Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998
Hestar
Tvöfaldur skeiðmeist-
aratitill til íslands
Skeiðmeistaramótið var haldið
um helgina hjá þekktum íslands-
hestavini, Uli Reber, í Lipperthof í
Wtirz.
Keppt var í 150 og 250 metra
skeiði, gæðingaskeiði, A-flokki gæð-
inga, tölti og hraðskeiði, eins og
Þjóðverjar nefna skeið með fljótandi
starti.
Hraðskeið er vissulega þjálla orð
en skeið með fljótandi starti.
Auk þess var skeiðmeistara-
keppni í 150 og 250 metra skeiði.
Sem fyrr voru íslenskir knapar
sigursælir á skeiðmeistaramótinu.
Hinrik Bragason kom sterkur til
leiks eftir hlé frá keppni, varð skeið-
meistari í 150 metra skeiði á Viljari
frá Möðruvöllum og einnig sigraði
hann í 250 metra skeiði á Eitli frá
Akureyri.
Hinrik er sennilega sigursælasti
skeiðmaður í sögu skeiðmeistara-
móta því hann varð tvöfaldur skeið-
meistari á síðasta ári og hefur orðið
skeiðmeistari í 150 metra skeiði
tvisvar sinnum en þrisvar sinnum í
250 metra skeiði.
NGK
kerti, notuö af
fagmönnum.
Ein með öllu
handa öllum
eilsuhúsið
Skólavörftustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu 6, Akureyri
- Hinrik og Týri í sigurvímu
Angantýr Þórðarson sigraði í 150
metra skeiðmeistarakeppninni á
Ægi frá Stördal og Jón Steinbjörns-
son í gæðingaskeiði á Hárfagra frá
Barghof.
í skeiðmeistarakeppninni áttu
þátttökurétt fjórir knapar með bestu
tíma í hvorri grein en Karly Zings-
heim gaf rétt sinn frá sér.
Hann keppti á Fáki frá Holti í
báðum greinunum og sigraði í 150
metra skeiði á 13,67 sek. og varð
annar í 250 metra skeiði á 22,7 sek.
Hollenskir knapar komu með fjöl-
menna sveit og stóðu sig vel. Þeir
voru að kanna hvernig svona mót
eru haldin því næsta mót verður í
Hollandi, hjá hinum þekkta skeið-
manni, Klaus Dutihl.
Margir íslendingar tóku þátt í
skeiðmeistaramótinu en flestir
þeirra búa í útlöndum.
Þarna voru: Angantýr Þórðarson
með Glað frá Hólabaki, Stóra-Jarp
frá Akureyri og Ægi frá Stördal,
Höskuldur Aðalsteinsson með Ketil
og Brýni frá Kvíabekk,
Styrmir Árnason með Yngri frá
Reykjavík, Prins frá Tóftum og Von,
Brjánn Júlíusson með Lyftingu
frá Helli, Elvar frá Búlandi og Vilj-
ar frá Möðruvöllum,
Herbert Ólason með Depil frá
Votmúla, Gunnar Öm ísleifsson
með Frauna frá Hafnarfirði og 111-
uga frá Skörðugili, Jóhann G. Jó-
hannesson með Blossa frá Stóra-
Hofí, Hugin, Kóng frá Wetsinghe,
Gleið frá Hafsteinsstöðum og Þjót-
anda frá Björk, Hólmgeir Jónsson
með Feyki frá Hofsstaðaseli, Dropa
frá Hraukbæ og Blakk frá Hvítár-
bakka, Sammy með Hrafn frá Eyr-
arbakka, Jón Steinbjömsson með
Hárfagra frá Barghof og Mökk frá
Flugumýrarhvammi, Alexander
Hrafnkelsson með Ör frá Stakk-
hamri, Birgir Gunnarsson með
Brynjar frá Skarði og Dömu frá
Stördal,
Hinrik Bragason kom sterkur til leiks í skeiðmeistarakeppninni f Þýskalandi.
DV-mynd E.J.
Hinrik Bragason með Viljar frá
Möðruvöllum, Eitil frá Akureyri og
Njörð frá Aðalbóli,
Hulda Gústafsdóttir með Kol frá
Stóra-Hofi, Bjarni Jónasson með
Donna frá Sveinatungu, Haraldur
Briem með Tarra frá Tóftum, Jón P.
Ólafsson með Uluga frá Skörðugili
og Birtu frá Bakka, Þórir Grétars-
son með Níels frá Árbæ,
Diddi Sigurbjömsson með Svölu
frá Gufunesi og Kolbak frá Hvassa-
felli og
Rúna Einarsdóttir-Zingsheim
með Dimmu frá Skjólgarði.
Sáu að töltið er ekki
smíðað í íslensku hestana
Axel Ómarsson og Sigurbjörn
Bárðarson lentu í miklum hremm-
ingum þegar þeir vora á leiðinni
heim frá hestasýningunni Sprace
Meadows í Kanada.
Sprengin varð í hreyfli í flugvél
þeirra og ekki mátti miklu muna að
hún færist. Allt fór þó vel að lokum.
Sigurbjörn var fenginn til að sjá
um sýningu á íslenskum hrossum á
sýningunni, en hann þjálfaði og
sýndi hross ásamt Axel, Arnþrúði
Heimisdóttur, Robyn Hood og
Christine Schwartz.
„Þetta er stærsta sýning sem ég
hef tekið þátt í,“ segir Sigurbjörn.
„Sýningin stóð yfir í fimm daga
og komu rúmlega 300.000 manns að
sjá hrossin og þar voru 400 fjöl-
miðlamenn. Sýningarsvæði undir
þaki var fjórir hektarar. Þetta er
stærsta umgjörð sem ég hef séð á
slíkum sýningum.
Auk sýninga voru þarna tæplega
tuttugu fjögurra manna hindrunar-
stökkslandslið og voru verðlaunin
eitt hundrað milljónir króna.
Þýska landsliðið sigraði í hóp-
keppninni og auk þess sigraði þýsk-
ur knapi sem einstaklingur.
Mér var sagt að 700 milljónir
manna sæju þessa keppni í beinni
útsendingu.
Robyn Hood lagði til íslenska
hesta fyrir kynningu en ég setti upp
sýninguna og þjálfaði
knapana. Við vorum
flmm sem sýndum
hestana en auk þess
vorum við með fol-
aldsmeri og folald
sem hljóp með.
Það vakti feikna-
lega athygli og óð um
á góðgangi. Það eru
margir sem halda að
töltið sé smíðað í hest-
ana en þarna sáu þeir
svart á hvítu að svo er
ekki heldur er þetta
meðfætt.
Við vorum svo með
kynningarbás og var
mjög gestkvæmt hjá
okkur. Mikið var
spurt um hrossin og
þarna kom fólk sem
sagðist eiga ættir að
rekja til íslands.
Þetta er langvar-
andi markaðssetning
en slíkar sýningar
skila sér á einu til
tveimur árum,“ segir
Sigurbjöm.
Sigurbjörn Bárðarson
og Axel Ómarsson.
DV-mynd E.J.
Skeið
meistaramót
- úrslit
Skeiðmeistarakeppni
150 metra skeið
1. Hinrik Bragason (Islandi)
á Viljari frá Möðruvöllum
2. Klaas Dutihl (HoUandi)
á Trausta van HaU
3. Hólmgeir Jónsson (íslandi)
á Dropa frá Hraukbæ
4. Angantýr Þóröarson
(íslandi) á Stóra-Jarpi frá Akureyri
Skeiðmeistara-
keppni
250 metra skeið
1. Angantýr Þórðarson (íslandi)
á Ægi frá Stördal
2. Marianne Tschappu (Sviss)
á Gammi frá Ingveldarstöðum
3. Hinrik Bragason (íslandi)
á EiUi frá Akureyri
4. Eve Marmettler (Sviss)
á Eiríki rauða frá Hólum
150 metra skeið
1. Fákur frá Holti á 13,67 sek.
Knapi: Karly Zingsheim (Þýskalandi)
2. Trausti van HaU á 14,0 sek.
Knapi: Klaus Dutihl (HoUandi)
3. Dropi frá Hraukbæ á 14,2 sek.
Knapi: Hólmgeir Jónsson (íslandi)
4. VUjar frá MöðruvöUum á 14,4 sek.
Knapi: Hinrik Bragason (íslandi)
5. Hárfagur vom Barghof á 14,5 sek.
6. Stóri-Jarpur frá Akureyri á 14,6 sek.
Knapi: Angantýr Þórðarson (Islandi)
7. Kolur frá Stóra-Hofi á 14,8 sek.
Knapi: Hulda Gústafsdóttir (Islandi)
250 metra skeið
1. EitiU frá Akureyri á 22,6 sek.
Knapi: Hinrik Bragason (íslandi)
2. Fákur frá Holti á 22,7 sek.
Knapi: Karly Zingsheim (Þýskalandi)
3. Gammur frá Ingveldarstöðum á 22,9
sek.
Knapi: Marianna Tschappu (Sviss)
4. Eirikur rauði frá Hólum á 22,9 sek.
Knapi: Eve Barmettler (Sviss)
5. Ægir vom Stördal á 22,9 sek.
Knapi: Angantýr Þórðarson (Islandi)
7. Níels frá Árbæ á 23,3 sek.
Knapi: Þórir Grétarsson (Islandi)
8. Von á 23,6 sek.
Knapi: Styrmir Árnason
A-flokkur:
1. Eiríkur rauði frá Hólum með 8,85
Knapi: Eve Barmettler (Sviss)
2. Glaöur frá Hólabaki með 8,65
Knapi: Angantýr Þórðarson (íslandi)
3. Gola vom Sommerberg með 8,48
Knapi: Annika Sandstein (Þýskalandi)
4. Fálki frá Hjaltastööum með 8,46
Knapi: AnnUca Sandstein (Austurríki)
5. Brynjar frá Skarði með 8,38
Knapi: Birgir Gunnarsson (íslandi)
Gæðingaskeið
1. Jón Steinbjömsson (íslandi)
á Hárfagra vom Barghof
2. Karly Zingsheim (Þýskalandi)
á Fáki frá Holti
3. Hinrik Bragason (íslandi)
á Viijari frá MöðruvöUum
4. Angantýr Þórðarson (Islandi)
á Stóra-Jarpi frá Akureyri
5. Uli Reber (Þýskalandi)
á Sif frá Hóli
Hraðskeið
1. Maijolein Strikkers (Hollandi)
á Erró á 8,09 sek.
2. Hinrik Bragason (íslandi)
á Eitli frá Akureyri á 8,10 sek.
3. Tanja Gundlach (Þýskalandi)
á Söru frá Hrepphólum á 8,14 sek.
4. Angantýr Þórðarson (íslandi)
á Ægi frá Stördal á 8,17 sek.
5. Samantha Leidersdorf (Dan-
mörku)
á Spútnik frá Hóli á 8,18 sek.
Samanlagður meistari
1. Jón Steinbjömsson (íslandi)
á Hárfagra vom Barghof
2. Gunnar Hoyos (Austurriki)
á Dagfara frá Kjamholtum
3. Tanja Gundlach (Þýskalandi)
á Geysi frá HvolsveUi
4. Eve Barmettler (Sviss)
á EirUú rauða frá Hólum
5. Samantha Leidersdorf (Danmörku)
á Spútnik frá Hóli
6. Styrmtr Ámason (íslandi)
á Yngri frá Reykjavík
6. Hólmgeir Jónsson (íslandi)
á Dropa frá Hraukbæ