Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Side 17
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 17 Nýtt tímarit sem fylgir DV á föstudögum einniu www.visir.is Fréttir DY Ósló: „Það er ekki rétt að þetta rengis- mál sé bara einhver persónulegur slagur milli Bastesens og Angelsens. Þetta skiptir okkur hvalveiðimenn miklu máli og ég veit ekki hvemig fer á næstu vertíð ef við getum ekki losn- að við eitthvað af renginu," segir norður-norski hvalveiðimaðurinn Páli Amtzen um bann norska sjávar- útvegsráðuneytisins við útflutningi á 100 tonnum af rengi til íslands. Nú era um 700 tonn af hrefnurengi í frystigeymslum í Noregi og ekki er hægt að taka við meiru. Hvalveiði- mönnum er hins vegar bannað að henda renginu í sjóinn og því spáir Amtzen að hætta verði við hrefnu- veiðar á næsta ári. „Við getum ekki losnað við rengið á löglegan hátt og megum ekki heldur kasta því. Peter Angelsen sjávarút- vegsráðherra hefur því skapað meiri vanda með banninu en hann órar fyr- ir,“ segir Amtzen. Steinar Bastesen, hvaifangari og stórþingsmaður, hefur í eitt ár barist fyrir að fá útflutningsleyfi í nafni Bastesen Fishing Corporation. Hann á ekki spikið sjálfur en hefur það í umboðssölu. Bastesen segir að fái hann ekki útflutningsleyfi sé eina lausnin á málinu að norska ríkið kaupi allt spikið og láti eyða því. „Ég hef reyndar heyrt að ríkið hugsi sér að láta vinna fegrunarolíur og heilsubótarlyf úr þessum 700 tonn- um og selja hér innanlands. Ég á að vísu eftir að sjá hver kaupir,“ segir Bastesen. Hann ætlar sér ekki að gef- ast upp fyrir Angelsen og hætta við sölu á renginu. Hins vegar kostar það málaferli og Bastesen óttast að þau verði dýrari en hann ráði við. Opinberlega á svo að heita að allar hvalaafurðir sem norskir sjómenn bera að landi skuli fara til neyslu inn- anlands, í það minnsta meðan beðið er eftir að hrefhan verði tekin af list- anum yfir dýr í útrýmingarhættu og viðskipti með hrefnukjöt og -rengi heimiluð. Bastesen er mjög vantrúaður á að þetta gerist í bráð og sakar Angel- sen um undirlægjuhátt gagnvart Banda- ríkjamönnum og hvalavinum. -GK Steinar Bastesen. Ekkert hrefnurengi: Norðmenn háð- ir útflutningi Ekkert hvalrengi flutt frá Noregi til íslands í ár: Aumingjaskapur í Angelsen - segir Steinar Bastesen og ætlar aö kvarta við kónginn DV, Ósló: „Það er greinilegt að norsk stjóm- völd era hrædd við Bandaríkjamenn. Peter Angelsen sjávarútvegsráðherra þorir einfaldlega ekki að gera neitt sem styggir Kanana. Þetta er bara aumingjaskapur," sagði Steinar Bastesen æstur þegar DV leitaði eftir viðbrögðum hans við að ekkert verð- ur af útflutningi á rengi frá Noregi til íslands í ár. Norska sjávarútvegsráðuneytið neitaði Bastesen i gær um heimild til að flytja 100 tonn af rengi til íslands. Ráðuneytið hafði þá unnið að málinu i nær 11 mánuði án þess að geta svar- að umsókn Bastesens af eða á. „Ég sé að það em pólitískar ástæð- ur fyrir því að mér er neitað um út- flutningsleyfið, ekki lagalegar," sagði Bastesen. „Það er sagt að útflutnings- leyfi nú geti spillt fyrir stefhu Noregs í hvalveiðimálum en ekki að útflutn- ingur á hvalafurðum sé bannaður. Þetta tek ég ekki gilt sem rök í mál- inu.“ Bastesen sagði að sér kæmi synjun- in í sjálfu sér ekki á óvart. Starfs- menn ráðuneytisins hefðu áður gefið honum í skyn að svona færi en hins vegar væri það óviðunandi að yfir- völd væm nærri ár að afgreiða eitt lít- ið mál. Seinagangurinn við afgreiðslu málsins hefði hins vegar farið í taug- amar á sér. „Það átti að reyna að drepa málinu á dreif og fá mig til að hætta við aflt. Það kom aldrei til greina. Það er ekki hægt að banna mér að flytja spikið út á lagalegum gnmni og því er næsta skrefið fyrir mig að kanna hvaða laga- legar leiðir séu til að fá þessum úr- skurði hnekkt," sagði Bastesen. Hann sagðist þegar vera búinn að ræða við lögmann sinn og á næstu dögum myndu þeir ákveða hvort Pet- er Angelsen yrði kærður fyrir útflutn- ingsbannið. Önnur leið væri að klaga málsmeðferðina fyrir konungi en slikt væri heimilt að norskum löng- um. „Ég er hér órétti beittur af stjóm- völdum og í slíkum tilvikum má leita til konungs," sagði Bastesen. „Það eru engin rök hjá Angelsen að segjast bara vera hræddur við Banda- ríkjamenn. Sjálfir hafa Kanamir flutt heilt fjall af rengi til íslands í lifandi formi og kalla það Keikó. Ég hef veitt allan minn hval á löglegan hátt og því má ekki eftir norskum lögum banna mér að flytja afurðimar út,“ sagði Bastesen. -GK US Landakort æskulýðsins: Astrotýpur, teknólið, hipp hopparar, artí fartí, framapotarar og allir hinir hóparnir Hvað segir fólkið á elliheimilunum um heitustu tónlistina í dag? Arnar Gauti útskýrir hvernig almennilegir menn egia að vera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.