Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Síða 10
enning
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 JjV
10 \lll__________
--------=—
x ik
Fyrir börn á öllum aldri
Engin er eins hýr og rjóð
Á sunnudaginn kemur kl. 16.00 frumsýnir
leikhópurinn Augnablik bamaleikritið hug-
ljúfa um Dimmalimm. Það er byggt á leik-
gerð frá árinu 1992 sem meðlimir Augna-
bliks unnu upp úr hinu góðkunna ævintýri
um Dimmalimm og svaninn eftir listmálar-
ann Mugg. Tónlistin í sýningunni er eftir
Atla Heimi Sveinsson en svo skemmtilega
vill til að hann verður sextugur daginn eftir
frumsýningu, mánudaginn 21. september.
Með aðalhlutverk fara Harpa Arnardóttir,
Þorsteinn Bachmann og Ólafur Guð-
mundsson. Tónlistina flytja Guðrún
Birgisdóttir og Peter Maté. Leikstjóri
er Ásta Arnardóttir.
Sjónleikurinn segir frá prinsess-
unni Dimmalimm sem fékk leyfi til
að fara út úr hallargarðinum og
skoða sig um. Hún kom að vatni þar
sem hún hitti stóran og fallegan svan
sem hún vingaðist við. Dimmalimm
heimsótti svaninn sinn á hverjum
degi í heilt ár og varð óhuggandi þeg-
ar hann dó. En hér sem oftar sannast
að ástin er sterkari en dauðinn.
Að sýningu lokinni í Iðnó verða ungir
leikhúsgestir leystir út með brauði sem þeir
geta gefið svönunum á tjöminni.
Finnur í Garðabæ
Náttúrumál
Um helgina, nánar til tekið frá föstudegi
til sunnudags, verður haldin ráðstefna um
menningu og náttúru á vegum Siðfræði-
stofnunar Háskóla Islands. Alls verða haldn-
ir nítján fyrirlestrar og koma margir þeirra
inn á listir. Til dæmis heldur Aðalsteinn
Ingólfsson erindið „Hugsandi land - náttúr-
an í verkum Jóhannesar Kjarvals“ kl. 15 á
föstudag, Ólína Þorvarðardóttir talar um
samskipti manns og náttúm í
íslenskum þjóðsögum kl.
16.40 sama dag. Á sunnudag
kl. 10 talar Helga Kress um
hinn hreina tón og kvenmynd
eilíföarinnar í verkum Hall-
dórs Laxness og næst á eftir
henni koma Sveinn Yngvi Eg-
ilsson með „Hugmyndina um
hið háleita norður", Soffia Auður Birgisdótt-
ir með „Náttúmsýn í nútímabókmenntum"
og sr. Gunnar Kristjánsson sem talar um
dulhyggju í íslenskum náttúruljóðum.
Ráðstefnan er sjálfstætt framhald ráð-
stefnunnar Náttúrusýn sem Siðfræðistofnun
gekkst fyrir haustið 1993 og er ætlað að
hvetja fræðimenn úr ólíkum grein-
um til frekari rannsókna á tengslum
manns og náttúru. Einnig á hún að
skapa vettvang þar sem fr'æðimenn
og almenningur geta skipst á skoðun-
um um þau tengsl.
Ráðstefnan verður haldin i Hátíð-
arsal Háskóla íslands og mun Páll
Skúlason rektor setja hana kl. 13 á
morgun, föstudag. Á laugardag hefst dag-
skrá kl. 9 meö erindi Þóru Ellenar Þórhalls-
dóttur, prófessors í líffræði, en Helga byrjar
sunnudaginn með erindi um Halldór Lax-
ness eins og áður gat.
Ráðstefnan er öllum opin. Fullt þátttöku-
gjald fyrir alla þrjá dagana er 1000 kr.
„Eg stend í þvi að þýða ís-
lenskar bækur yfir á þýsku og
er frekar einangraður í Þýska-
landi. Það jaðrar við að ég þyki
skrýtinn. Það sem mér þótti svo
skemmtilegt við þingið í Skál-
holti var að hitta fjölda manns
frá mörgum löndum sem eru í
sömu sporum og ég; þeir eru
jafnvel að þýða verk eftir sömu
höfunda og ég. Þetta sýnir að
maður er ekki alveg einn i
heiminum."
Þetta segir Þjóðverjinn Andr-
eas Vollmer en hann er staddur
hér á landi vegna þings um þýð-
ingar sem haldið var í Skálholti
á vegum Stofnunar Sigurðar
Nordals í síðustu viku. Þar
komu saman víðs vegar að úr
Evrópu þeir sem eru að þýða ís-
lenskar bókmenntir. Jafnt þeir
sem nú eru að þýða sina fyrstu
bók og atvinnuþýðendur eins
og Svíinn Inge Knutsson sem
hefur þýtt yfir fjörutíu íslensk
verk. „Þetta var mjög fróölegt,"
segir Andreas, „íslendingar
segja það líka einstaka upplifun
að heyra allt þetta fólk tala
saman á íslensku."
Erfiðir höfundar
vanmetnir
Andreas stundaði nám í is-
lensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla ís-
lands á árunum 1985-1988. Nú kennir hann ís-
lensku við háskólann í Berlín og að uppá-
stungu Steidl-forlagsins er hann að þýða
Stúlkuna í skóginum eftir Vigdisi Grímsdótt-
ur og Hvatt að rúnum eftir Álfrúnu Gunn-
laugsdóttur.
„Að mínu mati verða slíkar uppástungur að
koma frá forlögunum vegna þess hve bóka-
markaður í Þýskalandi er gríðarlega stór,“
segir Andreas. „Það þýðir ekki fyrir einn
mann að koma með bók til einhvers forlags og
segja: „Ég er hérna með góða bók sem mig
langar að þýða.“ Það er nauðsynlegt fyrir
hann að hafa sambönd og vinna verkið í sam-
ráði við forlag."
Steidl-forlagið er um þessar mundir að end-
urútgefa verk Halldórs Laxness í Þýskalandi.
báðar í þeim hópi.“
Þegar Andreas er
spurður hvernig
verkið gangi segist
hann aðeins hafa
lokið að slá inn hrá-
an textann; á döf-
inni sé að funda
með Vigdísi og
ræða við hana ým-
islegt er varðar
verkið. Að mati
Andreasar eru það
forréttindi þýðandans að hann
getur fengið höfundinn til þess
að útskýra fyrir sér torskilin at-
riði verksins.
En íslendingar hafa ef til vill
mestan áhuga á að vita hvort
einhver markaður er fyrir
skandinavískar bókmenntir í
Þýskalandi og Andreas telur
góðar líkur á því.
„Veröld Sofflu eftir Jostein
Gaarder varð gífurlega vinsæl í
Þýskalandi og seldist vel. Hún
hratt af stað bylgju og forlögin
fóru að líta í kringum sig eftir
fleiri skandinavískum höfund-
um. En íslendingar verða að
átta sig á því að þetta er bylgja
sem getur gengið yfir á tveimur
árum. Það er ekki um að ræða
„landnám íslenskra bókmennta
í Þýskalandi" eins og sagt var í
íslensku dagblaði um daginn.
Svona yfirlýsingar eru ótrúlega
hlægilegar því þetta eru bara nokkrar bækur
sem alveg eins geta týnst í mörg þúsund bóka
flóði. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir nokk-
ur ár hvort einhver sýnir þessum bókum at-
hygli.“
Þegar Andreas er spurður hvað hann langi
til að þýða næst verður honum svarafátt.
Hann segist hafa nóg að gera um þessar
mundir. „Raunar býst ég ekki við að ég
geti farið að sinna mínum hugðarefnum
af fullum krafti fyrr en ég er kominn á
eftirlaun og því erfltt að segja hvað ég
tek mér fyrir hendur þá. Mér dettur þó
í hug að nefna einstaka bók sem væri
mikil áskorun fyrir þýðanda og jafnvel
segðu einhverjir að hún væri óþýðan-
leg; það er Tabúlarasa eftir Sigurð Guðmunds-
son.“ -þhs
Andreas Vollmer vinnur að þýðingum á verkum Vigdísar Grímsdóttur og Álf-
rúnar Gunnlaugsdóttur. DV-mynd ÞÖK
Hubert Seelow þýðir áður óþýdd verk og end-
urskoðar einnig eldri þýðingar Brunos Kress.
Sú hugmynd kom síðan upp að gefa samhliða
út verk íslenskra nútímahöfunda. Fyrstu bæk-
urnar í þeim flokki eru Svanurinn eftir Guð-
berg Bergsson og Meðan nóttin líður eftir
Fríðu Á. Sigurðardóttur en síðan koma þýð-
ingar Andreasar á Stúlkunni í skóginum og
Hvatt að rúnum.
Andreas er mjög hrifinn af verkefnum sin-
um og segist lengi hafa verið aðdáandi Vigdís-
ar Grímsdóttur.
„Ég tel líka að Álfrún sé stórkostlega van-
metinn höfundur á íslandi og ástæðan er ef til
vill sú að hún er ekki einn af þessum fyndnu
höfúndum. Mér þykja rithöfundar sem skrifa
bækur sem reyna á lesandann ekki njóta
sannmælis á íslandi. Álfrún og Vigdís eru
Gott að hitta aðra
S • •
í somu sporum
Einar Áskell og starfsfólk Möguleikhússins leikárið 1998-9. Yst til vinstri stendur leikhússtjórinn, Pét-
ur Eggerz. DV-mynd Teitur
Möguleikhúsið, bamaleikhúsið við
Hlemm, er nú að hefja sitt níunda
leikár og má orðið heita stofnun i is-
lenska leikhúsheiminum. Á siðasta
leikári sóttu um 10.000 gestir sýningar
þess og munar þar mest um hina vin-
sælu sýningu Góðan dag, Einar
Áskell, sem um 8000 börn hafa nú séð.
Nýtt leikár hefst einmitt á Einari
Áskeli. Pétur Eggerz og Skúli Gauta-
son era að leggja i leikferð með hann
um Austurland því börnin þar hafa
enn ekki haft tækifæri til að sjá sýn-
inguna. Annað verk sem endurvakið
verður er Hvar er Stekkjastaur? Það
hefur verið sýnt á aðventunni undan-
farin tvö ár og nú er meiningin að
byrja á Akureyri snemma í desember
og sýna svo á höfuðborgarsvæðinu.
En fyrsta frumsýning haustsins er á
nýrri leikgerð Péturs Eggerz á sögum
Iðunnar Steinsdóttur um hrekkjóttu
systurnar Snuðru og Tuðru sem alltaf
eru að rífast. Sögurnar komu út i tíu
heftum en leikgerðin er aðallega
byggð á þremur þeirra. Sýningin er
ætluð börnum frá tveggja til níu ára
og mun ferðast milli staða eins og all-
ar sýningar Möguleikhússins en líka verða
sýnd i leikhúsinu sjálfu. Linda Ásgeirsdóttir
og Drífa Arnþórsdóttir leika systurnar,
Bjarni Ingvarsson leikstýrir og Katrín Þor-
valdsdóttir býr til brúður. Frumsýningin er
áætluð 3. október.
í októberlok verður frumsýnt leikverkið
Rúna sem er byggt á þjóðsögum og þjóðkvæð-
um. Pétur Eggerz leikstýrir og Katrín Þor-
valdsdóttir hannar leikmynd og búninga en
leikkonan Vala Þórsdóttir verður ein á svið-
inu.
Eftir áramót verður svo sýnt leikrit fyrir
unglinga (og fullorðna) sem fjallar á nýstár-
legan hátt um tvær persónur úr Nýja testa-
mentinu, Júdas og Maríu Magdalenu. Það er
eftir danska höfundinn Kim Nerrevig og
heitir Maðurinn frá Nasaret. Leikritið gerist
þegar Kristur hefur verið tekinn höndum og
lýsir uppgjöri milli þessara tveggja fylgis-
manna hans. Júdas hafði litið á hann sem
byltingarforingja gegn erlendu valdi og sveik
hann þegar annað kom í ljós, en María leit á
Krist sem andlegan leiðtoga, og þau takast á
um þessar ólíku skoðanir. Spurningin sem
verkið varpar fram er hve langt réttlætanlegt
sé að ganga í baráttu fyrir þjóðfrelsi. Verkiö
hefur verið sýnt víða í Danmörku og einkum
verið boðið fermingarbörnum. Það verður
einnig gert hér.
Fyrstu tónleikarnir á þriðju Kammertón-
listarhátíöinni i Garðabæ verða haldnir á
laugardaginn. Þá mun Finnur Bjamason
barítonsöngvari flytja söngljóð eftir Robert
Schumann við undirleik Gerrits Schuil pí-
anóleikara. Á efnisskránni eru tólf söngvar
við ljóð Justinusar Kemer, Liederkreis op.
24 og fleiri lög við ljóö Heinrichs Heine.
Finnur er kornungur en hefur sungið sig
inn í hjörtu áheyrenda hér á landi og erlend-
is undanfarin ár. Svo dæmi
séu nefnd hélt hann í vor sem
leið tónleika með hinni
þekktu söngkonu Emmu
Kirkby i Bretlandi og í sumar
vann hann fyrstu verðlaun
fyrii- ljóðasöng í mikiismet-
inni keppni sem kennd er við
söngvarann Richard Tauber.
Væntanlegur er hljómdiskur með söng hans
í haust og verður undirleikari hans þar sá
sami og á tónleikunum, Gerrit Schuil. Ger-
rit hefur búið hér á landi í flmm ár og sett
æ meiri svip á tónlistarlíf landsmanna, ekki
sist með því að skipuleggja metnaðarfullar
tónlistarhátíðir I Garðabæ.
Tónleikarnir verða í Kirkjuhvoli við
Vídalínskirkju í Garðabæ og hefjast kl. 17.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir