Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖIMIÐLUN HF. Stjérnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar delldir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: tSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skólakerfið og hátæknin Velferð þjóða mun í framtiðinni ráðast meira af getu þeirra til að framleiða og hagnýta þekkingu en til að beisla hefðbundnar auðlindir. Þróun hátæknigreina, sem byggjast á öflugum grunnrannsóknum og góðu skólakeríi munu skera úr um stöðu íslands í náinni framtíð. Ólafur Jóhann Ólafsson, athafnaskáld, sagði í viðtali við Alþýðublaðið sáluga að breytingarnar sem fylgdu hátækninni kristölluðust í að fjárfestingin labbaði heim eftir vinnudaginn. Með því átti hann við að í framtíðinni lægi hún ekki í vélum heldur í vel menntuðu fólki. Þessi framtíðarsýn er hárrétt. Fáum dylst núorðið að aðgöngumiðinn að velferð í framtíðinni liggur í há- menntuðum mannafla. Forsenda hans er fyrsta flokks skólakerfl þar sem menntun kennaranna, sem eiga að miðla þekkingunni, er úrslitaatriði sem oft gleymist. Á örskömmum tíma hefur landslag atvinnulífs okkar breyst. Fyrir fáum árum urðu til örsmá fyrirtæki á sviði hugbúnaðar, stofnuð af ungu fólki með hugvitið eitt að vopni. Þessi fyrirtæki eru nú hvert af öðru að brjótast í gegn á erlendum mörkuðum með framleiðslu sína. Vöxtur þessarar nýju framtíðargreinar er ótrúlega hraður. Fyrirtæki, sem fyrir misserum höfðu örfáa starfsmenn, hafa nú tugi hámenntaðra manna í vinnu, og eru í mörgum tilvikum komin í samstarf við alþjóðlega risa. Enginn sér fyrir endann á þessari jákvæðu þróun. Á sviði líftækni hefur íslensk erfðagreining þegar komið íslandi á kortið. Hvað sem líður umdeildum gagnagrunni er ekki vafamál að stofhun fyrirtækisins hefur lagt grunn að nýrri, arðbærri atvinnugrein sem á eftir að leiða til annarra skyldra hátæknifyrirtækja. Hin skyndilega velgengni íslendinga á sviði hátækni- greina, sem fáa dreymdi um fyrir áratug, hefur leitt fram innbyggða skekkju í skólakerfinu. Hún birtist í að kerfið svarar ekki þörfum hinna nýju greina fyrir sérhæft fólk. Vöxtur þeirra er þegar heftur af manneklu. Hugbúnaðargeirann hefur um árabil skort þjálfað starfsfólk. íslensk erfðagreining hefur svalað þörf sinni fyrir vinnuafl með því að laða heim vísindamenn sem störfuðu erlendis. Hún hefur sömuleiðis seitt til sín starfsfólk spítalanna sem í staðinn skortir mannskap. TIMMS-skýrslan margfræga leiddi í ljós að nemendur í grunn- og framhaldsskólum hér á landi búa yfir minni þekkingu á stærðfræði og náttúrufræðum en erlendir jafnaldrar. Vitaskuld eru augljós tengsl á milli þess og að of fáir námsmenn ljúka háskólaprófi í raungreinum. Ástæða slakrar þekkingar á neðri skólastigum hlýtur að liggja í ónógum undirbúningi. Hann leiðir til að færri en ella takast á hendur erfitt háskólanám í raungreinum. Rótin liggur í of lítilli áherslu á slíkar greinar á neðri skólastigum en líka í sjálfri kennaramenntuninni. Þessu er svarað í nýrri skólastefnu með því að auka vægi raungreina í grunn- og framhaldsskólum. En samhliða er óhjákvæmilegt að gjörbreyta námi kennara- efna með það fyrir augum að auka verulega hlut raun- greina í menntun þeirra. Það er raunar úrslitaatriði. Til langs tíma eru þessar leiðir líklegastar til að bæta undirbúninginn sem skólakerfið veitir á sviði raun-greina. Árangur þeirra mun þó ekki birtast fyrr en eftir mörg ár. Þangað til verður að beita öðrum aðferðum til að afla skólunum kennara á sviði raunvísinda. Skólarnir keppa við aðra geira atvinnulífsins um mannafla. Fólk sem gjarnan vill kenna raungreinar getur það ekki launanna vegna. Skólarnir verða því að fá sveigjanleika sem þarf til að geta keypt til sín eftirsótt vinnuafl. Össur Skarphéðinsson Annars staðar á Norðurlöndum er réttur langveikra barna margfalt meiri en hér, segir m.a. í grein Jóhönnu. - Dönsk og sænsk krabbameinssjúk börn í ferð á íslandi. Réttarstaða langveikra barna Á Alþingi sl. vor var samþykkt þingsályktunar- tillaga sem undirrituö fiutti ásamt Margréti Frí- mannsdóttur, Ástu R. Jó- hannesdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur, Guðmundi Hallvarðssyni og Jóni Kristjánssyni um að und- irbúin verði heildstæð og samræmd stefna í málefii- um langveikra barna. Nefhd með aðild þriggja ráðuneyta og fúlltrúa sam- taka um málefni lang- veikra barna var falið aö leggja mat á hvort þörf væri sérstakrar löggjafar um réttindi þeirra eða hvort fella eigi þau undir gildissvið laga um málefni fatlaðra. Ófullnægjandi og illa skipulögð þjónusta Staöa þessara barna er ekki ósvipuð þvi sem var hjá fótluðum fyrir tæpum 20 árum. Þá var þjónusta við þá mjög ófullnægjandi og illa skipulögð. Alla sam- ræmingu vantaöi, enda féll þjón- ustan þá undir ákvörðunarvald a.m.k. þriggja ráðuneyta. Þetta bitnaði mjög á allri þjónustu við fatlaða og aðstandendur þeirra sem var vísað milli ráðuneyta í leit að úrlausn sinna mála. Það er ná- kvæmlega sama staða og langveik böm og aðstandendur þeirra eru að ganga í gegnum í dag, 20 árum síð- ar. Þjónustu við langveik börn er mjög ábótavant, en þau þurfa margháttuð, fjölbreytt og sérhæfö úrræði og aðstoð sem heyrir undir mörg ráðuneyti. Á margan hátt þurfa þau ekki ósvipaða þjónustu og fatlaðir. Engu að síður er staða Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður þeirra sú að þau njóta langt í frá sömu réttinda og fatlaðir og falla ekki undir þær margvislegu rétt- arbætur sem fel- ast í lögum um málefni fatlaðra. í þeim lögum er skýrt skilgreind ýmis stoðþjón- usta, liðveisla, skammtimaþjón- usta, sálfræði- þjónusta, þjón- ustustofnanir, þar með taldar dagvistarstofn- anir, félagsleg hæfing og endur- „Þjónustu við langveik börn er mjög ábótavant, en þau þurfa margháttuð, fjölbreytt og sér- hæfð úrræði og aðstoð sem heyrir undir mörg ráðuneyti." hæfmg og búsetuúrræði fyrir fatl- aða. Samkvæmt lögunum fer líka fram stefnumótun og samræming á allri þjónustu við fatlaða, auk þess sem Framkvæmdasjóður fatlaðra fjármagnar ýmsa upp- byggingu og þjónustu við þá. Þau úrræði sem hér hefur verið lýst falla á margan hátt vel að þörfum langveikra bama. Einnig þarf að tryggja aðstandendum þeirra lengri veikindarétt, en þeir eiga einungis rétt á 7 veikindadögum að hámarki á ári til að sinna sjúk- um börnum sínum án tillits til fjölda þeirra og alvarleika sjúk- dómsins. Annars staðar á Norður- löndum er rétturinn margfalt meiri, auk þess sem útgjöld vegna þjónustu og aðstoðar við böm og fjölskyldur þeirra em helmingi lægri pr. íbúa hér á landi en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Leiðir til úrbóta Nefnd sú sem skipa átti sam- kvæmt tillögunni sem samþykkt var á Alþingi sl. vor á að skila niðurstöðu um nk. áramót. Þrjár leiðir þarf sérstaklega að skoða. í fyrsta lagi að langveik böm njóti sambærilegra réttinda og þjón- ustu og felast í lögum inn málefni fatlaðra. í öðru lagi gæti komið til greina að undirbúa sérstaka löggjöf sem felur í sér heildar- stefnumótun og samræmda þjón- ustu við langveik börn á sviði félags-, heilbrigðis-, dagvistar- og skólamála. Einnig er nauðsynlegt að við endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfé- laga og þegar og ef lög um fatlaða verða felld að þeim lögum fái samtök um málefni langveikra barna fulla aðild aö þeirri stefnu- mótun. Ljóst er að víða er mikil brota- löm í málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra og réttar- staða þeirra mjög óljós og illa samræmd. Það gengur þvert á þá opinberu stefnu í málefnum fjöl- skyldunnar sem Alþingi hefur samþykkt. Vonandi bætir úr til- lagan sem Alþingi samþykkti sl. vor um stefnumótun í málefnum langveikra barna. Með því verður grannt fylgst hver niðurstaðan verður í því nefndarstarfl sem nú er í gangi og ljúka á fyrir áramót. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Blanda úr stefnuskrám „Málefnaskrá sameiginlegs framboðs Alþýðu- flokksins og meirihluta Alþýðubandalags og Samtaka um Kvennalista hefur séð dagsins ljós ... Stefnuplagg- iö ber þess afar sterk merki að hér er á ferðinni málamiðlun milli ólíkra flokka. OröEdagið er blanda af því sem fram hefur komið í stefnuskrám þeirra allra. Niðurstaðan er orðmörg yfirlýsing sem er auð- ug af beinum og almennum loforðum, sem mörg hver hljóma fallega. Hins vegar er afar lítiö um það sagt hvernig eigi að standa við þau ... Gera verður þá eðli- legu kröfu til hins sameiginlega framboðs að það skýri fljótlega mun nánar stefnuna...“ Elías Snæland Jónsson í Degj 18. sept. NATO - heilladrjúg aöild „Draugar úr fortíðinni virðast hafa skotið upp kollinum við samningu utanríkismálakafla málefna- skrár hins væntanlega framboðs Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista ... Aðild íslands að NATO hefur reynzt heilladrjúg. íslenzkir stjóm- málaflokkar, að Alþýðubandalaginu og Kvennalist- anum undanskildum, hafa stutt aðild Islands aö Atl- antshafsbandalaginu. Stuöningur almennings viö NATO-aðild og veru vamarliðsins hér á landi hefur jafnframt veriö mikill undanfama áratugi. Vinstri- menn fá ekki mörg atkvæði út á þá stefnu sína að endurskoða aöild íslands að bandalaginu." Úr forystugrein Mbl. 18. sept. Ferð til fortíðar „Þetta er óskaplega langur óskalisti sem fýrst og fremst miðar að því að auka ríkisafskipti og skatta ... Þetta er gamaldags vinstri bræðingur sem byggir á þeirri trú að þessir forsvarsmenn vinstri flokk- anna séu betur til þess færir að taka ákvarðanir fyr- ir fólk en fólkið sjálft ... Ég er þeirrar skoðunar að það hafi gengið mjög vel í okkar samfélagi með þeim sveigjanleika sem hér er á vinnumarkaði. Það hefur ekki oröið meiri uppgangur i neinu öðm landi, hvorki í efnahagslegu né launalegu tilliti eða hvað varöar framgang kvenna. Mér virðist þetta vera enn ein ferðin til fortíðar sem þama er verið að leggja upp í.“ Þórarinn V. Þórarinsson i Degi 18. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.