Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fiölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Þakkað fyrír góðæríð Kjósendur eru sáttir við ríkisstjómina og telja sér vel borgið undir verndarvæng hennar. Góðærið er einkum þakkað Sjálfstæðisflokknuni með hreinu meirihlutafylgi. Hvort tveggja kemur skýrt fram í sko ðanakönnunum um fylgi stjómmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar. Meirihluti okkar hefur það gott og sér fram á bættan hag á næstu misserum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst að meðaltali um 6,9% á síðasta ári og eykst um 8,3% á þessu ári. Samanlögð aukning þessara tveggja ára er 15,8%, þrefalt meiri en í viðskiptalöndum okkar. Að baki þessa liggur mikill hagvöxtur, að meðaltali 4% á ári í hálfa öld, sem jafngildir 2,5% vexti á mann á ári. Síðustu tvö árin og á þessu ári er vöxturinn heldur meiri, um 5% á ári. Hagvextinum hefur verið veitt ræki- lega út í kaupið, svo að fólk er almennt ánægt. ísland er rétt ofan við mitt blað í fjölþjóðlegri skýrslu um samkeppnishæfni landa, í 19. sæti af 46 þróuðum löndum. Við búum við góðan mannauð og efnahag, svo og sveigjanleika í atvinnulífi, en stöndum okkur miður í vísindum og tækni, svo og í alþjóðavæðingu. Það getur orðið langtímavandamál, hve lítinn áhuga stjómvöld hafa á vísindum og tækni, þegar til kastanna og peninganna kemur, og hve andvíg þau em aukinni þátttöku í evrópsku samstaríi. En kjósendur hafa ekki enn áttað sig á mikilvægi slíkra langtímamála. Nærtækara vandamál felst í miklum og ört vaxandi halla á viðskiptum okkar við umheiminn. Fyrstu sex mánuðina í fyrra nam hallinn 3,3 milljörðum króna en komst upp í 24 milljarða króna sömu mánuði þessa árs. Þrátt fyrir mikil efni eyðum við um efni fram. Góðæri feitu áranna er þannig ekki nægilega beitt til að safna til mögm áranna. Ábyrgari stjómvöld mundu lagfæra ramma fjármála á þann hátt, að þeir hvettu fólk til að spara meira og eyða síður um efni fram. En kjós- endur verðlauna ekki slíka ábyrgðartilfinningu. Með auknum útgjöldum til vísinda og tækni, með að- ild að Evrópusambandi og nýjum gjaldmiðli Evrópu, með skattareglum, sem hvetja til aukins spamaðar, væri unnt að virkja góðærið enn betur til framtíðarheilla. En kjósendur sætta sig greinilega við stöðuna. Enda er ástandið í stórum dráttum gott. Almenningur fær að taka fullan þátt í góðærinu og leyfir sér ýmsan nýjan lúxus. Atvinna er aftur orðin traust og áhyggjur manna út af framtíðinni em því minni en þær vom fyr- ir nokkrum árum. Fólk lifir meira í deginum. Við þessar aðstæður styðja kjósendur ríkisstjómina og höfuðflokk hennar, Sjálfstæðisflokkinn. Eina truflunin, sem getur orðið á núverandi stöðu mála, er, að Fram- sóknarflokkurinn fari svo illa út úr kosningunum á næsta vori, að hann kenni stjórnarsamstarfmu um. Eindregnasti stuðningsmaður núverandi stjómarsam- starfs innan Framsóknarflokksins er formaðurinn sjálf- ur, fremur litlaus og alvörugefinn. Ef flokkurinn telur sér henta að tefla fram meira spennandi formanni, kann flokkurinn að halla sér að nýju til vinstri. Flest bendir til, að samruni A-flokkanna muni ekki að sinni leiða til aukinna áhrifa þeirra í landsmálunum. Ef vinstri stjóm kemst á laggimar eftir kosningamar, verð- ur það vegna innri mála FramsóknarfLokksins, en ekki vegna hrifningar kjósenda á sameiningunni. í góðæri velja kjósendur óbreytt ástand af eðlilegum ástæðum. Þar sem ekki sér fyrir enda góðærisins, sér ekki heldur fyrir enda núverandi stjómarsamstarfs. Jónas Kristjánsson í hinu virta bandaríska fræði- riti, Vísindi og sannleikur, er grein um nýja ferðaþjónustu, bú- grein sem gæti skapað mörg ný störf. Þetta er safarí, ævintýra- ferð, eins og blaðið kallar það að bregða sér á gena- veiðar í fjarlægum löndum. Þar er sér- staklega minnst á ísland sem spenn- andi land eða para- dís genanna. Ritið fer dálítið í grafgöt- ur með hvar veið- anleg gen verði helst að ílnna, því bandarísk blöð eru skrifuð af kristi- legri þagmælsku. Þægu genin og þau óþægu Septemberheftið er fjölbreytt að vanda og meðal annars efnis er grein sem heitir „Gen sem valda slappleika í munnvikum þurfa ekki að fá fyrirgefningu annarra gena f genabúskap líkamans", segir Guðbergur er vitnar í „virt bandarískt fræðirit". Genaveiðar á íslandi Fyrirgefning synda genanna. Ég held að það sé engin spuming að lesning hennar gæti verið gefandi fyr- ir okkur. Minnst er á óþægð sumra gena innan um þægu genin og þau eðlUegu. En öll gen eiga rétt á fyrirgefningu, stend- ur í greininni. Gen sem valda slappleika í munnvikum þurfa ekki að fá fyrirgefn- ingu annarra gena í genabúskap líkamans, segir blaðið. En önnur sem játi hreinskilnis- lega í Genasjónvarp- inu til dæmis samkyn- hneigð sína fái fyrir- gefningu annarra gena fyrir „áráttu“ sína. - Margir íslenskir genasmalar ættu að athuga þetta. Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur merkja að hann sé ýmist að greina genin eða greiða fyrir þau. Látið er í það skína að ónafn- greindi en nafntog- aði maðurinn, sem blaðið segir vera geníal á sviðu gen- anna, muni fara sem gæd með bandaríska túrista um heimahaga gen- íalra íslendinga, einkum á Aust- íjörðum. í lokin verður tiu daga dvöl í Reykja- vík þar sem skoðuð verða gen Davíðs Oddssonar. Það er Miðlægir og gagnlegir flokkar Auðvitað er minnst í greininni á þann ís- lending sem ég nenni ekki að nafngreina en er ýmist nefndur genagreinari eða greiðari. Það hlýtur að „Septemberheftiö er fjölbreytt að vanda og meðal annars efnis er grein sem heitir Fyrirgefning synda genanna. Ég held að það sé engin spurning að lesning hennar gæti verið gefandi fyrir okkur.u auðvelt fyrst þau liggja nú á glámbekk utan á beinunum, því hann hefur grennst, segir blaðið. Auk þess eru þau, ásámt geníöl- um genum Ingibjargar Pálma- dóttur, komin í miðlægan gagna- grunn. Hún og flokkur hennar, en einkum hann og flokkur hans hafi færst á miðjuna. Þetta eru miðlægir, gagnlegir flokkar, reistir á miklum gagnagrunni fyrir alla landsmenn, segir í grein um Genin í geníölum mönnum og konum í íslenskum stjómmálum. Messías úr Austfjarða- þokunni? í Bókmenntahominu aftast i blaðinu - bókmenntir em hvar- vetna hornreka - er sagt að löng- um hafi aðeins skáld verið gení- al á íslandi, síðan gítarsnilling- arnir, en nú geníin á gena- sviðinu; og þá segir: Að breyta fjalli er bók eftir Stefán Jónsson, geníalan mann af Austfjörðum. - Er nýtt skáld komið úr Aust- fjarðaþokunni, Messías, sem lætur sér ekki nægja fjallið heldur skal genabreyta heim- inum og þörfin fyrir að breyta til batnaðar liggi þá í genun- um? Slóð ritsins er www.si. tr. us.isgen ef fólk hefur áhuga á að kynna sér þetta nánar. Guðbergur Bergsson Skoðanir annarra Osýnileg verðbólga „FTá því í mars í fyrra hafa innlendar vörur í vísi- tölu neysluverðs hækkað um 5,1% en innfluttar vör- ur hafa lækkað í verði um 4,1%. Opinberar tölur um 2,4% verðbólgu á þessu tímabili og spár um 2% verð- bólgu milli ára 1997-1998 em því villandi. í reynd er innlend verðbólga mun meiri en þar kemur fram. Hún er nefnilega greidd niður með lækkandi verði á innflutningi. Okkar fyrirtæki í iðnaði og þjónustu, sem eiga í óheftri samkeppni, verða við þessar að- stæður undir og tapa markaðshlutdeild. Það er þenslan sem veldur þessari óheillaþróun." Sveinn Hannesson í Mbl. 16. sept. Léttum lífið með forsetaembættinu „Nú er það líklega deginum ljósara, að forseta- embættið er ábyrgðarlaust með öllu hvað varðar stjómmál í landinu. Engu máli skiptir hvaða skoð- anir forsetinn hefúr á einstökum þjóðmálum. Vald hans til að fylgja þeim eftir er svo takmarkað, að varla skiptir máli. Það skiptir þvi í rauninni engu máli, hvað forsetinn segir. Það er allt án ábyrgðar og áhrifa fyrir land og lýð. Getur þjóðin ætlast til þess, að forseti íslands, sem vel vitiborin manneskja, end- ist endalaust til innihaldslausrar skrúðmælgi og ljóðalesturs, sem engan má styggja? Er þjóðin ekki að ætlast til of mikils af forseta sínum? ... Friðrik mikli sagði að milli sín og þegnanna ríkti óskrifað samkomulag. Þegnamir mættu segja það sem þeir vildu. Hann mætti hins vegar gera það sem hann vildi. Gætum við íslendingar ekki snúið þessu við og létt okkur þannig lífið með forsetaembættinu?" HJ í Vogum, blaði sjálfstæðismanna í Kópavogi. Á vit fortíðar „Hinn mikli flokkur Sighvats, Guðnýjar og Mar- grétar er nú i burðarliðnum og er krafan um brott- för hersins í málefnasamningnum ... Þegar alllur hinn upplýsti heimur krefst eflingar Nató og banda- lagið treystir á mátt Bandaríkjanna, snúa pólitiskir vitringar á íslandi við blaðinu og telja væiilegast til atkvæðaveiða að hverfa á vit fortíðar og sullast um á vígvöllum kalda stríðsins." Oddur Ólafsson í Degi 16. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.