Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1998, Side 29
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
33
Myndasögur
c
cö
N
Jh
(Ö
E-
Veiðivon
Svínafossá:
20 laxar á land
-14 punda urriði
Veiðitíminn er heldur
betur farin að styttast í ann-
an endann, enda ekki nema
fáir dagar eftir af honum.
En veiðimenn reyna
grimmt, þrátt fyrir kulda og
trekk. En árangurinn er
misjafn, sumir veiða, aðrir
ekki. Það er líka gangur í
veiðinni.
„Það er eru komnir 20
laxar og hann er 11 pund sá
stærsti og laxinn hefur tölu-
vert verið að koma síðustu
dagana," sagði Ásgeir Ás-
mundsson, leigutaki Svína-
fossár á Skógarströnd, í
samtali við DV. En veitt er í
ánni til 25. september.
„Veiðimenn sem voru síð-
ustu helgi veiddu tvo laxa
og þeir sem voru helgina
áður veiddu fjóra. Laxinn
virðist taka vel og sérstak-
lega þessir sem eru ný-
komnir. Það hafa veiðst um
400 bleikjur og er stærsti
fiskurinn úr ánni 6 pund, Ásgeir Ásmundsson og Hlífar Helgason með
sjóbirtingurinn sem veidd- urriðann stóra sem var 14 pund og tók
ist fyrir skömmu. Það maðkinn. DV-mynd ÁÁ
veiddist vel í tjörnum á
Heiðdalnum eins og í Tröllavatni.
Það voru veiðimenn fyrr í smnar og
þeir fengu 14,6 og 2 punda urriða.
Þessi stóri 14 punda veiddist á maðk
og flot, bleikja hefur líka veiðst
þama. Það er örugglega langt síðan
svona vænn fiskur hefur veiðst í
vatninu og hann gæti farið að gefa
sig þegar dimmir. Þeir eru til stórir
þarna í tjörnunum," sagði Ásgeir
enn fremur.
Veiðieyrað
Veiðihúsamenningin við
Miðá i Dölum hefur heldur bet-
ur tekið stakkaskiptum með
nýja veiðihúsinu. Gamla húsið
sem enn þá stendur hjá hinu
gamla, sem má muna sinn fifil
fegri, hverfur brátt. En þar hef-
ur fjöldi veiðimanna gist og haft
það gott. En það verður rifið.
Það var annað með veiðihúsið
vestur á Mýrum sem gegndi
sínu hlutverki vel við ákveðna
veiðiá. Það var ekki rifið heldur
var togað í spottann og þá
ELEY
Umsjón
Gunnar Bender
hrundi það við fyrsta tog.
Laxveiðin hefur verið góð í
sumar í Miðá og það er víða
mikið af laxi í sumum hyljum
árinnar. Yfir 100 laxar hafa
veiðst.
Mikið af rjúpu
Gæsaveiöin hefur gengið
ágætlega eftir að kólnaði veru-
lega fyrir norðan og austan. Ein-
hver þúsund af gæsum hafa ver-
ið skotnar. Rjúpnaveiðimenn
líta björtum augum til komandi
vertíðar því mikið hefur sést af
rjúpum víða um land. Stanga-
veiðimenn sem voru uppi á
Ljárskógaheiði fyrir fáum dög-
um sáu mikið af fugli. Og aðrir
sem voru að veiða í Laxá á Refa-
sveit sáu 20-25 fugla hóp. Mikið
hefur líka sést í Vatnahverfinu,
í næsta nágrenni Blönduóss. Og
svona mætti lengi telja. Góð
rjúpnavertið er í vændum.
VEHDIMENN
ÞEKKJA
ELEY
GÆSA
SKOT
Bresku gædaskotin
frá einum elsta og virtasta
framleiöanda veraidar.
FÁST í ÖLLUM HELSTU
SPORTVEIÐIVERSL UNUM.
Umboðsmenn um allt land
Sportvörugerðin
Heildsala-smásala
Mávahlíð 41, Rvik, sími 562-8383
1