæfmgum utandyra eftir því sem veður leyfir. Eftir því sem vetur harðnar og veður versnar bætist við æfingamar í likamsræktinni. Ef veð- ur leyfir er reynt að ná léttu hálf- tímaskokki utandyra áður en komið er inn þar sem farið er í þrekhringi, lóð eða aðrar æfingar. Systurnar Martha og Bryndís Ernstsdætur eru leiðbeinendur í skokkhópunum og hafa náð mjög góð- um árangri. Þær eru báðar vel þekkt- ar fyrir afrek sín í hlaupum á lengri vegalengdum. Martha er nú að æfa á fullu fyrir næstu ólympíuleika og af þeim sökum hefur skokkhópurinn að mestu verið undir handleiðslu Bryn- dísar á undanfórnum mánuðum. Skokkhópurinn hefur haldið vel sam- an og um 20 manna kjarni er mjög virkur og æfir reglulega allt árið. margs konar mælingar, mjólkursýru- mælingar og aðrar til að finna út í hve góðu formi hann var. Hann stundaði samviskusamlega æfingar í sal og margs konar leikfimi hjá okkur allan veturinn og fram á vorið. í lok apríl hitti ég hann að máli og þá var hann ákveðinn í að að hætta æfingum. Hann var kominn með mik- inn móral yfir því hve „lítið hann hefði sinnt skrokknum, hefði lítið get- Það er ágætisregla fyrir skokkara að breyta út af van- anum, koma inn í líkamsræktina, vinna í þrekinu og taka skorpuæfingar. DV-myndir E.ÓI. að hlaupið yfir veturinn. Ég vissi hins vegar að hann var búinn að sinna sín- um æfingum í Þokkabót, hafði verið í þrekhringjum, spinning, á hlaupa- brettinu og í lyftingum. Af þeim sök- um bað ég um að fá hann í mælingu áður en hann hætti. Þegar ég kynnti honum niðurstöður þeirra mælinga, kom það honum mikið á óvart að hann var í miklu betra hlaupaformi en hann hafði nokkurn tíma verið áður,“ sagði Jón. Einhæft álag „Skokkaramir hafa það að leiðar- Ijósi að stunda lyftingar með hlaupun- um. Lyftingar gera hlaupurum gott, eru styrkjandi og gegna meðal annars því hlutverki að vera fyrirbyggjandi fyrir meiðsli. Þrátt fyrir að skokkið sé Kom á óvart „Það er lítill vandi að halda þreki og úthaldi við í æfingum innandyra. í því sambandi get ég nefnt eina dæmisögu. Síðasta vetur kom hér maður til okkar í lok hlaupatímabils- ins sem var að eigin sögn í mjög góðu hlaupaformi. Við gerðum á honum „Sá sem æfir án markmiða hefur út frá afskaplega litlu að byggja," seg- ir Jón Halldórsson, framkvæmda- stjóri líkamsræktarstöðvarinnar Þokkabótar. mjög góð hreyfing þá er það frekar einhæft álag. Mjög einhæft álag kallar á álagsmeiðsli nema gerðar séu fyrir- byggjandi æfmgar. Þess vegna er það ágætis regla fyrir skokkara að breyta út af vananum, koma inn í líkams- ræktina, vinna í þrekinu og stunda lyftingar. Þess konar æfingar koma hlaupurunum mjög til góða og byggja góða undirstöðu. í þessu eins og öilu öðru er mikil- vægt að menn setji sér markmið. Sá sem æfir án markmiða hefur út frá af- skaplega litlu að byggja. Þegar skokk- hópurinn var settur á stofn á sínum tíma, var upprunalega markmiðið að taka þátt í Reykjavíkur mara- þoni, það var gulrótin sem æft var eftir. Skokkaramir fóru að sjálfsögðu allir í það hlaup en vildu ekki láta staðar numið að þvi loknu. Þeir vildu halda áfram æfingum allan ársins hring því þeir voru búnir að kynnast því hve mikil vellíðan fylgir því að vera í góðu formi. Lykill- inn að æfingunum er einnig að þær séu skemmtilegar. Þess er gætt að menn hafi ánægju af því sem þeir eru að gera enda eru menn fljótir að heltast úr lestinni ef þeim leiðist við æfmgarnar. Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af aldri til þess að vera með í skokkhópi. Hlaup henta öllum aldursflokkum. Hlauparar eru auðvit- að á mismunandi getustigi eftir aldri og líkamsástandi. Til þess að æfingar hópsins henti öllum höfum við brotið upp æfingaáætlunina í samræmi við getu þátttakenda. í upphafi æfinga er hlaupurum skipt upp í 3 getustig. Byrjendahópur hleypur stysta hring- inn, millihópurinn heldur lengri hring og þeir sem eru lengra komnir skokka lengstu vegalengdina. Þess er gætt að allir hóparnir ljúki skokkæf- ingunum nokkurn veginn á sama tíma þannig að allir í hópnum séu saman við teygjur eða aðrar æfingar í sal. Allir fá æfingar við sitt hæfi og ráðleggingar um teygjur og mataræði. Fjölbreytt fæði „Mataræðið getur skipt sköpum og við reynum því að hafa áhrif eða gefa leiðbeiningar varðandi mataræðið. Líkaminn er í raun og veru ekkert annað en það sem hann leggur sér til munns og það skiptir gríðarlegu máli hvað menn borða. Ef við tökum Reykjavíkur maraþonið sem dæmi þá er ekki nægilegt að borða eina pasta- máltíð fyrir hlaup heldur verður að hyggja vel að mataræðinu allan þann tíma sem æft er. Líkaminn þarf jú að fá sín næringarefni til þess að geta náð hámarksárangri. Pasta er ágætt sem slíkt en það er eins og oftrú ríki á þeirri fæðutegund. Sumir halda að pasta sé allra meina bót en að mínu viti er það fyrst og fremst nauðsynlegt að neyta fjölbreyttrar og heilsusam- legrar fæðu. Grunnhugsunin á bak við líkamsrækt er að fá fólk til að breyta um lífsstíl, að láta sér líða vel. Það er því mikilvægt að allir sem ætla sér að stunda líkamsrækt setji sér raunhæf markmið í samráði við þjálf- ara og vinni síðan markvisst að því að ná sínum markmiðum. Markmiðin eru að sjálfsögðu misjöfn eftir því hver einstaklingurinn er. Því miður er það algengt að fólk mæti í líkamsrækt eftir kannski 10 ára kyrrsetu og ætli sér að ná ein- hverjum kraftaverkaárangri á einum mánuði og vinna upp allt það sem tap- ast hefur síðasta áratug. Þeir sem þannig hugsa verða fyrir vonbrigðum og eru jafnvel líklegir til að gefast upp áður en þeir hafa náð sínu markmiði sem var kannski allt frá upphafi ekki raunhæft," sagði Jón. -ÍS Beint leiguílug föstudagsmongunn til sunnudagskvölds Helganfenð „Pnag 16. okt. fná fl U H 1 h ni Aðeins 50 sæti á sértilboði Borg hinna þúsund tuma, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, gullna borgin. Það er engin tilviljun að Prag hefur verið nefnd öllum þessum nöfnum, borgin er einstök og á engan sinn líka í Evrópu. Borgin var stærsta og ríkasta borg Evrópu á 14. og 15. öld, menningarhjarta Evrópu, og hún er ótrúlegur minnisvarði um stórkostlega byggingarlist og kúltúr. Hér frumflutti Mozart Don Giovanny ópemna, hér hélt Beethoven reglulega tónleika, hér samdi Mahler tónlist og Kafka og Einstein sátu við skriftir. Tékkar hafa notað tímann vel frá falli kommúnismans og til borgarinnar streyma yfir 7 milljónir ferðamanna á hverju ári enda er hún tvímælalaust ein fegursta borg heimsins. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag, föstudaginn 16. október. f boði eru góð 3 og 4 stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi á milli þess sem þú eltir óendanlega ranghala gamla bæjarins með íslenskum fararstjómm Heimsferða. Tónleikar Glœsilegir veitingastaöir Næturlif Kynnisferöir Islenskir fararstjórar Hótel Quality Ein besta þriggja stjömu hótel í Prag, 240 herbergi. I 10 mínútna fjarlægð frá gamla bænum, öll herbergi með sjónvarpi, síma, minibar, baðherbergi. Veitingastaður, bar, stór móttaka. Mjög snyrtileg herbergi. Don Giovanni Líklega besta 4 stjömu hótel í Prag. Staðsett rétt hjá Quality hótelinu. 011 herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, síma, baðherbergi, minibar, öryggishólfi. Herbergisþjónusta. Góður veitingastaður, píanóbar, skemmtistaður. Topphótel. Hilton Prag Topphótel í hinum ffæga hótelhring. Skammt frá gamla bænum. Stærsta hótelið í Prag, öll herbergi með sjónvarpi, síma, baði, minibar, loftkælingu. Veitingastaðir, barir, ráðstefnuaðstaða. Verð kr. 29.990 Flugsæú úl Prag fyrir fullorðinn með sköttum. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi Quality Hotel, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm, skattar. Verð kr. 43.890 M.v. 2 í herbergi, Don Giovanni, flug, gisting m. morgunverði, fararstjóm, ferðir til og frá flugvelli, skattar. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 www.heimsferðir.is Opel Omega GL. ‘95, ssk., ek. aðeins 44 þ. km. V. 1.930 þús. ath. sk. á ód. hevrolet 1500 4x4 pickup dísil ssk. ek. 192 þ. V. 890 þús. Ýmis skipti td. H 100 dísil. Ch. Camaro.Z 28 ‘95, ek. 55 þ. V. 2.700 þús. Ýmis sk. t.d. 4x4 bfl. Crysler Saratoga SE ‘92, ek. 62 þ. ssk. snyrtil. bfll, V. 980 þús. Renault 19 RTI ‘93, ek. 73 þ., 5g., toppl., spoiler, dráttarkr., V. 860 þús. Renault 19 RT '93, ssk. ek. aðeins 67 þ. 840 þús. góö eintök. Toyota Hilux D/C, SR 5 ‘92, ek. 102 þ. plasthús, upph. 33“ álf. V. 1.490 þús. fallegur bíll. 'V Löggilt bílasala, sími 4312622, 4314262 BÍLÁS AKRANESI Bílasala í þjóðbraut Fiat Punto 55 S ‘95, ek. 75 þ., V. 640 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.