Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Page 20
20
MANUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998
Hringiðan
Klúbburinn, nýr
skemmtistaður,
byggður á rústum
efri hæðar gamla
Ingólfscafés, var
opnaður á laugar-
dagskvöldið. Mikið
var um að vera þetta
opnunarkvöld, t.d.
eldspúandi ungur
maður.
DV-myndir Hari
Myndlistarkonan Þóra Sig-
urðardóttir opnaði sýningu í
Ásmundarsal Listasafns ASÍ
á laugardaginn. Alberta Lei,
Carlo Costa og Caroline Ingi-
björg heilsuðu upp á lista-
konuna, son hennar, Emil
ísleif, og eiginmanninn,
Sumarliða ísleifsson.
Hljómsveitin langlífa,
SSSól, lék fyrir dans-
þyrsta gesti
skemmtistaðarins
Broadways á laug-
I ardaginn. Vinkon-
I urnar Hrefna Heim-
A isdóttir og Elísa
I \ Jónsdóttir voru
\ kátar með „gömlu
\ mennina".
Listamaðurinn Jun
Kawaguchi opnaði
sýningu á verkum sín-
um í Gryfju Listasafns
ASÍ. Jun er hér við eitt
verka sinna sem öll
eru úr postulíni.
Eldmóður, Englahár,
Mótor og Fudge stóðu
fyrir „brennheitri" sýn-
ingu á skemmtistaðnum
Astro á laugardaginn.
Það er fátt hægt að
segja, nema kannski
„grrrrrrr".
Listakonurnar Anna Sigríður og
Margrét Guðmundsdóttir opnuðu
samtímis sýningar á verkum sínum
Hafnarborg á laugardaginn. Sól-
rúnu Jónsdóttur og Ragnheiði Guð-
steinsdóttur leist vel á verkin.
Leikritið Bróðir minn
Ljónshjarta var frum-
sýnt í Þjóðleikhúsinu
á laugardaginn. Guð-
ný Ósk Sveinbjörns-
dóttir, Sara Eiísabet
Ólafsdóttir og Guð-
rún Helga Svein-
björnsdóttir fengu
sér gos í hléinu á
þessu skemmtilega
leikriti.
Myndhöggvarinn Anna Sigríður
opnaði sýningu á verkum sínum
í lista- og menningarmiðstöðinni
Hafnarborg á laugardaginn.
Anna er hér til hægri við frænku
sína, Auði B. Guðmundsdóttur.
Leikritið Við
feðgarnir, eftir
Þorvald Þor-
steinsson, var
frumsýnt í
Hafnarfjarð-
arleikhúsinu
á föstudags-
kvöldið.
Leikmynda-
hönnuður
verksins,
Finnur Arnar, er
hér ásamt lista-
manninum og rit-
höfundinum Hallgrími
Helgasyni.