Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998
Spurningin
Ertu hjátrúarfull(ur)?
Hafdís Ellertsdóttir verkakona:
Nei.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson nemi:
Örlítið.
Pétur Sigurösson iðnaðarmaður:
Nei.
Páll Hannesson verkfræðingur:
Nei.
Sigurður Pálsson ellilífeyrisþegi:
Nei.
Lesendur
Skrlpaleikur á
Ólafsfjarðarvelli
- hvatning til KSÍ um dómgæslu
Úr leik ÍA og KR sem bréfritari vitnar til í bréfi sínu.
Birgir Harðarson skrifar:
Langt er síðan hinum almenna
áhorfanda var nóg boðið af dómur-
um knattspyrnuleikja enda oft verið
sagt að dómarar í hverjum leik væru
a.m.k. jafnmargir áhorfendum og því
kannski eölilegt að sitt sýnist hverj-
um enda sjónarhornin mörg. En
loksins, ég segi loksins, er blaða-
mönnum meira en nóg boðið ef
marka má skrif DV sl. mánudag um
leik Leifturs og Keflavíkur en þar
skrifar blm. um skrípaleik á Ólafs-
firði og segir m.a. um dómarann;
„hann tók leikinn í sínar hendur ...
eyðilagði leikinn og fór létt með
það“, og á þar við einleik Egils
Markússonar dómara. Síðan heldur
blm. áfram og nefnir ýmis dæmi um
sorglega brandara og hreinan
skrípaleik dómarans.
Þetta eru sannarlega orð í tima
töluð því það eru ekki ófáir leikir
sem dómarar hafa eyðilagt með ým-
ist hugleysi, dómgreindarleysi eða
öðrum aumingjaskap og eru auðvit-
að aðstoðardómarar þá með í
skemmdarverkinu. Oft virðast þeir
hreinlega ekki vera að fylgjast með
réttum leik.
Knattspymunni hefur farið mikið
fram síðustu ár en dómarar virðast
sumir sitja eftir og rúmlega það.
Gróft olnbogaskot sem leikmaður ÍA
gaf KR-leikmanni nokkrum skrefum
fyrir framan dómara þessa leiks sem
„sá ekki brotið" er t.d. skrýtið. Mað-
ur spyr sig: hvernig fór dómarinn að
því að sjá það ekki? Ýmislegt þóttist
hann þó hafa séð í þeim leik sem
gerðist mun lengra frá honum og
jafnvel blokkeraður af leikmönnum.
Þá er ekki langt síðan leikmaður
Leifturs var dæmdur í leikbann af
aganefnd þar sem nefndin hafði sjón-
varpsupptöku þar sem leikmaður
sást slá til andstæðingsins. Til hlið-
sjónar við uppkvaðningu dómsins
verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað
verður gert í máli leikmanns ÍA en
auðvitað hefur aldrei verið sama Jón
og séra Jón enda leikmaður Leifturs
í nefndu tilviki „bara útlendingur".
Það væri umhugsunarefni fyrir
t.d. sjónvarpsstöðvamar að skoða
upptökur frá leikjum sumarsins og
tína til furðulega og ranga dóma. Það
er af nógu aö taka, ef það gæti verið
hvatning til KSÍ til að velja hæfa ein-
staklinga til dómgæslu.
Dómarastarfið er sjálfsagt eitt
vanþakklátasta starf sem fyrirfinnst
og í sjálfu sér virðingavert að ein-
hver skuli gefa sig í starfið en það er
engum hollt að bjóða sig í starf sem
hann veldur ekki. Að lokum: Það er
hreint furðulegt að leikmönnum
skuli hafa veriö boöið upp á að leika
knattspyrnu við þær aðstæður sem
voru á Ólafsfjarðarvelli laugardag-
inn 12. þ.m.
Ræðuflóð á Alþingi
Jónas Jónsson skrifar:
Senn líður að því að Alþingi hefji
störf að nýju eftir sumarleyfi þing-
manna. Vaífalaust verða þar töluð
mörg orð ef að vanda lætur. Margir
telja ræðuflóð á þingi vera úr hófi
fram. Mjög er þó misjafnt hve orð-
margir þingmenn eru. Einn þeirra
sem talinn var halda einna stystar
ræður var Skúli Guðmundsson,
þingmaður Vestur-Húnvetninga um
langt skeið og ráðherra 1938-1939.
Ég var nýlega að glugga í rúmlega
hálfrar aldar gamlar ræður og rakst
þar m.a. á ræðu Páls Hermannsson-
ar (1880-1958), þingmanns Norð-Mýl-
inga um nær tveggja áratuga skeið.
Til afgreiðslu voru almannatrygg-
ingalögin 1946 sem sett voru að
frumkvæði Alþýöuflokksins. Páll
var talinn vitur maður og málsnjall.
Hann var um þessar mundir 1 stjóm-
arandstöðu en var annar tveggja
framsóknarmanna sem greiddu fyrr-
nefndum lögum atkvæði. Páll flutti
þá örstutta ræðu, snilldarverk að
mínu áliti, og eftirfarandi:
„Ég tel að frumvarp þetta eigi
enga hliðstæðu í íslenzkum lögum,
aðra en sjálfa stjómarskrána. Ég
álit, að með lagasetningu þessari sé
verið að búa til nýtt þjóðfélag, sem
að minni hyggju verður betra en
það sem við nú búum við. Þó að
undirbúningur málsins sé að ýmsu
leyti góður, þá tel ég þó, að hann
hefði þurft að vera betri. En þar
sem frumvarpið að mínu viti stefn-
ir að fullkomnara þjóðskipulagi, þá
segi ég já.“
Það var hárrétt hjá Páli Her-
mannssyni, að með lögum þessmn
var raunverulega verið að búa til
nýtt þjóðfélag, og þess hafa öryrkjar
og gamalmenni fyrst og fremst notið,
svo og bammargar fjölskyldur. - Ég
legg til að alþingismenn temji sér að
vera fáorðir og gagnorðir.
Útflöggun í flugflotanum
- til aö bjarga rekstrinum í bili
Óskar Sigurðsson skrifar:
í sjónvarpsfréttum sl. miðviku-
dagskvöld brá fyrir mynd frá Akur-
eyri þar sem verið var að lesta eitt
skipa Emskipafélags íslands, Detti-
foss, hestum til útflutnings til
Þýskalands. Það vakti athygli mína
að þetta íslenska skip er skráö i
Limassol (á Kýpur). Mörg fleiri
fragtskip íslenska flotans em skráð
í hinum ýmsu löndum og hefur ver-
ið nokkuð ágreiningsmál af hendi
farmannastéttarinnar. Nú er þetta
líklega ekki lengur neitt tiltökumál
(LHilMlGM þjónusta
allan
í síma
kl. 14 og 16
Kemur að því að flugvéiunum verður flaggað út svipað og gerist í skipaflot-
anum?
því raddir hafa hljóönað vegna
þessa, sem sjómenn kalla jafnan út-
flöggun skipa. Staðreyndin er hins
vegar sú, að útgerðir skipanna telja
rekstrarkostnað minnka stórlega
viö útflöggunina, bæði varðandi
starfsmenn sem gjaman em á lægri
launum en þeir sem annars væru
skráðir á skip í heimalandinu og
ýmis önnur gjöld.
Ég er undrandi á að íslenskir
flugrekstraraðilar hafi ekki tekið
upp þennan hátt. Hvað t.d. með
Flugleiðir hf sem nú berjast i bökk-
um með afkomu sína? Væri ekki
gráupplagt fyrir ráðamenn þar á bæ
að flagga út flugflotanum, skrá
hann annars staðar í bili, og fá þá
ódýrari mannskap um leið? Ódýrari
flugmenn, ódýrari flugfreyjur? Og í
það heila tekið lækkun á rekstrar-
kostnaði fyrirtækisins, með allan
flugflotann skráðan erlendis, t.d. í
Limasson eða á Bahamaeyjum?
Dýr mál-
efnaskrá
Eysteinn skrifar:
Manni verður ekki um sel
þegar maður les fréttir frá hinu
sameiginlega framboði þríflokk-
anna, Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Kvennalista.
Þarna er um milljarða útgjöld
að ræða í þeim málaflokkum
sem framboðið ætlar að slá sér
upp á. Ekki minna en á bilinu
10-20 milljarðar króna! Er fólk-
inu ekki sjálfrátt, eða ber eng-
inn þessara karla og kvenna
neitt skynbragð á fjármál? Nýtt
ráðuneyti fyrir jafnréttismál þar
sem Kvennalistakonunni hefúr
líklega verið lofað forsvari. Ann-
að eftir þessu, svo sem upp-
stokkun á ríkisrekstrinum.
Dettur einhverjum í hug að
þessir flokkar hafi í hyggju sam-
drátt þar á bæ? Aldeilis ekki. Ég
sé ekki glóru i þessu framboði,
hvar sem leitað er.
Vesalings
forstjórinn
Ágústa hringdi:
Ég er yfir mig undrandi hvern-
ig fjölmiðlar fara með og leggjast
á einn mann í kerfmu, fýrrver-
andi forstjóra Landmælinga ís-
lands, þótt hann hafi verið fund-
inn sekur um að misfara með op-
inbert fé. Vissulega er rétt að
taka á málinu og setja hann af, sé
sekt hans sönnuð með réttmæt-
um hætti. En þetta - að birta
myndir af manninum á sjón-
varpsstöövunum, í blöðunum og
fara að eins og hér sé um óvin
þjóðarinnar númer eitt að ræða,
það er fáránlegt. Hvers vegna eru
ekki birtar myndir af raunveru-
legum glæpamönnum sem nást og
eru þjóðhættulegir; dæmdir nauð-
garar, ofbeldismenn og smyglarar
eiturefna? - Hvað rekur fjölmiðla
til að gera jafn skjóta undantekn-
ingu núna? Spyr sá sem ekki veit.
Vita þeir hvað þeir eru að gera
með slíkri árás á mann, að lokn-
um 37 ára starfsdegi?
Staöfest góðæri
Guðmundur P. hringdi:
Hér á íslandi er góðæri, til
lands og sjávar. Það hefur verið
staðfest á flestum stöðum þar
sem rædd eru þjóðmál. Meira að
segja í okkar hópi, nokkurra
kaffifélaga á veitingahúsi hér í
Reykjavík, kemst varla annað að
en hvað árferði hafi batnað mik-
ið á seinustu tveimur eða þrem-
ur árum. Sumir aldraðir félagar
okkar eru þó ekki með það á
hreinu að þeirra hagur sé neitt
betri því lífeyrisgreiðslur séu
skammarlega lágar, því þurfi að
breyta með einhverjum hætti, og
það snarlega. Hærri prósentu-
tölu lífreyrisgreiðslna við starfs-
lok sé lausn eða lægri skatta af
lífeyri. - En að öðru leyti má
þakka fyrir góðærið eins og seg-
ir í leiðara í blaðinu ykkar sl.
fimmtudag.
Þegnskylduvinna
hjá borginni?
Elín hringdi:
Ég las í DV að íbúar í Foss-
vogi tóku það upp hjá sér að
snyrta umhverfið og ganga í
verk borgarstarfsmanna t.d. með
því að tyrfa ónýttan sparkvöll og
ætla svo að halda áfram í sipuð-
um dúr og mála og fegra á ann-
an hátt. Með þessu framtaki
íbúa í Fossvogi eru þeir þar með
komnir í eins konar þegnskyldu-
vinnu í hverfinu fyrir Reykja-
víkurborg. Þetta ættum við íbú-
ar í gamla Vesturbænum
kannski að hafa í huga þar sem
götur hér og gangstéttir eru
löngu úr sér gengar og hættuleg-
ar vegfarendum. Ef borgin flytur
efni (möl og sand og hellur á
svæðið eru áreiðanlega einhverj-
ir sem myndu taka til hendinni.
En þetta yrði auðvitaö að vera
skipulega unnið. Eru borgaryfir-
völd tilbúin í samvinnu?