Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Síða 29
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998 2000-vandamálið: Rússar áhugalitlir - ætla að „fást við vandann þegar þar að kemur" Þrátt fyrir að Rússar ráði yfir næststærsta kjarnorkuvopnabúri allra þjóða og starfræki u.þ.b. tug hrörnandi kjarnorkuvera láta þeir sér 2000-tölvuvandann i léttu rúmi liggja. Talsverð hætta er á meiri háttar bilunum í tölvukerfum um allan heim en samt hafa Rússar dregið lappirnar hvað varðar endur- bætur á tölvukerfum sínum. „Samanborið við aðrar þjóðir erum við ekki vel stödd,“ segir Al- exander Krupnov, formaður nefnd- ar sem var nýlega stofnuð til að rannsaka vandann sem mörg önnur ríki hafa glímt við í fjölda ára. Hann er hins vegar ekki viss um hve mik- ill vandinn er, eða hvar hann eigi að útvega sér það gríðarlega fjár- magn sem þarf til að leysa vanda- málið. Þeir sem til þekkja segja að tölvukerfin sem líklega séu hvað viðkvæmust séu þau sem nýtt eru í hrörnandi kjarnorkuverum auk þeirra sem varnarkerfl landsins byggist á. Upplýsingum varðandi þessi kerfi er hins vegar haldið leyndum og því eru spár um hvað gerast muni þann 1. janúar árið Frá rússnesku kjarnorkuveri. Verður það starfhæft þann 1.1. 2000? 2000 mismunandi og óáreiðanleg- ar. Ráðamenn I Rússlandi hafa gef- ið mjög misvisandi yfirlýsingar hvað þessi mál snertir en ljóst þykir að 2000-vandamálið er ekki ofarlega i huga þeirra þessa dag- ana. Sennilega lýsa orð Vladislavs Petrov, talmanns kjarnorkuráðu- neytis Rússlands, þessu best. „Við erum að gera ráðstafanir, en fá- umst við vandamálið þegar þar að kemur,“ var haft eftir honum. Swissair-flugslysið: Syrgjendur nýta sér Netið útna. Að auki sendum við skila- boðin áfram til hópsins sem sér um áfallahjálp. Ef símanúmer fylgdi tölvupóstinum var umsvifa- laust hringt í viðkomandi." Það er almennt talið að Swissair hafi tekist geysilega vel að bregð- ast við þessu mikla áfalli og sér- staklega hefur þjónusta þess á Net- inu í kjölfarið verið rómuð. Far- þegalisti var birtur á heimasíð- unni um leið og lög leyfðu auk þess sem allar fréttatilkynningar frá fyrirtækinu voru birtar þar um leið og þær voru gefnar út. Þannig varð álag á stjórnendur og þá sem sáu um samskipti við fjölmiðla mun bærilegra en annars hefði orðið. Til viðbótar við fyrirspumir um farþega fór að berast tölvupóstur hundruðum saman þar sem fólk tjáði sorg sína og samúð meö þeim sem hlut áttu að máli. Daginn eftir slysið var því sett upp sérstök síða þar sem tekið var við slíkum bréf- um og þau birt. Viku síðar voru bréfin orðin 4500. Það liðu varla tveir tímar frá því að hið hörmulega Swissair-flugslys átti sér stað þann 3. september síð- astliðinn þangað til heimasiða flugfélagsins hóf að birta nýjustu fréttir af atburðinum. Fljótlega fór tölvupóstur að streyma inn frá áhyggjufullum ættingjum og vin- um sem grunaði að þeir hefðu misst ástvini sína í slysinu. Yfirmaður tölvukynningardeild- ar Swissair, Andy Guenthard, seg- ir svo frá: „Við reyndum að svara öllum bréfum innan þriggja mín- Það er nauðsynlegt að bregðast rétt við þegar áföll ríða yfir. Flestir telja að Swissair hafi tekist það í kjölfar flugslyssins í byrjun mánaðarins. Ný kynslóð viflskiptakerfis I fyrsta sinn á íslandi: Fulltrúar Wúrth á íslandi og Tæknivals ganga frá fyrstu sölu Concorde Axapta á íslandi. Fyrir skömmu var gengið frá fyrstu sölu hér á landi á hinu nýja viðskipta- og upplýsingakerfi Concorde Axapta. Hér er á ferðinni ný kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá danska fyrirtækinu Damgaard Intemational. Unnið hefur verið að þýðingu Concorde Axapta hér á landi að undanfórnu og mun hug- búnaðurinn formlega koma á mark- að 1. nóvember. Frá árinu 1991 hefur viðskipta- hugbúnaðurinn Concorde XAL frá sama fyrirtæki verið á íslenska markaðnum og náð mikilli út- breiðslu í fyrirtækjum hér á landi. Fjölmargar nýjungar er hins vegar að finna í Concorde Axapta, m.a. fyrir birgðahald og framleiðslu. Hugbúnaðurinn er einnig aðlagaður að Windows 98 og byggist hann á algraflsku, hlutbundnu þróunarum- hverfl sem skapar honum mikla sér- stöðu. Það var fyrirtækið Wúrth á ís- landi sem varð fyrst til að kaupa búnaðinn af Tæknivali hf. 37 f Fullorðins fjallareiöhjól 18 gíra aðeins frá kr. Rockyt«8a 8.900 MavericíAÆflö 18.900 Coppi 4» 37.900 EVRÓ Allar stæröir á lager. Rýmum fyrir nýjum tegundum. Langar þig að lyfta þér upp... eitt kvöld í viku í svo sannarlega fróðugm og skemmtilegum skóla? Vissirþú að hérlendis er staifrcektur vandaður sálarrannsóknarskóli eitt kvöld í viku sem venjulegt fólk á öllum aldri sœkir til að frœðast umflestöll dulrœn mál og líkurnar á lífi eftir dauðann? Og langar þig að vita hvað eru afturgöngur, líkamningar, álfar, huldufólk, fjarskynjun, fyrirboðar, berdreymi, svifjógar, ærsladraugar, eða bara hvers vegna skilaboð koma að handan? Og langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklegast eru í dag, í örugglega skemmtilegasta skólanum í bænum í glaðværum og jákvæðum hópi nemenda eitt kvöld í viku fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá er ekkert annað en að hringja og fá allar upplýsingar um mest spennandi skólann í bænum í dag. —Við svörum símanum alla daga vikunnar kl. 14 til 19. Kynningarfundur í kvöld kl. 20.30 og nk. laugardag kl. 14. Allir velkomnir. Sálarranmóknarskólinn - skemmtilegasti skólinn í bœnum - Vegmúla 2, sími 561 9015 & 588 6050 Uppgötvadu nýja heima með ITK Columbus ISDN korti * Tenging við Intemetið, 64 eða 128 K « Tenging við NT eða Novell miðlara « Sími með númerabirtingu og hraðvah. Mögulegt að hljóðrita símtöl. Þrjú símanúmer » Fullkominn símsvari með mismunandi skilaboðum eftir númemm og/eða tíma dags » Fax, inn og útfarandi, á 14.400 bás « Skráarflutningsmiðlari og/eða biðlari mihiliðalaust mihi einmenningstölva ■ Tengingar við mótöld á aht að 14.400 bás ■ Tengingar með V.110 aðferð við Gagnanet Símans og margt fleira •Hinnig fáanlegt sem PCMCLA-kort. Verð kr. 9.980,- SIMINN www.sinmet.is Ármúla 27, sími 550 7800 • Kringlunrii, sími 550 6690 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Grensásvegi 3, sími 800 7575 Afgreiðslustaðir ísla ndspósts um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.