Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 Fréttir Ávirðingar Ríkisendurskoðunar vegna forstjóra Landmælinga fengu óblíða meðferð álitsnefndar: Hreinn sparðatíningur - 9 af 12 ávirðingum taldar marklausar - umhverfisráðuneyti gagnrýnt Ríkisendurskoðun fær óblíða með- ferð í álitsgerð þriggja manna nefndar sem fjallaði um hvort rétt hafl verið af umhverfisráðuneytinu að veita Ágústi Guðmundssyni, þáverandi for- stjóra Landmælinga, timabundna lausn frá störfum 16. apríl. Byggði ráðuneytið þá á greinargerð Ríkisend- urskoðunar þar sem bomar voru ávirðingar á Ágúst fyrir óreiðu í bók- haldi og fjárreiðum Landmælinga ís- lands. Nefndin klofnaði reyndar í áliti sínu sem sent var málsaðilum 3. sept- ember. Viðar Már Matthíasson og Jó- hannes Rúnar Jóhannsson töldu rétt að Ágústi skyldi veitt lausn um stund- arsakir en Gestur Jónsson ekki. Ávirðingar Ríkisendurskoðunar vora í 12 liðum. Álitsnefhdin öll taldi níu þeirra vera marklausar þar sem Ágúst hefði gefið viðeigandi skýring- ar og mál hefðu verið lagfærð. Á ein- um stað, þar sem fjallað er um greiðslu ferðakostnaðar 1997, fer nefndin afar háðulegum orðum um Ríkisendurskoðun: „Nefndin telur hins vegar að þau einstöku tilvik sem nefnd eru í grein- argerð Ríkisendurskoðunar undir þessum lið séu hreinn sparðatíningur og beri ekki með sér að ásetningur hafi verið til þess að hafa fé út með óréttmætum hætti. Telur nefndin að hér sé í öllum atvikum um að ræða atriði sem leiðrétta hefði átt með ábendingu til starfsmannsins og hefðu átt að falla út úr greinargerð- inni, eftir að fram komu skýringar af hans hálfu...“ Eitt atriði Eftir standa fjögur atriði sem nefndin telur ámælisverð. Það eru greiðslur frá Landmælingum íslands án þess að fullnægjandi reikningar hafi verið lagðir fram, tímasetning og greiösluháttur reiknings vegna vinnu við stjómsýslumörk á miðhálendinu, dráttur á framlagningu endanlegra ferðareikninga og ferðagagna og loks viðtaka og síðar sala á GPS-staðsetn- ingartæki til Landmælinga íslands. Gestur telur að einungis sú hátt- semi að veita GPS-tæki viðtöku sem gjöf og selja það síðan Landmæling- um kunni að hafa verið refsiverð. Hún hafi þó ekki valdið óreiðu á bók- haldi og fjárreiðum Landmælinga. Lögmaður Ágústs segir að um þetta leyti hafi Ágúst verið orðinn mjög veikur vegna streitu og álags, eins og læknisvottorð sanni. Því hafi dóm- greind hans verið skert. Hann segir DV að mikið vinnuálag hafi verið á þessum tima og þær aðstæður uppi að Ágúst þurfti að framfylgja stefnu stjómvalda um flutning Landmælinga upp á Akranes gegn vilja þorra starfs- manna. Dómstólar ákveði sekt Nefhdin átelur ráðuneytið fyrir að hafa ekki framkvæmt sjáifstæða rann- sókn á atvikum máls og mótað sér sjálfstæða skoðun á athugasemdum sem fram komu í greinargerð Ríkis- endurskoðunar og skýringum Ágústs á þeim. Þannig hafi viðamikil grein- argerð lögmanns og endurskoðanda Ágústs verið send ráðuneytinu 15. apríl 1998 en bréf ráðuneytisins um að Ágústi sé veitt lausn frá embætti um stundarsakir sent daginn eftir, 16. apríl. Gestur Jónsson metur það svo að skilyrði lausnar um stundarsakir hafi verið að stjómvaldið fylgdi grunsemd- um sínum eftir með kæm til réttra yf- irvalda þannig að réttir aðilar kvæðu upp úr um sekt eða sakleysi. „Það er hvorki hlutverk stjórnvaldsins né þessarar nefhdar að taka endanlega afstöðu til þess hvort verknaður Ágústs hafi verið refsiverður." -hlh Lögmaður Ágústs: Fékk ekki að andmæla „Við munum höfða mál til aö fá úr- skurði umhverfisráðuneytisins hnekkt. Umhverfisráðuneytið mat ekki sjálfstætt niðurstöður álits- nefndarinnar heldur byggði ákvörð- un sína á því að skylt hafi verið að víkja Ágústi að fúllu úr starfl. Það teljum við ólögmæt sjónarmið. Enda segir nefndin að hún dæmi ekki um þetta mál heldur verði ráðuneytið að meta það sjálfstætt. Þá er ótalið að Ágústi var ekki gefinn kostur á að tjá sig um niðurstöður nefhdarinnar áður en ráðuneytið tók endanlega ákvörðun. Þar er brotinn á honum andmælaréttur. Það á að fara eftir niðurstöðum ne&darinnar ef ávirð- ingamar em sannaðar en þama er búið að henda út tveimur þriðju hlut- um ávirðinganna og hinar era um- deilanlegar þar sem álitsnefndin klofnaði í afstöðu sinni,“ segir Jó- hannes Sigurðsson, lögmaður Ágústs Guðmundssonar, brottrekins for- stjóra Landmælinga íslands, við DV. -hlh Ágúst Guðmundsson. Nefndarmenn málefnanefndar vinstri flokkanna og forystumenn kynna málefnaskrá væntanlegs samframboðs vinstra fólks, félagshyggjufólks, kvenfrelsis- og jafn- réttissinna. DV-mynd Pjetur Málefnaskrá nýs félagshyggjuframboðs: Afangi að sameiningu - segja forystumenn A-flokka og Kvennalista Níu manna samræmingamefnd Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista afhenti síðdegis í gær forystumönnum flokkanna mál- efnaskrá fyrir sameiginlegt fram- boð flokkanna í alþingiskosning- unum að vori. Afhendingin fór fram að viðstöddum blaða- og fréttamönnum og mærðu forystu- menn flokkanna mjög þá samstöðu sem verið hefði í undirbúnings- vinnunni og þann áfanga sem náðst hefur í þá átt að sameina vinstra fólk, félagshyggjufólk, jafn- réttis- og kvenfrelsissinna í einu pólitísku afli. Steinunn V. Óskars- dóttir, sem var fulltrúi Kvennalista í málefnanefndinni, sagði m.a. að sér hefði komið á óvart hve ein- huga fólk var. Samstarfið hefði verið gott, svo gott að það hefði nánast verið pólitísk upplifun. Þeir Guðmundur Ámi Stefáns- son og Magnús Jón Ámason, sem einnig áttu sæti í nefndinni, tóku í sama streng og sögðu að málefna- skráin væri merkur áfangi og mik- ilvægt skref í átt til sameiginlegs framboðs vinstra fólks. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins, og Margrét Frímanns- dóttir, formaður Alþýðubandalags- ins, sögðu að skráin hefði að geyma stefnu nýrrar samfylkingar í næstu kosningum. Ekki bæri að líta á hana sem markaða heildar- stefnu þar sem tekið væri á sér- hverju atriði um langa framtíð, heldur sem lýsingu á þeim við- fangsefnum sem tekist yrði á við á næsta kjörtímabili. Það væri í sjálfu sér mjög stórt skref og vitn- isburður um hið gagnkvæma traust sem náðst hefði milli flokk- anna þriggja. Guðný Guðbjörnsdóttir, formað- ur þingflokks Kvennalista, tók í sama streng og sagði að mikilvæg kvenfrelsissjónarmið hefðu fengið nýjan farveg, en taka ætti á jafn- réttismálum á nýjan hátt með setn- ingu nýrra jafnréttislaga, stofnun sérstaks jafnréttisráðuneytis og jafnréttisstofnunar sem annaðist framkvæmd hinna nýju laga sem stefnt væri að. Þá væri stefnt að uppstokkun á félagslega kerfinu sem hefði verið smíðað þegar kon- ur voru flestar enn heimavinnandi og aðlaga það breyttum atvinnu- háttum og aukinni þátttöku kvenna i atvinnulífínu. -SÁ Viðamikil rannsókn á innflutningi bíla: Grunur um stórfellt svindl Viðamikil rannsókn stendur nú yfir vegna grans um stórfellt svindl í innflutningi á fjölda bíla til landsins. Samkvæmt upplýsingum frá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er um að ræða hugsanleg tollsvik og skjalafals í tengslum við innflutning vel á annað hundrað bila frá Banda- ríkjunum, Þýskalandi og Kanada. Rannsóknin er unnin í samvinnu skattrannsóknarstjóra, ríkistoll- stjóra og efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra. Samkvæmt heimUd- um DV hafa nokkrir aðUar verið yf- irheyrðir vegna málsins en enginn er i haldi. Samkvæmt upplýsingum DV er rannsóknin mjög viðamikU og talsvert þangað tU henni lýkur. Svikamál þetta er talið tengjast öðru svipuðu máli sem dæmt var í nýlega í Héraðsdómi Suðurlands. Þá voru tveir menn ákærðir fyrir toUsvik og skjalafals vegna inn- flutnings á 40 bílum tU landsins. Annar mannanna var dæmdur en hinn sýknaður. Dóminum var áfrýj- að til Hæstaréttar. -RR Stuttar fréttir i>v Bætt gæsla á Hrauninu Öryggisgæsla á Litla-Hrauni hef- ur verið hert og meðal annars verið reist 800 metra löng tvöfóld öryggis- girðing umhverfis fangelsið. Svæðið mUli girðmganna verður upplýst. Dagur sagði frá. Betri afkoma Aðalfundur Samtaka fisk- vinnslustöðva hefst á morgim og segir Amar Sigurmundsson, foi-maður sam- takanna, heldur hafa rofað tU í af- komu fiskvmnslunnai' síðustu miss- eri. Á fundinum verður m.a. rætt um Kvótaþingið og Verðlagsstofu skiptaverðs. Dagur sagði frá. Áhyggjur af landleysi Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur áhyggjur af því að bærinn sé að verða landlaus. Bæjarstjómarmenn telja að bærinn hefði átt að keppa harðar við Reykjavík um kaup á landi í nágrenni við bæinn. 20% í Baugi tii útlanda Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. og Kaupþing hf. hafa selt 20% hlut í Baugi, eignarhaldsfélagi Bón- uss, Hagkaups og Nýkaups, tU er- lendra aðUa. Um er að ræða nokkra fagfjárfesta. Þetta kom fram á Við- skiptavef Vísis. Stofnar vanmetnir Öm Pálsson, formaður smá- bátaeigenda, seg- ir fiskistofnana kringum landið vanmetna. Smá- bátasjómenn vUja fiölga sóknardög- um úr níu í 40. Hross frá Akureyri Beinn hrossaútflutningur er haf- inn frá Akureyri og sér Eimskip um þjónustuna. í gær fóra 8 hross með Dettifossi úr Akureyi-arhöfn tU Þýskalands. Skífan eignast Spor Skífan ehf. hefur keypt aUt hluta- fé í Spori ehf. í framhaldi af því verður þegar hafist handa um sam- einingu fyrirtækjanna en sam- keppnisyfirvöld gera ekki athuga- semd við hana. Borga meira Garðyrkjubóndi í Tungunum fuU- yrðir við Dag að græn stóriðja, þ.e. garðyrkja, þurfi að kaupa raforkuna dýrara verði af Landsvirkjun en er- lend og mengandi stóriðja. Fækkar á breiðbandi Bamasjónvarpsstöðin Bamarásin verður flutt af breiðbandi Landssím- ans yfir á örbylgju. Böðvar Guð- mundsson, forsvarsmaður stöðvar- innar, segir að um sé að kenna stefhu Landssímans varðandi breið- bandið og útbreiðslu þess. Morgun- blaðið sagði frá. Skólastjóri í Grétar Unn- steinsson, skóla- stjóri Garðyrkju- skóla ríkisins, hefúr látið af störfum við skól- ann vegna ósam- komulags við kennara, starfs- menn og fulltrúa garðyrkjunnar í landinu. Hann verður í staðinn skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu og sinnir sérverkefnum að sögn Morgunblaðsins. Ljóð á kínversku Safn 137 íslenskra ljóða eftir 37 skáld hefúr verið gefið út á kín- versku og kynnt fréttamönnum í Peking. Dong Jiping þýddi ljóðin. Morgunblaðið sagði frá. Hrossaútflutningur Hrossaútflutningur er aftur kom- inn á skrið eftir hrossaflensufarald- urinn í vetur og vor. Hrossin fara í þriggja vikna sóttkví áður en þau eru flutt úr landi. Stefht er að því að flytja lifandi hross út með flugi frá Reykjavíkur- og Akureyrarflugvöll- um í vetur. RÚV sagði frá. -SÁ sérverkefni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.