Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1998, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 fréttir^ ■ Ík X , Útskrifaöur af Landspítala brotinn á báðum fótum: Ekki á ábyrgö slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur „Við erum búnir að þrautskoða röntgenmyndirnar sem teknar voru hér og þar er ekki að sjá brot. Það var ekkert aðfinnsluvert við störf manna hér en þess ber að geta að skoðun okkar stendur að- eins í klukkustund en síðan fara sjúklingar til framhaldsmeðferðar og þá er til í dæminu að eitt og annað komi upp,“ segir Sigurður Ásgeir Kristinsson, yfirlæknir slysadeildar Sjúkrahúss Reykja- víkur, um mál sjúklings sem send- ur var heim brotinn á báðum fót- um. Sjúkrasagan Frétt DV um sjúkrasögu tæplega sjötugs matsveins ofan af Akra- nesi hefur vakið mikla athygli og innan beggja spítalanna sem komu við sögu hefur verið farið yfir mál- ið án þess þó að niðurstaða fengist í því hvar ábyrgðin liggi. Maðurinn lenti i bílslysi þann 14. júlí sl. og var fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem hann var greindur með þrjú rifbrot og bringubeinsbrot auk fleiri áverka. Maðurinn var mynd- aður á röntgendeild spítalans þar sem áðurnefnd brot komu í ljós. í framhaldinu var hann lagður inn j Andlát ; Þórmundur Erlingsson, | Holtsgötu 19, Reykjavík, lést á j Landakoti fímmtudaginn 3. ií september. i Sigrún Guðmundsdóttir, Öldugranda 9, Reykjavík, lést á | Landspítalanum 26. ágúst. Kristín Bjarney Ólafsdóttir, í; ljósmóðir frá ísafirði, Dalbraut ; 59, Akranesi, lést á Landspítal- í anum miðvikudaginn 2. sept- J ember. ; Elisabet Jóna Sigurðardóttir, i Dalbraut 27, Reykjavík, lést í l Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. sept- | ember. Eiríkur Þorkelsson frá Eski- l firði, lést á Fjórðungssjúkra- j húsinu Neskaupstað miðviku- daginn 2. september. Jarðarfarir Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, Vestmannaeyj- um, verður jarðsungin frá Landakirkju á morgun, laugar- daginn 5. september og hefst at- höfnin kl. 16. Ingibjörg Þórðardóttir, Mel- braut 12, Garði, verður jarð- sungin frá Útskálakirkju laug- ardaginn 5. september kl. 14. Ingibjörg Steinþórsdóttir, Mýrarholti 14, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 5. september kl. 13. Jón Magnússon, Hávarðsstöð- um, verður jarðsunginn frá Hallgrfmskirkju í Saurbæ laug- ardaginn 5. september kl. 14. Guðmundur Jensson, fyrrver- andi yfirkennari, Grundargerði 7, Reykjavík, veröur jarðsung- inn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 7. september kl. 15. Ragnheiður Þórsdóttir, Gröf, Víðidal, verður jarðsungin frá Undirfellskirkju laugardaginn 5. september kl. 14. Bjöm Bjarnason frá Efra-Seli, Landssveit, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Landi, laug- ardaginn 5. september kl. 14. - segir starfandi yfirlæknir slysadeildar Sjötugur matsveinn ofann af Skaga lenti í ótrúlegum hremmingum þegar hann var útskrifaður af Landspítala eftir bílslys. Síðar kom í Ijós að hann var brotinn á báðum fótum. á bæklunardeild Landspítalans. Sjúklingurinn sagði við DV að hann hafi ítrekað kvartað undan verkjum í fótum en læknar Land- spítalans hafi blásið það af og sagt verkina vera vegna mars á öðrum fætinum og sárs á hinum. Þannig var hann útskrifaður en kom 10 dögum seinna til eftirskoðunar vegna bringubeinsins. Þá var tek- in sú ákvörðun að mynda hægri fót hans. Myndatakan leiddi í ljós að sköflungurinn var brotinn. Enn voru verkir í vinstra fæti án þess að nein greining á þeim krank- leika færi fram. Þegar sjúklingur- inn seinheppni mætti svo til að láta fjarlægja gipsi af hægra fæti var loks gengið til þess að mynda vinstri fótinn. Kom þá í ljós að sá var einnig þrotinn og hann hafði því verið útskrifaður brotinn á báðum fótum. Ekkert óeðlilegt Starfandi yfirlæknir slysadeild- ar segir að dæmi séu um að brot greinist ekki á myndum við fyrstu skoðun og ítrekar að hans deild hafi farið yfir allt þetta mál án þess að finna neitt í meðferðinni sem óeðlilegt geti talist. Hann seg- ir þó til í dæminu að beinbrot komi ekki fram við fyrstu mynda- töku. „Það er alveg til i þvi að brot sjáist ekki við fyrstu yfirferð. Það eru til brot sem ekki koma í ljós fyrr en síðar,“ segir Sigurður Ás- geir. DV leitaði viðbragða Landspítal- ans vegna þessa máls. Halldór Jónsson, yfirlæknir bæklunar- deildar Landspítalans, vildi ekki tjá sig um mál þetta en vísaði á Höskuld Baldursson sérfræðing sem hafi haft með sjúklinginn að gera. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir tókst DV ekki að ná sambandi við Höskuld. -rt Úrhelli í Mýrdal: Ógnar grónu landi Áin Klifandi í Mýrdal hefur rofið 80-100 metra skarð i vamargarð rétt neðan brúarinnar á hringveginum. Áin rennur nú að stórum hluta í gegn- um skarðið. Á undanfornum árum hefur aur- inn innan við varnargarðinn hækkað töluvert þannig að landið utan við hann er lægra svo áin rennur hömlu- laust í gegnum hann. Er hún þegar farin að ógna grónu landi við austur- bakkann. Heldur minna rigndi í Mýrdalnum 2. september. Vona menn nú að eitt- hvert lát verði á enda hefur rignt meira og minna i heila viku. Miklir vatnavextir hafa fylgt því og ár hafa flætt vítt og breitt yfir bakka. Þá hafa víða orðið skemmdir á varnargörðum og grónu landi. -NH Varnargarðurinn sem áin Klifandi braust í gegnum. Skarðið er hátt í 100 metrar og fer áin þar nær öll í gegn og leggst að grónum bökkum. DV-myndir Njörður Akureyri: Bæjarlögmaður vill skýringar DV, Akureyri: Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmaður á Akureyri, hefur farið fram á það við bæjarstjórn að hún geri grein fyrir því sem lá að baki ákvörðun um ráðningu í stöðu forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingasviðs bæj- arins. Um nýja stöðu er að ræða sem varð til við uppstokkun nýs bæjar- stjórnarmeirihluta á stjórnkerfi bæjarins. Margir umsækjendur voru um stöðuna og var Sigríður Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfull- trúi, ráðin í hana. Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður var einn umsækjenda og hefur hann nú farið fram á það við bæjarstjórn að gerð verði ítarleg grein fyrir málsmeðferð þeirri sem fylgt var við ákvarðanatöku varðandi ráðn- ingu í stöðuna, forsendum ráðning- arinnar og öðrum rökum sem réðu niðurstöðunni. -gk Skrifla féll í Deildarárgili rétt hjá Skammadal og munaði ekki miklu að hún lenti þar á sumarbústað. Hún nam staðar nokkra metra frá honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.