Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 Fréttir Fatlaðir í hjólastólum kannast við hindranir í þjóðfélaginu: „Er annars flokks þjóðfélagsþegn" Fatlaðir í hjólastólum rekast oft og tíöum á þröskulda í íslensku þjóðfélagi. Dæmin eru mýmörg eða eins og fatlaðir eru margir. Margrét Edda Stefánsdóttir er 22 ára. Hún er bundin í hjólastól. Ástæðuna má rekja til fæðingarinn- ar. Þegar hún var á leiðinni i heim- inn vildi móðir hennar að fram- kvæmdur yrði keisaraskurður. Læknarnir sögöu það vera óþarft. Þegar stúlkan leit dagsins ljós var naflastrengurinn vafinn utan um hálsinn á henni. Afleiðingin var skemmdar heilastöðvar. í dag býr Margrét og Jón Þór heima í stofu. Hún rekst sífellt á þröskulda í þjóðfélaginu. Margrét Edda með kærasta sínum, Jóni Þóri Ólafssyni, sem er 100% ör- yrki. Margrét Edda hefur kynnst hindrunum í þjóðfélaginu. Það eru hindranir sem fatlaöir í hjólastólum kannast við. Hún vill sérstaklega benda á hve víða vantar aðgengi fyrir fatlaða. Segja má að fyrir utan líkamlegu fótlunina verði þeir þess vegna félagslega fatlaöir. Jón Þór er búinn að skrifa niður nöfn veitinga- staða og kvikmyndahúsa þar sem ekki er aðgengi fyrir fatlaða. Sá listi er langur. „Sjálfsbjörg hefur haft samband við veitingahús og kvikmyndahús út af þessu en það gerist ekki neitt.“ Félagið kemur að lokuðum dyrum á viðkomandi stöðum. Margrét Edda og Jón Þór hafa oft ætlað að fara saman á veitingahús. Þær ferðir enda oft snögglega þegar í ljós kemur að Margrét Edda kemst ekki inn vegna þess að ekki er gert ráð fyrir fotluðum í hjólastólum. „Þegar það gerist finnst mér ég ekki vera velkomin. Það er eins og eig- endumir vilji ekki að fatlaðir komi inn. Mér finnst ég vera útilokuð og ég er í rauninni annars flokks þjóð- félagsþegn. Ég er ung og ég vil skemmta mér eins og annað ungt fólk.“ Margrét Edda vill þó að það komi fram að á Hard Rock Café sé aðgengi fyrir fatlaða. Þangað fer DV mynd E.ÓI. parið oft þegar það fer út að borða. „Fatlaðir fá þar auk þess helmings afslátt. Það er skábraut á Rauða ljóninu úti á Seltjarnamesi auk þess sem það er skábraut við veit- ingastaðinn Camso.“ Margrét Edda vill taka fram að fatlaðir í hjólastól- um komast ekki inn í Alþingishús- ið. „Eiga ekki allir að komast þang- að inn? Það er einn þröngur stigi upp á áheyrendapallinn." Margrét Edda segist vera ham- ingjusöm að vissu leyti. „Ég á frá- bæran kærasta og yndislega fjöl- skyldu." Þrátt fyrir hjálp og um- hyggju hennar nánustu minnka ekki hindranimar í þjóðfélaginu. Það þarf meira til. -SJ Ný íslensk kvikmynd: Dansinum vel tekið í Toronto „Viðtökur hafa verið mjög góðar. Myndin var frumsýnd fýrir fúllu húsi og ég gat ekki betur séð en að áhorfendur hafi verið hrifhir. Ég get því veriö mjög sáttur við fyrstu viðbrögð sem myndin fær,“ sagði Ágúst Guð- mundsson kvik- Ágúst myndagerðarmað- Guðmundsson. ur í samtali við DV frá Kanada í gær en um helgina var nýjasta kvik- mynd hans, Dansinn, frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin var síðan aftur sýnd í gær fyrir fullu húsi. Hún verður frum- sýnd hér á landi 23. september næst- komandi. Dómar eru ekki famir að birtast í blöðum þar vestra en í kynningar- blaði hátíðarinnar fer framkvæmda- stjóri hennar, Piers Handling, lof- samlegum oröum um Dansinn. Hann segir að myndin fjalli á áhuga- verðan hátt um flókna hluti á borð við ást, vináttu og sannleika lífsins. Niðurstaðan sé falleg, fersk og upp- lífgandi kvikmynd. -bjb Klögumálin ganga á víxI Innan stjórnkerfisins ís- lenska höfum við átt þvi láni að fagna að eiga væna menn og vandaða í flestum embætt- um, menn sem mega ekki vamm sitt vita. Góða menn og grandvara eins og sagt hefur verið. Það er af þessum sökum sem upp komst um strákinn Tuma í Landsbankalaxamál- inu, vegna þess að bæði rik- isendurskoðandi, alþingis- menn og menn i stjórnkerf- inu töldu það ámælisvert fyr- ir góða og grandvara banka- stjóra að veiða of marga laxa. Bankastjórarnir voru enn fremur svo góðir og grand- varir að þeir sögðu strax af sér, vegna meintra brota sinna í starfi. Það hafði falliö kusk á hvítflibbann. En jafn- framt hófu þeir gagnsókn, bankastjórarnir, vegna þess aö þeim þótti það ámælisvert að öðrum skyldi finnast það ámælis- vert að þeir hefðu veitt of marga laxa, í ljósi þess að aðrir bankastjórar og ýmsir aðrir í stjórn- kerfnu höfðu komist upp með það að veiða marga laxa, án þess að það þætti ámælisvert. Inn í þessa umræðu blandaðist svo mál úr Seðlabankanum, þar sem ríkisendurskoðandi hafði talið það hagsmunárekstur að seðlabanka- stjórar skyldu vera aðilar aö veiðifélagi, sem leigði Seðlabankanum veiðileyfi í ánni sem þeir höfðu leigt. Nú hefur komið í ljós að annar seðlabanka- stjórinn, Tómas Ámason, sem nú er kominn á eftirlaun, hefur móðgast mjög alvarlega vegna þessarar athugasemdar ríkisendurskoðanda, vegna þess að Tómas er vandur að virðingu sinni og er í hópi þeirra góðu og grandvöru manna, sem hafa axlað ábyrgð í stjómkerfinu. Tómas er hins vegar svo grandvar maður að hann beið með að láta þesa móðgun sína i ljós, þar til núna, að samviska hans leyfir honum ekki að bíða lengur og nú hefur hann sem sagt skrifað bréf til for- sætisnefndar Alþingis, þar sem hann kvartar undan ríkisendurskoðanda og vænir hann raun- ar um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að senda Seðlabankanum reikning fyrir vinnu sína. Á það að vísu aðallega við um fyrrverandi, látinn ríkisendurskoðanda en Tómas er svo móðgaður að hann vill að þetta komi fram. Ríkisendurskoðandi Sigurður Þórðarson er sömuleiðis í hópi vandaðra embættismanna sem ekki mega vamm sitt vita og nú er Sigurður yfir sig móðgaður út í Tómas fyrir að hafa verið móðgaður út í Sigurð og hefur svarað Tómasi. Búast má fastlega við því að Tómas móðgist aft- ur út í Sigurð fyrir móðgunina og stefnir nú i harða og jafna keppni milli þeirra félaga hvort sé meira móðgaöur og hvor geti móðgað hinn oftar áður en yfir lýkur. Þessi deila sýnir svo ekki veröur um villst að íslendingar geta þakkað sínum sæla fyrir ráð- vendni og grandvarleika helstu og æðstu embætt- ismanna þjóðarinnar, sem láta ekki við það sitja aö móðgast i starfinu. Þeir móðgast líka þótt þeir séu komnir á eftirlaun. Dagfari Stuttar fréttir :dv Gunnlaugur selur Gunrdaugur Sigmundsson al- þingismaður hef- ur selt um helm- ing hlutabréfa sinna og fjöl- skyldu sinnar í Kögun hf„ alls 14% hlut. Kaup- andi er Kaupþing. Markaðsverð fyr- irtækisins er af Viðskiptablaðinu talið vera minnst 430 milljónir þannig að Gunnlaugur gæti hafa fengiö ríflega 60 milljónir fyrir hlut- inn. Hann verður áfram ffarn- kvæmdastjóri. Detta á Verðbréfaþing Viðskiptablaðið segir að veriðsé að ganga frá átta mánaða uppgjöri lyflafyrirtækisins Delta hf. Að því loknu verði sótt um upptöku þess á Verðbréfaþing íslands. Hluthafar Delta eru 104 og tíu stærstu eiga um 70% hlutafjárins. Eftirlit í Eistlandi Vinnueftirlit ríkisins heldur í nóvember námskeið í Eistlandi fyrir þarlenda vinnueftirlitsmenn í fiskvinnslu. Verkefniö er unnið að beiðni eistneska vinnueftirlits- ins og styrkt af Norræna vinnu- vemdarráðinu. Fréttabréf Vinnu- eftirlitsins greinir frá þessu. Gengið veikist Landsbankinn spáir því að gengi krónunnar haldi áffarn að veikjast en gengisvísitalan hefúr lækkað um 0,95% frá 30. júní Sett fyrir hrakvirði Fyrirtækið Tölvusamskipti, sem m.a. lét hanna skjáfaxfor- rit fyrir um ára- tug, hefur verið selt bandarisku tölvufyrirtæki fyrir hrakvirði, eða sem svarar fýrir naínverð hluta- bréfanna, 36 milljónfr króna. Hluta- féð er greitt með hlutabréfúm í bandariska fýrirtækinu. Viðskipta- blaðið hefur eftir Pétri Blöndal stjómarformanni að mistekist hafi að markaðssetja hugbúnað fýrirtæk- isins og það bnmnið inni með hann. SPRON hagnast Hagnaður af rekstri SPRON á fjTri helmingi ársins nam 52 millj- ónum króna eftir skatta. Innlán juk- ust um 15% og voru 12,5 milljarðar. Utlán námu rúmum 10 milljörðum króna. Eigið fe SPRON er 1.260 millj- ónir króna. Skolpsamningur Reykjanesbær og vamarliðið á Keflavikurflugvelli hafa samið um að byggja sameiginlega upp og reka skolpveitu, hreinsi- og dælustöð fýr- ir Njarðvík og Keflavíkurflugvöll. Kerfiö kostar 450 milljónir og greið- ir vamarliðið rúm 52% kostnaðar- ins. RÚV sagði frá. Sök Sjálfstæöisflokks Við erum langt á eftir ná- grannalöndun- um í mennta- málum og það er sök Sjálfstæðis- flokksins, segir Ágúst Einarsson alþingismaður á vefsíðu sinni. Hann segir að leggja þurfi fram meira fé til menntakerfisins í samræmi við menntastefnu vmstrimanna. Færri þýskunemar Helmingi færri nemendur hafa verið innritaðir í Háskóla íslands í Þýskunám en í fyrra, eða 15-18 manns, þar af eru níu sem hafa þýsku sem aðalnámsgrein. Und- anfarin ár hafa nýneniar verið 30-40. Morgunblaðið sagði frá. Hómópatar Ellefu íslenskir hómópatar hafa útskrifast frá breskum hómópata- skóla eftir fjögun'a ára nám. Námið hefúr að mestu farið fram hér á landi að sögn Morgunblaðsins. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.