Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1998, Blaðsíða 34
*42
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1998
Afmæli
Atli Heimir Sveinsson
Atli Heimir Sveinsson tónskáld,
Holtsgötu 22, Reykjavik, er sextugur
í dag.
Starfsferill
Atli fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann stundaði nám í pí-
anóleik við Tónlistarskólann hjá
Rögnvaldi Sigurjónssyni, lauk stúd-
entsprófi frá MR 1958, prófi í for-
spjallsvísindum við HÍ 1959, lauk
lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði
frá Staatliche Hochschule fur Musik
í Köln 1963, nam raftónlist við Raf-
tónverið í Bilthoven í Hollandi 1964
og sótti Kölner Kurse fúr neue
Musik 1965.
Atli var tónlistarkennari við MR
1968-77 og hefur verið tónlistar-
kennari í tónsmíðum og tónfræðum
við Tónlistarskólann í Reykjavík frá
1977. Þá hefur hann annast tónlist-
arþætti fyrir Ríkisútvarpið öðru
hverju um árabil frá 1971.
Atli var formaður Tónskáldafé-
lags íslands 1972-83, formaðm- Nor-
ræna tónskáldaráðsins 1974-76, sat
í stjórn Bandalags íslenskra lista-
manna um skeið, sat í stjórn lista-
hátíðar, sat í dómnefnd
International Society for
Contemporary Music
1973, Norrænna músik-
daga 1974 og Inter-
national Gaudeamus
Competition 1978.
Atli hlaut tónlistar-
verðlaun Norðurlanda
1976 og L’ordre du merite
culturel frá Póllandi 1978.
Atli er í hópi virtustu
tónskálda hér á landi.
Hann hefur samið fjölda
tónverka, s.s. einleiks-
konserta, hljómsveitar-
verk, kammerverk og einleiksverk.
Þá hefur hann samið tónlist fyrir
leikhús.
Meðal helstu tónverka hans má
nefna: Hlými, fyrir kammersveit,
1969: Tengsl, fyrir stóra hljómsveit,
1970: Könnun, fyrir lágfiðlu og
hljómsveit, 1972: Flower shower,
fyrir stóra hljómsveit, 1974: Trobar
clus, fyrir fagott og hljómsveit, 1980,
óperuna Silkitrommuna, 1980; og
Sjónvarpsóperuna, óperu við Viki-
vaka eftir Gunnar Gunnarsson.
Fjölskylda
Fyrri kona Atla var Sig-
ríður Hanna Sigurbjöms-
dóttir, f. 24.10. 1943,
tækniteiknari. Þau
skildu.
Synir Atla og Sigríðar
Hönnu eru Teitur, f. 23.3.
1969, og Auðunn, f. 4.2.
1971.
Seinni kona Atla var Ingi-
björg Bjömsdóttir, f. 26.9.
1943, stjómmálafræðing-
ur og kennari. Þau skildu.
Systir Atla er Ingibjörg Sveins-
dóttir, f. 23.1.1944, snyrtisérfræðing-
ur, gift Friedel Kötterheinrich
tæknifræðingi og eiga þau tvö böm.
Foreldrar Atla: Sveinn Þórðar-
son, f. 22.8. 1898, d. 21.11. 1982, aðal-
féhirðir Búnaðarbankans, og k.h.,
Kristin Guðmundsdóttir, f. 14.9.
1909, húsmóðir.
Ætt
Sveinn var sonur Þórðar Breiö-
íjörös, verkamanns og sjómanns í
Reykjavík, og Ingibjargar Sveins-
dóttur. Bróðir Þórðar var Pétur, afi
Péturs Lútherssonar arkitekts. Ann-
ar bróðir Þórðar var Gísli, b. og odd-
viti á Ölkeldu í Staðarsveit. Systir
Þórðar var Kristín, fóðuramma
Kristins Ólafssonar tollgæslustjóra.
Þórður var sonur Þórðar Gíslason-
ar, b. í Ytri-Tungu í Staðarsveit.
Foreldrar Kristinar voru Guð-
mundur Bergsteinsson, kaupmaður
og útgerðarmaður í Flatey á Breiða-
firði, og Guðrún Jónína Eyjólfsdótt-
ir. Guðmundur var sonur Berg-
steins, söðlasmiðs á Eyrarbakka
Jónssonar, b. og alþm. á Eyvindar-
múla í Fljótshlíð, og Kristínar Guð-
mundsdóttur, pr. á Borg á Mýram
Bjamasonar. Kristín var sammæðra
hálfsystir Jóns Sveinssonar, Nonna.
Bróðir Guðrúnar var Ólafur, skóla-
stjóri VÍ. Guðrún var dóttir Eyjólfs,
b. og kaupmanns í Flatey Jóhanns-
sonar, b. í Svefneyjum, Eyjólfssonar
eyjajarls, alþm. og dbrm. í Svefneyj-
um Einarssonar. Móðir Guðrúnar
var Sigurborg Ólafsdóttir frá Bár í
Grandarfirði. Móðfr Jóhanns var
Guðrún Jóhannsdóttir, pr. í Garps-
dal Bergsveinssonar.
Atli Heimir
Sveinsson.
Jón Birgir
Jón Birgir Pétursson blaðamað-
ur, Huldulandi 9, Reykjavík, er sex-
tugur í dag.
Starfsferill
Jón Birgir fæddist í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1959.
, _ Jón Birgir starfaði hjá Flugfélagi
íslands um fjögurra ára skeið, skrif-
aði um íþróttir í Þjóðviljann til 1962
og var fréttamaður á Vísi frá 1963.
Hann var fulltrúi hjá Hafskip hf.
1965-66, fréttastjóri Vísis 1966 og
Dagblaðsins 1975-79, óháður blaða-
maður og starfrækti Blaða- og
fréttaþjónustuna að Hamraborg 1 í
Kópavogi í tíu ár, var fréttastjóri Al-
þýðublaðsins 1990, blaðamaður við
Tímann 1994, síðan við Dag-Tím-
ann og við Dag og hefur verið blaða-
maður við DV frá því í september
1998.
Jón Birgir hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum innan íþrótta-
hreyfingarinnar.
Fjölskylda
Kona Jóns Birgis er Fjóla Arn-
dórsdóttir, f. 9.7. 1945, sjúkraliði.
Hún er dóttir Amdórs Jóhannesson-
ar, bónda í Skálholtsvík í Bæjar-
hreppi í Hrútaffrði, og Fjólu Vest-
§örð, sem lést í júlí 1945.
Sonur Jóns Birgirs og Fjólu er
Arnar Birgi, f. 29.4. 1983.
Böm Jóns Birgis og Birnu Karls-
dóttur, fyrri konu hans, eru Kol-
brún Anna, f. 27.10. 1963, flugfreyja
en sambýlismaður hennar er Þor-
kell Stefánsson, kaupmaður i Raf-
tækjaverslun íslands; Hjördís Unn-
ur, f. 31.7. 1965, ritari en eiginmað-
ur hennar er Eiríkur Magnússon,
viðskiptafræðingur hjá ORA; Karl
Pétur, f. 30.8. 1969, markaðsfulltrúi
hjá DV.
Stjúpböm Jóns Birgis frá fyrra
hjónabandi Fjólu eru Anna Kristín
Hjartardóttir, f. 15.9. 1964, arkitekt;
Amdór Hjartarson, f. 7.10.1965, full-
trúi hjá Sjóvá-Almennum.
Systkini Jóns Birgis: María, f.
25.8. 1925, skrifstofumaður; Björn, f.
30.5. 1930, nú látinn; Ásthildur, f.
11.6. 1934, nú látin, bæjarfulltrúi í
Kópavogi; Stefanía Ingibjörg, f. 3.12.
1941, húsmóðir, gift Páli Braga
Kristjónssyni framkvæmdastjóra.
Pétursson
Foreldrar Jóns Birgis
vora Péfrn Jónsson, f. í
Höfða i Þverárhlíð 19.9.
1895, d. 23.9. 1973, bifreið-
arstjóri, og k.h., Jórann
Bjömsdóttir, f. 14.12.
1904, d. í febrúar 1966,
húsmóðir frá Brekku í
Skagaffrði.
Ætt
Systir Jórunnar er Sig-
urlína, móðir Pálma í
Hagkaupi, fóður Sigurðar
Gísla, stjórnarformanns
Hofs ehf. Systir Pálma er
Sólveig, móðir Jóns, forstjóra Út-
flutningsráðs íslands. Bróðir Jór-
unnar er Andrés, fyrrv. útvarps-
stjóri. Jórunn var dóttir Björns, b. á
Brekku í Seyluhreppi Bjamasonar.
Móðir Bjöms var Hallfríður Sölva-
dóttir, b. á Þverá Þorlákssonar, b. á
Reykjahóli Erlendssonar. Móðir
Þorláks var Halldóra Þorláksdóttir.
Móöir Halldóru var Guðrún Jóns-
dóttir, sýslumanns á Sólheimum,
bróður Áma Magnússonar hand-
ritasafnara. Móðir Sigurlínu var
Stefanía Ólafsdóttir,
vinnumanns, síðast á
Frostastöðum í Blöndu-
hlíð, bróður Jóns, langafa
Egils Bjarnasonar, ráðu-
nautar á Sauðárkróki,
föður Vilhjálms, alþm. og
framkvæmdastjóra Versl-
unarráðs. Ólafur var son-
ur Stefáns, b. á Garðs-
horni á Höfðaströnd
Jónssonar. Móðir Stefan-
íu var Ingibjörg Ólafs-
dóttir, b. í Háagerði á
Höfðaströnd, bróður
Ragnheiðar, langömmu
Benedikts Sveinssonar, föður Ein-
ars skálds. Ragnheiður var einnig
langamma Ólafar, langömmu Jó-
hannesar Nordals. Ólafúr var sonur
Þorkels, b. á Bakka Ólafssonar,
bryta á Hólum, Jónssonar. Móðir
Ólafs var Steinunn Steingrímsdótt-
ir, systir Jóns, afa Jóns Steingríms-
sonar „eldprests".
Jón Birgir og Fjóla eiga tinbrúð-
kaup í dag, tíu ára brúðkaupsaf-
mæli. Þau era stödd á Hotel Citadi-
nes í Barcelona.
Jón Birgir
Pétursson.
Veiðivon
Veiðitoppurinn:
Tíu efstu
veiðiárnar
Við erum á síðustu metranum,
veiðiánum verður lokað einni af
annarri og klakveiöi tekur viö í
mörgum veiðiám. Laxveiðin í sum-
ar var næstum 40 þúsund laxar á
stöng á móti rúmlega 28 þúsund í
fyrra. Við skulum líta aðeins á
veiðitoppinn.
Rangámar eru í fyrsta sætinu
með 3680 laxa, í öðru sæti er Þverá
í Borgarfirði með 2189 laxa, í þriðja
sætinu er Norðurá, líka ættuð úr
Borgarfirðinum, með 2033 laxa, í
fjóra sæti er Blanda með rétt um
2000 laxa, síðan í fimmta sætinu
Laxá í Aðaldal með 1925 laxa. Mið-
fiarðará kemur i sjötta sætinu með
1820 laxa, síðan Grímsá í sjöunda
sætinu með 1650 laxa, i áttunda er
Langá á Mýrum með 1470 laxa. 1 ní-
unda og tíunda sætinu eru Laxá í
Kjós og Laxá í Dölum með 1390 laxa
hvor ár. Rétt þar fyrir neðan eru
Vatnsdalsá, Víðidalsá, Selá í Vopna-
firði og Hofsá.
Haukadalsá í Dölum hefur komið
skemmtilega á óvart í sumar og eru
komnir yfir 900 laxar úr ánni. Það
er langt síðan Hauka gaf svo vel.
Þverá í Fljótshlíö:
Feiknalaxveiði
„Veiðiskapurinn gengur vel, núna eru komnir
160 laxar og hann er 16 pund sá stærsti. Veiðimenn
sem voru hérna um síðustu helgi veiddu 13 laxa og
þeir verða aftur um helgina núna,“ sagði Hans. G
Magnússon er viö spurðum um stöðuna í Þverá í
Fljótshlíð. En Þverá var fyrir fiölda ára einhver
besta sjóbirtingsveiðiá landsins og fyrir fáum dög-
um veiddist 8 punda sjóbirtingur í henni. Hans
veiddi þennan 8 punda á fluguna Snældu, sem hann
segir að gefi oft vel.
„Það virðist vera mikið af fiski ofarlega í ánni en
neðar í henni virðist hann stoppa minna. Þar var
líka engin sleppitjöm. Já, sjóbirtingsveiðin var góð
í ánni hérna áður en Hekla sá fyrir þeim veiðiskap.
Ég held að sjóbirtingurinn sé á hraðri uppleið, enda
hefur sést mikið af seiðum í ánni síðustu tvö árin.
Sjóbirtingurinn getur orðið vænn hér um slóðir,"
sagði Hans enn fremur. -G.Bender
Hans G. Magnússon og Óskar
Heiðar Hansson með góða
veiöi úr Þverá fyrir fáum dög-
um. Þar hafa veiðst 160 laxar.
DV-mynd GPP
Til hamingju með afmælið 21. september
85 ára
Jenný Jónsdóttir, Lindasíöu 2, Akureyri.
80 ára
Alda Jónsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík. Gestur Ámason, Boðahlein 13, Garðabæ. Gyða Guðmundsdóttir, Hólmgarði 9, Reykjavík. Jón J. Ólafsson, Hæðargarði 35, Reykjavík. Sigurður Einarsson, Fossheiði 62, Selfossi.
75 ára
Gunnar Ólafsson, Hvassaleiti 117, Reykjavík. Helena Sigtryggsdóttir, Laugarvegi 25, Siglufirði.
70 ára
Björg Jónsdóttir, Ásenda 5, Reykjavik. Hannes Ágústsson, Bölum 4, Patreksfirði.
60 ára
Dýrfinna Ósk Högnadóttir, Hvammav. 2, Hvammstanga. Guðfinna Friðriksdóttir, Brekkugötu 1, Ólafsfirði. Gunnar Sigurjónsson, Jörfalind 12, Kópavogi.
50 ára
Bára Guðmundsdóttir, Kveldúlfsgötu 25, Borgarnesi. Bára Þórðardóttir, Furugrand 10, Kópavogi. Birgir Jensson, Vesturbergi 54, Reykjavík. Björg Sigurbjörnsdóttir, Stórasvæði 3, Grenivík. Guðrún Björg Pétursdóttir, Brálundi 2, Akureyri. Guðrún Vigdís Sverrisdóttir, Borgarholtsbraut 58, Kópavogi. Hlíf Guðmundsdóttir, Móholti 4, ísafirði. Margrét Vallý Jóhannsdóttir, Bragagötu 36, Reykjavík. Olgeir Kristjónsson, Logalandi 7, Reykjavík. Sigrún Pálsdóttir, Logafold 178, Reykjavík. Smári Ingvarsson, Urriðakvísl 3, Reykjavík.
40 ára
Bergsveinn Haralz Elíasson, Njálsgötu 104, Reykjavík. Elísabet Guðmundsdóttir, Reykjabyggð 23, Mosfellsbæ. Guðbjörg M. Sigurbjömsdóttir, Naustabúð 10, Hellissandi. Guðjón Heiðar Pálsson, Fýlshólum 3, Reykjavik. Guðjón Jóhannes Jónsson, Sundstræti 29, ísafirði. Guðrún Ólafsdóttir, Vallarbarði 16, Hafnarfirði. Hrafnkell Gunnlaugsson, Kieppsvegi 118, Reykjavík. Hörður ívarsson, Garðarsbraut 83, Húsavik. John Mortensen, Snorrabraut 63, Reykjavík. Reinilda P. Gimenez, Skálholti 9, Ólafsvík. Sigríður Bryndís Karlsdóttir, Geirmundarstöðum, Dalabyggð. Sigrún Friðgeirsdóttir, Álftamýri 58, Reykjavík. Sigurður Ægisson, Grenjaðarstað, Aðaldælahr. Tryggvi Sverrisson, Lækjai'götu 30, Hafnarfirði.