Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
Spurmngin
Lesendur
Hvaöa álegg finnst þér
best á pitsuna?
Eyjólfur Gestur Ingólfsson nemi:
Skinka.
Gunnlaugur Hlöðversson nemi:
Pepperoni og sveppir.
Gísli Berg Sævarsson nemi: Lauk-
ur.
Eyjólfur Sigurjónsson nemi:
Pepperoni.
Haukur Þorsteinsson nemi: Mér
íinnst pitsur vondar.
Finnbogi Ásgeir Finnbogason
nemi: Gular baunir.
Viðskiptahalli
og verðbólga
„Úr því við búum ekki viö betri eða sterkari mynt en gömlu, slitnu og ógæfu-
sömu krónuna verður alvörumynt aldrei köliuð annað en „gjaldeyrir““.
Magnús Sigurðsson skrifar:
Það er ekki að ástæðulausu að
nokkrir menn í viðskiptalífinu hafa
kosið að hafa uppi aðvörunarorð í
garð stjómvalda vegna óhóflega
mikils viðskiptahalla við útlönd
sem nú er orðinn til á fyrri helm-
ingi þessa árs. Þegar tala að upp-
hæð 24 milljarðar er nefnd í þessu
sambandi ættu allar viðvörunar-
bjöflur i efnahagskerfinu að klingja.
- Slíkur viðskiptahaOi er áflt of
mikiO tO að stjómvöld geti látið
sem ekkert sé.
Einhver myndi nú spyrja sem
svo: Á að stöðva innflutning á nýj-
um bUum og öðrum flutningatækj-
um (sem við eigum áreiðanlega nóg
af í bili) eða stemma stigu við utan-
landsferðum landans, sem hefur
aukist um hvorki meira né minna
en rúm 90%?
Mér fyndist ekkert tUtökumál að
gera ráðstafanir tU að draga úr
þessum eyðsluliðum gjaldeyrisöfl-
unar þjóðarinnar, a.m.k. tímabund-
ið. Aðrar eins ráðstafanir gerast
meðcd þjóða. Líka hér á Vesturlönd-
um. Það er fásinna að gera hróp að
stjórnvöldum þótt gripið sé tU
krassandi aögeröa tU að verja þjóð-
arbúið áframhaldandi áfoOum.
Einkum þegar ráðstafanirnar bitna
ekki harkalega á almenningi. Og
það myndi sannarlega ekki gerast
þótt innflutningur drægist eitthvað
saman eða erlendur gjaldeyrir
skertur tU frUystinga erlendis. - Úr
því við búum ekki við betri eða
sterkari mynd en gömlu, slitnu og
ógæfusömu krónuna verður alvöru-
mynt aldrei köUuð annað en „gjald-
eyrir“.
Verðbólga er sögö lítil hér nú og
það stingur talsvert í augu manna
sem þykjast þekkja vel tO fjármála og
verðbréfaumsvifa, að lesa uppslátt í
blöðum um svo tU verðbólgulaust ís-
land, með ævintýralegan viðskipta-
haUa. Er kannski einhver ósýnUeg
hönd eða hendur, innan eða utan
okkar peningalega stjómsýslukerfls,
sem stritast við það öUum stundum
að reikna verðbólguna niður í núUið
eða sem næst því? - Sparnað er tU-
gangslaust að tala um hér fyrr en hið
opinbera gengur sjálft á undan með
fordæmi um spamað, sjálfvirkan eða
lögþvingaðan.
Móðgaður fréttastjóri
Sigurjón Einarsson skrifar:
í blaði sem fylgir DV á föstudög-
um, Fókusi, var sl. föstudag athygli-
verð úttekt á nokkmm ofmetnum
íslendingum. Þar segir m.a. um
Helga H. Jónsson: „Missti áhuga á
fréttum fyrir mörgum árum og vildi
helst búa til smáfréttir um böm,
dýr og skrýtið fólk, en skortir inni-
leika tU að gera þessi innslög hlý-
leg. Varð fréttastjóri fyrir misskO-
inn eigin metnað og algera þumð á
hæfUeikafólki sem kýs Framsókn.
Tókst að gera lélegustu fréttastofu
landsins enn slappari. Gat ekki set-
ið á sér með að launa sínu fólki
stöðuhækkunina og varð hlutdræg-
ur fyrir sveitarstjómarkosningarn-
ar. Ætti að viðurkenna það í stað
þess að látast verða móðgaður."
Ef eitthvað er tU í þessum um-
mælum skulum við átta okkur á því
að þaö er árið 1998, og það gengur
ekki lengur að minn gamli flokkur,
Framsókn, gangi sig upp að eyrum
fyrir svona fólk.
Fréttastofa SjónvEirpsins á að
vera ópólitísk og þar á fagmennska
að ráða ríkjum. Getur verið að ein
skýring á minnkandi fylgi okkar sé
sá farsi sem umleikið hefur frétta-
stofu Sjónvarpsins?
SennUega verður aldrei kymð á
þessum vinnustað nema skipt verði
um fréttastjóra sem mér skUst að
eigi að verða um næstu áramót.
Miðað við ferU áðumefnds frétta-
stjóra er ekki úr vegi að ætla að
hann hafi valið sér rangan starfs-
vettvang og ætti því að huga sér-
staklega vel að öömm vettvangi
sem hæfir hans hæfileikum betur.
Stöð 2, þar sem ég sé aðeins frétt-
ir, er á góðri leið með að valta yfir
Sjónvarpið. Þeir hirtu af mér og
fleirum ensku knattspymuna og
Simpson, og núna sé ég að þeir eru
á góðri leið með að kippa spum-
ingaþættinum Gettu betur yfir tU
sín. - RÚV þarf að fara i stranga
naflaskoðun og hressa sig við á öU-
um sviðum, og umfram aUt; láta
einungis fagmennsku og metnað
ráða ríkjum.
Stóru matvöru-
markaðirnir ofmetnast
Helga Gunnarsdóttir skrifar:
Mörgum fleiri en mér finnst
áreiðanlega svör forsvarsmanna
stóm matvömmarkaðanna sem hér
hafa lengst verið tU staðar á Reykja-
víkursvæðinu (annarra en Nóatúns-
verslananna) vera í stU við hortug-
heit, vegna komu einnar KEA-versl-
unar í Mjódd. Þeir hafa greinUega
ofmetnast. Þótt það valdi eflaust
pirringi hjá stóra kaupmönnunum
að KEA kemur inn í myndina hér
ættu forsvarsmenn þeirra ekki að
láta á því bera á jafn augljósan hátt
sem fram kemur í því svari, að þeir
muni ekki selja vömr sem KEA
framleiðir.
m
þjónusta
hortugheit í garð neytenda
Kappsmál aö samkeppni haldist sem mest og
sem lengst. Fjöldi verslana sem mestur og okk-
ur neytendum er borgiö, segir m.a. í bréfinu.
Þessi svör eru bein hortugheit í
garð neytenda. Þessir menn bera
ekki hag þeirra fyrir brjósti. Hvað
t.d. með jólahangikjötið frá KEA,
ætla stórmarkaðir Hagkaups og
Bónuss ekki að bjóða viðskiptavin-
um sínum þetta eftirsótta kjöt? Eða
aðrar vömr sem koma að norðan á
vegum KEA?
Ég er sammála forsvars-
manni KEA, sem segir að
stríð á markaðnum hér
syðra, gæti leitt tU fleiri
Nettóbúða á þessu þétt-
býlasta svæði landsins.
Og ætti í raun að gera
það. Okkur neytendum er
það kappsmál að sam-
keppni haldist sem mest
og sem lengst. Fjöldi
verslana sem mestur og
okkur er borgið. Það er
verðið og gæði vörunnar
sem okkur stendur næst.
Hefndaraðgerðir eru
þessar hótanir af hálfu
stóra markaðanna hér og
ekkert annað. Það eina
sem þeir geta gert tU að
lifa og starfa áfram er að sætta sig
við samkeppnina og sættast við við-
skiptavini sína sem koma
hvaðanæva að hingað á þéttbýlis-
svæðið og versla þar sem þeim þyk-
ir sjálfúm hagkvæmast og þar sem
þeir em boðnir velkomnir með
lægsta verðinu, bestu vörunum - og
besta viðmótinu.
Gagnagrunnur
á einni hendi
Friðjón skrifar:
Auðvitað skUja það ekki allir
en það segir sig sjálft að þegar um
er að ræða gagnagrunn sem kost-
ar í kringum 20 mUljarða króna
er ekki á færi margra aðUa að
koma honum upp. Og aUs ekki
margra aðUa í samkeppni hverjir
við aðra. Þótt maður sé ekki tU-
kippilegur aUajafha að mæla með
fákeppni, hvað þá einokun, er hér
um að ræða viðkvæmt mál og gif-
urlega kostnaðarsamt, sem hvergi
á heima nema á einni hendi. Þar
sem nú er búið að leggja mikinn
kostnað í gagnagrunn og uppsetn-
ingu rannsóknarstofú íslenskrar
erfðagreiningar, væri fáránlegt og
raunar algjör mistök að snúa
núna frá ÍE og taka mark á úr-
töluröddum fárra lækna sem hafa
það eitt að markmiði að komast
yfir einhvem hluta hins miðlæga
gagnagrunns.
Framsóknar-
flokkur á
Austurlandi?
Reynir hringdi:
Ég vissi ekki einu sinni um
neina skipulagða starfsemi Fram-
sóknarflokksins á Austurlandi
fyrr en ég heyrði frétt um það í
Ríkisútvarpinu nýlega að í skoð-
anakönnun Gallups hefði Fram-
sóknarflokkurinn mest fylgi í
Austurlandskjördæmi, af öllum
kjördæmum! - Ef marka má skoð-
anakönnun Gallups bætir svo
Morgunblaðið við í sinni frétt um
málið sl. þriðjudag. Það er eins og
Mbl. efist dálítið um þessa könn-
un og segir því „ef marka má ...“.
En hvers vegna þessi skoðana-
könnun um Fi'amsókn á Austur-
landi nú? Jú, einfaldlega vegna
þess að flokkurinn er harmi sleg-
inn vegna könnunar á þjóðarvísu
þar sem hann er á hraðri leið nið-
ur. Austurland verður því gull-
kista Framsóknar í bili a.m.k.
Hvalrengi
til Islands
Bjami Guðmundsson skrifar:
Einkennilegt er ef útilokað er að
fá rengi til landsins frá Noregi þar
sem hvalveiðar era súmdaðar. Nú
er sagt að búið sé að stöðva sölu á
rengi hingað með stjómvaldsað-
gerð í Noregi. Þeir í Nóatúni, sem
ætluðu að selja okkur rengið, em
samt ekki bangnir en vonast auð-
vitað til að fá stuðning íslenskra
forystumanna í kerfinu. En ég er
viss um að t.d. sérhver ráðherra
hér kastar málinu frá sér af
hræðslu við að ef hvalspik kemst
til íslands, þá komi þrýstingur á
frekari aðgerðir í hvalveiðimál-
inu. Við fylgjumst með málinu.
íslenska út-
varpsfélagið
- klén síma-
þjónusta
Bragi hringdi:
Ég hef oft hringt í aðalskipti-
borð íslenska útvarpsfélagins til
að fá upplýsingar um eitt og ann-
að varðandi dagskrá eða annað
sem mér þykir þurfa við í sam-
bandi við hlustun eða áhorf í
miðlum þessa félags. Ávallt er
einhver agnúi í spilinu, Ýmist
svarar ekki eða skiptiborð getur
ekki gefið samband eða bendir á
svokallaða hlustendalinu sem
ekki er einu sinni virk. i gær-
kvöldi (mánudaginn um kl. 17.30)
hringdi ég til að spyrjast fyrir um
lag sem leikið var og sungið af
Frank Sinatra og einhverjum öðr-
um söngvara sem ég kannaðist
við en mundi ekki hver var og
vildi vita hið rétta. Ekki mögulegt
að fá þær upplýsingar og vísaö á
hlustendalínu sem að sjálfsögðu
svaraði ekki. Svona er ótækt hjá
alvöra útvarpsfélagi.